Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

212. fundur 04. mars 2015 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Ingunn Bylgja Einarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu húsa til gistingar.

201502137

Erindi í tölvupósti dagsett 11.02. 2014 þar sem Björn Sigtryggsson kt.1011665119 fyrir hönd Kaffi Egilsstaða, óskar eftir að setja upp tvö lítil hús á grasblettinum bak við Kaffi Egilsstaðir. Stærð hvors húss u.þ.b. 15 m2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu, þar sem gildandi deiliskipulag fyrir miðbæ Egilsstaða leyfir ekki slíkar byggingar.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 var á móti (GI)

1.2.Deiliskipulag Miðás(Suður)og Brúnás

201412031

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Deiliskipulag Miðás (suður) og Brúnás, sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags.13.01. 2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss. Málið var áður á dagskrá 15.01. 2015. Grenndarkynning hefur farið fram og engar athugasemdir borist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Grímsárvirkjun deiliskipulag

201411072

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Grímsárvirkjun. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 14.11. 2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir aðveitustöð á landinu og er afmörkuð lóð fyrir hana í tillögunni.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Göng undir Fjarðarheiði

201502111

Erindi frá Vegagerðinni dagsett 16.02. 2015 þar sem óskað er eftir að við gerð skipulags á Fljótsdalshéraði verði möguleikum fyrir munnum Fjarðarheiðarganga ásamt athafna- og vegsvæðum, haldið opnum á meðan ákvörðun um staðsetningu jarðganga liggur ekki fyrir. Meðfylgjandi eru loftmyndir sem sýna áætlaða staðsetningu jarðgangamunna, vega að þeim og svæða við gangamunna sem þarf vegna jarðgangagerðarinnar ásamt greinargerð um valkosti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn, að boðaður verði fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem hugmyndir og áætlanir Vegagerðarinnar verði kynntar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Búnaðarfélag Hjaltastaðaþinghár, fundargerð

201502140

Málið er í vinnslu.

1.6.Nýting seyru til uppgræðslu á Fljótsdalshéraði

201502080

Fyrir liggur hugmynd að nýtingu á seyru til landgræðslu á Fljótsdalshéraði. Meðfylgjandi er kort þar sem bent er á nokkra valda staði til uppgræðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið,en bendir á að rekstur fráveitukerfisins er á höndum Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

201502091

Erindi í tölvupósti dagsett 12.02. 2015 þar sem Andri Guðlaugsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám á lóð Hitaveitunnar við Ekkjufellssel Hef 3 nr. 217-3250 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Tjarnarland, urðunarstaður 2015

201501124

Fyrir liggur bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að veitt er tímabundin undanþága frá starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn að Tjarnarlandi. Undanþágan er bundin skilyrðum sem lýst er í meðfylgjandi bréfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning að framkvæmdum til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Hallbjarnarstaðir, umsókn um stofnun lóðar

201501130

Erindi dagsett 17.02. 2015 þar sem Magnús Karlsson kt.190752-4379 óskar eftir stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv.14.gr.laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteignar. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur starfsmanni að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

201502026

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum. Íþrótta- og tómstundanefnd fjallaði um málið á fundi þann 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að láta gera kostnaðaráætlun og koma með tillögu að útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.Merkingar vega í Skriðdal

201502136

Í vinnslu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 213

1502018

Til máls tók: Ingunn Bylgja Einarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Frumvarp til laga um náttúrupassa 455. mál.

201502062

Erindi í tölvupósti dagsett 09.02. 2015 þar sem Kristjana Benediktsdóttir f.h. atvinnuveganefndar Alþingis óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um ofangreint frumvarp.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að umsagnafrestur er liðinn tekur bæjarstjórn undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við frumvarpið, en bendir á athugasemdir Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum 512. mál.

201502076

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.3.Bjarkasel 16, staðsetning bílskúrs

200909092

Í vinnslu.

2.4.Fundir Náttúrustofu Austurlands 2015

201501198

Lagt fram til kynningar.

2.5.Landbótasjóður, fundargerðir og ársreikningur 2014.

201502074

Lagt fram til kynningar.

2.6.Fundargerð 120. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201502099

Lagt fram til kynningar.

2.7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

201502037

Starfsáætlunin verður kynnt innan tíðar í bæjarstjórn.

