Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

192. fundur 05. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.First lego league tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema

201402158

Eftirarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og óskar Brúarásskóla til hamingju með frábæran árangur í First lego league tækni- og hönnunarkeppninni og samþykkir að liðið fái ferðastyrk að upphæð kr. 250.000 til þátttöku í Evrópukeppninni á Spáni í vor fyrir Íslands hönd. Styrkurinn verði færður á lið 04-80.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 26

1402021

Fundargerðin staðfest.

2.1.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

201312036

Í vinnslu.

2.2.Nemendamál

201402131

Í vinnslu.

2.3.Starfsmannamál

201402130

Í vinnslu.

2.4.Skólastarfið síðari hluta skólaársins 2013-2014

201402128

Í vinnslu.

2.5.Mat á skólastarfi

201402132

Í vinnslu.

3.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 25

1402011

Fundargerðin staðfest.

3.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram til kynningar.

3.2.Beiðni um fjárstuðning 2014

201401212

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

3.3.Starfsemi félagsmiðstöðva - Árni Pálsson mætir á fund nefndarinnar

201402159

Lagt fram til kynningar.

3.4.Nemendamál

201402131

Lagt fram til kynningar.

3.5.Staða innleiðingar nýrrar aðalnámskrár í skólum á Fljótsdalshéraði

201402157

Lagt fram til kynningar.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 197

1402013

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.2.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Tjarnarland, urðunarstaður

201401127

Lagt var fram á fundinum svar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna óskar um framlengingu á undanþágu frá starfsleyfi vegna sorpurðunar að Tjarnarlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að svara erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 24.02.2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

201308098

Í vinnslu.

4.3.Kárahnjúkavirkjun - Samantekt landslagsarkitekts við verklok

201402072

Í vinnslu.

4.4.Fundargerð 66. fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

201401237

Lagt fram til kynningar.

4.5.Fundargerð 65. fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

201401165

Lagt fram til kynningar.

4.6.Fjallskilagjöld 2013 (v/Loðmundarfjarðar)

201402112

Lagt fram til kynningar.

4.7.Selskógur 2014

201402167

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að gæta þess við fyrirhuguð kaup á leiktækjum fyrir Selskóg að þess verði sérstaklega gætt að velja leiktæki sem falla vel að umhverfinu.
Verkefnastjóra umhverfismála falið að kynna sér heilsustíga hjá öðrum sveitarfélögum og koma með tillögu að útfærslu og leggja fyrir næsta reglulega fund umhverfis- og héraðsnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Vinnuskóli 2014

201401069

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir umhverfis- og héraðsnefnd drög að skipulagi vinnuskólans vegna sumarstarfa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn óbreyttan vinnutíma frá því í fyrra sumar og samþykkir hækkun á launataxta nemenda Vinnuskólans um 2,8%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Raven Dance /styrkbeiðni

201402110

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Raven félagasamtök, undirrituð af Hrafnhildi Einarsdóttur, vegna Shar sem er dans og kvikmyndaverkefni þar sem boðið er upp á vinnustofur og dansnámskeið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 70.000 sem verði tekið af lið 05.89.
Jafnframt er því beint til stjórnenda grunnskólanna að þeir hvetji nemendur skólanna til þátttöku í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

201308104

Til máls tóku: Sigvaldi Ragnarsson, sem bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn og Sigvaldi Ragnarsson, sem þakkaði góð svör.

2. grein samþykktarinnar borin sérstaklega upp, með áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (S.R.)

Samþykktin með áorðinni breytingu borin upp í heild sinni og samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (S.R.)

6.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2014

201402198

Lagt fram og kynnt fundarboð aðalfundar HEF, sem haldinn verður fimmtudaginn 6. mars á Hótel Héraði og hefst kl. 17:00. Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.

Til máls tók: Sigvaldi Ragnarsson, sem bar fram fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að þeir aðalmenn í bæjarstjórn , eða varamenn þeirra, sem sitja fundinn skipti jafnt með sér umboði og atkvæðum Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Tillagan með breytingatillögu sem samþykkt var sérstaklega samþykkt með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (PS)

6.1.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

201312027

Málefni félagsmiðstöðvanna var á dagskrá fundar ungmennaráðs í desember. Á þeim fundi kom m.a. fram að "eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið."

