Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

188. fundur 04. desember 2013 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Umsókn um byggingarleyfi

201311145

Erindi dags.26.11.2013, þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189 f.h. eiganda Snjóholts, Eiðaþinghá, óskar eftir byggingarleyfi, fyrir Gróðurhúsi í Snjóholti. Aðalteikningar eru unnar af Einari Bjarndal Jónssyni. kt.261047-4119. Teikningar eru ódagsettar og óundirritaðar. Brúttóflatarmál byggingar er 121 m2. Brúttórúmmál byggingar er 332,2 m3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.


Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 var fjarverandi (SB)

1.2.Vegagerðin - Ýmis mál

201306092

Lagt fram til kynningar.

1.3.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

201310077

Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda
Lagt fram erindi frá Héraðs- og Austurlandsskógum, dagsett 18. október 2013 með ábendingu til sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að hún skuli ákvarða hvort skógrækt innan sveitarfélagsins þurfi framkvæmdaleyfi skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Í bókun Umhverfis- og héraðsnefndar leggur nefndin til að öll skógrækt verði framkvæmdarleyfisskyld skv. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdarleyfi.
Bæjarstjórn vísar erindinu því til skipulags- og mannvirkjanefndar með ósk um að nefndin yfirfari skilning og rökstuðning hennar varðandi land og landstærðir sem tekin eru til skógræktar og hvaða mörk á að setja varðandi framkvæmdaleyfisskyldu, með hliðsjón af 4. og 5. gr. reglugerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Sorphirðudagatöl 2014

201311121

Sorphirðudagatöl 2014
Verkefnastjóri umhverfismála kynnti Umhverfis og héraðsnefnd sorphirðudagatal fyrir árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu 2 í sorphirðudagatali í þéttbýli og sorphirðudagatal í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Gjaldskrár 2014

201311075

Afgreitt undir lið 1.17.

1.6.Refaveiði

201311131

Í vinnslu hjá umhverfis- og héraðsnefnd.

2.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 63

1311016

Til máls tók: Eyrún Arnardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Brúarásskóli orkumál

201304015

Í vinnslu.

2.2.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

201309117

Erindi dagsett 27.11.2013 þar sem Helgi Jóhannesson verkefnisstjóri, f.h. Landsvirkjunar, óskar eftir að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs heimili færslu óss Lagarfljóts og Jöklu eins og framkvæmdinni er lýst í meðfylgjandi tilkynningu um framkvæmdina til Skipulagsstofnunar dagsettri 22.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir umræddri framkvæmd, ef framkvæmdin verður ekki úrskurðurð matskyld og að fengnu leyfi frá Fiskistofu fyrir henni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Aðalfundur SSA 2013 - ályktanir

201308064

Í vinnslu.

2.4.Fráveitumál, blágrænar ofanvatnslausnir

201311116

Í vinnslu.

2.5.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

201310136

Erindi dags.25.10.2013 þar sem Anna Heiða Óskarsdóttir kt.251159-2119, Gunnar Smári Björgvinsson kt.290655-4209, Margrét Brynjólfsdóttir kt.151255-0009 og Bergsteinn Brynjólfsson kt.210864-2939 sækja um stofnun fasteigna í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti.
Málið verður tekið fyrir á fundi umhverfis- og héraðsnefndar 26.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.

201310137

Erindi dags. 29.10.2013 þar sem Jón Jónsson kt.090976-5249 óskar eftir samþykki fyrir landskiptum samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsögn sveitarfélagsins um landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Fyrir liggur landskiptasamningur vegna jarðarinnar Hafrafells 1, landnr. 156999. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfis- og héraðsnefndar 26.11.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Þuríðarstaðir, efnistökunáma

200811023

Lögð er fram tillaga, ásamt kostnaðaráætlun, um tilfærslu á Eyvindará að austurbakka árinnar við Þuríðarstaði, þannig að hægt verði að nýta námuna eins og framkvæmdarlýsing gerir ráð fyrir. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 13.11.2013. Fyrir liggja frekari gögn um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að náman verði boðin út til rekstrar án tilfærslu á Eyvindará.
Tilfærsla árinnar verði þá á hendi bjóðenda sem hluti af tilboði hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Umsókn um byggingarleyfi

201311115

Erindi dagsett 21. 11. 2013 þar sem Anna Birna Snæþórsdóttir kt.091048-4189 óskar eftir byggingarleyfi á lóðinni Eyvindará lóð 3, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda, en vekur athygli á að þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina, getur komið til þess að færa þurfi húsið þegar svæðið hefur verið deiliskipulagt. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar lóðamál eru komin á hreint og tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Umsókn um stöðuleyfi

201306039

Erindi í tölvupósti dagsett 15.11.2013 þar sem vísað er í afgreiðslu nefndarinnar 12.06.2013 á umsókn um stöðuleyfi fyrir gám að Fagradalsbraut 9. Fyrir liggja teikningar af gámnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13. nóv. 2013

201311079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur vel í ábendinu skipulags- og mannvirkjanefndar um að nefndin verði höfð með í ráðum við undirbúning næsta fundar með Vegagerðinni sem fyrirhugað er að halda á Reyðarfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.11.Íþróttamiðstöðin eldvarnarskoðun

201311138

Lagt fram til kynningar.