2.8.Samkomulag, samstarf um Endurvinnslukort

201412079

Fyrir liggja gögn frá Náttúran er ehf. Þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og jafnframt óskað eftir samstarfi um endurvinnslukortið. Málið var áður á dagskrá 15.01. 2015. Fyrir liggur tölvupóstur þar sem hægt er að nálgast kynningargögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn þátttöku í samstarfi um endurvinnslukortið að svo stöddu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég kýs að sitja hjá við atkvæðagreiðslu undir þessum lið því ég tel fulla ástæðu til að skoða málið nánar. Þarna getur verið um að ræða athyglisverða og heppilega leið til að auka upplýsingaflæði til íbúa um þennan málaflokk. Ég vil hvetja til þess að menn skoði málið nánar í framhaldinu, meti reynslu annarra sveitarfélaga, til dæmis Djúpavogshrepps, og kanni hvort ekki sé ástæða til þess að taka kerfið upp hjá sveitarfélaginu, þó síðar verði.

2.9.Vinnuskóli 2015

201501203

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fyrirkomulag Vinnuskólans 2015, skipulag, laun o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka laun í Vinnuskólanum um 5%.
Lögð er áhersla á að launkostnaður verði innan áætlunar ársins 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 18

1502021

Til máls tóku: Esther Kjartansdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 5.12 og 5.18. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.10 og bar fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.2 og bar fram fyrirspurn. Esther Kjartansdóttir, sem ræddi liði 5.2 og 5.10 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.2. og kynnti bókun og Esther Kjartansdóttir sem ræddi lið 5.2.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

201501057

Í vinnslu.

3.2.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

201502057

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga var lagt fram til umsagnar í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og vill að tryggt verði að einstaklingar sem óska fjárhagsaðstoðar séu með raunverulega búsetu á því svæði þar sem óskað er aðstoðar. Bæjarstjórn telur mikilvægt að gert sé ráð fyrir því að einstaklingar mæti reglulega til funda við starfsmann Félagsþjónustunnar eða Vinnumálastofnunar í tengslum við mat á vinnufærni og við virka atvinnuleit. Mikilvægt er einnig að tryggja hlutverk Vinnumálastofnunar gagnvart einstaklingum sem leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, enda hefur stofnunin yfirsýn yfir atvinnuúrræði og býr auk þess yfir sérhæfðu starfsfólki því tengdu. Bæjarstjórn tekur einnig undir með nefndinni, sem þykir verkaskipting Vinnumálastofnunar og Félagsþjónustu ekki vera nægjanlega skýr í frumvarpinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2014

201502109

Á fundi félagsmálanefndar var lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014. Þar kemur fram að heildarupphæð almennra húsaleigubóta á árinu var kr. 36.868.770, eða kr. 6.094.770 hærri upphæð en áætlað var í rekstraráætlun.
Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.910.339 eða kr. 13.339 hærra en áætlað var. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014 kr. 38.778.109.
Framlag ríkisins til Fljótsdalshéraðs vegna húsaleigubóta á árinu 2014 var kr. 26.216.284, eða 5.960.284 hærra en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á að þess sé vel gætt að framlög ríkisins vegna húsaleigubótanna skili sér til sveitarfélagsins í réttu hlutfalli við útgreiddar húsaleigubætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

201502127

Lagt fram til kynningar.

3.5.Verklagsreglur barnaverndar 2015

201502117

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.6.Framkvæmdaáætlun í barnavernd 1015-2018

201502108

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.7.Starfsáætlun Ásheima 2015

201502116

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.8.Starfsáætlun Hlymsdala 2015

201502115

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.9.Starfsáætlun Stólpa 2015

201502114

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

4.Félagsmálanefnd - 133

1502016

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 7.8.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

4.2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

201502037

Starfsáætlunin verður kynnt bæjarstjórn innan tíðar.

4.3.Starfsáætlun Fræðslusviðs 2015

201502132

Í vinnslu.

4.4.Launaþróun á fræðslusviði

201403032

Lagt fram til kynningar.

4.5.Komdu þínu á framfæri

201412054

Lagt fram til kynningar.

4.6.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins/Brúarásskóli

201501227

Í vinnslu.

4.7.Fellaskóli/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

201501072

Í vinnslu.

4.8.Fellaskóli - nemendamál, kynnt á fundinum

201502128

Lagt fram til kynningar.

4.9.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

201211040

Lagt fram til kynningar.

4.10.Starfslok Hallormsstaðaskóla

201502133

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu fræðslunefndar að skólastjóri og fræðslufulltrúi fylgi eftir frágangi á yfirliti yfir eignir og gögn í húsnæði Hallormsstaðaskóla sem verði tekið fyrir á síðari fundi nefndarinnar í mars. Jafnframt að myndasafn skólans verði afhent til skráningar á Héraðsskjalasafninu, en fyrir liggur að kostnaður við það muni vera á bilinu 600-700 þúsund kr. sem færist á rekstrarkostnað skólans fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Sumarlokun leikskóla

201409030

Á fundi fræðslunefndar voru kynntar niðurstöður könnunar meðal foreldra leikskólabarna um sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar. Afgerandi meirihluti foreldra kýs að sumarleyfi skólanna 2015 verði frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst og jafnframt að sumarleyfistímabilið verði breytilegt frá ári til árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að leikskólarnir Hádegishöfði og Tjarnarskógur loki vegna sumarleyfa 2015 frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst nk. í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. Kannað verði í haust hver afstaða foreldra er til að sumarleyfið verði frá miðri viku til miðrar viku eins og hér er gert ráð fyrir. Sumarleyfi næsta árs verði ákveðið og kynnt í skóladagatali skólanna að hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna)

201502135

Lagt fram til kynningar.

