Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

179. fundur 05. júní 2013 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

201304074

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hefur áður tekið afstöðu til frummatsskýrslunnar á fundi sínum 8. maí sl. Fullt samræmi er á milli þeirrar bókunar og bókunar umhverfis- og héraðsnefdar nú. Bæjarstjórn samþykkir að framvegis verði gögn og erindi er varða mat á umhverfisáhrifum lögð fyrir umhverfis- og héraðsnefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd, áður en bæjarstjórn afgreiðir þau endanlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Leikvöllur á Suðursvæði

201305195

Erindi í tölvupósti dagsett 27.05.2013 þar sem undirritaðir íbúar á Suðursvæðinu óska eftir að fá svör við því, hvenær vænta megi þess að leikvöllur verði settur upp á Suðursvæði Egilsstaða. Ef ekki er gert ráð fyrir framkvæmdum á árinu 2013, er þá sveitarfélagið tilbúið til þess að setja upp einhverja aðstöðu/leiktæki til bráðabirgða?

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014. Bæjarstjórn felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt með 7 atkvæðum en 2 voru fjarverandi (EA og GI)

2.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 58

1305016

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 3.4 og bar fram fyrirspurn vegna liðar 3.10. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 3.10 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.10. og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.1 og 3.10.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Reiðhjóla torfærubraut

201305173

Á fund umhverfis- og héraðsnefndar komu Elís Alexander Hrafnkelsson og Jóhann Ingi Magnússon komu og kynntu hugmyndir nemendahóps á miðstigi í Egilsstaðaskóla um hönnun torfærubrautar fyrir reiðhjól.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og þakkar Jóhanni og Elís fyrir frumkvæðið og kynninguna. Bæjarstjórn leggur til að verkefnisstjóri umhverfismála vinni verkið áfram í tengslum við samfélagsdag á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Samfélagsdagur 2013

201304095

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að hafa samfélagsdaginn laugardaginn 8. júní n.k. þar sem ekki var hægt að hafa fyrrnefndan dag 25. maí s.l. vegna óhagstæðs tíðarfars í maímánuði.
Verkefnastjóra umhverfismála falið að auglýsa daginn í Dagskránni og verkefnin á heimasíðu og facebook-síðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Ársskýrsla Landbótasjóðs 2012

201305126

Lagt fram til kynningar.

2.4.Bændur græða landið/beiðni um styrk 2013

201305104

Fyrir liggur erindi frá Guðrúnu Schmidt fyrir hönd Landgræðslu ríkisins um styrkbeiðni fyrir verkefnið Bændur græða landið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um umbeðna styrkupphæð kr. 180.000.- árið 2013 í ljósi þess að verkefnið var ekki styrkt á síðasta ári. Styrkurinn verður tekinn af liðnum Önnur landbúnaðarmál nr. 13-29 í fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands

201301173

Lagt fram til kynningar.

2.6.Hreinsun fráveitu frá atvinnustarfsemi

201304075

Fyrir liggur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands um mengunarvarnir vegna fráveitu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og leggur áherslu á að mengunarvarnir séu í lagi á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Einnig hvetur bæjarstjórn fyrirtækjaeigendur í sveitarfélaginu til að gæta þess að mengunarvarnir séu í lagi hjá fyrirtækjum þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Refa- og minkaveiðar

201208086

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun um viðmiðunartaxta ríkisins vegna minkaveiða uppgjörstímabilsins 1. sept. 2012 - 31. ágúst 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að viðmiðunartaxtar ríkisins verði hafðir til hliðsjónar við gerð gjaldskrár fyrir refa og minkaveiðar fyrir veiðtímabilið 1. september 2013 - 31. ágúst 2014. Bæjarstjórn felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra gjaldskrá sveitafélagsins og leggja fyrir næsta fund umhverfis- og héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu

201305095

Fyrir liggur bréf frá Vegagerð ríkisins er varðar viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu. Vegagerðin vísar því til sveitarfélagsins að hlutast til um að viðhald girðinga meðfram vegum í sveitarfélaginu verði lokið 30.júní 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa tilskipun Vegagerðarinnar og sjá til þess að úttekt á girðingum verði lokið fyrir 31. ágúst 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Þrándarstaðarétt

1304164

Lagt fram til kynningar.