2.12.Fundargerð 64.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

201311105

Lagt fram til kynningar.

2.13.Starfsáætlun Umhverfis- og héraðsnefndar fyrir árið 2014

201310068

Í vinnslu.

2.14.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 13.nóv.2013

201311079

Í vinnslu.

2.15.Ársskýrsla 2012

201311132

Lagt fram til kynningar.

2.16.Hafrafell, beiðni um umsögn og samþykki vegna landskipta.

201310137

Afgreitt undir lið 2.14.

2.17.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

201310136

Afgreitt undir lið 2.15.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 194

1311014

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Erindi frá foreldraráði Tjarnarskógar

201311124

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

3.2.Heildarúttekt á fræðslustofnunum á Fljótsdalshéraði

201311123

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir neðangreinda bókun meirihluta fræðslunefndar:
Um þessar mundir er að ljúka vinnu tveggja starfshópa sem annars vegar fjalla um málefni Hallormsstaðaskóla og hins vegar um sérfræðiþjónustu skóla. Niðurstaða þessara starfshópa er mikilvægt innlegg í umfjöllun um starfsemi fræðslustofnana. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við úttekt á fræðslustofnunum í nýsamþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Af þessum sökum er ekki tímabært að taka ákvarðanir um slíka úttekt að svo stöddu.

Samþykkt með 5 atkvæðum en 1 sat hjá (SB) og 3 voru á móti (RRI. ÁÓ. og KL.)

3.3.Framtíð tónlistarskóla á Fljótsdalshéraði

201311122

Í vinnslu.

3.4.Málefni félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs

201311030

Í vinnslu.

3.5.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013

201310078

Lagt fram til kynningar.

3.6.Heimsókn í fræðslustofnanir í Fellabæ

201311139

Lagt fram til kynningar.

4.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fjárfestingaáælun ársins 2014 og þriggja ára áætlanir áranna 2015 - 2017, eins og þær liggja hér fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Álagningaprósenta útsvars 2014

201311156

Innanríkisráðuneytið hefur í samráði við
Samband Ísl. sveitarfélaga sent tilkynningu til allra sveitarfélaga, þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Breytingarnar eru vegna tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014 með gildistöku árið 2015.
Brugðist er við þeirri frestun með því að heimila að leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ofangreindar upplýsingar lágu ekki fyrir þegar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti 14,48 prósent álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2014.
Bæjarstjórn samþykkir því hækkun álagningarhlutfalls útsvars árið 2014 í 14,52%, með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.1.Fundargerð 160.fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201311150

Fundargerðin staðfest.

5.2.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka

201111151

Lagður fram samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka, milli Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og skíðafélagsins í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir sig samþykka fyrirliggjandi drögum og heimiar bæjarstjóra að ganga frá og undirrita samning á grundvelli þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Dvalarheimili aldraðra /Kaupsamningur

201311117

Lögð fram drög að kaupsamningi Dvalarheimilis aldraðra á 14 íbúðum, sem félagið hyggst kaupa af Íbúðalánasjóði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn kaupsamninginn fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

201305081

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í framhaldi af sameiginlegum fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, samþykkir bæjarstjórn að tillaga starfshópsins merkt nr. 2 verði valin.
Jafnframt verði skólanefnd falið að útfæra hana og undirbúa í samstarfi við nýja stjórnendur, gert er ráð fyrir að eftir henni verði starfað frá og með næsta skólaári.
Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir því að fyrirkomulagi skólastarfs á Hallormsstaðaskóla verði breytt á þann veg að skólinn verði starfræktur áfram fyrir yngstastig og miðstig. Nemendum á efsta stigi verði ekið í Egilsstaðaskóla. Skólinn verði gerður að deild í Egilsstaðaskóla og gert er ráð fyrir deildarstjóra á Hallormsstað undir stjórn skólastjóra Egilsstaðaskóla.
Ákvörðun sú að fara leið 2 er tekin á þeim forsendum að á meðan ekki er að sjá að fjárhagslega sé réttlætanlegt að halda úti skólastarfi á Hallormsstað með sama hætti og verið hefur, með þeirri fækkun nemenda sem íbúaþróun bendir til, þá er það samt sameiginlegur vilji Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps að grunnskólastarf á Hallormsstað leggist ekki af og eru sveitarfélögin tilbúin að standa að þeim breytingum sem að tillaga 2 felur í sér enda er gert ráð fyrir töluverðum sparnaði við breytingarnar eða allt að helmingi þess kostnaðar er nú er lagður í skólann að frádreginni innri leigu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Samkomulag um kaup á hlutum í Reiðhöllinni Iðavöllum ehf.

