Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

200. fundur 01. júlí 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Í vinnslu.

2.Sumarleyfi bæjarstjórnar

201406111

Sumarleyfi bæjarstjórnar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar hefst að afloknum fundi hennar 1. júlí og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður miðvikudaginn 20. ágúst. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.1.Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu

201406101

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs, sem fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisbundinn stýrihóp verkefnis á vegum Ferðamálastofu sem snýst um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Skýrsla yfirkjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2014

201406100

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.3.Heimildamynd um strand Bergvíkur VE-505 í Vöðlavík

201406072

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Myndasafn til varðveislu

201406071

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samþykkt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Beiðni um stuðning við starf Hróksins á Grænlandi

201406063

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

2.6.Umdæmamörk sýslumanna og lögreglustjóra

201406037

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugsemd við tillögur innanríkisráðuneytisins en leggur áherslu á að tekið verði tillit til þeirra athugsemda sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur áður gert í þessu máli. Þ.e. að starfsstöðin á Egilsstöðum verði efld hvað varðar hefðbundnar afgreiðslur embættisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

201311018

Lagt fram til kynningar.

3.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

201406080

Lagðar fram til seinni umræðu samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs ásamt samþykktum nefnda.

Til máls tóku undir þessum lið í þessari röð. Stefán Bogi Sveinsson, sem lagði fram breytingartillögu. Einnig kynnti hann og lagði fram bókun frá B-listanum. Gunnar Jónsson, Páll Sigvaldason, sem bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexandersdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Breytingatillaga B-lista við samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs:
Bæjarstjórn samþykkir að 6. tl. 47. gr. samþykktarinnar verði felldur brott og númerum annarra töluliða breytt til samræmis við það. Einnig falli á brott sá hluti Fylgiskjals I sem er undir yfirskriftinni Íþrótta- og tómstundanefnd í kaflanum um fastanefndir.

Tillagan borin upp og felld með 6 atkv.meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu henni atkvæði.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalhéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og felur bæjarstjóra að senda samþykktina innanríkisráðuneytinu til staðfestingar.

Samþykkt með handauppréttingu með 6 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir fræðslunefnd og felur bæjarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd og felur bæjarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu með 6 atk. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta sátu hjá.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd og felur bæjarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og felur bæjarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með handauppréttingu með 6 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu atkv. á móti.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og felur bæjarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir náttúruverndarnefnd og felur bæjarstjóra að sjá til þess að samþykktin verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Bókun B-lista vegna nýrrar samþykktar um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs:

Bæjarfulltrúar Framsóknar vísa til fyrri bókunar sinnar á fundi bæjarstjórnar 24. júní og leggjast sem fyrr gegn því að stofnuð verði sérstök íþrótta- og tómstundanefnd í sveitarfélaginu. Við teljum að stofnun nefndarinnar sé í ósamræmi við það sem við töldum megintilgang þeirra nefndabreytinga sem öll framboð komu sér saman um að ráðast í. Það var að auka skilvirkni í nefndastarfi og stjórnsýslu, samræma viðfangsefni nefnda og koma eins og kostur er í veg fyrir skörun á milli þeirra og að síðustu að ná fram fjárhagslegri hagræðingu. Með stofnun íþrótta- og tómstundanefndar liggur fyrir að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa er eins og fyrr ætlað að starfa með tveimur nefndum og er verkaskipting þeirra á milli að okkar mati óljós. Ætla má að kostnaður við nefndina verði um ein milljón króna á ári. Þá vekur það athygli að í tillögu meirihlutans er ekki gert ráð fyrir að bæjarfulltrúi sitji í nefndinni, eins og gilt hefur um aðrar fastanefndir.

3.1.Fjármál sveitarfélaga

201310118

Lagt fram til kynningar.

3.2.Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga

201405155

Lagt fram til kynningar.

3.3.Fundargerð stjórnar SSA, nr.7, 2013-2014

201406070

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs varðandi mikilvægi þess að dreifikerfi Landsnets verði þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum og atvinnulífi á svæðinu með fullnægjandi hætti. Bæjarstjórn tekur einnig undir það að æskilegt sé að sveitarfélög í norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á um úrbætur í þessum málum og felur bæjarstjóra að kanna hug annarra sveitarfélaga til málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

201401046

Lagt fram til kynningar.

3.5.Fjármál 2014

201401002

Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 258

1406002

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum: Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.3, 3.7, 3.8 og 3.10. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.8.og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 3.3, 3.8, 3.7 og 3.13.

Fundargerðin staðfest.

5.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201406079

1. Kosning, Atvinnu- og menningarnefnd ( 5 aðalfulltrúar og 5 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Guðmundur Sveinsson Kröyer, formaður, D
Ragnhildur Rós Indriðadóttir, varaformaður, L
Þórður Mar Þorsteinsson, Á
Gunnar Þór Sigbjörnsson, B
Kristjana Jónsdóttir, B

Varamenn:
Guðbjörg Björnsdóttir, D
Kristín M. Björnsdóttir, L
Jón Arngrímsson, Á
Þórarinn Páll Andrésson, B
Alda Ósk Harðardóttir, B

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2. Kosning, Umhverfis- og framkvæmdanefnd ( 5 aðalfulltrúar og 5 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Árni Kristinsson, formaður, L
Þórhallur Harðarson, varaformaður, D
Ágústa Björnsdóttir, D
Esther Kjartansdóttir, Á
Páll Sigvaldason, B

Varamenn:
Skúli Björnsson, L
Þórhallur Borgarsson, D
Guðrún Ragna Einarsdóttir, D
Jóhann Gísli Jóhannsson, Á
Benedikt Hlíðar Stefánsson, B

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


3. Kosning, Íþrótta- og tómstundanefnd( 3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Adda Birna Hjálmarsdóttir, formaður, D
Jóhann Gísli Jóhannsson, varaformaður, Á
Rita Hvönn Traustadóttir, B

Varamenn:
Viðar Örn Hafsteinsson, D
Ireneusz Kolodziejczyk, L
Ingvar Ríkharðsson, B

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


4. Kosning, Jafnréttisnefnd( 3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Ingunn Bylgja Einarsdóttir, formaður, L
Aðalsteinn Jónsson, varaformaður, D
Þórarinn Páll Andrésson, B

Varamenn:
Aðalsteinn Ásmundarson, L
Stefán Sveinsson, Á
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, B

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5. Kosning, Náttúruverndarnefnd( 3 aðalfulltrúar og 3 til vara).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Aðalmenn:
Þórhildur Þöll Pétursdóttir, formaður, Á
Leifur Þorkelsson, varaformaður, L
Björn Hallur Gunnarsson, B

Varamenn:
Ásta Sigríður Sigurðardóttir, D
Baldur Grétarsson, Á
Eyrún Arnardóttir, B

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?