Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

209. fundur 21. janúar 2015 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

201501057

Lagt fram til kynningar.

1.2.Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni

201410049

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Dagbjörtu Kristinsdóttur, vegna ferðakostnaðar Kristins Más Hjaltasonar á æfingar með drengjalandsliði Íslands í hópfimleikum og keppni á Evrópumeistaramóti í Laugardalshöll 15. - 17. október 2014.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 22. nóvember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000 vegna ferðakostnaðar Kristins á landsliðsæfingar og Evrópumeistaramótið, sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.3.Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

201410031

Fyrir liggur styrkumsókn frá Hestamannafélaginu Freyfaxa, undirrituð af Bjarka Þorvaldi Sigurbjartssyni, vegna fjórðungsmóts hestamanna árið 2015. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 22. nóvember 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 til Freyfaxa vegna fjórðungsmótsins, sem tekin verði af lið 06.89. Vegna óska félagsins um framlag í formi vinnu vinnuskólans beinir bæjarstjórn því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að taka málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Ósk um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ

201411165

Í vinnslu.

1.5.Aðstaða fyrir hópfimleika

201411103

Fyrir liggur minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, dagsett 18. nóvember 2014, um úttekt á möguleikum þess að nota kjallara fjölnotahússins í Fellabæ fyrir hópfimleika. Fram kemur í henni að aðstaðan hentar ekki fyrir slíka starfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd er sammála þessari niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Undirbúningshópur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2017

201501024

Í vinnslu.

1.7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

201411043

Í vinnslu.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 7

1412009

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

2.2.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

201312027

Kynningarfundur um hugmyndir um sameiginlega félagsmiðstöð, sbr. bókun bæjarstjórnar 17. september 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að kynningarfundur um hugmyndir um sameiningu félagsmiðstöðvanna verði haldinn fyrir 10. mars 2015. Starfsmanni íþrótta- og tómstundanefndar falið að undirbúa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Skólaakstur - umsókn

201501052

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu fh. B-listans.

"Bæjarstjórn samþykkir fram komna beiðni um skólaakstur tveggja grunnskólanemenda frá Refsmýri í Fellum í Egilsstaðaskóla til loka skólaársins 2014-2015, enda er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um sérstakar aðstæður að ræða. Fræðslufulltrúa er falið að semja við forráðamenn nemendanna um framkvæmd skólaakstursins."

Tillagan borin upp til atkvæða.
3 greiddu tillögunni atkvæði (SBS, GI og PS) 4 greiddu atkvæði á móti (S.Bl. AA. GSK og ÞÞ ) og tveir sátu hjá (GJ og RRI) Tillagan því felld.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar á umsókninni.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (G.J. og RRI)
Gunnar Jónsson gerð grein fyrir atkvæði sínu:

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar B-lista lögðu fram tillögu um að koma frekar til móts við fram komna beiðni um skólaakstur en gert er með þessari tillögu. Þar sem sú tillaga var felld greiðum við þessari tillögu þó atkvæði okkar þar sem betra er að koma að einhverju leyti til móts við erindið en alls ekki."

2.4.Námskeið fyrir skólanefndir

201501058

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hvetur fulltrúa í fræðslunefnd og aðra þá sem um þessi mál fjala til að sitja umrætt námskeið, en það hefur verið boðað 22. febrúar nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Skjalavarsla í leik- og grunnskólum

201501053

Í vinnslu.

2.6.Símenntun/fræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla

201501056

Í vinnslu.

2.7.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

201211118

Í vinnslu.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 211

1501006

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5 og lagði fram tillögu. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.5. Gunnar Jónsson,sem ræddi lið 3.5. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.5. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.5. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 3.5. og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi lið 3.5.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Almenningssamgöngur 2015

201501086

Lögð fram drög að samningi um akstur almenningssamgangna 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning og felur starfsmanni umhverfis og framkvæmdanefndar að ljúka málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

201408031

Lagt fram til kynningar.

