Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

197. fundur 21. maí 2014 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256

1405001

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókunum og ræddi liði 1.1, 1.2 og 1.23. Sigrún Blöndal sem ræddi liði 1.1, 1.2, 1.20 og 1.23. Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi liði 1.20 og 1.22 og lagði fram bókun. Páll Sigvaldason sem ræddi lið 1.20.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Heimsókn heilbrigðisfulltrúa vegna ýmissa mála

201405029

Lagt fram til kynningar.

1.2.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Í vinnslu.

1.3.Fjármál 2014

201401002

Lagt fram bréf frá fulltrúa sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélaganna að samstarfssamningur þeirra á milli um menningarmál framlengist óbreyttur út árið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn það fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Önnur mál sem tekin voru fyrir eru í vinnslu.

1.4.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

1.5.Fjárhagsáætlun 2015

201405038

Í vinnslu.

1.6.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 98

1405006

Frestað.

1.7.Austurbrú, fundur með stofnunum og fyrirtækjum

201405048

Frestað.

1.8.Dyrfjöll - Stórurð - Gönguparadís. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

201311018

Frestað.

1.9.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2014

201404181

Frestað.

1.10.Fjárhagsáætlun atvinnumálanefndar 2015

201403095

Frestað.

1.11.Fundargerð 169. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201405022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.12.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

201401046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.13.Vísindagarðurinn ehf.

201403083

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.14.Fundargerðir Ársala 2014

201405024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

1.15.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2014

201401038

Lögð fram til kynningar, fundargerð Samtaka orkusveitarfélaga frá 28. mars 2014, ásamt ársreikningi fyrir árið 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við ársreikninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Lagt fram til kynningar.

1.17.Beiðni um kaup á landi

201403001

Í vinnslu.

1.18.Samþykktir fyrir Ársali

201404191

Lagðar fram til staðfestingar samþykktir fyrir félagið Ársali Lagarási 22 Egilsstöðum (áður Dvalarheimili aldraðra)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs staðfestir bæjarstjórn samþykktirnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.19.Styrkumsókn vegna Samfés,samtaka félagsmiðstöðva.

201404115

Lögð fram beiðni frá Ungmennaráði Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, um styrk til vinnuferðar að Lundi í Svíþjóð sumarið 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila ráðstöfun á 70.000 krónum vegna vinnuferðarinnar.
Styrkurinn verði tekinn af lið 21-05, sem er fjárhagsliður ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.20.Sveitarstjórnarkosningar 2014

201403073

Farið yfir undirbúning kosninga fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fara yfir kjörskrá, staðfesta hana og leggja fram samkvæmt reglum þar um.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið gangist fyrir einum sameiginlegum framboðsfundi í samstarfi við framboð til sveitarstjórnar. Fundurinn verður haldinn í Egilsstaðaskóla, sunnudaginn 25. maí kl. 20.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.21.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Í vinnslu.

1.22.Fyrirhuguð olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu

201208032

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar yfirlýsingu Eykon Energy um að velja Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sem þjónustumiðstöð fyrir væntanlegar rannsóknir á Drekasvæðinu. Þessi ákvörðun felur í sér mikil tækifæri fyrir atvinnulífið á Austurlandi og ekki síst Egilsstaðaflugvöll.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgjast með framvindu málsins í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa L-lista:
Ekki veitir af aukinni atvinnuuppbyggingu á Austurlandi og nýjum tækifærum ber að fagna. Þó þarf að hafa í huga að hún hafi ekki áhrif á lífsskilyrði barna okkar og alls lífs á jörðinni. Ljóst er að hnatthlýnun og súrnun sjávar ógnar framtíð lífs á jörðinni og því ber að fara afskaplega varlega í þá atvinnuuppbyggingu sem stuðlar að slíku. Allir jarðarbúar verða að leggjast á eitt að snúa þessari þróun við og ekki hvað síst við sem höfum það betra en flestir aðrir.

1.23.Sannleiksnefndin

201405061

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita Sannleiksnefndinni lokafrest til að skila niðurstöðu sinni og miðast hann við 17. ágúst næstkomandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 116

1405007

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Fjárhagsáætlun S og M 2015

201404085

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

2.2.Brot á dýravelferðarlögum

201405023

Í vinnslu.

2.3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

201405031

Lagt fram til kynningar.

2.4.Umsókn um nafnbreytingu á fasteign

201405002

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

2.5.Ungt fólk og lýðræði 2014

201402180

Lagt fram til kynningar.

