Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

184. fundur 30. september 2013 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Árni Ólason varamaður
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Í vinnslu.

1.2.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

201301248

Fyrir liggur greinagerð frá starfshópi um endurskoðun á stjórnfyrirkomulagi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og gerir ekki athugasemd við greinargerðina. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Refa- og minkaveiðar

201208086

Varðar tilfærslu á samningstímbili minkaveiðimanna á Fljótsdalshéraði. Samningstímabil minkaveiðimanna hefur verið frá áramótum hvers árs til næstu áramóta. Til hagræðingar leggur nefndin til að samningar þeirra verði á sama tímabili og samningar refaveiðimanna frá 1. sept ár hvert til 31. ágúst þarnæsta ár og gildi í 2 ár í senn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn breytinguna. Í ljósi tilfærslu á tímabilinu samþykkir bæjarstjórn einnig tillögu nefndarinnar um að minkaveiðimenn fái greitt frá síðustu áramótum 2012/13 samkvæmt nýrri gjaldskrá. Framangreint er samþykkt þar sem útlit er fyrir að fjármagn á fjárhagsáætun ársins rúmi umrædda hækkun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2013

201308118

Lagt fram til kynningar.

1.5.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

1.6.Fundargerð fjallskilanefndar Jökuldals norðan ár 2013

201308125

Fyrir liggur fundargerð fjallskilanefndar Jökuldals norðan ár frá 23. ágúst 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis-og héraðsnefnd og samþykkir að tillögur fjallskilanefndar um viðhald rétta á Jökuldal fari inn á starfsáætlun ársins 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Vegagerðin - Ýmis mál

201306092

Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar þann 25.júní síðastliðinn var samþykkt bókun þar sem komið var á framfæri nokkrum málum sem rædd hafa verið í nefndinni og komið ábendingar um frá íbúum. Ekkert svar hefur borist frá Vegagerðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd sem ítrekar fyrri bókun sína frá 25.júní síðastliðnum. Málið verður tekið upp við Vegagerðina á fundi, sbr. lið 1.16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Hænsnahald við Dalsel 12

201308094

Erindi frá Sunnevu Flosadóttur þar sem hún óskar eftir leyfi hjá sveitarfélaginu til að halda hænur við heimili sitt við Dalsel. Málið var áður á dagskrá umhverfisnefndar þann 27.ágúst síðastliðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjastjórn lítur svo á að málið sé í vinnslu þar til fyrir liggur hvort Samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði verði samþykkt af bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Skilgreining á hænsnahaldi í þéttbýli.

201203135

Í vinnslu.

1.10.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Í vinnslu.

1.11.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til umhverfis- og héraðsnefndar að tilnefna sem fyrst fulltrúa í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 61

1309016

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 3.1 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.1.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Göngustígur í Fellabæ

201309050

Erindi í tölvupósti dags.6.9.2013 þar sem Ólafur Gauti Sigurðsson kt. 100473-5509, ítrekar nauðsyn þess að göngustígurinn milli Fellaskóla og íþróttahúss verði kláraður.
Málið var áður á dagskrá 11.9.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar felur bæjarstjórn framkvæmda- og þjónustufulltrúa að koma framkvæmdum af stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Umgengni í iðnaðarhverfum

201309158

Í vinnslu.

2.3.Gangbraut yfir Fagradalsbraut

201309157

Erindi í tölvupósti dags.25.9.2013 þar sem Hulda Elísabeth Daníelsdóttir vill koma á framfæri áhyggjum sínum af gangbrautinni yfir Fagradalsbraut við Tjarnarbraut.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og þakkar bréfritara ábendinguna. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir tillögum frá Vegagerðinni um úrbætur. Að öðru leyti er málinu vísað til umferðaröryggishóps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn

201309080

Erindi ódagsett, innfært 13.9.2013, þar sem Artur Dominiak kt.040168-2499 fyrir hönd KATLA GRILL EHF. kt.461011-1520, sækir um stöðuleyfi fyrir ökutæki á planinu nr.2 gangstætt Netto á Egilsstöðum, til sölu hraðveitinga einusinni í viku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem umrætt svæði er bílastæði fyrir verslun og þjónustu í miðbæ Egilsstaða, þá tekur bæjarstjórn undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og hafnar erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Krafa um bætur vegna mistaka við útgáfu fokheldisvottorðs

201309078

Erindi dagsett 6.9.2013 þar sem Gísli M. Auðbergsson hrl. fyrir hönd Einars Dalberg Einarssonar kt.080567-3249, óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til bótaskyldu og hvort sveitarfélagið sé tilbúið til að ganga til samninga um greiðslu bóta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Leikskólinn Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2014

201309125

Í vinnslu.