2.10.Hjartarstaðarétt

201305170

Fyrir liggur erindi frá Halldóri Sigurðsyni á Hjartarstöðum um þátttöku sveitarfélagins í kostnaði við nýja fjárrétt á Hjartarstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði samningur við Halldór Sigurðsson um kostnaðarhlut sveitarfélagsins og notkun Hjartarstaðaréttar sem aukafjárréttar í Eiðaþinghá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

201301245

Í vinnslu.

2.12.Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

201301247

Í vinnslu.

2.13.Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

201301246

Í vinnslu.

2.14.Laufás, umsókn um að mála ljósastaura

201305164

Erindi í tölvupósti dagsett 14.05.2013 þar sem Steinunn Ásmundsdóttir kt.010366-4969 óskar eftir leyfi til að mála ljósastaurana við Laufás, neðri hlutann, skærgula. Þetta er hugmynd barnanna í götunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda. Bæjarstjórn leggur áherslu á að viðhöfð verði vönduð vinnubrögð og íbúar sinni viðhaldinu. Bæjarstjórn samþykkir að heimilað verði að mála ljósastaura í öðrum hverfum í hverfislitum Ormsteitis í samráði við skipulags- og umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.15.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

201209108

Í vinnslu.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 186

1305011

Til máls tók: Karl Lauritzson, sem ræddi málefni tónlistarskólanna.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

201305144

Lagt fram til kynningar.

3.2.Tónlistarskólinn í Fellabæ/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

201305145

Lagt fram til kynningar.

3.3.Tónlistarskólinn í Brúarási/starfsemi skólaárin 2012-2013 og 2013-2014

201305146

Lagt fram til kynningar.

4.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 48

1305015

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 5.1 og 5.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.5 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.5.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Beiðni um sýningaraðstöðu í Lómatjarnargarði og styrk til leiksýningar

201305021

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 2. maí 2013, undirritaður af Sigsteini Sigurbergssyni f.h. Leikhópsins Lottu þar sem óskað er eftir styrk til sýningarinnar og til að fá að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að Leikhópnum Lottu verði heimilað að sýna í Lómatjarnargarðinum 21. júlí en telur sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Skógardagurinn mikli 2013, styrkbeiðni

201305017

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 1. maí 2013, undirritaður af Birni Ármanni Ólafssyni, þar sem óskað er eftir styrk vegna Skógardagsins mikla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að Skógardagurinn mikli verði styrktur um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar Egilsstöðum

201305168

Fyrir fundi Menningar- og íþróttanefndar lá tillaga forstöðumanns íþróttamannvirkja um hækkun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Málið var til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar á síðasta ári, en afgreiðslu var þá frestað þar til um mitt þetta ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögur að gjaldskráhækkun sem taki gildi frá og með 1. júní 2013. Eins og áður er frítt í sund fyrir börn á grunnskólaaldri á Fljótsdalshéraði svo og fyrir 67 ára og eldri og öryrkja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

201305167

Í vinnslu.

4.5.Umsókn um styrk til að bæta sandi í strandblaksvelli

201305166

Fyrir liggur bréf dagsett 21. maí 2013, undirritað af Kristbjörgu Jónasdóttur f.j. Strandblaksnefndar Hattar með beiðni um styrk til að bæta við sandi í strandblaksvellina í Bjarnadal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið með því að kosta tvö hlöss af sandi. Kostnaður færist af lið 06.89. Starfsmanni menningar- og íþróttanefndar falið að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Umsókn um styrk vegna starfsemi stúlknakórsins Liljurnar

201305165

Í vinnslu.

