Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

196. fundur 07. maí 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Umsókn um stofnun fasteignar(þjóðlendu)

201404110

Erindi dagsett 11.4.2014 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson óska eftir f.h. ráðherra stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr.14.gr.laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Heiti fasteignar verði Brúaröræfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Skipulags- og mannvirkjanefnd, launayfirlit

201404157

Lagt fram til kynningar.

1.3.Ályktun frá Garðyrkjufélagi Íslands

201404149

Lagðar fram ályktanir Garðyrkjufélags Íslands, sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins 8. apríl 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir ályktanir Garðyrkjufélagsins líkt og Skipulags- og mannvirkjanefnd gerði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

1.4.Sláturhúsið/Menningarhús, skýrsla

201404152

Í vinnslu.

1.5.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

201307044

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

1.6.Miðvangur 18, málning utanhúss

201404155

Í vinnslu.

1.7.Samkaup, ósk um lagfæringar á plani

201107016

Í vinnslu.

1.8.Kelduskógar 10,12,14 og 16, vatnsagi

201404153

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

1.9.Einbúablá 18a og 18b, vegna fráveitu og grunnvatns

200811123

Í vinnslu.

1.10.Skurður norðan Dagsverks

201404156

Í vinnslu.

1.11.Beiðni um nýtingu túna í landi Eyvindarár

201404150

Í vinnslu.

1.12.Fjárhagsáætlun S og M 2015

201404085

Í vinnslu.

1.13.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

201304022

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir efnistökunámu á Kollsstaðamóum, Fljótsdalshéraði, dagsett 20.3.2014 ásamt umhverfisskýrslu dagsett mars 2014, samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var einnig tekin fyrir á fundi umhverfis- og héraðsnefndar 6. maí sl. og var samþykkt þar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu ásamt umhverfisskýrslu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá

201404102

Erindi dags. 11.4. 2014 þar sem Melanie Hallbach kt. 050981-2669 sækir um stofnun fasteigna (lóða)úr landi Hvamms 2 samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði, skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Aðalskipulag Skútustaðahrepps.

201404158

Lagt fram til kynningar.

1.16.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201309043

Í vinnslu.

2.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 41

1404013

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

201312027

Tekin fyrir afgreiðsla ungmennaráðs á niðurstöðu könnunar ungmenna í 7. til 10. bekk grunnskólanna á Héraði varðandi rekstur félagsmiðstöðva.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Forstöðumanni félagsmiðstöðva, ásamt fræðslufulltrúa falið að vinna tillögu að endurskipulagningu á fyrirkomulagi og rekstri félagsmiðstöðvanna með hliðsjón af bókun ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Jafnréttisáætlun 2013

201306100

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að beina tillögu ungmennaráðs um að jafna þurfi stöðu karla og kvenna til íþróttaiðkunnar, til íþróttafélaganna á Fljótsdalshéraði.
Bæjarstjórn tekur einnig undir með ungmennaráði um að Fljótsdalshérað á að vera í forystu hvað varðar jafnrétti á sviðum íþrótta og tómstunda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Önnur mál

201404129

Lagt fram til kynningar.

3.Ársfundur Austurbrúar ses. 2014

201404182

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Austurbrúar SES. sem haldinn verður 9. maí 2014 kl. 15:00 á Hótel Héraði Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Stefán Bogi Sveinsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sameining sveitarfélaga

