Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

182. fundur 04. september 2013 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
  • Sigríður Ruth Magnúsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Flutningur sauðfjár frá Bakkagerði í Skriðufell

201308099

Fyrir liggur erindi frá MAST um leyfi til að flytja fjárstofn frá Bakkagerði í Jökulsárhlíð til Skriðufells í sömu sveit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en tveir voru fjarverandi (SBS og EA)

1.2.Umferðaröryggi á Fljótsdalshéraði

201308109

Í vinnslu.

1.3.Vísindagarður ehf byggingarleyfi

201308111

Erindi dagsett 22.08.2013 þar sem Böðvar Bjarnason kt. 301065-5239 sækir um byggingarleyfi fyrir Vísindagarð ehf kt. 470507-0390 vegna viðbyggingar við Tjarnarbraut 39a

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 60

1308009

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.
Eyrún vakti svo athygli á vanhæfi sínu í liðum 3.12 og 3.13. og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Eyrún ræddi líka liði 3.16. og 3.17. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 3.17 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.16,3.17. og 3.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.16 og 3.17. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi liði, 3.16 og 3.17. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi liði 3.11. 3.17 og 3.19. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.17. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.17. og 3.11. og lagði fram tillögu að frávísun. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 3.11 og Ruth Magnúsdóttir, sem ræddi lið 3.15.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Í vinnslu.

2.2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Var vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.3.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Lagt fram til kynningar.

2.4.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Erindi dagsett 25. júní 2013 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, þar sem veitt er framlenging á undanþágu frá starfsleyfi urðunarstaðarins.

Lagt fram til kynningar

2.5.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Í vinnslu.

2.6.Eftirlitsskýrsla, moltugeymsla Mýnesi

201206084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn formanni nefndarinnar og verkefnastjóra umhverfismála að funda með forsvarsmönnum Íslenska gámafélagsins og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna endurnýjunar starfsleyfis moltugryfju í landi Mýness.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Fundur fjallskilastjóra 2013

201308095

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.

2.8.Refa- og minkaveiðar

201208086

Refa- og minkaveiðar
Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar lagði framkvæmda- og þjónustufulltrúi fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna refa og minkaveiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn nýja gjaldskrá og að verðlaun fyrir veidda refi hækki um 10%. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurnýja samninga við minka- og refaveiðimenn í samræmi við gjaldskrána.
Jafnframt hvetur bæjarstjórn til þess að hraðað verði vinnu við samræmingu gjaldskráa sveitarfélaga á Austurlandi vegna refa- og minkaveiða, en vinnuhópur er starfandi um málið á vegum SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

201308098

Lagt fram til kynningar.

2.10.Kortlagning burðarsvæða hreindýra á áhrifasvæðum Kárahnjúkavirkjunar vorið 2012

201308041

Lagt fram til kynningar.

2.11.Niðurfelling vega af vegaskrá

201308024

Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni varðandi fyrirhugaða niðurfellingu Hjaltastaðavegar nr. 943 frá Dölum 1 að Sandbrekku, af vegaskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við fyrirhugaða niðurfellingu vegarins af vegaskrá svo fremi sem vegurinn verði settur inn á vegaskrá aftur, um leið og búseta breytist á jörðinni.

Fram kom tillaga um að vísa ofangreindri tillögu frá. Var það borið upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.12.Leyfi til flutninga á ám

201308087

Fyrir liggur bréf frá MAST þar sem gefið er leyfi fyrir tímabundnum flutningi á kindum úr hjörð Gilja á Jökuldal til Teigasels 2 í sömu sveit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (E.A.)

2.13.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

2.14.Athugasemd vegna lokana á slóðum við Snæfell.

201308006

Í vinnslu.

2.15.Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006-2007

201306091

Lagt fram til kynningar.