5.Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs 2011 og 2012

201305202

Lagt fram fundarboð á aðalfund Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands fyrir starfsárin 2011 og 2012, ásamt tillögum um framtíð Atvinnuþróunarsjóðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Stefán Bogi Sveinsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðsins sem haldinn verður að Tjarnarbraut 39 Egilsstöðum 10. júní nk. kl. 14:00.
Varamaður hans verði Björn Ingimarsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samþykktir

201305149

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, en þau byggja á fyrirmynd Innanríkisráðuneytisins að slíkum samþykktum fyrir sveitarfélög.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti breytingatillögur sem hann hefur gert á þeim drögum að samþykktum sem bæjarráð afgreiddi í fyrri umræðu og vísaði til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Aðrir sem til máls tóku um samþykktirnar og einstaka liði hennar voru: Sigrún Blöndal, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Stefán Bogi Sveinsson.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum að samþykktum um stjórn og fundasköp Fljótsdalshéraðs, eins og bæjarráð afgreiddi þær til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að þeim breytingatillögum sem fram komu á fundinum verði vísað til síðari umræðu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.1.Samþykktir

201305149

Vísað til liðar 7 í þessari fundargerð.

6.2.Fjármál 2013

201301002

Lagt fram til kynningar.

6.3.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Lögð fram rammaáætlun ársins 2014. Áætlunin var forunnin af forstöðumönnum, nefndum Fljótsdalshéraðs og starfsmönnum þeirra. Bæjarstjóri og fjármálastjóri stilltu tillögur nefndanna síðan af miðað við afkomumarkmið bæjarstjórnar og lögðu gögnin svo fyrir bæjaráð til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir rammaáætlun ársins 2014, eins og bæjarráð afgreiddi hana frá sér. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að koma rammanum út til viðkomandi nefnda sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 91

1305013

Fundargerðin staðfest.

6.5."Veiðimessa", viðburður

201305162

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar framkomnum hugmyndum að viðburðum eins og veiðimessu sem kynntar voru á fundi atvinnumálanefndar nýlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Beiðni um stuðning Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs við Kjötvinnsluna Snæfell

201305155

Fyrir liggur erindi frá Sláturfélagi Austurlands, dagsett 23. maí 2013, þar sem þess er farið á leit að Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs taki þátt í fjármögnun Kjötvinnslunnar Snæfells.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar framtaki Sláturfélagsins með opnun kjöt- og fiskverslunar sem ekki hvað síst sérhæfir sig í sölu á afurðum úr héraði og telur tilkomu hennar styðja við þá grósku sem er í framleiðslu á austfirskum matvælum.
Jafnframt staðfestir bæjarstjórn þá afgreiðslu atvinnumálanefndar að verkefninu verði boðið lán frá atvinnumálasjóði að upphæð 1.5 milljón krónur sem skal endurgreiðast á þremur árum með möguleika á breytingu þess í hlutafé.
Starfsmanni atvinnumálanefndar, í samráði við fjármálastjóra, falið að útfæra samning í samræmi við samþykktir sjóðsins.

Samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum en einn var fjarverandi (GJ)

6.7.Fjármál 2013

201301002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir þá afgreiðslu atvinnumálanefndar að lagt verði fjármagn allt að kr. 1 milljón úr atvinnumálasjóði sveitarfélagsins, til að kosta aðkomu Fljótsdalshéraðs að verkefni Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs varðandi uppbyggingu á þjónustu fyrir olíuleit á Drekasvæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.8.Styrkumsókn vegna kynningarmyndbands um Stórurð ofl

201304185

Afgreiðsla atvinnumálanefndar staðfest.

6.9.Fyrirkomulag kynningar- og auglýsingamála 2013

201304011

Í vinnslu.