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu ungmennaráðs er búið er að fela Árna Pálssyni að gera könnun meðal notenda félagsmiðstöðvanna um viðhorf til sameiningar þeirra. Niðurstöðu úr þeirri könnun er að vænta fljótlega og munu bæjaryfirvöld hafa hana til hliðsjónar við endurskipulagningu á starfsemi félagsmiðstöðvanna.

Samþykkt samhljóða með handaupptéttingu.

6.2.Til hvers er ungmennaráð?

201402182

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og vill koma á framfæri að ráðið er kosið af ungmennum sveitarfélagsins og er því þverskurður ungs fólks í samfélaginu. Athugasemdir ungmennaráðs eru ekki aðeins skoðanir ráðsins heldur líka ábendingar og skoðanir sem er komið á framfæri við ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Þjóðfundur unga fólksins

201402181

Í vinnslu.

6.4.Ungt fólk og lýðræði 2014

201402180

Í vinnslu.

6.5.Þrif í íþróttahúsi

201401139

Lagt fram til kynningar.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 40

1402017

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunu og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 9.4.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Héraðsskjalasafn Austfirðinga/Ný fjárhagsáætlun og rekstrarframlög

201402113

Lagt fram til kynningar.

7.2.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, 7.febrúar 2014

201402108

Lagt fram til kynningar.

7.3.Sorphirða á Fljótsdalshéraði - verkfundur

201402164

Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar var lögð fram fundagerð frá 10. verkfundi um sorphirðu á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að útbúa fréttabréf um árangur sorpflokkunnar og stöðu sorpmála og senda til íbúa á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Aukaaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

201401068

Lagt fram til kynningar.

7.5.Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs, staðan og framtíðaráform

201203018

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að samningur við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs verði endurnýjaður á sömu forsendum og verið hefur. Samningurinn gildi fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 20.1. 2014

201402054

Lagt fram til kynningar.

7.7.Áhaldageymsla við íþróttahúsið Egilsstöðum

201401162

Fyrir liggur frumkostnaðaráætlun um byggingu áhaldageymslu við íþróttahúsið á Egilsstöðum.
Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir átta milljónum til verkefnisins, en frumkostnaðaráætlun fyrir áhaldageymsluna gerir ráð fyrir meiri kostnaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmdina á þessu ári eins og fjármagn leyfir.
Tryggt verði fjármagn til verkefnisins í fjárhagsáætlun næsta árs, þannig að megi ljúka því sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.8.Umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

201310089

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Ellen Thamdrup, vegna æskulýðsstarfsemi á vegum Freyfaxa. Jafnframt er meðfylgjandi greinargóð starfsskýrsla æskulýðsnefndar Freyfaxa fyrir 2013.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12. nóvember 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 80.000 sem tekið verði af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 53

1402005

Til máls tók: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

201312036

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla fyrir vel unnin störf og lýsir ánægju sinni með að tillögur nefndarinnar hafa fengið ágætar undirtektir hjá foreldrum og starfsmönnum skólans. Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til kynningar og umsagnar fræðslunefndar. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Skólastarfið síðari hluta skólaársins 2013-2014

201402128

Málið í vinnslu.

8.3.Starfsmannamál

201402130

Lagt fram til kynningar.

8.4.Beiðni um samstarf í innheimtu

201402063

Í vinnslu.

8.5.Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 2014

201402139

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Gunnar Jónsson sem aðalmann í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi

201402173

Lagt fram til kynningar.

8.7.Tillaga til þingsályktunar um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum

201402172

Lagt fram til kynningar.

8.8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Farið yfir áður samþykkt plan um viðtalstíma bæjarfulltrúa fram á vorið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á fyrirhuguðum viðtalstímum bæjarfulltrúa á þann veg að þann 13. mars verði til viðtals Gunnar Jónsson og Sigrún Blöndal, 10. apríl verði það Páll Sigvaldason og Karl Lauritzson og 8. maí Stefán Bogi Sveinsson og Árni Kristinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.9.Aðalfundur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðar 2014

201402160

Lagt fram til kynningar.

8.10.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Í bæjarráði voru lögð fram drög að auglýsingu, þar sem auglýst er eftir verktaka til að sjá um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á komandi sumri, en hún var unnin í samráði við atvinnumálanefnd.