4.13.Frumvarp til laga um farmflutninga á landi

201502124

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við efni frumvarpsins, en leggur þó áherslu á að í tengslum við löggjöf um farmflutninga á landi sé hugað sérstaklega að þáttum sem tengjast jöfnun flutningskostnaðar, sem er mikið réttlætismál fyrir íbúa í landsbyggðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

Lagt fram til kynningar.

4.15.Kjarasamningur grunnskólakennara 2014

201405122

Lagt fram til kynningar.

4.16.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2015

201502168

Lögð fram fundarboð vegna aðalfundar HEF 2015, sem boðaður hefur verið á Hótel Héraði 5. mars nk. kl. 17:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn, eða varamenn í forföllum þeirra, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í hlutfalli við mætingu bæjarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17.Fundargerð 825. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201502143

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.18.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 25.febrúar 2015

201502167

Fram kom að fyrirhuguð er vígsla hjúkrunarheimilisins föstudaginn 20. mars nk.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.19.Fundargerð 184. fundar stjórnar HEF

201502165

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.20.Fjármál 2015

201501007

Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir upplegg að uppgjöri á félaginu GáF, sem ákveðið var á síðasta ári að slíta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samninga um uppgjör félagsins á þeim nótum sem hann kynnti í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 286

1502022

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum: Einnig ræddi hann sérstaklega liði 2.1 og 2.9 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.8, 2.9 og 2.11.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201502122

Í bæjarráði voru lögð fram erindi sem bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. febrúar sl. og einnig erindi og tillögur frá leikskólabörnum af Tjarnarskógi sem þau kynntu forseta bæjarstjórnar og formanni fræðslunefndar í heimsókn sinni í fundarsal bæjarstjórnar fyrir skömmu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar innkomin erindi og ekki síst heimsókn leikskólabarnanna og þeirra tillögur og felur bæjarstjóra að koma þessum erindum og tillögum í ferli hjá nefndum og starfsmönnum Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni

201502126

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og beinir því til Alþingis að felld verði á brott 7. gr. frumvarpsins um skipan samráðsvettvangs.
Í ákvæðinu er illa skilgreint hvernig beri að skipa slíkan samráðsvettvang, hverjum á að bjóða þátttöku og hver á að bera kostnað af honum. Þegar sveitarfélagi eða samtökum þeirra er falin framkvæmd almenningssamgangna, verður að telja sjálfgefið að viðkomandi leiti til hagsmunaaðila þegar kemur að skipulagi þeirra og þarf ekki lögskipaðan samráðsvettvang til.

Einnig telur bæjarstjórn að endurskoða verði 14. gr. frumvarpsins sem fjallar um einkarétt. Í ákvæðinu er þrengt um of að möguleikum sveitarfélaga til að búa til hagkvæmt og heilstætt kerfi almenningssamgangna á sínu svæði, m.a. með því að nýta tekjur af arðbærum leiðum til að halda uppi akstri á öðrum leiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni

201502126

Sjá afgreiðslu í lið 2.9.

5.4.Frumvarp til laga um farmflutninga á landi

201502124

Sjá afgreiðslu í lið 2.8.

5.5.Samráðshópur um innanlandsflugvöll

201408010

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur heils hugar undir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 17. febrúar sl., varðandi vinnubrögð Reykjavíkurborgar í tengslum við málefni Reykjavíkurflugvallar og fyrirhugaðar framkvæmdir á Hlíðarendasvæði, sem hafa munu verulega áhrif á notagildi flugvallarins. Jafnframt ítrekar bæjarstjórn þau sjónarmið sveitarfélagsins sem. m.a. hafa komið fram í athugasemdum við aðalskipulag Reykjavikurborgar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 04.09. 2013.
Ítrekuð er áskorun til borgarfulltrúa Reykjavíkur um að gefa svokallaðri "Rögnunefnd" svigrúm til að ljúka vinnu sinni, áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

201502121

Á fundi sínum 23.02. ítrekaði bæjarráð mikilvægi þess að fulltrúar sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar fundi með reglubundnum hætti, til að fara yfir vegaframkvæmdir innan sveitarfélagsins og á Austurlandi, ásamt ýmsum öðrum sameiginlegum málum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir slíkum fundi og að þangað komi fulltrúar yfirstjórnar Vegagerðarinnar, ásamt fulltrúum þeirra á Austurlandi. Einnig verði bæjarfulltrúar boðaðir á þann fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Niðurfelling vega af vegaskrá

201502018

Málið er í vinnslu.

