Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

194. fundur 02. apríl 2014 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Hvammur II, deiliskipulag

201401181

Lögð eru fram drög að deiliskipulagi fyrir Hvamm II, Fljótsdalshéraði, vegna fyrirhugaðra bygginga frístundahúsa á jörðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Selskógur 2014

201402167

Tillögur að verkefnum í Selskógi sumarið 2014. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 25. febrúar sl.

Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði heilsustígur í Selskógi og áframhaldandi uppbygging á svæði til heilsueflingar í Vémörk.
Bæjarstjórn felur verkefnastjóra umhverfismála að gera tillögu að frágangi umhverfis bílastæði við Eyvindarárbrú í samráði við Vegagerðina. Einnig að gera áætlun um grisjun og plöntun í skóginum fyrir sumarið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Refaveiði

201311131

Í vinnslu.

1.4.Betra Fljótsdalshérað

201312063

Í vinnslu.

1.5.Kárahnjúkavirkjun - Samantekt landslagsarkitekts við verklok

201402072

Lagt fram til kynningar.

1.6.Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunasvæði - Framkvæmdir og árangur 2012

201402071

Lagt fram til kynningar.

1.7.Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012.

201305177

Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 68

1403017

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 5.6 og 5.8. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 5.8 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.8.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Endurnýjun á stofnlögn hitaveitu

201310088

Lagt fram til kynningar.

2.2.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

201308098

Í vinnslu.

2.3.Setberg umsókn um byggingarleyfi

201402161

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2. 2014 þar sem Helgi Hjálmar Bragason kt. 220872-4169 og Heiðveig Agnes Helgadóttir kt. 231070-4279 sækja um byggingarleyfi fyrir bjálkahúsi á Setbergi. Húsið, sem um ræðir var byggt á lóðinni Dynskógar 4, og fyrirhugað að flytja það að Setbergi. Einnig er sótt um leyfi fyrir tveimur öðrum sambærilegum húsum.
Málið var áður á dagskrá 26.2.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Kaldá deiliskipulag

201312056

Lögð er fram lýsing vegna áforma um deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Kaldár 1, Fljótsdalshéraði, samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið var áður á dagskrá 8.1. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Eyvindará, breytingar

201005101

Í vinnslu.

2.6.Eyvindará 2, aðalskipulagsbreyting

201301254

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36. gr.skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar- og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.
Málið var áður á dagskrá 13.2.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrirhugað er að gera breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, þá samþykkir bæjarstjórn skv. tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að ofangreint verði hluti af breytingunni.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja í gang vinnu við skipulagsbreytinguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Umsókn um byggingarleyfi/Frístundahús

201403055

Erindi dagsett 12.3.2014 þar sem Einar Ben Þorsteinsson f.h. Stormur gisting ehf. kt. 570114-1580, óskar eftir byggingarleyfi fyrir þremur frístundahúsum á jörðinni Hvammur II, Fljótsdalshéraði. Hjálagt er tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Fagradalsbraut, ósk um lóðarleigusamning

201403113

Í vinnslu.

2.9.Umsókn um byggingarleyfi/gróðurhús

201403067

Erindi dagsett 16.03.2014 þar sem Styrmir Bragason kt. 0501564439 óskar eftir leyfi til að byggja gróðurhús á Stangarási, Fljótsdalshéraði. Skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Samkaup, ósk um lagfæringar á plani

201107016

Í vinnslu.

2.11.Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2015

201403096

Í vinnslu.

2.12.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

2.13.Kostnaðarþróun skólastofnana 2006-2014

201403094

Lagt fram til kynningar.

2.14.Tilnefning fulltrúa á fund/málþing varðandi sameiginlega framtíðarsýn fyrir leikskóla landsins

201403106

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir tilnefningu fræðslunefndar á Gunnhildi Ingvarsdóttur, Soffíu Sigurjónsdóttur og Helgu Guðmundsdóttur, sem fulltrúum á málþing varðandi framtíðarsýn fyrir leikskóla landsins.

Samþykkt með handauppréttingu með 7 atkv. en 2 sátu hjá (SBl. og RRI)

2.15.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

201402145

Í vinnslu.

2.16.Starf leikskólafulltrúa - erindi frá svæðisráði foreldra leikskólabarna

201403104

Í vinnslu.

2.17.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga - erindi frá svæðisráði f

201403105

Niðurstöðu er að vænta fljótlega.

2.18.Drög að fjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða 2015

201403101

Í vinnslu.

2.19.Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2015

201403100

Í vinnslu.

2.20.Gjaldskrá gatnagerðargjald o.fl.

201403112

Í vinnslu.

2.21.Drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015

201403099

Í vinnslu.

2.22.Heimsókn í Tónlistarskólann í Fellabæ

201403102

Fræðslunefnd heimsótti Tónlistarskólann í Fellabæ í upphafi fundar síns þar sem aðstaða var skoðuð og rætt við skólastjóra.
Skólinn fagnar 20 ára afmæli í haust. Minnt er á ósk skólans um breytingu á húsnæði þannig að verði til kaffikrókur fyrir starfsfólk.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 199

1403013

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.9.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fundargerð 67.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs og ársskýrsla 2013

201403021

Lagt fram til kynningar.

3.2.Jafnréttisáætlun 2013

201306100

Lagt fram til kynningar.

3.3.Tjarnarland, urðunarstaður

201401127

Lagt fram til kynningar.

3.4.Geymslusvæði fyrir moltu

201401041

Lagt fram til kynningar.

