Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

202. fundur 03. september 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Sigrún Harðardóttir bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 204

1408009

Fundargerðin staðfest.

1.1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

201406126

Í vinnslu.

1.2.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði menningar- og atvinnumála

201408093

Í vinnslu.

1.3.Þjónustusamfélagið á Héraði, staðan eftir sumarið

201408091

Í vinnslu.

1.4.Fulltrúar Fljótsdalshéraðs í stjórn Minjasafns Austurlands

201408117

Í vinnslu.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 5

1408014

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.6. og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.6 og svaraði fyrirspurn og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.6.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Kynning á skipulagsverkefnum

201408107

Lagt fram til kynningar.

2.2.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

201404128

Lagt fram til kynningar.

2.3.Gangnaboð og gangnaseðlar 2014

201408099

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

2.4.Aðalfundur SSA 2014

201408047

Afgreitt undir lið 2.6.

2.5.Reynihvammur 5, umsókn um byggingarleyfi

201408101

Óskað er eftir umsögn vegna byggingaráforma um byggingu sólstofu að Reynihvammi 5, Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar á meðal samþykki lóðarhafa Reynihvammi 3 og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlanda og Hitaveitu Egilsstaða og Fella.
Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 13.08.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til umsagnar HAUST er ljóst að miðað við núverandi skilgreiningu í meðfylgjandi starfsleyfi HEF ehf., mun HAUST ekki samþykkja fyrirhugaða framkvæmd.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að skoðað verði hvor hægt er að breyta skilgreiningu á grannsvæði vegna starfsleyfisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Kröflulína 3, 2014

201211010

Í vinnslu.

2.8.Strætó tímaáætlun 2014 - 2015.

201408106

Fyrir liggur tímaáætlun fyrir strætó veturinn 2014- 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Kaupvangur 9, umsókn um byggingarleyfi

201408120

Í vinnslu.

2.10.Atvinnustefna Fljótsdalshéraðs

201408096

Í vinnslu.

2.11.Egilsstaðaskóli - sjálfsmatsskýrsla vor 2014

201408081

Lagt fram til kynningar.

2.12.Egilsstaðaskóli - starfsmannamál

201408083

Í vinnslu.

2.13.Skólaakstur 2014-2015

201408018

Í vinnslu.

3.Íþrótta- og tómstundanefnd - 2

1408006

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 6.4. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 6.3 og 6.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.3. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.3 og Sigrún Harðardóttir, sem ræddi lið 6.3.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Göngum í skólann

201408079

Fyrir liggur bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands um verkefnið Göngum í skólann sem ætlað er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur foreldra skólabarna í sveitarfélaginu til að stuðla að því að börn þeirra gangi eða hjóla í skólann, þar sem það á við, og stuðli þannig að auknu heilbrigði þeirra og vellíðan. Jafnframt hvetur bæjarstjórn skólana til þátttöku í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Hreyfivika, Move week 2014

201408074

Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.

3.3.Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði

201408084

Í vinnslu.

3.4.Æfingatæki til heilsueflingar utanhúss

201408077

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14. ágúst 2014, undirritaður af Degi Skírni Óðinssyni og Bjarmari Þorra Hafliðasyni þar sem lögð er áhersla á þörf fyrir æfingatæki utanhúss s.s. upphífingar, dýfur ofl, t.d. við Vilhjálmsvöll eða í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta og tómstundanefnd um að vöntun er á æfingaaðstöðu utanhúss eins og bréfritarar nefna. Bæjarstjórn leggur til að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri tillögu að staðsetningu útiæfingasvæðis. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að hugað verði að Selskógi sem álitlegu svæði til áframhaldandi uppbyggingar fyrir útivist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Samþykkt aðalfundar Hattar 2014 um að sveitarfélagið setji sér stefnu í málum íþrótta

201407093

Lagt fram til kynningar.

3.6.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

201308098

Í vinnslu.

3.7.Tómstunda- og forvarnafulltrúi

201408082

Í vinnslu.

3.8.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

201312027

Í vinnslu.

3.9.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

201406127

Í vinnslu.