2.16.Hænsnahald við Dalsel 12

201308094

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem tillaga að samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði hefur ekki verið afgreidd í bæjarstjórn né staðfest af ráðuneyti, vísar bæjarstjórn erindinu aftur til umhverfis- og héraðsnefndar til nýrrar afgreiðslu.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (EA)

2.17.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

201308104

Lögð eru fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn drög að samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum til annarrar umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er samþykkt að bæjarráð taki drögin til umfjöllunar og yfirferðar á milli umræðna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.18.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

2.19.Gangnaboð og gangnaseðlar 2013

201308118

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 188

1308012

Fundargerðin staðfest.

3.1.Umsókn um skólavist utan sveitarfélags

201308036

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn skólavistina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Fræðslunefnd - fjárhagsáætlun 2014

201308101

Í vinnslu.

3.3.Starfsáætlun fræðslunefndar 2013-2014

201308102

Fram kemur í bókun fræðslunefndar að hún hyggst heimsækja allar stofnanir á fræðslusviði á starfsárinu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

3.4.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram til kynningar.

4.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 21

1308015

Fundargerðin staðfest.

4.1.Hallormsstaðaskóli - upphaf skólastarfs 2013-2014

201308133

Lagt fram til kynningar.

4.2.Hallormsstaðaskóli - starfsmannamál

201308134

Lagt fram til kynningar.

4.3.Hallormsstaðaskóli - fjármál

201308135

Lagt fram til kynningar.

4.4.Evrópsk lýðræðisvika

201308107

Í vinnslu.

4.5.Fjármál 2013

201301002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir heimild bæjarráðs Fljótsdalshéraðs sem veitti Birni Ingimarsyni, bæjarstjóra, heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 250.000.000 kr. vegna byggingar hjúkrunarheimilis. Heimildin gildi út árið 2013."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri erindi frá HEF, varðandi nýja lagnaleið fyrir heitavatnslögn frá Austurlandsvegi upp í brekkuna vestan Menntaskólans. Hugmynd HEF gengur út á að við frágang lagnarinnar verði uppbyggður garður yfir lögninni breikkaður og nýttur sem göngustígur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir bæjarstjórn tillögu bæjarráðs um að fela bæjarstjóra að semja við HEF um að gengið verði frá lögninni og garðinum þannig að nýst geti við lagningu göngustígs. Sá aukakostnaður sem fellur til við breytinguna verði greiddur úr bæjarsjóði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

4.7.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Lagt fram til kynningar.

4.8.Fundargerð stjórnar SSA nr.9 2012-2013

201308048

Lagt fram til kynningar.

4.9.Fundargerð 3.fundar samgöngunefndar SSA 2012-2013

201308084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs tekur bæjarstjórn undir þær megináherslur sem fram koma í tillögum meirihluta samgöngunefndar SSA til aðalfundar um forgangsröðun framkvæmda við jarðgöng og aðrar nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi. Þar eru fremst í flokki Fjarðarheiðargöng og heilsársvegur um Öxi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Fundargerð 153. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201308088

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.11.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að við fyrsta tækifæri þurfi að gera verulegt átak til að bæta net- og fjarskiptasamband víða í dreifðum byggðum Fljótsdalshéraðs. Það á bæði við um þéttbýlið á Hallormsstað, Brúarási og Eiðum og einnig á einstökum sveitabæjum á Fljótsdalshéraði.
Vísað er til bréfs Símans dagsett 13.02.2013, en þar kemur fram að ekki verði uppfærður búnaður á Hallormsstað á árinu 2013. Í því bréfi er heldur ekki minnst á aðra hluta dreifbýlisins.
Bæjarstjórn beinir því til Símans að í framkvæmdaáætlun vegna ársins 2014, verði gert ráð fyrir að símstöðin á Hallormsstað uppfærð þannig að notendur þar njóti sambærilegra gæða í net- og sjónvarpsþjónustu og íbúar í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði. Jafnframt að skoðaðar verði aðrar símstöðvar í sveitarfélaginu td. í Brúarásskóla en hún þjónar næsta nágrenni, svo sem Hótel Svartaskógi og einnig verði símstöð á Eiðum skoðuð.
Einnig verði sérstaklega hugað að þeim svæðum í dreifbýli Fljótsdalshéraðs, þar sem netsambandi með stuðningi Fjarskiptasjóðs var ekki komið á, eða fengu ekki ásættanlega úrlausn mála í því átaki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Tilnefningar í Samstarfsnefnd og Samgöngunefnd SSA 2013