2.6.Austurför, umsókn um skilti

201405052

Í vinnslu.

2.7.Hlymsdalir, bílastæði og hellulögn

201405006

Fyrir liggur minnisblað dagsett 02.05.2014 vegna skoðunar á aðkomu að Hlymsdölum o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að gera tillögu um fyrirkomulag og merkingar við Hlymsdali og tröppum af Lagarási niður á lóðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Bláskógar 11, beiðni um breytingar á lóðarmörkum

201311022

Erindi í tölvupósti dagsett 31.10.2013 þar sem Fjóla Egedía Sverrisdóttir kt.040158-2009 óskar eftir að lóðin Bláskógar 11 verði minnkuð, vegna þess að sveitarfélagið er að nota hluta lóðarinnar sem útivistarsvæði fyrir almenning. Málið var áður á dagskrá 13.11.2013. Fyrir liggur tillaga að lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagt lóðarblað og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Kelduskógar 10,12,14 og 16, vatnsagi

201404153

Lagt fram til kynningar.

2.10.Beiðni um nýtingu túna í landi Eyvindarár

201404150

Í vinnslu.

2.11.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201309043

Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 29.04.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa ljúka við framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Vatnstankur við Þverkletta

201405055

Erindi dagsett 09.05.2014 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110 sækir um leyfi til að rífa gamla vatnstankinn við Þverkletta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjandi. Bent er á að hafa þarf samráð við Heilbrigðiseftirlitið um förgun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.13.Stofnlögn hitaveitu, umsókn um framkvæmdaleyfi

201405056

Erindi dagsett 09.05.2014 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn, ásamt stýristreng (ljósleiðara) frá vegafleggjara að Finnsstöðum að Fossgerði og að Þrándarstaðatorfunni, eins og meðfylgjandi uppdráttur lýsir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir verkinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.14.Gangbrautir fyrirspurn

201405057

Í vinnslu.

3.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 69

1404014

Til máls tóku: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal sem ræddi liði 3.8, 3.9 og 3.11.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fallryksmælingar við Hálslón,og í byggð á Fljótsdalshéraði sumarið 2013.

201403183

Lagt fram til kynningar.

3.2.Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2013

201403027

Lagt fram til kynningar.

3.3.Hreindýratalning norðan Vatnajökuls 2013

201403028

Málinu frestað.

3.4.Andatalningar á Lagarfljóti og á Fljótsdalshéraði 2013

201403026

Lagt fram til kynningar.

3.5.Hreindýraveiði

201404154

Í vinnslu.

3.6.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar

201404128

Fyrir liggja drög að áætlun til þriggja ára um refaveiðar frá Umhverfisstofnun. Markmiðið með áætluninni er að tryggja upplýsingaröflun og samráð við helstu hagsmunaaðila í þeim tilgangi að byggja upp enn betri grynn fyrir ákvarðanatöku um veiðar á ref til að lágmarka tjón af hálfu refsins í náinni framtíð.
Einnig liggja fyrir áætlanaform fyrir sveitarfélög vegna refaveiði frá Umhverfisstofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta vinna áætlun vegna refaveiða í sveitarfélaginu og senda til Umhverfisstofnunar fyrir 23. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Fundargerð 68.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

201404012

Lögð fram til kynningar.

3.8.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201309043

Á fund umhverfis- og héraðsnefndar mættu Sigrúnu Hólm og Guðbjörgu Björnsdóttir frá Þjónustusamfélaginu og kynntu ýmis áherslumál félagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta taka saman upplýsingar varðandi sorphirðu á áningarstöðum og mögulegan kostnað við uppsetningu nýrra sorpíláta í miðbænum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Yrkjusjóður /beiðni um stuðning

201404204

Afgreiðsla umhverfis- og héraðsnefndar staðfest.

3.10.Fjárhagsáætlun U H 2015

201404208

Í vinnslu.

3.11.Ályktun frá Garðyrkjufélagi Íslands

201404149

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Garðyrkjufélagi Íslands 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar tekur bæjarstjórn undir ályktanirnar og mælist til þess að þær verði hafðar til hliðsjónar við gerð starfsáætlana komandi ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Deiliskipulag námu á Kollsstaðamóum

201304022

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir námu á Kollstaðamóum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við deiliskipulagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.13.Refaveiði