4.Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

201501128

Fyrir liggur að Þórhallur Harðarson hefur beðist lausnar frá störfum í nefndum Fljótsdalshéraðs, vegna breyttrar búsetu. Bæjarstjórn þakkar Þórhalli fyrir störf hans í nefndum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins undanfarin ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Af framangreindum ástæðum samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á fulltrúum D-listans í nefndum og stjórnum sveitarfélagsins:

Í umhverfis- og framkvæmdanefnd verður Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður og Karl Lauritzson varamaður.
Jafnframt verður Ágústa Björnsdóttir varaformaður nefndarinnar, í stað Þórhalls.

Í Heilbrigðisnefnd Austurlands verður Anna Alexandersdóttir varamaður.

Í stjórn HEF verður Guðmundur S. Kröyer varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Tilnefning í samráðsvettvang vegna vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar fyrir Austurland 2015 - 2020.

Bæjastjórn samþykkir að tilnefna Óðinn Gunnar Óðinsson sem aðalmann í samráðsvettvanginn og Stefán Bragason sem varamann.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 280

1501009

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild f.h. bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 3 í fundargerð bæjarráðs, sem var fundargerð HEF og Gunnar Jónsson, sem ræddi sama lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 279

1501003

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild f.h. bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 278

1412011

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild f.h. bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 277

1412001

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild f.h. bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.1.Landsvirkjun, bakkavarnir neðan Lagarfljótsbrúar

201411081

Lagt fram til kynningar.

8.2.Tilnefning á fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn NA

201412019

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir tilnefningu náttúruverndarnefndar á Esther Kjartansdóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn Náttúrustofu Austurlands og Þórhildar Þ. Pétursdóttur sem varamanns hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Lagt fram til kynningar.

8.4.Deiliskipulag Miðás(Suður,Brúnás)breyting

201412031

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Deiliskipulag Miðás (suður, Brúnás), sem afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 13.01. 2015 og felur í sér breytingu á deiliskipulagi fyrir suðurhluta Miðáss og Brúnáss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis og framkvæmdanefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulaginu fyrir Miðás.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir
bæjarstjórn að tillagan verði sett í grenndarkynningu samkvæmt 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þegar gerðar hafa verið viðeigandi leiðréttingar á texta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

201301254

Lagt fram til kynningar.

8.6.Aðalskipulagsbreyting, Uppsalir í Eiðaþinghá

201411045

Lagt fram til kynningar.

8.7.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2014

201410123

Lagt fram til kynningar.

8.8.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

201411035

Á fundi náttúruverndarnefndar voru kynntar ályktanir aðalfundar SSA 2014, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og hvetur til þess að staðið verði við gefin fyrirheit og umhverfismálum verði helgaður sérstakur liður á dagskrá næsta aðalfundar SSA.
Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd taka einnig undir með SSA og hvetja ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Náttúruverndarnefnd - 2

1412005

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1 Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 5.1. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.1 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.1.

Fundargerðin staðfest.

9.1.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

201501040

Í vinnslu.

9.2.Tómstunda- og forvarnafulltrúi

201408082

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar var kynnt ráðning Öddu Steinu Haraldsdóttur í starf tómstunda- og forvarnafulltrúa hjá Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn bíður Öddu Steinu velkomna til starfa og væntir mikils af henni í nýju starfi tómstunda- og forvarnafulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.3.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar gerði Ragnhildur Rós Indriðadóttir grein fyrir stöðu verkefnisins um mótun menningarstefnu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að mæta á fyrirhugaðan vinnufund um stefnuna, sem auglýstur verður fljótlega og taka þátt í mótun hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.4.Mánatröð 8, umsókn um sameiningu

201408030

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.5.Umsókn um byggingarleyfi

201412062

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.6.Umsókn um byggingarleyfi

201412065

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 134

1412014

Fundargerðin staðfest.

9.8.Fundargerð 120. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201412053

Lagt fram til kynningar.

9.9.Tjarnarland, umsögn sveitarfélagsins

201401127

Lagt fram til kynningar.

