Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

175. fundur 15. apríl 2013 kl. 12:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Katla Steinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson

1.Kjörskrá Alþingiskosninga 27.apríl 2013

201304028

Fyrir fundinum liggur til staðfestingar kjörskrá fyrir komandi Alþingiskosningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fram lagða kjörskrá með vísan til 22. gr. laga nr. 24/2000 og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd bæjarstjórnar og leggja fram til kynningar í samræmi við fyrirmæli 26. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundir bæjarstjórnar 2013

201302002

Til máls tók Sigrún Blöndal.

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fundur bæjarstjórnar þann 17. apríl, verði haldinn á hefðbundnum fundarstað í stað þess að halda hann á Hallormsstað eins og áður var samþykkt. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fundur bæjarstjórnar 8. maí verði haldinn á Hallormsstað. Í kjölfar þess fundar verði haldinn opinn borgarafundur á staðnum. Bæjarstjóra er falið að auglýsa fundina og undirbúa þá að öðru leyti.

Samþykkt með 6 atkvæðum en þrír sátu hjá (SB, ÁK, RRI).

3.Leyfi bæjarfulltrúa

201204131

Til máls tók Katla Steinsson sem lýsti yfir vanhæfi sínu.

Forseti úrskuraði um vanhæfi hennar.

Lagður fram tölvupóstur frá Kötlu Steinsson, dags.8.apríl 2013 með beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn, byggingarnefnd hjúkrunarheimilis og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita Kötlu Steinsson tímabundið leyfi frá setu í bæjarstjórn, eða frá og með 16. apríl 2013 og til og með 15. september 2013. Einnig er samþykkt að veita Kötlu leyfi frá setu sem áheyrnarfulltrúi í bæjaráði á sama tíma. Karl S. Lauritzson tekur sæti Kötlu í bæjarstjórn og sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði í leyfi hennar. Varamaður hans verði Anna Alexandersdóttir.

Samþykkt með 8 atkvæðum en 1 var fjarverndi (KS).

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?