201405011

Til máls tóku um þennan lið: Stefán Bogi Sveinsson sem reifaði málið og lagði fram tillögu, Árni Kristinsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Eyrún Arnardóttir og Sigrún Harðardóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur mikla möguleika geta falist í frekari sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Horfir bæjarstjórn þar einkum og sér í lagi til mögulegrar sameiningar Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, en að tryggðum öruggum vetrarsamgöngum milli sveitarfélaganna má telja líklegt að allar forsendur séu til slíkrar sameiningar.
Með sameiningu Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs yrði til öflugt sveitarfélag með yfir 4.000 íbúa, alþjóðaflugvöll, glæsilega ferju-, flutninga- og fiskiskipahöfn, sjúkrahús og öfluga þjónustu við eldri borgara, metnaðarfullar stofnanir á sviði menningar og lista, afbragðs aðstöðu fyrir íþróttir og tómstundir, fyrirmyndar menntastofnanir á leik-, grunn og framhaldsskólastigi og auk spennandi valkosta í símenntun og lýðháskólaformi og afar spennandi starfsemi á sviði ferðamála.
Í samræmi við þetta lýsir bæjarstjórn sig reiðubúna til viðræðna við nágrannasveitarfélög og fulltrúa ríkisvaldsins um mögulegar sameiningarkosti á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.1.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

201306110

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu meirihluta bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög og felur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa að semja við stofnun rannsóknasetra HÍ um fyrstu tvo verkþætti áætlunarinnar.

Samþykkt með 5 atkv. en 4 sátu hjá. (SBl, ÁK, RRI og KL.)

Sigrún Blöndal lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar L-lista í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs geta ekki stutt þá framkvæmdaáætlun sem fyrir liggur vegna verkefnisins Veghleðslur á Breiðdalsheiði. Ekki var tekin ákvörðun í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs um að sækja um styrk vegna verkefnisins og þrátt fyrir að jákvætt væri tekið í hugmyndir um verkefnið á síðasta ári þegar hugmyndinni var varpað fram, getur það ekki talist sérlega brýnt í samanburði við ýmis önnur verkefni sem ráðast þyrfti í. Jafnframt er undirstrikað mikilvægi þess að ákvarðanir um úthlutanir sem þessar séu teknar á markvissan og faglegan hátt í samráði við hlutaðeigandi.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun, f.h. fulltrúa B-listans.
Í tilefni af bókun Sigrúnar Blöndal, fh. bæjarfulltrúa L-lista, um málið í bæjarráði (og í bæjarstjórn) viljum við taka fram að í kjölfar erindis sem barst sveitarfélögunum bókuðu bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, með vísan til bókunar menningar- og íþróttanefndar sveitarfélagsins, og sveitarstjórn Breiðdalshrepps um vilja sinn til þess að stuðla að varðveislu umræddra minja. Gera verður ráð fyrir því að full alvara hafi verið að baki þessara bókana og því ástæða til að fagna því þegar fjármagn fæst til að sinna verkefninu. Taka má undir að mörg önnur verkefni séu einnig brýn og vonandi verður framhald á því að fjármagn fáist til að sinna verkefnum á þessu sviði.
Bæjarfulltrúar haga atkvæði sínu vitaskuld eins og þeim þykir réttast og hafa, rétt eins og aðrir, fullan rétt á að hafa skoðun á úthlutun þess fjár sem hér um ræðir. Það er hins vegar að okkar mati undarlegt að greiða nú á þessu stigi málsins skyndilega atkvæði gegn fyrirliggjandi áætlun um ráðstöfun fjárins, sérstaklega í ljósi þess að ekki voru gerðar neinar athugasemdir við styrkveitinguna þegar hún var tekin fyrir í bæjarráði, menningar- og íþróttanefnd og bæjarstjórn.
Áætlunin sem nú liggur fyrir er gerð með faglegum og skynsamlegum hætti og er afrakstur vinnu fulltrúa starfsfólks sveitarfélagsins, kjörinna fulltrúa og áhugafólks að höfðu samráði við Minjastofnun. Að greiða hér atkvæði gegn áætluninni sem slíkri með vísan til þess sem að framan greinir um feril málsins teljum við bera vott um takmarkaða virðingu fyrir starfi þeirra sem að henni komu.

4.2.Fjármál 2014

201401002

Lagður fram viðauki 3 sem er vegna breytinga á innri leigu eftir uppgjör ársins 2013. Nettóbreyting á rekstur sveitarfélagsins er engin. Hækka tekjur Eignasjóðs um 37 millj. kr. sem færist til gjalda á viðkomandi stofnanir.