5.8.Heimsókn sveitarstjórnarfólks í álver Alcoa

201502106

Lagður fram tölvupóstur, dags. 16.02. 2015, frá Guðmundi Bjarnasyni, f.h. Alcoa Fjarðaáls varðandi heimsókn sveitarstjórnarfólks í álverið á Reyðarfirði þann 17. mars 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á þennan árlega kynningarfund, en boði ella varamenn í stað þeirra aðalmanna sem ekki eiga kost á því að mæta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015

201502118

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands 6. mars nk. Varamaður verði Stefán Bragason.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, 2015

201502022

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fram kemur í fundargerð að stefnt er að ársfundi verkefnisins á Fáskrúðsfirði þann 6. maí nk. og tekur bæjarstjórn undir með bæjarráði og mælist til að fulltrúar úr bæjarstjórn og viðkomandi fagnefndum mæti til fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.11.Fjármál 2015

201501007

Til kynningar.

5.12.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

201411100

Lögð fram til kynningar.

5.13.Bæjarstjórnarbekkurinn 13.12.2014

201502045

Umrædd 13 erindi sem umhverfis- og framkvæmdanefnd tók fyrir á fundi sínum, eru mörg komin í vinnslu og sum hafa þegar fengið afgreiðslu og eru komin í framkvæmdaferli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar því þegar slík erindi og góðar tillögur íbúa sveitarfélagsins fá málefnalega umfjöllun og afgreiðslu í nefndum og ekki síst ef hægt er að koma þeim í framkvæmd til hagsbóta fyrir íbúana og samfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.14.Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

201502051

Í vinnslu.

5.15.Yrkjusjóður/beiðni um fjárstuðning 2015

201502050

Erindi dagsett 04.02. 2015 þar sem Sigurður Pálsson formaður Yrkjusjóðs, óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna framlaga sjóðsins til plöntukaupa, en í gegn um tíðina hafa skólar nokkurra sveitarfélaga fengið úthlutað trjáplöntum úr sjóðnum. Málið var áður á dagskrá 11.02. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem umhverfis- og framkvæmdanefnd telur sig ekki hafa fjármagn til styrkveitinga, þá samþykkir bæjarstjórn tillögu nefndarinnar og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.16.Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

201501231

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi frestunartillögu.

Bæjarstjórn samþykkir að afgreiðslu þessa liðar verði frestað og málið verði tekið fyrir sem sérstakur liður á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.17.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

201410014

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

5.18.Umsókn um byggingarleyfi, reyndarteikningar

201502055

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

5.19.Umsókn um byggingarleyfi,reyndarteikningar

201502056

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

5.20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 136

1502009

Fundargerðin staðfest.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 17

1502013

Til máls tóku: Esther Kjartansdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5. og bar fram frestunartillögu. Esther Kjartansdóttir, sem ræddi lið 4.5. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 4.5 og 4.8 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.5.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Umsókn um styrk vegna MORFÍS keppni á Egilsstöðum

201502146

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Málfundarfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna Morfís-keppni sem fyrirhuguð er á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285

1502015

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Fundargerð fagráðs Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

201502119

Lögð fram til kynningar.

7.2.Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

201502066

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar frumvarpinu en sendir ekki umsögn um það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

201408045

Lagt fram til kynningar.

7.4.Húsráð gamla barnaskólans á Eiðum

201411140

Í vinnslu.

7.5.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

201410062

Á fundi sínum fór atvinnu- og menningarnefnd yfir drög að starfslýsingu fyrir forstöðumann Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög og felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.6.List án landamæra 2015, umsókn um styrk

201502105

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Þroskahjálp á Austurlandi, undirrituð af Kristínu Rut Eyjólfsdóttur, vegna Listar án landamæra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 14

1502017

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.5 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.8.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Samráðshópur um innanlandsflugvöll

201408010

Bæjarstjórn tekur undir þau orð innanríkisráðherra í umræðum á Alþingi 26. febrúar sl. að Reykjavíkurflugvöllur sé dyrnar að innanlandsflugi á Íslandi og áréttar fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir samgöngur i landinu.

Bæjarstjórn fagnar einnig að fyrir liggur niðurstaða starfshóps um gjaldtöku í innanlandsflugi, en samkv. henni liggur ljóst fyrir að opinberar álögur eru ekki sá þáttur sem skiptir sköpum í verðlagningu á innanlandsflugi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Tillaga til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

201502175

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?