Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

177. fundur 08. maí 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Sigríður Ragna Björgvinsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Bílastæði við Miðvang 6

201304079

Erindi frá aðalfundi húsfélagsins að Miðvangi 6 þar sem bent er á skort á bílastæðum við húsið og ósk um að mínígolfvöllurinn verði færður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og bendir á að uppbygging græns svæðis á lóðinni Miðvangi 8 hafi verið að ósk íbúa og fyrirtækjaeigenda í miðbænum. Þar að auki er mikilvægt að hafa vingjarnleg græn svæði í miðbænum þar sem fólk getur áð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

1.2.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar að fjárhagsáætlun 2014 verði vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Hávellur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2012

201303130

Lagt fram til kynningar.

1.4.Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2012

201304026

Lagt fram til kynningar.

1.5.Friðlýsingar á Fljótsdalshéraði

201209108

Í vinnslu.

1.6.Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

201304004

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Fyrir liggur tillaga að breytingum að stjórnunar- og verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og bendir á að í lið 9.1 Verndarsvæði á bls 69 hefur "Vesturöræfi" verið breytt í "vestursvæði þjóðgarðsins." Vesturöræfi er örnefni á landsvæði vestan Snæfells sem er burðarsvæði hreinkúa.
Að öðru leyti gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við breytingarnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Fundur samskiptanefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs haldinn 7.mars 2013

201303148

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og lýsir áhyggjum af áhrifum af auknu vatnsmagni í Lagarfljóti. Umhverfis- og héraðsnefnd hefur óskað eftir að fulltrúar Landsvirkjunar komi á fund nefndarinnar og kynni skýrslu um vatnsborð í Leginum sem rætt er um í lið nr. 1 og skýrslu um lífríki Lagarfljóts sem rætt er um í lið nr. 4. Einnig verði tekinn til umfjöllunar minnismiði um mælingar í Lagarfljóti sumarið 2012.
Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að óska eftir því við Landsvirkjun að fyrirkomulag samskipta þessara aðila um málefni Lagarfljóts verði tekin til endurskoðunar, þar á meðal er varðar kynningu á skýrslum og niðurstöðum rannsókna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

201302140

Fyrir fundi umhverfis- og héraðsnefndar lá erindi frá bæjarráði þar sem óskað er eftir fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd til þess að funda um landnýtingu á jörðinni Gröf í stað þess að leigusamningi um jörðina Hrjót verði sagt upp.
Umhverfis- og héraðsnefnd tilnefnir Esther Kjartansdóttur sem sinn fulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að komnar eru fram tilnefningar frá umhverfis- og héraðsnefnd og upphafsmönnum erindisins, felur bæjarstjórn bæjarráði að ljúka skipan hópsins á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Samfélagsdagur 2013

201304095

Rætt um skipulag og tímasetningu samfélagsdags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og héraðsnefnd og felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna verkefnið áfram í samráði við nefndina. Lagt er til að dagsetning samfélagsdagsins verði 25. maí n.k.
Bæjarstjórn hvetur íbúa, fyrirtæki og félagasamtök í sveitarfélaginu til þátttöku í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Í vinnslu.

2.Félagsmálanefnd - 115

1304006

Fundargerðin staðfest.

2.1.Friðarhlaup um allt Ísland

201303144

Fljótsdalshéraði var boðið að taka þátt í verkefninu Friðarhlaup um allt Ísland og planta friðartré 26. júní n.k. þegar Friðarhlaupið kemur til Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og héraðsnefnd og fagnar erindinu og leggur til að trénu verði fundinn staður í Skjólgarðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 57

1304021

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún lið 3.2. Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.2 og 3.4. Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi lið 3.2, Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 3.2 og 3.4. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.2, Eyrún Arnardóttir, sem ræddi lið 3.2, Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 3.2 og 3.4, Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.4 og 3.2 og Karl Lauritzson, sem ræddi lið 3.2.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

3.1.Fossgerði lóð 2, tilfærsla á reiðvegi

201304135

Í vinnslu.