Lögð fram ný aðlögunaráætlun (10 ára áætlun) sem byggð er á grunni ársreiknings 2013 og þeirra breytinga sem hafa orðið á fyrri áætlun vegna áður samþykktra viðauka no. 1 - 3 við fjárhagsáætlun 2014.

Þær breytingar og niðurstöður ársreikning 2013 hafa líka haft áhrif á gjaldfærslu vegna afskrifta og fjármagnsliða. Einnig er tekið tillit til nýrrar spár Hagstofunnar um þróun verðlags á þessu ári og næstu ár.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar næstu ár verði í samræmi við fyrri áætlanir en lántökuþörf heldur minni en áður var áætlað. Framlegð og veltufé frá rekstri er í samræmi við fyrri áætlanir.

Í nýrri fyrirliggjandi áætlun næst skuldaviðmið niður fyrir 150% á árinu 2019 eins og lagt var upp með í 10 ára langtímaáætlun sem samþykkt var á árinu 2012 og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga samþykkti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2014 og nýja aðlögunaráætlun sem kynnt var á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

í bæjarráði var til umfjöllunar tveggja vikna sumarlokun bæjarskrifstofunnar á komandi sumri, líkt og gert hefur verið undanfarandi ár. Sú ráðstöfun hefur gengið ágætlega, enda hefur verið starfsmaður sem svarar í síma á opnunartíma umræddar tvær vikur og reynir að leysa úr áríðandi málum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofunnar verði frá og með 21. júlí til og með 4. ágúst 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

4.4.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

201401046

Lögð fram til kynningar.

4.5.Fundargerð 168. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201404095

Í vinnslu.

4.6.Fundargerð 815. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201404113

Lagt fram til kynningar.

4.7.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf.2014

201404109

Lagt fram til kynningar.

4.8.Vísindagarðurinn ehf.

201403083

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.9.Beiðni HSA til Velferðarráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma á Egilsstöðum

201404062

Lagt fram afrit af bréfi Heilbrigðisstofnunar Austurlands til Velferðarráðuneytisins, dags. 3. apríl 2014, með beiðni um fjölgun hjúkrunarrýma vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn styður erindi HSA og hvetur heilbrigðisráðherra til að verða við beiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Í vinnslu.

4.11.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

201404097

Í vinnslu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 255

1404012

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.4, 1.6 og lagði fram fyrirspurn 1.11 og lagði fram bókun, 1.12 og 1.18. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.6 og svaraði fyrirspurn. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.18. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 1.18. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 1.1, 1.4, 1.11 og lagði fram bókun og 1.12. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.11. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.18 og 1.11. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 1.11. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 1.11. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.11. Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 1.18 og 1.11 og bar fram fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.4, 1.11, 1.12 og 1.18. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 1.4 1.11, 1.12 og 1.18 og Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.4, 1.11, 1.8, 1.7, 1.12 og 1.18.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Ormsstofa

201401042

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vísað er til samþykktar bæjarstjórnar frá 19. febrúar um skipan þarfagreiningarnefndar menningarhúss á Fljótsdalshéraði. Þar á að vinna með Safnahúsið og Sláturhúsið sem framtíðarmenningarhús sveitarfélagsins. Einnig er vísað til nýgerðra samninga um rekstur tjaldsvæðis á Egilsstöðum og tengdrar starfsemi í Kaupvangi 17. Það er ríkur vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum að byggja upp á svæðinu í kringum Sláturhúsið og tjaldsvæðið aðlaðandi áfangastað fyrir ferðamenn og aðra gesti. Bæjarráð lýsir yfir vilja til að vinna áfram að uppsetningu Ormsstofu á svæðinu með Landsvirkjun og í samhengi við áframhaldandi vinnu þarfagreiningarnefndar um menningarhús.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Ungt fólk og lýðræði 2014

201402180

Lagt fram til kynningar.