9.10.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

201501050

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14

1501005

Til máls tók: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

10.1.Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við Valaskjálf

201411109

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

10.2.Frumkvöðlasetur

201411028

Fyrir liggja drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs, Afls starfsgreinafélags, AN lausna og Austurbrúar um Hugvang frumkvöðlasetur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samkomulagi fyrir sitt leyti. Bæjarstjórn samþykkir að Þórður Mar Þorsteinsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn frumkvöðlasetursins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.3.Kerfisáætlun 2015-2024

201501014

Fyrir liggur bréf frá Landsneti vegna gagnaöflunar fyrir kerfisáætlun 2015-2024. Þar er óskað eftir upplýsingum um áform í sveitarfélaginu um orkufreka starfsemi á matstímabilinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og vekur athygli á því að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuuppbyggingu. Bæjarstjórn telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.4.Þjónustusamfélagið á Héraði, samningur

201501021

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði, félagi verslunar-, ferðaþjónustu- og þjónustuaðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.5.Samningur um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

201501022

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf. um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögunum aftur til atvinnu- og menningarnefndar til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.6.Egilsstaðastofa, upplýsingamiðstöð

201501023

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar um rekstur Egilsstaðastofu upplýsingamiðstöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti. Bæjarstjórn samþykkir einnig að Gunnar Þór Sigbjörnsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í samstarfsnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.7.Sóknaráætlun Austurlands

201501019

Á fundinn atvinnu- og menningarnefndar undir þessu lið mættu Jóna Árný Þórðardóttir og Björg Björnsdóttir frá Austurbrú og gerðu grein fyrir stöðu vinnu við gerð uppbyggingarsjóðs landshluta, en undir hann falla vaxtarsamningur, sóknaráætlun og menningarsamningur.
Fram koma að sóknaráætlun verður endurskoðuð fyrir 1. maí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur SSA og Austurbrú til að stuðla að því, í tengslum við það, að gerð verði vönduð innviðagreining innan Austurlands, þ.á.m. úttekt um þróun atvinnulífs síðast liðin 8-10 ár, eftir sveitarfélögum á Austurlandi og stöðu mismunandi atvinnugreina í dag. Það er mat bæjarstjórnar að staða hinna ýmsu greina atvinnulífsins á Austurlandi sé mjög mismunandi og sum svæði eða sveitarfélög eigi undir högg að sækja á meðan önnur dafna vel. Skilgreining svæða í vaxtarsvæði getur gefið mjög villandi mynd af stöðu atvinnulífsins innan einstakra sveitarfélaga, og því er úttekt, eins og hér er lagt til að verði gerð, mikilvæg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.8.Starfsstöð Rarik á Fljótsdalshéraði

201501038

Í ljósi umræðna undanfarið um flutning ríkisstofnana út á landsbyggðina tekur bæjarstjórn undir með atvinnu- og menningarnefnd um mikilvægi þess að opinberar stofnanir séu staðsettar víða um landið. Bæjarstjórn telur mikilvægt að vandað sé til verka þannig að flutningurinn gagnist bæði stofnuninni og samfélaginu sem best. Annars er hætta á að aðgerðin skili ekki þeim árangri sem til er ætlast. Bæjarstjórn kallar eftir stefnu stjórnvalda með fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Varðandi hugmyndir um flutning Rarik frá Reykjavík, vill bæjarstjórn benda á að um og yfir 82% af allri raforkuframleiðslu fyrirtækisins og dótturfélags þess er á Fljótsdalshéraði. Rarik hefur verið með nokkuð mannmarga starfsstöð í sveitarfélaginu, en undanfarin ár hefur störfum þar fækkað jafnt og þétt. Því er það mat bæjarstjórnar að efla eigi starfsemi fyrirtækisins enn frekar með markvissum hætti og fjölga störfum þess á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að boða til sín framkvæmdastjóra, formann og varaformann stjórnar Rarik til að ræða hvernig efla megi starfsstöð Rarik á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Atvinnu- og menningarnefnd - 11

1501001

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 1.1 og 1.2. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 1.1, 1.3 og 1.7. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 1.1 og atvinnumál almennt. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 1.1 og síðan atvinnumál almennt. Guðmundur Kröyer, sem ræddi liði 1.1 og 1.7. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 1.1 og bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem veitti andsvar.