3.2.Umsókn um byggingarleyfi

201304126

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Sigríður Magnúsdóttir kt. 260362-6589 fyrir hönd Yls ehf. kt. 430497-2199, óskar eftir byggingarleyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á lóðinni Fagradalsbraut 15, Egilsstöðum samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Miðvangur 8-10/uppbygging

201304121

Í vinnslu.

3.4.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging við sumarhús

201304114

Erindi dagsett 18.04.2013 þar sem Magnús Ingólfsson kt.240940-7019, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt á lóð nr. 2 í Höfðalandi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.S og M, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

201304063

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að fjárhagsáætlun 2014 verði vísað til bæjarráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

201212011

Erindi dagsett 27.03.2013 þar sem Gunnþórunn Ingólfsdóttir, fyrir hönd sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps, óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um að afmörkun náttúruverndarsvæðisins Ranaskógur og Gilsárgil, NM 618 í náttúruminjaskrá, verði breytt þannig að svæðið verði afmarkað eins og það var í upphafi. Málið var áður á dagskrá 10.04.2013.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti á fundi sínum 29. apríl að vísa málinu til bæjarstjórnar.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að afgreiða málið í samvinnu við hreppsnefnd Fljótsdalshrepps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Deiliskipulag flugvallarsvæði

201012090

Á 80. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 26.09.2012 var tekið fyrir til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi flugvallarsvæðisins, málsnúmer 201012090, Tillagan var auglýst samkvæmt 41.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. maí til 21. júní 2012 ásamt umhverfisskýrslu. Fyrir fundinum lágu athugasemdir, umsagnir, undirskriftarlisti afhentur 21.06.2012 og tillaga um svör við athugasemdum og umsögnum, sem heitir "Athugasemdir og svör dags. 24.09.2012".


Svör við athugasemdum voru send öllum sem athugasemdir gerðu, en vegna mistaka þá voru svörin ekki send fulltrúa undirskriftalistans á sama tíma, og er beðist velvirðingar á því.
Hvort að sveitarstjórnum sé skylt að senda þeim svör sem skrifa undir undirskriftalista, er ekki skýrt í lögum, sbr. álit umboðsmanns Alþingis nr. 4436/2005, þar sem umboðsmaður gerir greinarmun á þeim sem senda formlegar athugasemdir beint til bæjarins og þeim sem setja nafn sitt á undirskriftalista.
Hitt er að samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er skylt að auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar, hafi borist athugasemdir. Það fórst fyrir og er það miður.
Nefndin vekur athygli á að bréf það sem vitnað er í, um fund sem haldinn var 11. mars með bæjarstjóra, er ekki unnið af starfsmönnum sveitarfélagsins, heldur er um að ræða formlegt erindi til bæjarráðs.

Kannaður var hugur Isavia til göngustígs meðfram Eyvindará og Lagarfljóti og var því alfarið hafnað, Forsvarsmenn Isavia eru þó tilbúnir að fara í viðræður við sveitarfélagið um tilhögun og fyrirkomulag göngustígs sem samræmist öryggisreglum flugvallarins, en kostnaður vegna hans verði alfarið sveitarfélagsins.
Verði hugmynd um göngustíg umhverfis flugvöllinn unnin áfram, verður það gert í samráði við Ísavía, landeiganda og sveitarfélagið og verður þá gerð breyting á gildandi deiliskipulagi.
Nefndin vekur athygli á að þetta er dýr framkvæmd og ekki fyrirsjáanlegt að sveitarfélagið hafi bolmagn í svona verkefni á næstu árum.

Til að koma til móts við athugasemdir um að ekki væri göngustígur umhverfis flugvöllinn, þá var eftirfarandi bætt inn í greinargerðina:
"Ekki verður hindruð umferð gangandi manna meðfram Eyvindará né Lagarfljóti, samkvæmt ákv. 2. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd."