3.Fundir bæjarstjórnar 2013

201302002

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Þar sem aukafundur bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs er haldinn í dag, mánudaginn 30. september, samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulegan bæjarstjórnarfund sem vera átti miðvikudaginn 2. október nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

201105263

Fyrir liggur beiðni frá Kötlu Steinsson um lausn frá störfum í bæjarstjórn, byggingarnefnd hjúkrunarheimilis og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, vegna brottflutnings af svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar Kötlu vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Bæjarstjórn samþykkir að Karl Lauritzson taki sæti Kötlu sem aðalmaður D-lista í bæjarstjórn, í byggingarnefnd hjúkrunarheimilis og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Varamaður hans verður Anna Alexandersdóttir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Karl Lauritzson láti af störfum í fræðslunefnd og Maríanna Jóhannsdóttir verði þá aðalmaður D-lista í fræðslunefnd og Anna Alexandersdóttir verði hennar varamaður.
Einnig að Karl hætti sem fulltrúi í skólanefnd Hallormsstaðaskóla og að Ragnhildur Rós Indriðadóttir taki sæti hans þar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram til kynningar.

4.2.Launaþróun á fræðslusviði 2013

201303032

Í vinnslu.

4.3.Starfsemi félagsmiðstöðva

201309126

Fram kemur í fundargerð Fræðslunefndar að Eysteinn Húni Hauksson forstöðumaður félagsmiðstöðva hefur sagt starfi sínu lausu. Fram kemur einnig að starfið hefur verið auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar Eysteini vel unnin störf hjá sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu

201309092

Lagt fram til kynningar.

4.5.Þingsályktunartillaga um leikskóla að loknu fæðingarorlofi/Til umsagnar

201309118

Lagt fram til kynningar.

4.6.Leikskólinn Hádegishöfði,Vinnueftirlit/Skoðunarskýrsla

201309005

Lagt fram til kynningar.

4.7.Beiðni um niðurfellingu byggingarleyfis og þjónustugjalda

201309132

Erindi ódagsett, innfært 20.9.2013 þar sem Heiður Vigfúsdóttir kt.270680-5269 og Guðmundur Magni Bjarnason kt.060284-2109 óska eftir niðurfellingu gjalda byggingarleyfis vegna uppbyggingar á Laufási 3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Í Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði nr. 1058/2011 segir í 11.gr.:
"Innheimta skal byggingarleyfisgjald fyrir hverja þá framkvæmd sem byggingarleyfi er gefið út fyrir".
Með vísan í ofangreinda samþykkt þá hafna skipulags- og mannvirkjanefnd og bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa - erindi frá leikskólastjórum

201309120

Í vinnslu.

4.9.Eftirlitsskýrsla - Tjarnarskógur

201309130

Lagt fram til kynningar.

4.10.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2014

201309124

Í vinnslu.

4.11.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2014

201309122

Í vinnslu.

4.12.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2014

201309123

Í vinnslu.

4.13.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2014

201309121

Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 190

1309013

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Fundargerð 155. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201309101

Lagt fram til kynningar.

5.2.Ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar

201309074

Lagt fram bréf frá Eysteini Einarssyni, dagsett 4. sept. 2013, varðandi ástand og viðhald Borgarfjarðarvegar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir áskorun Eysteins til Vegagerðarinnar um lagfæringar og uppbyggingu á Borgarfjarðarvegi, svo sem á kaflanum frá Eiðum og út að Laufási. Mikil umferð á þessum vegakafla á liðnu sumri kallar á úrbætur sem fyrst, auk þess sem stöðugir þungaflutningar vegna sorpurðunar á Tjarnarlandi útheimta gott vegakerfi. Uppbygging vegarins með slitlagi er því bráðnauðsynleg framkvæmd.
Fulltrúar Fljótsdalshéraðs óskar eftir að fá að koma til fundar sem fyrst með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði, til að fara m.a. yfir áætlanir um viðhald og nýbyggingu vegakerfisins í fjórðungnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Uppbygging flutningskerfis Landsnets

201309066

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni er varða hugmyndir að uppbyggingu á afkastameira og traustara flutningskerfi raforku um landið. Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að geta afhent orkuna með sem minnstu orkutapi og sem mestu öryggi til allra orkukaupenda. Flutningsgetan þarf að vera þannig að stórir orkunotendur eins og td. fiskimjölsverksmiðjur, þurfi ekki að nýta innflutta orkugjafa, vegna þess að flutningkerfið getur ekki flutt næga orku til þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Ylströnd við Urriðavatn

201101045

Lagt fram til kynningar.