Auglýsingin hefur þegar verið birt og málið að öðru leyti í vinnslu.

8.11.Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

201402147

Í vinnslu.

8.12.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

201402145

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa niðurstöðum hópsins til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar, áður en bæjarráð fjallar frekar um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.13.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Í vinnslu.

8.14.Starfshópur vegna Reiðhallar

201312017

Í vinnslu.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111

1402012

Til máls tóku: Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 3.4 og 3.7. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.7. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi liði 3.4 og 3.7. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.4 og 3.7 og Karl Lauritzson, sem ræddi liði 3.4 og 3.7.

Fundargerðin staðfest.

9.1.Þokustígur á Fljótsdalshéraði

201402086

Í bæjarráði var lagt fram erindi, dagsett 6. febrúar 2014, frá Ívari Ingimarssyni, Hafliða Hafliðasyni og Hilmari Gunnlaugssyni varðandi lagningu þokustíga í tengslum við Þokusetur á Stöðvarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir áhuga á verkefninu og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara um verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.2.Beiðni um að kaupa hlut úr landi Grafar.

201402089

Í vinnslu.

9.3.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

201103185

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal skipi þarfagreininganefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði, fh. sveitarfélagsins, en fulltrúar ríkisins hafa þegar verið skipaðir. Bæjarstjóri verði starfsmaður nefndarinnar, en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins og fulltrúar þeirra sem nýta munu aðstöðuna, verði kallaðir fyrir nefndina eftir þörfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.4.Fundargerð stjórnar SSA, nr.4, 2013-2014

201402141

Lagt fram til kynningar.

9.5.Fundargerð 165. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201402146

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.6.Fundargerð 164. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201402107

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

9.7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

201402048

Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2014.

11-24 Kirkjugarðar hækkar um kr. 3.000.000

Fjárfestingaliðir í eignasjóði lækka um kr. 3.000.000

Breytingin hefur ekki áhrif á handbært fé eða lántökur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.8.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

9.9.Fjármál 2014

201401002

Vetrarþjónusta á Möðrudals- og Mývatnsöræfum.
Á fundi bæjarráðs 26. febrúar 2014 greindi bæjarstjóri frá því að skömmu fyrir fundinn fékk hann upphringingu frá svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi, þar sem tilkynnt var um skerta vetrarþjónustu á Möðrudals- og Mývatnsöræfum vegna mikils fannfergis þar.
Bæjaráð lýsti strax þungum áhyggjur af stöðunni og fól bæjarstjóra að kalla eftir formlegum svörum frá Vegagerðinni um framhaldið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ítrekar áhyggjur bæjaryfirvalda vegna þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar, sem nú þegar hefur valdið þjónustuaðilum og íbúum á svæðinu töluverðum vandræðum. Tengingar við heilbrigðisstofnanir eru takmarkaðar, dagvöru- og fiskflutningar hafa riðlast, auk þess sem að íbúum á Austurlandi er á vissan hátt gert að sæta meiri takmörkun hvað ferðamöguleika varðar en íbúar annarra landshluta þurfa að búa við. Vegagerðin er því hvött til að afturkalla þessa ákvörðun við allra fyrsta tækifæri og halda sig við fyrri opnunardaga eftir því sem veðurfar mögulega leyfir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Annað sem rætt var undir þessum lið er í vinnslu.

10.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250

1402008

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 2.7 og bar fram tillögu. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.1. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.1. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.1. og 2.7. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.7 og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 2.1.

Fundargerðin staðfest.

10.1.Hvammur II, deiliskipulag

201401181

Í vinnslu.

10.2.Refaveiði

201311131

Í vinnslu.

10.3.Endurgreiðsla vegna minkaveiða 2013

201401004

Lagt fram til kynningar.

10.4.Samfélagsdagur 2014

201402084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn að Samfélagsdagurinn verði 17. maí 2014. Jafnframt samþykkt að fela verkefnastjóra umhverfismála að boða opinn fund um Samfélagsdaginn. Lagt er til að fundurinn verði haldinn á vorjafndægrum fimmtudaginn 20. mars 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.5.Geymslusvæði fyrir moltu

201401041

Ósk Fljótsdalshéraðs um undanþágu frá starfsleyfi vegna moltugeymslu á Tjarnarlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að sækja um undanþágu samhliða því að veita svör við erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem óskað er eftir í dagskrárlið nr. 13 í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67

1402016

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sen kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 4.5 og 4.7.