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir bókun og afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar á framangreindu erindi.

Samþykkt með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (GJ)

3.8.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að drögum að fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir árið 2014 verði vísað til bæjarráðs, ásamt fylgigögnum og tillögum nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2013

201304176

Lagt fram boð á ársfund Menningarráðs Austurlands 2013, ásamt samþykkt Menningarráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna Stefán Boga Sveinsson sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs á ársfund Menningarráðs Austurlands og að viðkomandi fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Til vara verði Björn Ingimarsson.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Björn Ingimarsson sem aðalmann og Karenu Erlu Erlingsdóttur sem varamann í stjórn Menningarráðs Austurlands til næstu tveggja ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð 149. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201304177

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.1.Síðasti fundur vetrarins

201304119

Fram kemur í bókun ungmennaráðs að ráðið óskar eftir að fulltrúar sveitarfélagsins og bæjarstjóri mæti á síðasta fund ungmennaráðs nú á vorönn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn býður ungmennaráði til sameiginlegs fundar miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00, þar sem farið verði að venju yfir helstu áherslur ungmennaráðs sem fram hafa komið á liðnum vetri og snúa að rekstri og starfsemi Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Vegahúsið

201304118

Í vinnslu.

5.3.Sumarið 2013

201304117

Lagt fram til kynningar.

5.4.Ungt fólk og lýðræði

201304116

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fagnar þátttöku fulltrúa ungmennaráðs í ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, sem hadin var á Egilsstöðum 20.-22. mars sl. og tekur undir ályktanir ráðstefnunnar.
Bæjarstjórn er stolt af því að ungmennaráð hefur verið starfandi á vegum sveitarfélagsins allt frá stofnun þess og ítrekar mikilvægi góðrar samvinnu ungmennaráða við viðkomandi sveitarstjórnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 36

1304022

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Umsókn um styrk vegna þátttöku í landsliðshópi í körfubolta

201304127

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2013, frá Ævari Bjarnasyni og Jóhönnu Ástráðsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku sonar þeirra, Eysteini Bjarna, í keppni unglingalandsliðs í körfubolta í Svíþjóð í maí.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 06.89. Bæjarstjórn óskar Eysteini Bjarna til hamingju með þennan árangur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Boð um að halda aðalfund Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Fljótsdalshéraði árið 201

201304087

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 16. apríl 2013, frá Félagi íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi, þar sem óskað er eftir að aðalfundur félagsins árið 2014 verði haldinn á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn beiðni félagsins og býður meðlimi félagsins velkomna á Fljótsdalshérað með aðalfund sinn fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Stóri Bakki, reiðvegur

201304108

Í vinnslu.

7.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 47

1304019

Til máls tók: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Fundargerð framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands

201303091

Lagt fram til kynningar.

7.2.Liðveisla/ NPA þjónusta

201302105

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.3.Þjónustusamningur við Sundabúð

201304091

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.4.Drög að fjárhagsáætlun 2014

201304080

Drögum félagsmálanefndar að fjárhagsáætlun 2014 vísað til bæjarráðs.

7.5.Barnaverndarmál

1302176

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.6.Barnaverndarmál

1301119

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.7.Reglur um húsnæðisúrræði og þjónustu við fatlað fólk á eigin heimilum

201304093

Afgreiðsla félagamálanefndar staðfest.

7.8.Aðalfundur Ásgarðs hf, eignarhaldsfélags

201304057

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 94

1304020

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 2.21 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan, og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.21

Fundargerðin staðfest.

8.1.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Í vinnslu.