6.10.Egilsstaðaflugvöllur

201305163

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að taka undir eftirfarandi bókun atvinnumálanefndar:
Undanfarin ár hefur ferðamönnum til Íslands fjölgað hratt og stöðugt. Allt bendir til þess að sú þróun haldi áfram. Í ljósi þess hvetur atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, flugrekstraraðila og yfirvöld flug- og ferðamála á Íslandi til að vinna að því að Egilsstaðaflugvöllur verði enn frekar nýttur sem millilandaflugvöllur og hann verði þannig ein af megingáttum flugfarþega inn og út úr landinu. Stöðug fjölgun á erlendum ferðamönnum til landsins kallar á skynsamlega dreifingu þeirra, m.a. til að sporna við of miklu álagi á viðkvæmar náttúruperlur á suðvesturhorni Íslands svo og til að stuðla að sem kraftmestum atvinnurekstri ferðaþjónustunnar um allt landið. Atvinnumálanefnd bendir jafnframt á að með hækkandi eldsneytisverði og sífellt auknum umhverfiskröfum þá hljóti að vera hagkvæmt að horfa til sem stystu flugleiða milli Evrópu og Íslands. Með þetta að leiðarljósi telur atvinnumálanefnd það vera þjóðhagslega skynsamlegt að nýta það mannvirki sem flugvöllurinn á Egilsstöðum er, til enn frekara millilandaflugs, samhliða Keflavíkurflugvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.11.Fundargerð 150. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201305114

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.12.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 16.maí 2013

201305131

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.13.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2013

201304176

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.14.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf.v.2012

201303158

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.15.Sveitarfélög og Fjármálaeftirlitið

201305127

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.16.Landssambandsfundur Soroptimistasambands Íslands

201211050

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 233

1305010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig vakti hann athygli á vanhæfi sínu undir lið 1.5. og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Sigrún Blöndal sem ræddi lið 1.5. Einnig ræddi hún liði 1.6, 1.7, 1.8, 1.9 og 1.19.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Siðareglur

201305150

Í vinnslu.

7.2.Stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar

201305171

Lagt fram til kynningar.

7.3.Ársfundur Austurbrúar ses. 2013

201305182

Lagt fram til kynningar.

7.4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Engin erindi bárust í síðasta vitalstíma bæjarfulltrúa á þessu vori, sem var 17. maí sl.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 96

1305014

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Eyrún Arnardóttir, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.11 sem og Gunnhildur Ingvarsdóttir og úrskurðaði forseti þær vanhæfar. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.6 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.6. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.8 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa og Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 2.10.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Lagt fram til kynningar.

8.2.Húsfélagið Útgarði 7

201305045

Lagt fram til kynningar.

8.3.Skoðunarskýrsla Vinnueftirlits vegna leikskóla

201305048

Lagt fram til kynningar.

8.4.Beiðni um íhlutun vegna frágangs lóðar.

201305122

Erindi dagsett 13.05.2013 þar sem íbúar í Kelduskógum, óska eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi hlutist til um að húseigendur að Kelduskógum 15, ljúki við frágangi húss að utan ásamt lóðarfrágangi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skrifa lóðarhafa bréf þar sem þess er krafist að lokið verði við frágang hússins að utan og einnig frágang lóðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Fundargerð 148. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201304077

Í vinnslu.

8.6.Fundur með bæjarstjóra 11.mars 2013

201305159

Erindi í tölvupósti dagsett 07.05.2013 þar sem Philip Vogler kt.041050-7729 leggur fram fundargerð fundar, sem haldinn var 11.mars 2013 um Flugvöllinn á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og leggur áherslu á að ekki verði hindruð umferð gangandi vegfaranda meðfram Lagarfljóti og Eyvindará. Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að hlutast til um að ónýtar girðingar verði fjarlægðar svo ekki skapist hætta fyrir gangandi umferð.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (GJ)

8.7.Listi yfir skipulagsfulltrúa í maí.2013

201305105

Lagt fram til kynningar.

8.8.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

201303055

Erindi dagsett 11.03.2013 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd Vapp ehf. kt.460206-1890, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðina Tjarnarlöndum 13b, Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá 27.03.2013. Grenndarkynning hefur farið fram, ein athugasemd barst, þar sem gerð er athugasemd við staðsetningu bílskúrsins og vilja fá hann aftar í lóðina. Fyrir liggur ný staðsetning á bílskúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að bílskúrinn verði færður aftar í lóðina um tvo metra. Bæjarstjórn samþykkir einnig erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (S.Bl.)

8.9.Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar

201301197

Erindi dagsett 21.maí 2013 þar sem Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um drög að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?