5.3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Í vinnslu.

5.4.Frumvarp til laga um örnefni (heildarlög)

201404104

Lagt fram til kynningar.

5.5.Frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun

201404116

Lagt fram til kynningar.

5.6.Frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.)

201404137

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

5.7.Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

201404138

Bæjarstjórn Fljótsdalshérað leggur áherslu á að tekið verði ríkt tillit til Austurlands við gerð fjögurra ára samgönguáætlunar. Sérstaða svæðisins felst meðal annars í miklu magni vega án bundins slitlags, fjölda einbreiðra brúa og mjög erfiðra vetrarsamganga á milli margra þéttbýliskjarna.
Atvinnulíf á Fljótsdalshéraði varð fyrir miklu áfalli í hruninu, enda verktakastarfsemi undirstöðuatvinnugrein á svæðinu. Þessu áfalli hefur ekki verið mætt af hálfu stjórnvalda og ekki hlotið athygli á borð við áföll sem orðið hafa í öðrum atvinnugreinum.
Bæjarstjórn bendir á að í samgönguframkvæmdum liggur kjörið tækifæri til að efla og styrkja innviði samfélagsins ásamt því að styðja við verktakastarfsem. Í ljósi þessa vill bæjarstjórn benda á eftirfarandi verkefni og mælast til þess að þeim verði að einhverju marki fundinn staður innan fjögurra ára samgönguáætlunar.

Fjarðarheiðargöng frá Seyðisfirði til Fljótdalshéraðs: Nauðsynlegt er að tryggja nægjanlegt fjármagn til þess að ljúka rannsóknum og undirbúningi. Gert er ráð fyrir 150 milljónum á tímabili áætlunarinnar en bæta þarf öðru eins við.

Vegur um Öxi: Bæjarstjórn bendir á að hluti þeirrar framkvæmdar er vegagerð innst í Skriðdal þar sem öllum undirbúningi er lokið og aðeins vantar fjármagn. Því hvetur bæjarstjórn til þess að í það minnsta verði ráðist í þann vegarkafla á gildistíma fjögurra ára áætlunar.

Lagarfljótsbrú: Mikil þörf er orðin á endurnýjun brúarinnar sem þolir alls ekki þungaflutninga og þá miklu umferð sem um hana fer. Bæjarstjórn hvetur til þess að ráðist verði í hönnun og undirbúning hið fyrsta og þá í beinu samhengi við fyrirhugaðar framkvæmdir við brú á Jökulsá á Fjöllum, en þessar brýr eru báðar mikill flöskuháls fyrir flutninga millli Norður- og Austurlands.

Bundið slitlag á tengivegi: Sýnt var fram á með úttekt sem unnin var á vegum sveitarfélagsins haustið 2008 að það hefur setið eftir við uppbyggingu vegakerfisins. Þannig eru enn um 180 km tengivega malarvegir en um þá fer umtalsverð umferð. Þeir vegir sem um ræðir m.a. eru Borgarfjarðarvegur, Upphéraðsvegur um Fell, Hróarstunguvegur, Hlíðarvegur (stofnvegur)og vegurinn um efri Jökuldal.

Flughlöð við Egilsstaðaflugvöll: Nauðsynlegt er orðið að stækka flughlöð til að auka öryggi vallarins og notkun hans auk þess sem bæjarstjórn telur mikilvægt að byggt verði aukið svæði fyrir þyrlur við flugvöllinn. Þarna er horft til mikilvægis þess að björgunarþyrla frá Landhelgisgæslunni verði til frambúðar staðsett á Egilsstaðaflugvelli auk þess sem gera má ráð fyrir umsvifum á vellinum í tengslum við komandi olíuleit og þá er þörf fyrir þyrluaðstöðu á vellinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Umsókn um lagningu vegar

201404051

Í vinnslu.

5.9.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2014

201404136

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 115

1404015

Til mál tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 2.3.

Fundargerðin staðfest.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?