8.2.Votihvammur/erindi frá íbúum

201212016

Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Ívari Pálssyni hrl., lögmanni ÍAV, þar sem gerð er grein fyrir fundum sem haldnir hafa verið með öðrum þeim aðilum sem að málinu koma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar nauðsyn þess að þegar verði fundin lausn á yfirstandandi vanda íbúa og eigenda eigna í Votahvammi. Það er algerlega óásættanlegt að þeir aðilar sem enga ábyrgð bera á þeim göllum sem eru á eignunum, þurfi að bíða lengur til að hljóta úrlausn sinna mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Leikskólinn Tjarnarskógur - beiðni um heimild til viðbótar starfsmannafunda

201303031

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu fræðslunefndar um að haldnir verði viðbótar starfsmannafundir í leikskólanum Tjarnarskógi, til að ljúka stefnumótun vegna sameiningar leikskólanna tveggja.
Bæjarstjórn felur fræðslufulltrúa og leikskólastjóra að útfæra fyrirkomulag fundanna með hliðsjón af þeirri tillögu og áætluðum kostnaði sem kynntur var fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Ráðstefna í Molde, Noregi

201304088

Í vinnslu.

8.5.Skólaakstur - skipulag o.fl.

201211104

Í vinnslu.

8.6.Aðalfundur Sláturfélags Austurlands 2013

201304076

Lagt fram til kynningar.

8.7.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 24.04.2013

201304146

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn staðfestir þá ákvörðun bæjarráðs að samþykkja tillögu byggingarnefndar um að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í verkin húsbyggingu (HJE-02) og lóðarfrágang (HJE-03) á grundvelli tilboða viðkomandi og frávikstilboða, enda eru tilboð viðkomandi umtalsvert lægri en tilboð næstbjóðenda.
Bæjarstjóra falið að hefja samningaviðræður við VHE ehf. vegna verks HJE-02 og Grástein ehf. vegna verks HJE-03.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

8.8.Húsfélag Hlymsdala

201304078

Í vinnslu.

8.9.Sláttur opinna svæða 2013

201301155

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

8.10.Fundargerð 148. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201304077

Varðandi lið 2 c í fundargerð HEF,lagnaleið stofnlagnar frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú og hugmyndir um að leggja samtímis göngustíg með þjóðveginum og tengja það sama verki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við HEF, að vinna umsókn til Vegagerðarinnar vegna gerðar á göngustíg meðfram þjóveginum frá Smiðjuseli að Lagarfljótsbrú. Málinu að öðru leyti vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til meðferðar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

8.11.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

201304103

Í vinnslu.

8.12.Upplýsingamiðstöð Austurlands

201304092

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og bæjarráði og bendir á þá augljósu hagsmuni ferðaþjónustuaðila á Austurlandi sem felast í öflugu starfi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Því er mikilvægt að núverandi staðsetning og rekstur verði tryggður til frambúðar.
Bæjarráð telur einnig æskilegt að öll sveitarfélög á Austurlandi komi að rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar, enda vinnur hún að kynningarmálum og upplýsingagjöf fyrir allt Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.13.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Lagt fram til kynningar.

8.14.Atvinnumálasjóður 2013

201211032

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir tillögu atvinnumálanefndar að úthlutun styrkja úr atvinnumálasjóði.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 voru fjarverandi (SBS og KL)

8.15.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

8.16.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 90

1304018

Fundargerðin staðfest.

8.17.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

8.18.Fjármál 2013

201301002

Lagt fram til kynningar.

8.19.Eyvindará 2,umsókn um byggingarleyfi

201210040

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

8.20.Brávellir 10, umsókn um sölu gistingar

201304107

Erindi í tölvupósti dagsett 15.04.2013 þar sem Emil Bjarkar Björnsson kt.300451-3499, óskar eftir leyfi til að selja gistingu/skammtímaleigu að Brávöllum 10, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.21.Lagarás 2-12, deiliskipulag