201311106

Lagður fram samningur um kaup Fljótsdalshéraðs á hlutafé Hestamannafélagsins Freyfaxa í Reiðhöllinni Iðavöllum ehf. Umsamið kaupverð eru 10 krónur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að staðfesta samninginn í samræmi við ákvæði hans.

Samþykkt með 4 atkv. en 5 sátu hjá (SB. ÁÓ. RRI, K.L. og P.S. )

5.6.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Í vinnslu.

5.7.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

201301023

Lögð fram til kynningar greinargerð frá forsvarsmönnum Húss handanna, auk ályktunar frá auka aðalfundi félagsins sem haldinn var 11. nóv. sl. ásamt fylgigögnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar atvinnumálanefndar frá 11. mars sl. þar sem aðkoma sveitarfélagsins er skilyrt eftirfarandi:

Að fjármögnun fyrirtækisins verði lokið í samræmi við fyrirliggjandi áætlun eigi síðar en 31. maí 2013.

Rekstrarfyrirkomulag fyrirtækisins liggi betur fyrir.

Að húsnæðismál fyrirtækisins skýrist.

samþykkir bæjastjórn eftirfarandi:
Áhersla er lögð á að styrkveiting er sérstaklega ætluð til að markaðssetja, kynna og selja Austfirskt handverk og hönnun. Óskað verði eftir því að skilað verði greinargerð um ráðstöfun fjárins fyrir árslok 2014. Skilyrði fyrir greiðslu styrksins, auk framangreinds, er að staðfest verði ný inngreiðsla hlutafjár utanað komandi aðila að minnsta kosti jafn há þeirri fjárhæð sem sveitarfélagið leggur fram.
Bæjarstjórn fagnar áformum um að austfirskar vörur verði til sölu og sýningar hjá Around Iceland í Reykjavík.

Þar sem að enn liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar um framtíðar húsnæðismál fyrirtækisins og aukningu utanaðkomandi hlutafjár, vísar bæjarstjórn erindinu aftur til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en einn var fjarverandi (PS)

5.8.Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs, fundargerð 19.nóv.2013

201311102

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa fimm manna starfshóp um framtíðarfyrirkomulag rekstrar reiðhallarinnar. Bæjarráð tilnefni þrjá fulltrúa og þar af verði einn fulltrúi ferðaþjónustuaðila, einn fulltrúi hestamanna og einn úr hópi bæjarfulltrúa. Þeim til viðbótar verði einn fulltrúi skipaður af menningar- og íþróttanefnd og einn fulltrúi skipaður af atvinnumálanefnd. Starfsmaður nefndarinnar verði atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi.

Gengið verði frá endanlegri skipun starfshópsins á næsta fundi bæjarráðs en gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum fyrir lok janúar 2014.

Samþykkt með 5 atkv. en 4 sátu hjá (ÁÓ. RRI, K.L. og P.S.)

5.9.Fundargerð 161. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201311151

Varðandi lið 1 í fundargerð HEF, Lánasamningur við Íslandsbanka.

Ábyrgðaryfirlýsing Fljótsdalshéraðs kt. 481004-3220 til tryggingar skuld Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að gangast í einfalda ábyrgð vegna lántöku Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. kt. 470605-1110 hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 190.000.000.- til 25 ára, í samræmi við fyrirliggjandi lánssamning. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir Hitaveitunnar á Fljótsdalshéraði. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Ábyrgðin gildir þó lánið verði framlengt einu sinni eða oftar.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Hitaveitu Egilsstaða og Fella til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins um tilgang eða sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að eignarhlutur sveitarfélagsins verði seldur til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta, verði það ekki greitt upp.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótadalshéraðs kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Fljótsdalshéraðs veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Gjaldskrár 2014

201311075

Kynnt tillaga að breytingu á afslætti á greiðslu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði fyrir ellilífeyris- og örorkuþega, en þær reglur ber að endurskoða árlega.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Viðmiðunartölur verði sem hér segir fyrir árið 2014:

Tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti verði allt að kr. 60.000
Tekjumörk verði sem hér segir:
Einstaklingar
Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 2.262.000
Engan afslátt með tekjur yfir kr. 2.968.000
Hjón og samskattað sambýlisfólk
Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 3.181.000
Engan afslátt með tekjur yfir kr. 4.029.000


Fyrir liggja drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði:

Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýlum, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. Ársgjaldið hækkar úr kr. 22.440 kr. í 23.000 kr.
3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar (gjaldskrá fyrir sorpmóttökuplan)
Gjaldi fyrir auka gráa tunnu hækki í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna.
Breytingin taki gildi 1. janúar nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.11.Fundargerð 159. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201311070

Fundargerðin staðfest.

5.12.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

201311125

Í vinnslu.

5.13.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2013

201303018

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest.

5.14.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 14

1311013

Fundargerðin staðfest.

5.15.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013

201310078

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.16.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Vísað til liðar 5.

5.17.Fjármál 2013

201301002

Ormsteiti 2013
Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013. Um er að ræða 600 þúsund krónur

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem gerir ráð fyrir viðbótarframlagi til Ormsteitis. Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Jafnframt óskað eftir því að formaður menningar- og íþróttanefndar og atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi komi á næsta fund bæjarráðs til að ræða framtíðarfyrirkomulag Ormsteitis

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 245

1311010

Til máls tóku. Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.11 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Karl Lauritzson, sem ræddi liði 1.10 og 1.13. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi liði 1.10 og 1.13. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.14 og 1.15. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.10. 1.13 og 1.14. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 1.10, 1.13 og 1.15. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.10 og 1.13. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi liði 1.10, 1.13 og 1.14 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.10.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Bókun Bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands

201311130

Lögð fram bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar, frá 18. nóvember 2013, um framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og telur mikilvægt að vinna af krafti að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og telur vel koma til greina að nýta fjármuni Atvinnuþróunarsjóðs í það verkefni eftir því sem reglur sjóðsins koma til með að heimila. Ákvörðun um slíkt verði tekin á vettvangi sjóðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Vinabæjarmót; Eidsvoll í Noregi sumarið 2014

201311118

Lagt fram bréf, dagsett 18. nóv. 2013 frá Einari Madsen, þar sem tveimur fulltrúum frá vinabæjum Eidsvoll í Noregi er boðið að vera viðstödd hátíðahöld vegna 200 ára afmælis sjálfstæðs ríkis í Noregi, dagana 16.- 19. maí 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað mun þiggja boðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.SÁÁ, styrkbeiðni og boð um fjölskyldumeðferð /námskeið á Egilsstöðum

201311137

Í vinnslu hjá félagsmálanefnd.

6.4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Í vinnslu.

6.5.Jólaleyfi bæjarstjórnar 2013

201311110

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá 5. desember til 13. janúar. Bæjarráði er veitt fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma sem bæjarstjórn verður í jólaleyfi. Áformaðir fundir bæjarráðs eru 11. desember og 8. janúar, en boðað verði til aukafunda ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

201309117

Eftirfarandi erindi barst 27. nóv. sl. frá Skipulagsstofnun.
Landsvirkjun hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu, sem móttekin var af Skipulagsstofnun 22. nóvember 2013, um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Fljótsdalshérað gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við endurteknar bókanir skipulags- og mannvirkjanefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar, gerir sveitarfélagið Fljótsdalshérað ekki athugasemd við umrædda framkvæmd og telur ekki ástæðu til þess að fara í sérstakt umhverfismat vegna hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 106

1311012

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem lýsti sig vanhæfa vegna liðar 2.17 og úrskurðaði forseti um augljóst vanhæfi hennar.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 125

1311015

Fundargerðin staðfest.

7.2.Gistiheimilið Eyvindará, umsagnarbeiðni

201311051

Erindi í tölvupósti dags.12.11.2013. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun á gistileyfi í fl. V. Umsækjandi er Gistiheimilið Eyvindará kt.450307-1570. Starfsstöð er Gistiheimilið Eyvindará.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.
Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 27. nóv. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Umsókn um byggingarleyfi/gróðurhús

201311014

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

7.4.Umsókn um byggingarleyfi stækkun húsnæðis

201311127

Í vinnslu.

7.5.Fundargerð 113. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands

201311068

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.6.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Lagt fram til kynningar.

7.7.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Lagt fram til kynningar.

7.8.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Vísað til liðar 5 á dagskrá þessa fundar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?