Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

181. fundur 21. ágúst 2013 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Sigrún Harðardóttir stjórnaði fundi í forföllum Stefáns Boga Sveinssonar forseta bæjarstjórnar.

1.Félagsmálanefnd - 119

1308005

Til máls tók: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Þjónusta við hælisleitendur.

201307042

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fara að tillögu félagsmálanefndar og vísar málinu til umfjöllunar hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi.

Tillagan samþykkt með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (GJ)

1.2.Umræður við starfsfólk Barnaverndarstofu um framkvæmd barnaverndarmála

201308043

Lagt fram til kynningar.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 235

1306009

Í sumarleyfi bæjarstjórnar fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála á þessum fundi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 236

1307001

Í sumarleyfi bæjarstjórnar fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála á þessum fundi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 237

1307003

Í sumarleyfi bæjarstjórnar fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála á þessum fundi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 238

1308002

Í sumarleyfi bæjarstjórnar fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála á þessum fundi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201308040

Til máls tóku: Sigrún Blöndal sem vakti máls á þessu umfjöllunarefni, en bæjarráð samþykkti að taka málefnið til umræðu á þessum bæjarstjórnarfundi. Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð. Eyrún Arnardóttir, Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, Sigrún Blöndal, Karl Lauritzson, Árni Kristinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir.

7.Málþing um austfirsk málefni og aðalfundur Landsbyggðin lifi 2013

201308049

Lagður fram bréf, dags. 14.ágúst 2013, frá Þórarni Lárussyni f.h. Framfarafélags Fljótsdalshéraðs, með beiðni um stuðning við málþing um austfirsk málefni sem fyrirhugað er að halda í Brúarási laugardaginn 31.ágúst n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela bæjarráði afgreiðslu erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?