201308061

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Gunnhildi Ingvarsdóttur og Karl Lauritzson sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samstarfsnefnd SSA, og Gunnar Jónsson og Sigrúnu Blöndal sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samgöngunefnd SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.13.Aðalfundur SSA 2013

201308064

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi SSA mæti til undirbúningsfundar miðvikudaginn 11. september kl. 15:00 þar sem farið verður yfir drög að ályktunum og skipan í nefndir þingsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.14.Umsókn um tónlistarnám í öðru sveitarfélagi

201308075

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.15.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

201308078

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.16.Sláturhúsið menningarsetur ehf. Ársreikningur 2012

201308086

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.17.Málþing um austfirsk málefni og aðalfundur Landsbyggðin lifi 2013

201308049

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn þakkar Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs fyrir gott framtak og óskar þeim til hamingju með vel heppnað málþing. Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


4.18.Leiga á Hlymsdölum.

201307027

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.19.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðtalstímar bæjarfulltrúa verði í vetur á fimmtudögum frá kl. 16:30 til kl 18:30. í fundarsal bæjarstjórnar að Lyngási 12.
Viðtalstímarnir verða á eftirtöldum dögum:

12. september
10. október
14. nóvember
Bæjarstjórnarbekkurinn verður að venju settur upp á Barradeginum í desember.
16. janúar
13. febrúar
13. mars
10. apríl
15. maí.

Viðtalstímarnir verða auglýstir að venju bæði á heimasíðu Fljótsdalshéraðs og í Dagskránni, og þar mun koma fram hvaða bæjarfulltrúar taka á móti íbúum hverju sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 239

1308007

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.
Árni Kristinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.14. og úrskurðaði forseti um vanhæfi hans. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.5 og 1.7. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 1.5. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.5 og 1.19. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 1.5, 1.7 og 1.19. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 1.5, 1.7 og 1.19. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 1.5, 1.7 og 1.19 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.5.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Umsókn um styrk í styrktarsjóð EBÍ

201308108

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

5.2.Skólaakstur

201308112

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

5.3.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

201011096

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til auglýsts aðalskipulags Reykjavíkurborgar ítrekar bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrri athugasemdir við fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar á komandi árum.
Það viðhorf sem kemur fram í auglýstri tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, sem og í viðtölum við forsvarsmenn borgarinnar, vekur furðu þegar haft er í huga það hlutverk sem Reykjavíkurborg er ætlað sem höfuðborg landsins. Gangi hugmyndir borgaryfirvalda eftir er eðlilegt að stjórnvöld taki til endurskoðunar staðsetningu stofnana ríkisins sem hingað til hefur þótt eðlilegt að væru staðsettar í höfuðborg landsins.
Hér er í húfi tenging landsbyggðarinnar við nær alla opinbera þjónustu sem staðsett er í höfuðborginni, auk þess sem Reykjavíkurflugvöllur er lífæð sjúkraflugs og órjúfanlegur hluti af uppbyggingarhugmyndum um byggingu hátæknisjúkrahúss á Landspítalareitnum.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hvetur önnur sveitarfélög sem og hagsmunaaðila til að koma á framfæri athugasemdum vegna umrædds auglýsts aðalskipulags.
Bæjarstjórn hvetur íbúa Fljótsdalshéraðs til að láta skoðun sína á málinu í ljós og bendir meðal annars á undirskriftasöfnun þá sem nú er í gangi vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 100

1308010

Til máls tóku: Sigvaldi Ragnarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.4 og 2.8 og Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi liði 2.4, 2.8 og 2.9.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Umsókn um ljósastaur við Kóreksstaði

201306087

Í vinnslu.