3.10.Viðhalds- og fjárfestingaverkefni 2015 á sviði íþrótta- og tómstundamála

201408080

Í vinnslu.

3.11.Aðalfundur SSA 2014

201408047

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram samantekt yfir þau mál sem nefndir sveitarfélagsins lögðu til að tekin verði til umfjöllunar á aðalfundi SSA.
Bæjarstjóra falið að koma samantektinni á framfæri við stjórn SSA.

3.12.Fjármál 2014

201401002

Í vinnslu.

3.13.Fjárhagsáætlun 2015

201405038

Í vinnslu.

3.14.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis

201408097

Lagt fram til kynningar.

3.15.Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands

201408098

Lagt fram til kynningar.

3.16.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

201402191

Í vinnslu.

3.17.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

201408045

Í vinnslu.

3.18.Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

201212063

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa Guðmund Sveinsson Kröyer formann atvinnu- og menningarmálanefndar í hópinn í stað Eyrúnar Arnardóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.19.N4 - Erindi vegna dreifikerfis

201408111

Í vinnslu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 264

1408016

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.6 og fór yfir þau mál sem Fljótsdalshérað óskar eftir að verði m.a. til umfjöllunar á aðalfundi SSA. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.3, 2.4, 2.6 og 2.7. og lagði fram bókun. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.7. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.4, 2.6 og 2.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.6.og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 2.6 og 2.4.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Fjármál 2014

201401002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa endurskoðun á launum nefnda og ráða til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.
Jafnframt samþykkt að greiðslur til varamanna í bæjarráði skiptist á fjóra fundi í stað tveggja áður, þangað til ný launakjör hafa verið samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Fundargerð stjórnar SSA, nr.8, 2013-2014

201408140

Lagt fram til kynningar.

4.3.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 2014

201408119

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hvetur bæjarfulltrúa og nefndarfólk til að nýta sér námskeiðið og jafnframt áður boðað námskeið sem haldið verður 12. sept. nk., en þar verður meðal annars farið yfir úrlestur ársreikninga, áætlanagerð og reikningsskil sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.Almenningssamgöngur 2014

201408123

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í þeirri vinnu verða almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins almennt til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.5.Fundir með nágrannasveitarfélögum

201408129

Lagt fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 263

1408013

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.7 og bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.7 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Embætti sýslumanns á Seyðisfirði

201408139

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála vegna breytinga á embættum sýslumanna og lögreglustjóra á Austurlandi. Ljóst er að þeir fjármunir sem ætlaðir eru nýju embætti Sýslumannsins á Austurlandi duga engan veginn til að halda uppi óbreyttri þjónustu embættisins, hvað þá að bæta hana eins og full þörf er á og Fljótsdalshérað hefur margítrekað bent á í gegnum þetta breytingaferli. Bæjarstjórn krefst þess að innanríkisráðherra endurskoði ætlað fjármagn til embættisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 2

1408010

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.8.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Aðalfundur SSA 2014

201408047

Áður afgreitt undir lið 2.6 í þessari fundargerð.

6.2.Menningarverðlaun SSA 2014

201408046

Lagt fram til kynningar.

6.3.Menningarvika í Runavík: Ósk um listamann

201407092

Í vinnslu.

6.4.Styrkumsókn vegna verkefnisins Gelid Phases

201408041

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.

6.5.Umsókn um styrk vegna æfingaaðstöðu kórsins Héraðsdætra

201408050

Í vinnslu.

6.6.Beiðni um áframhaldandi stuðning við Leikfélag Fljótsdalshéraðs

201408086

Í vinnslu.

6.7.Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014

201407076

Lagt fram til kynningar.

6.8.Samningur um afurðamiðstöð skógarafurða

201408085

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar því að verkefnið hefur hlotið stuðning og væntir þess að í framhaldinu skapist ný atvinnutækifæri í kring um úrvinnslu skógarafurða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.9.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

201408092

Í vinnslu.

6.10.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

201408045

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að minnast þeirra merku og mikilvægu tímamóta sem 100 ára kosningaréttur kvenna er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.11.Sænautasel, samkomulag

201408095

Í vinnslu.

6.12.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

í vinnslu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?