Fundargerðin staðfest.

11.1.Betra Fljótsdalshérað

201312063

Í vinnslu.

11.2.Beiðni um breytingu á nafni jarðar

201401249

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

11.3.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um heimagistingu

201402079

Í vinnslu.

11.4.Setberg umsókn um byggingarleyfi

201402161

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2.2014 þar sem Helgi Hjálmar Bragason kt.220872-4169 og Heiðveig Agnes Helgadóttir kt.231070-4279 sækja um byggingarleyfi fyrir bjálkahúsi á Setbergi. Húsið, sem um ræðir var byggt á lóðinni Dynskógar 4, og fyrirhugað að flytja það að Setbergi. Einnig er sótt um leyfi fyrir tveimur öðrum sambærilegum húsum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn flutning á bjálkahúsinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Jafnframt er bent á að samkvæmt gr. 9.12 í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, er heimilt að reisa allt að þrjú íveruhús á hverju lögbýli án þess að breyta þurfi aðalskipulagi eða gera sérstakt deiliskipulag.

Í Aðalskipulaginu er gert ráð fyrir allt að 10 frístundahúsum á samfelldu 10 ha. svæði að hámarki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.5.Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014-2030

201402097

Erindi dagsett 10.2.2014 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir f.h. Fljótsdalshrepps, óskar eftir umsögn um tillögu að Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2014

201401185

Á fundinum kynnti Sigrún Harðardóttir formaður félagsmálanefndar starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014.

Að lokinni kynningu var starfsáætlunin borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.1.Selbrekka II, breyting á deiliskipulagi

201402154

Á fundi bæjarráðs nýlega var lagt til að deiliskipulag efri Selbrekkuhverfis verði tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtengingar við Norðfjarðarveg. Jafnframt verði gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að undirbúa endurskoðun á deiliskipulaginu fyrir Selbrekku.
Bæjarstjórn minnir einnig á endurskoðun á ákvæði í deiliskipulagi Selbrekku um atvinnustarfsemi í íbúðahverfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.2.Umsókn um stofnun fasteignar

201402050

Erindi dagsett 5.2. 2014 þar sem Magnús Karlsson kt.190752-4379 sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði dags. 21.2. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.3.Bifreiðastæði fyrir stærri bíla

201402149

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2. 2014 þar sem Hjalti Bergmar Axelsson, lögreglunni á Egilsstöðum bendir á nauðsyn þess að gerð verði bílastæði fyrir stóra bíla, en þessir bílar eru að leggja á stöðum, sem bannað er að leggja á samkvæmt lögreglusamþykktinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og þakkar bréfritara ábendinguna. Bent er á að í V. kafla í Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr. 512/2010 er kveðið á um að almenningsbílastæði séu ætluð hópbifreiðum, vörubifreiðum og öðrum ökutækjum eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.4.Suðursvæði afvötnun

201304017

Til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var afvötnun á svokölluðu Suðursvæði, en fyrri áform um afvötnun hafa ekki gengið eftir. Því þarf að finna lausn á þessu vandamáli. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 12.2.2014. Fyrir liggur tillaga að skurðstæði ásamt kostnaðaráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu númer 3 að skurðstæði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.5.Freyshólar, umsókn um ljósastaur.

201402155

Í vinnslu.

12.6.S og M starfsáætlun 2014

201402085

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir starfsáætlun skipulags- og mannvirkjanefndar, sem kynnt var á síðasta bæjarstjórnarfundi og samþykkt var á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 26. febrúar sl.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. 1 sat hjá (PS).

12.7.Fjarvarmaveitan á Eiðum

200902083

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram, þannig að það komist sem fyrst í betra horf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.8.Málefni kirkjugarða

201402104

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Þar sem ekki er sérstök fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014 á lið 11-24, Kirkjugarðar, samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulags- og mannvirkjanefnd um að fjárfestingaráætlun 2014 verði lækkuð um 3 milljónir kr. en liður 11-24 fái samsvarandi fjármagn á rekstarliðinn. Sjá einnig lið 2.3 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.9.Kynning á skipulagsverkefnum

201402156

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?