Fundargerðin staðfest.

11.1.Umsókn um byggingarleyfi /Sumarhús 2

201410129

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

11.2.Umsókn um byggingarleyfi/Sumarhús 3

201410130

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

11.3.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Í vinnslu.

11.4.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

201501002

Í vinnslu.

11.5.Hátungur deiliskipulag

201411055

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Hátungur Vatnajökulsþjóðgarði. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 02.01. 2015 og í greinargerð og umhverfisskýrslu dagsett 01.11. 2013 og felur m.a. í sér skipulag fyrir landvarðarhús, salernisaðstöðu.
Tillagan hefur verið kynnt samkvæmt 40.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.6.Kröflulína 3, 2014

201211010

Lögð er fram breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Kröflulína 3 þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum skipulagsstofnunar í erindi dagsett 17.12. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til meðferðar samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.7.Hvammur II, aðalskipulagsbreyting

201408031

Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 09.01. 2015, tillagan felur m.a. í sér að við töflu 2, kafla 9.8 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem fjallað er um frístundabyggð, bætist ein lína: F61 Hvammur 2. Jafnframt er bætt við hringtákni á sveitarfélagsuppdrátt B sem sýnir staðsetningu ákvæðisins og aðkomuleið sýnd. Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan hefur verið leiðrétt vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.8.Grímsárvirkjun deiliskipulag

201411072

Lögð er fram greinargerð (skipulagslýsing) vegna deiliskipulags fyrir Grímsárvirkjun, vegna áforma um byggingu aðveitustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.9.Fyrirhuguð niðurfelling Fremri-Galtastaðavegar af vegaskrá

201409115

Erindi dagsett 17.09. 2014 þar sem Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Fremri Galtastaðavegar nr. 927-01, af vegaskrá.
Málið var áður á dagskrá 08.10. 2014.
Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni dagsett 30.12. 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vísar er í afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 08.10. 2014. Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og leggur áherslu á að ákvörðunin um niðurfellingu verði dregin til baka þegar starfsemi hefst aftur á Galtastöðum Fram.
Gæta þarf þess að niðurfellingin verði ekki til þess að hindra að starfsemin hefjist að nýju.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.10.Landsskipulagsstefna 2015-2026

201401195

Bæjarstjórn minnir á fyrirhugaðan fund um landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem haldinn verður á Hótel Héraði 27. janúar nk.

11.11.Samkomulag, samstarf um Endurvinnslukort

201412079

Í vinnslu.

11.12.Hraðatakmörkun á Eiðum

201501051

Í vinnslu.

11.13.Skýrsla um neysluveitu /Vallarhús á Vilhjálmsvelli

201412037

Lagt fram til kynningar.

11.14.Matslýsing vegna Kerfisáætlunar 2015-2024

201501014

Fyrir liggur erindi frá Landsnet hf. kt.580804-24109 þar sem vakin er athygli á matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024, sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins landsnet.is.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins um atvinnuuppbyggingu skv. aðalskipulagsáætlunum eða annarri stefnumörkun sem liggur fyrir. Fyrst og fremst er óskað eftir upplýsingum um orkufreka starfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar sem er ekki kunnugt um nein áform um orkufrekan iðnað í sveitarfélaginu. Hins vegar skal á það bent að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er gert ráð fyrir svæðum sem hentað gætu undir slíka starfsemi.
Bæjarstjórn bendir þó á að núverandi staða á afhendingu raforku á Fljótsdalshéraði er óviðunandi og hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja og hamlar almennri atvinnuuppbyggingu. Bæjarstjórn telur afar brýnt að tryggð verði meiri raforka inn á svæðið til nauðsynlegra fjárfestinga í atvinnulífinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.15.Umsókn um tímabundið áfengisleyfi

201412080

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handaupptéttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?