5.5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013

201309119

Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 17. september 2013 með fundarboði á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013, sem haldinn verður miðvikudaginn 2. október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2013

201309096

Lagður fram tölvupóstur, dags. 17.september 2013, frá Leifi Þorkelssyni heilbrigðisfulltrúa, með fundarboði á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. sem haldinn verður á Borgarfirði miðvikudaginn 9. október n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Esther Kjartansdóttur að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að varamaður verði Úlfar T. Þórðarson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Fundargerð stjórnar SSA nr.11 2012-2013

201309135

Lagt fram til kynningar.

5.8.Fundargerð stjórnar SSA nr.10 2012-2013

201309134

Lagt fram til kynningar.

5.9.Fundargerð 2.fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2013

201309108

Lagt fram til kynningar.

5.10.Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi

201309090

Lagt fram til kynningar.

5.11.34. fundur Brunavarna á Austurlandi

201309082

Lagt fram til kynningar.

5.12.Málþing um austfirsk málefni og aðalfundur Landsbyggðin lifi 2013

201308049

Lagt fram til kynningar.

5.13.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 12.sept.2013

201309079

Lagt fram til kynningar.

5.14.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013

201309109

Í vinnslu.

5.15.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

5.16.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

5.17.Fjármál 2013

201301002

Á fundi bæjarráðs var kynnt kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar árshátíðar starfsmanna Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hækka framlag til árshátíðar um 1 milljón króna og verður þeirri hækkun mætt með auknum tekjum sem skapast hafa á lið 07-01. Gerð verður grein fyrir breytingunni í viðauka við fjárhagsáætlun 2013, sem nú er í vinnslu.

Samþykkt með 6 atkvæðum en 3 sátu hjá (PS. GI og EA)

Afgreiðsla bæjarráðs á liðnum að öðru leyti staðfest.

5.18.Málefni Safnahúss

201211102

Í vinnslu.

5.19.Umsókn um stækkun Gistihússins á Egilsstöðum

201308097

Ósk um að skipulags- og mannvirkjanefnd taki til endurskoðunar síðustu afgreiðslu þessa máls, en málið var áður á dagskrá 28.8.2013.

Í 3. mgr.43.gr.Skipulagslaga nr.123/2010 segir:
"Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá ákvæði 2. mgr. þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
Samhljóða texti er svo í 5.8.4.gr.Skipulagsreglugerðar nr.90/2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að frávik frá gildandi deiliskipulagi séu það óveruleg, að ekki þurfi að koma til óveruleg breyting á því skv. 2. mgr.43.gr. Skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn því að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.20.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var aðgerðaráætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar tilnefnir bæjarstjórn Þórhall Harðarson og Árna Kristinsson í starfshóp um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.21.Fundargerð 111. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201309061

Lagt fram til kynningar.

5.22.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Lagt fram til kynningar.

5.23.Skipulags- og mannvirkjanefnd fjárhagsáætlun 2014

201309139

Í vinnslu.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 102

1309017

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.9. Sigrún Blöndal, sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 2.4. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.4 og svaraði fyrirspurn og lið 2.9 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.9

Fundargerðin staðfest.

6.1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Lagt fram.

6.2.Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2013

201309142

Lagt fram fundarboð á ársfund Starfsendurhæfingar Austurlands þann 4. október 2013, ásamt ársreikningi Starfa 2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Sigrún Harðardóttir sitji fundinn fh. sveitarfélagsins og Stefán Bragason verði hennar varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 241

1309011

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 1.16 og 1.24 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.24.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

201309117

Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Georg Þór Pálssyni hjá Landsvirkjun, dags. 19. sept. 2013, ásamt afriti af bréfi sem Landsvirkjun sendi Veiðimálastofnun og Veiðifélagi Lagarfljóts og Jöklu. Þar eru kynnt áform um að færa ós Lagarfljóts og Jökulsár til austurs í fyrri farveg og að það verk verði unnið í nóvember á þessu ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar viðbrögðum og áformum Landsvirkjunar í þessu máli og hvetur til áframhaldandi samráðs við landeigendur, skipulagsyfirvöld og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæða

201309111

Í vinnslu.

7.3.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

201308104

Í vinnslu.

7.4.Ósk Kvenfélagsins Bláklukku um fundaraðstöðu í Hlymsdölum

201305121

Fyrir liggja drög að samningi um leigu á fundaraðstöðu fyrir kvenfélagið Bláklukku í Hlymsdölum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundi bæjarráðs og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins, sem eiganda húsnæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Málefni Reiðhallar

201309112

Í vinnslu.

7.6.Upplýsingamiðstöð Austurlands

201304092

Í vinnslu.

7.7.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að nýta uppsagnarákvæði í núgildandi samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum. Bæjarstjóra falið að ganga frá uppsögninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?