3.5.Samfélagsdagur 2014

201402084

Niðurstöður af íbúafundi sem haldinn var 20. mars sl. til umræðu.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að á vegum sveitarfélagsins verði farið í verkefni á eftirtöldum stöðum á samfélagsdaginn:

Skjólgarður
Tjarnargarður
Göngustígur á Lagarfljótsbakka
Opin svæði við Sláturhús

Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Í vinnslu.

3.7.Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu

201403090

Lagt fram.

3.8.Jafnréttisáætlun 2013

201306100

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga að hafa jafnréttisstefnuna í huga við röðun á lista og skipan fulltrúa í nefndir.
Jafnframt beinir bæjarráð því til stjórnenda sveitarfélagsins að áherslur jafnréttisáætlunar verði hafðar að leiðarljósi við ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Vísindagarðurinn ehf.

201403083

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Vísindagarðsins, sem boðaður hefur verið 8. apríl kl. 16:00. Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.10.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2014

201402056

Í bæjarráði var farið yfir fundi með fulltrúum Vegagerðar sem haldinn var 19. mars sl.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að tækjabúnaður Vegagerðarinnar á Austurlandi verði uppfærður þannig að hægt verði að sinna snjómokstri með viðunandi árangri. Jafnframt verði fjárveitingar vegna almenns viðhalds og snjómoksturs á Austurlandi auknar verulega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.11.Fundargerðir Fasteignafélags Iðavalla 2014

201403108

Lögð fram til kynningar.

3.12.Umsóknir í Endurmenntunarsjóð 2014.

201403062

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

3.13.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

201311125

Í vinnslu.

3.14.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 15

1403009

Fundargerðin staðfest.

3.15.Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evró

201403091

Lagt fram.

3.16.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

201403095

Í vinnslu.

3.17.Atvinnumálanefnd, frávikagreining fyrir 2013

201403097

Lagt fram til kynningar.

3.18.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

201402191

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að sveitarfélögin sem liggja að Vatnajökulsþjóðgarði móti sér stefnu um hvort og þá hvernig þau komi að uppbyggingu og rekstri upplýsingamiðstöðva, í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.19.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Fyrir fundi atvinnumálanefndar lágu fjórar umsóknir um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá 15. apríl til 30. september 2014. Umsóknarfrestur var til 14. mars s.l.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Austurför og Hús handanna, sem sækja saman um rekstur tjaldsvæðisins. Tekið er vel í ósk fyrirtækjanna um leigu aðstöðunnar til eins árs og er starfsmanni atvinnumálanefndar falið að útfæra leigusamning í samræmi við umræðu á fundinum.
Bæjarstjórn tekur einnig undir með atvinnumálanefnd og leggur til að fjármunum sem verja átti í hlið verði frekar varið í uppbyggingu á eldunar- og grillaðstöðu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.20.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 97

1403014

Fundargerðin staðfest.

3.21.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

3.22.Fjármál 2014

201401002

Í vinnslu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252

1403010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.
Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 2.23 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.23. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.15. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi liði 2.15 og 2.19. og lagði fram tillögu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.15 og 2.19. Gunnar Jónsson sem ræddi liði 2.13, 2.15 og 2.19. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.13 og 2.15. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 2.15. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.15 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.19.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Í vinnslu.

4.2.Landsskipulagsstefna 2015-2026

201401195

Lagt fram til kynningar.

4.3.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2014

201401135

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

4.4.Jafnréttisáætlun 2013

201306100

Lagt fram til kynningar.

4.5.Staða málaflokks 10-61, snjómokstur.

200809126

Lagt fram til kynningar.

4.6.Framkvæmdir 2014, tímaáætlun

201403117

Lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113

1403018

Til máls tók: Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Ársreikningur 2013

201403157

Vísað er til afgreiðslu í lið 1 í þessari fundargerð.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 253

1403024

Fundargerðin staðfest.

7.Ársreikningur 2013

201403157

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2013, ásamt endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.
Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Sigrún Blöndal, Karl Lauritzson, Stefán Bogi Sveinsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslunni til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.1.Saga upplýsingatækni á Íslandi

201403109

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.2.Ríkisútvarpið Austurlandi

201001107

Styrkumsókn vegna fyrirhugaðs málþings um stöðu svæðisbundinna fjölmiðla á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita 25.000 kr. styrk til málþingsins. Fjárhæðin verður tekin af lið 21-21.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (SBS).

Málið að öðru leyti í vinnslu.

7.3.Ástand gróðurs, ásýnd og umferðaröryggi

201302145

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og héraðsnefndar að endurskoðaðir verði verkferlar og viðmið varðandi gróður á lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Lyngás 12, breyting á húsnæði

201310111

Í vinnslu.

7.5.Kynbundinn launamunur

201309028

Í vinnslu.

7.6.Skólaakstur - skipulag o.fl.

201211104

Í bæjarráði var fjallað um skólaakstur og fyrirkomulag almenningssamgangna í dreifbýli, sem haldið er uppi í samhengi við skólaaksturinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að endurskoða eigi fyrirkomulag á gjaldtöku í almenningssamgöngum í dreifbýli og þéttbýli fyrir næsta haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eyrún Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fela Fræðslunefnd að endurskoða skilgreiningu skólahverfa austan Lagarfljóts, þ.e. núverandi skólahverfum Hallormsstaða- og Egilsstaðaskóla. Kanna ber sérstaklega hvort hægt sé að sameina skólahverfin þar sem að frá hausti 2014 er einungis um eina skólastofnun að ræða á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.7.Tillaga til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðara

201403092

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?