201311131

Skipulagning refaveiða á Fljótsdalshéraði
Málið var áður á dagskrá 25.3.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta endurnýja samninga við refaveiðimenn á Fljótsdalshéraði. Bæjarstjórn samþykkir að ekki verði greiddur akstur að svæðum refaveiðimanna. Tímafjöldi og tímakaup helst óbreytt fyrir þetta samningstímabil.
Einnig verði unnið minnisblað um stöðu vinnunnar og framtíðarsýn í skipulagi refaveiða fyrir næsta reglulega fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.14.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

201308098

Fyrir fundinum liggja drög umhverfis- og héraðsnefndar að vinnureglum vegna viðbragða við alvarlegum atvikum í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Reglurnar eru unnar í tengslum við gerð forvarnaáætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar og vísar þeim til lokafrágangs forvarnaáætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 70

1405008

Til máls tók: Eyrún Arnardóttir sem kynnti fundargerðina.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Fjárhagsáætlun U H 2015

201404208

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 201

1405004

Til máls tóku: Páll Sigvaldason sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Harðardóttir sem ræddi lið 5.3. Sigrún Blöndal sem ræddi lið 5.11. Karl Lauritzson sem ræddi lið 5.3. Páll Sigvaldason sem ræddi lið 5.3. Björn Ingimarsson sem ræddi lið 5.11. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 5.3 og lagði fram tillögu. Karl Lauritzson sem ræddi lið 5.3. Eyrún Arnardóttir sem ræddi lið 5.3.

Fundargerðin staðfest.

5.1.Egilsstaðaskóli - tillaga að skóladagatali 2014-2015

201405043

Á fundi fræðslunefndar kynnti Sigurlaug Jónasdóttir tillögu að skóladagatali Egilsstaðaskóla 2014-2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla 2015

201404037

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.3.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

201211040

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í tilefni að því sem fram kemur í fundargerðum um málefni félagsmiðstöðva, er því beint til fræðslufulltrúa og forstöðumanns félagsmiðstöðva að hafa fundargerðirnar til skoðunar við tillögugerð um málefni félagsmiðstöðvanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

5.4.Fellaskóli - drög að skóladagatali 2014-2015

201405045

Á fundi fræðslunefndar kynnti Sverrir Gestsson tillögu að skóladagatali Fellaskóla 2014-2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.5.Fjárhagsáætlun Fellaskóla 2015

201404039

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.6.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

201305087

Lögð fram til kynningar.

5.7.Brúarásskóli - tillaga að skóladagatali 2014-2015

201405044

Á fundi fræðslunefndar kynnti Stefanía Malen Stefánsdóttir tillögu að skóladagatali Brúarásskóla 2014-2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2015

201404038

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.9.Fjárhagsáætlun Tjarnarskógar 2015

201404049

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.10.Fjárhagsáætlun leikskólans Hádegishöfða 2015

201403101

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.11.Starf leikskóla- og sérkennslufulltrúa

201309120

Lögð fram tillaga að því hvernig megi tryggja þeim verkefnum farveg sem áður var sinnt af leikskólafulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að sérfræðiþjónusta við leikskólana hjá Skólaskrifstofu Austurlands verði efld. Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni að öðru leyti til bæjarráðs til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.12.Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2015

201403096

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.13.Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2015

201403099

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.14.Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási 2015

201403100

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.15.Fjárhagsáætlun félagsmiðstöðva 2015

201404043

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

5.16.Ungt fólk og lýðræði 2014

201402180

Lagt fram til kynningar.

6.Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 27

1405002

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Eyrún Arnardóttir sem ræddi liði 6.5 og 6.7.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Staða mála vegna breytinga á skólastarfi Hallormsstaðaskóla

201405021

Lagt fram til kynningar.

6.2.Starfsemi leikskóladeildar Hallormsstaðaskóla

201405016

Á fundi skólanefndar fór Elín Rán yfir mönnun leikskólans í sumar, en þá verða 8 börn á leikskólanum. Hún leggur til að opnun leikskólans verði eins alla daga í sumar, frá kl. 08:00 til 16:00. Jafnframt kynnti Elín Rán tilboð í hádegisverð fyrir leikskólann í sumar frá Hótel Hallormsstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skólanefndar samþykkir bæjarstjórn þann opnunartíma. Bæjarstjórn samþykkir einnig að gerður verði samningur um umræddar máltíðir í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Frumdrög að fjárhagsáætlun Hallormsstaðaskóla 2015

201405013

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

6.4.Breyting á skóladagatali 2013-2014

201405015

Lagt fram til kynningar.

6.5.Kynning á nýjustu niðurstöðum Skólapúlsins

201405017

Lagt fram til kynningar.