200803034

Erindi dags.08.04.2013 þar sem Inga Björk Dagfinnsdóttir fyrir hönd Skipulagsstofnunar, ítrekar fyrri fyrirmæli varðandi umsögn sveitarfélagsins vegna athugasemda frá 13. janúar 2013. Lögð er fram tillaga að svörum við framkomnum athugasemdum dags. 26.04.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð svör.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.22.Reiðvegur Fossgerði Randaberg

201209021

Fyrir liggur tillaga að breyttri legu á reiðveginum frá Fossgerði að Randabergi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða legu reiðvegarins og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að leita eftir samþykki þeirra landeigenda, sem hagsmuna eiga að gæta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.23.Jökuldalsvegur(923)um Hrafnkelsdal

201304074

Erindi dags. 10.04.2013 þar sem Sigurður Ásbjörnsson fyrir hönd Skipulagsstofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um frummatsskýrslu vegna Jökuldalsvegar (923) um Hrafnkelsdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við frummatsskýrsluna,
en mun taka málið til nánari athugunar þegar endanlegt mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.24.Beiðni um leyfi til að leigja íbúð í Miðgarði 6

201304083

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

8.25.Umsókn um stöðuleyfi vegna skúrbyggingar yfir dælubrunn

201303079

Erindi í tölvupósti dags.14.03.2013 þar sem Andri Guðlaugsson fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110, sækir um ótímabundið stöðuleyfi fyrir skúrbyggingu yfir dælubrunn, sem stendur við gatnamót Hamragerðis og Bláargerðis. Fyrir liggur teikning af skúrnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem byggingarreglugerðin heimilar ekki stöðuleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu, þá samþykkir bæjarstjórn að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að fela skipulags og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir skúrnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.26.Teikningar af arni.

201304090

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

8.27.Umsókn um byggingarleyfi/þak á bílskúr

201302091

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

8.28.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga

201304072


Liður 1 í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar dagsettri 24. apríl 2013, vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitinga.

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs þann 19. apríl 2013 var eftirfarandi erindi tekið fyrir:
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn með erindi dagsettu 10.04.2013,
vegna umsóknar Gráa hundsins ehf. um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, tegund veitingahús, að Miðvangi 2-4 Egilsstöðum.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu." Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins fyrir sitt leyti.
Bókun þessi var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 24. apríl. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 231

1304015

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson og Karl Lauritzson, sem vöktu athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.5. og úrskurðaði forseti þá vanhæfa. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 1.7 og 1.12. og Páll Sigvaldason, sem ræddi liði 1.7 og 1.12

Fundargerðin staðfest.

9.1.Umsókn um byggingarleyfi

201303006

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.2.Umsókn um byggingarleyfi

201302068

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 119

1304016

Fundargerðin staðfest.

9.4.Bílastæði við Miðvang 6

201304079

Í vinnslu.

9.5.Húsfélag Miðvangs 6.

201304078

Erindi dagsett 15.04.2013 þar sem Jónina Salný Guðmundsdóttir fyrir hönd húsfélags Miðvangs 6, ítrekar beiðni til Fljótsdalshéraðs um að komið verði í veg fyrir þann hávaða sem skapast þegar borðum og stólum er ýtt til í Hlymsdölum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði tilraun með að færa aðra gerð stóla í eigu sveitarfélagsins í Hlymsdali.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.6.Flokkun sundlauga

201304042

Erindi dagsett 04.04.2013 þar sem fram kemur að sundlaugin á Hallormsstað uppfylli ekki ákvæði reglugerðar nr.814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila úttektar- og ástandsskýrslu fyrir sundlaugina og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.7.Skipulagsskilmálar varðandi grunnskóla í deiliskipulagi

201304065

Lagt fram til kynningar.

9.8.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dags.10.04.2013 vegna Brúarásskóla, ásamt starfsleyfi fyrir skólastarfsemi að Brúarási og samsvarandi skýrsla fyrir Hallormsstaðaskóla ásamt starfsleyfi fyrir skólastarfssemi að Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera úrbætur í samræmi við framlagða skýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?