6.2.Gangbrautir á Egilsstöðum

201308068

Í vinnslu.

6.3.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Í vinnslu.

6.4.Smiðjusel 6, vegna byggingarleyfis

201308053


Erindi dagsett 15. ágúst 2013 þar sem íbúar í Dalbrún fara fram á að byggingarleyfi við Smiðjusel 6 verði endurskoðað.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að grenndarkynning var send út bréflega 21.október 2010 þar sem gefin var frestur til athugasemda til 18. nóvember 2010. Eftirtaldir lóðarhafar fengu grenndarkynninguna til umsagnar:
Vegagerð Ríkisins, Hitaveita Egilstaða og Fella, Fasteignafélagið Ösp ehf, Sóknarnefnd Áskirkju, Haukur Guðmundsson, Fljótsdalshérað og Bílabær ehf.
Engar athugasemdir bárust. Á grundvelli þeirrar kynningar var samþykkt að gefa út byggingarleyfi fyrir Smiðjusel 6 á 40. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 10.11.2010 sem staðfest var í bæjarstjórn 17.11.2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Með hliðsjón af framansögðu og samkvæmt tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar, verður bæjarstjórn ekki við þeirri ósk bréfritara að endurskoða áður útgefið byggingarleyfi fyrir Smiðjusel 6.
Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara þeim sem undir listann skrifuðu og tilkynna þessa afgreiðslu.

Bæjarstjórn beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að skoðað verði með hvaða hætti er best að skilja á milli íbúabyggðar og athafnasvæðis við Smiðjusel td. með hljóðmön eða trjágróðri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Frumvarp til laga um bótaákvæði skipulagslaga.

201308030

Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010. Frestur til að skila umsögnum er til 6. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Skipulagsnefnd Akureyrar, en umsögn hennar liggur fyrir fundinum, og er sammála þessum lagabreytingum en leggur til að gerðar verði breytingar á skipulagslýsingum aðalskipulagsbreytinga og nýs deiliskipulags. Það er skoðun bæjarstjórnar að þær hafi þyngt ferlið og gert flækjustigið enn meira vegna umsagna sem skylt er að leita eftir, þó svo að lýsing geti aldrei verið tæmandi skipulagsgagn og því ekki tímabært að leita umsagna. Einnig virðast íbúar ekki átta sig á hvenær gera á athugasemdir við skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Umsókn um rekstrarleyfi/gistiskáli

201308072

Erindi dags. 15.07.2013 þar sem Sigfús Ingi Víkingsson kt. 121174-3839 sækir um rekstarleyfi fyrir sölu á gistingu í flokki 2.

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Í vinnslu.

6.8.Umsókn um stækkun Gistihússins á Egilsstöðum

201308097

Erindi dagsett 23.08.2013 þar sem Gunnlaugur Jónasson kt. 300968-5899 sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun Gistihússins á Egilsstöðum einnig er sótt leyfi til að rífa gamalt fjós. Aðaluppdrættir eru unnir af Birni Kristleifssyni arkitekt kt. 011246-3039

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við byggingaráformin en bendir á að gera þarf minniháttar breytingu á deiliskipulagi.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar niðurrif gamla fjóssins á reit G3 skv. gildandi deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.9.Skjöldólfsstaðir: Fyrirspurn um notkun húseininga

201308096

Aðalsteinn Jónsson Klausturseli hefur áform um að láta reisa gistiaðstöðu í tengslum við veitingar- og gistiaðstöðu á Skjöldólfsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við notkun húseininganna standist þær gildandi reglur og staðla. Ef ekki liggur fyrir CE-merking skal afla umsagnar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og eftir atvikum Mannvirkjastofnun, sbr. 5.1.2 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.10.Aðgengismál við Hlymsdali

201308105

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?