6.6.Erindi frá Félagi grunnskólakennara

201405014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu Skólanefndar vísar bæjarstjórn afgreiðslu erindisins til sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps og bæjarráðs Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.7.Vorhátíð - skólaslit 2014

201405018

Á fundi skólanefndar fór formaður yfir erindi frá Fljótsdalshreppi varðandi varðveislu gagna Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skólanefnd og leggur áherslu á að gögn verði vistuð með viðeigandi hætti og því sem við á verði komið á Héraðsskalasafn Austfirðinga. Bæjarstjórn samþykkir að kr. 300.000 af fjárhagsáætlun skólans verði veitt í það verkefni að koma efni frá árshátíðum og skemmtunum á stafrænt form.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Félagsmálanefnd - 127

1405012

Til máls tóku: Sigrún Harðardóttir sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókunum og ræddi liði 7.3, 7.5 og 7.8. Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem ræddi liði 7.1, 7.2 og 7.8.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

201308098

Á fundi félagsmálanefndar voru drög að forvarnastefnu Fljótsdalshéraðs lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi markmið sem fram kemur í stefnunni um stofnun forvarnahóps tekur bæjarstjórn undir með félagsmálanefnd sem telur rétt að núverandi forvarnahópur undir stjórn félagsmálastjóra verði færður undir stjórn fræðslufulltrúa sveitarfélagsins. Á þann hátt verða öll forvarnamál undir einni stjórn hjá fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.2.Gjaldskrá heimaþjónustu 2014

201405067

Sú breyting er gerð á gjaldskránni að hætt verður að innheimta gjald fyrir meira en tveggja tíma þjónustu á viku. Breytingin hefur áhrif á fáein heimili sem nú fá umfangsmeiri þjónustu en að ofan greinir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Tillaga að uppfærðri gjaldskrá heimþjónustu samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Yfirlit yfir barnaverndartilk.2014

201405068

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.4.Áætlun um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði

201405070

Í vinnslu.

7.5.Öldrunarþjónusta. Fjölgun dagvistarrýma.

201405034

Lagt fram til kynningar.

7.6.Barnaverndarmál

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

7.7.Fjárhagsáætlun Félagsþjónustu 2015

201405069

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015.

7.8.Stefna félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs/ Fjarðabyggðar

201110029

Í vinnslu.

7.9.Ungt fólk og lýðræði 2014

201402180

Lagt fram til kynningar.

7.10.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

201402145

Lagt fram til kynningar.

8.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 55

1405005

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókunum og ræddi liði 8.5 og 8.9. Sigrún Blöndal sem ræddi lið 8.12.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Ársskýrsla og ársreikningur Minjasafns Austurlands fyrir 2013

201404117

Lagt fram til kynningar.

8.2.Starfsskýrslur félaga 2013

201405040

Lagt fram til kynningar.

8.3.Bæjarstjórnarbekkurinn

201401062

Fyrir liggja athugasemdir sem komið var á framfæri við bæjarfulltrúa í viðtalstíma þeirra 10. apríl 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar og íþróttanefndar vísar bæjarstjórn fyrsta og öðrum lið athugasemda til skipulags- og mannvirkjanefndar. Þriðji liður athugasemda er í vinnslu sbr. 4. lið í fundargerð nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Fjárhagsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2015

201404001

Vísað til vinnslu á heildaráætlun 2015, ásamt tilmælum nefndarinnar um athugun á ráðningu tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

8.5.Hávaði vegna Alcoa árshátíðar

201403076

Fyrir liggja tillögur að verklagsreglum varðandi fyrirkomulag skemmtana í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 8. apríl 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Samningur við fimleikadeild Hattar vegna 17. júní

201404192

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við fimleikadeild Hattar vegna umsjónar með 17. júní, en gildandi samningur rennur út á þessu ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.7.Þrekæfingaaðstaða meistaraflokka Hattar; greiðsla eða styrkur

201401082

Í vinnslu.

8.8.Styrkumsókn vegna listsýningar

201404106

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

8.9.Styrkur vegna Jasshátíðar Egilsstaða 2014

201404127

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

8.10.Umsókn um styrk vegna ljóðahátíðar í Kerala

201404163

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

8.11.Umsókn um styrk vegna menningarvöku í Valaskjálf

201404093

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

8.12.Umsókn um styrk vegna Tónlistarstunda 2014

201404087

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

8.13.Galtastaðir fram, niðurstöður vinnuhóps

201405077

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar tekur bæjarstjórn undir niðurstöður vinnuhópsins og felur bæjarstjóra að koma þeim til Þjóðminjasafns Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?