Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

225. fundur 21. október 2015 kl. 17:00 - 19:00 í Brúarásskóla
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2016

201509052

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

1.2.Eftirlitsskýrsla HAUST 2015/Mötuneyti Egilsstaðaskóla

201509030

Lagt fram til kynningar.

1.3.Tölvubúnaður og nettengingar í skólum á Fljótsdalshéraði

201510072

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar vel unna greinargerð, sem nefndin óskaði eftir á grundvelli ábendinga í úttekt á skólastarfi í sveitafélaginu.
Jafnframt er óskað eftir að skólar sveitarfélagsins hugi að stefnu um nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
Fræðslunefnd mun m.a. vinna áfram með greinargerðina við endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins og frekari vinnu við niðurstöður fyrrnefndrar úttektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði

201505045

Í vinnslu.

1.5.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

201209100

Lagt fram til kynningar.

1.6.Egilsstaðaskóli - nemendamál

201509016

Afgreitt af fræðslunefnd.

1.7.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

201510074

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun, fh. B-listans.

Fulltrúar B-lista taka heilshugar undir bókun Gunnhildar Ingvarsdóttur, fulltrúa B-lista í fræðslunefnd, undir þessum lið í fundargerð fræðslunefndar Þær tillögur sem liggja fyrir frá meirihluta fræðslunefndar fela að okkar mati í mörgum tilfellum í sér óásættanlega og óskynsamlega skerðingu á þjónustu í skólum sveitarfélagsins, þá einkum í leikskólunum. Fræðslunefnd var þröngt skorinn stakkurinn við gerð þessarar áætlunar, einkum í ljósi breyttra forsendna í kjölfar nýlegra kjarasamninga. Fulltrúar B-lista munu leggja því lið að ekki komi til allra þeirra skerðinga sem fræðslunefnd hefur þurft að leggja til og treystir því að bæjarfulltrúar muni almennt vera sammála því að svo þurfi ekki að verða.


Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223

1510005

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.1 og lagði fram bókun. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.1. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.1 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.1.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2016

201509053

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

2.2.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2016

201509054

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

2.3.Eftirlitsskýrsla Haust/Leikskólinn Tjarnarland og móttökueldhús

201506014

Afgreitt af fræðslunefnd.

2.4.Fundargerðir leikskólastjórafunda

201509055

Lagt fram til kynningar.

2.5.Ósk um samstarf vegna rannsóknarverkefnis

201509067

Í vinnslu.

2.6.Talþjálfun barna á Fljótsdalshéraði

201509056

Í vinnslu.

2.7.Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

201509057

Í vinnslu.

2.8.Leikskólinn Tjarnarskógur - skólanámskrá

201509066

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

2.9.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2016

201509050

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

2.10.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2016

201509051

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 221

1509011

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Barnaverndarmál

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.2.Beiðni um þátttöku í kostnaði í rekstri sumarbúða.

201509089

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

3.3.Barnaverndarmál

0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.4.Rekstraráætlun félagsþjónustunnar 2015

0

Lagt fram.

3.5.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

201502127

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.6.Reglur og gjaldskrá fyrir Hlymsdali 2015

201412057

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög að breyttum reglum og gjaldskrá fyrir afnot af Hlymsdölum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Móttaka flóttafólks

201508099

Í vinnslu.

3.8.Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu 2015

201504089

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn hvetur félagsmálanefnd og stofnanir sem undir hana heyra til að haga rekstri stofnanna á sviðinu með þeim hætti að áhrif kjarasamningsbundinna hækkana launa og önnur frávik frá launaáætlun, raski sem minnst heildarfjárútlátum til málaflokksins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Fjárhagsaðstoð jan-ágúst 2015

0

Lagt fram til kynningar.

3.10.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

201501050

Í vinnslu.

4.Félagsmálanefnd - 138

1509008

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram.

4.2.Launaþróun á fræðslusviði

201403032

Fræðslunefnd vekur athygli á raunstöðu á launalið stofnana á fræðslusviði á árinu 2015 og þeim kjarasamningsbundnu hækkunum sem hafa orðið á árinu. Ljóst er að launaliður mun fara umtalsvert fram úr samþykktri áætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn hvetur fræðslunefnd og skólastofnanir til að haga rekstri stofnanna á fræðslusviði með þeim hætti að áhrif kjarasamningsbundinna hækkana launa raski sem minnst heildarfjárútlátum til fræðslumála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Beiðni um niðurgreiðslu á leikskólaplássi hjá öðru sveitarfélagi

201510084

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.

4.4.Niðurstöður könnunar um framkvæmd sumarleyfa leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

201510073

Afgreitt af fræðslunefnd.

4.5.Ósk um samstarf vegna rannsóknarverkefnis

201509067

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og samþykkir fyrir sitt leyti að verða við ósk um umbeðið samstarf og óskar eftir að fá kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar þegar þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Eftirlitsskýrsla HAUST/ Leikskólinn Hádegishöfði

201506077

Afgreitt af fræðslunefnd.

4.7.Eftirlitsskýrsla HAUST/Leikskólinn Skógarland, móttökueldhús og lóð

201506015

Afgreitt af fræðslunefnd.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 315

1510010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.11 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.11.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

201411020

Í bæjarráði var lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. okt. 2015, þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs leggur bæjarstjórn til að bæjarstjóri fundi með fulltrúum Íbúðarlánasjóðs um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Móttaka flóttafólks

201508099

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra sem tengilið sveitarfélagsins við samstarfsteymi Sambandsins um málefni flóttamanna og innflytjenda. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að formaður félagsmálanefndar sæki kynningarfund í Velferðarráðuneytinu 23. okt. vegna móttöku flóttamanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Sveitarstjórnarstigið á 21.öldinni

201509046

Lagt fram til kynningar.

5.4.41.fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

201510095

Fundagerðin lögð fram til kynningar.

5.5.Fundargerðir stjórnar SSA.

201507008

Lagðar fram til kynningar.

5.6.Fundargerð 195. stjórnarfundur HEF

201510075

Fundagerðin lögð fram til kynningar.

5.7.Fjárhagsáætlun 2016

201504075

Í vinnslu.

5.8.Fjármál 2015

201501007

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

5.9.Rótarýklúbbur Héraðsbúa 50 ára

201510094

Lagt fram til kynningar.

5.10.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2015

201510060

Lagt fram til kynningar.

5.11.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

Í vinnslu.

5.12.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

201510053

Í bæjarráði voru lögð fram erindi frá forsætisráðuneytinu með verkefnislýsingu um mótun eigendastefnu fyrir þjóðlendur. Jafnframt er óskað eftir ábendingum um verkefnislýsinguna.
Einnig voru lögð fram drög að ábendingum unnin af lögmanni sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra í samráði við lögmann að svara erindinu, með vísan í framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.13.Skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum til umsagnar.

201510035

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á það að Samband Ísl. sveitarfélaga fari gaumgæfilega yfir skýrsluna til að greina þau áhrif sem niðurstöður hennar kunna að hafa á rekstur sveitarfélaga og réttindi og skyldur þeirra og íbúanna, svo sem barna og foreldra þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.14.Til umsagnar 15. mál frá nefndasviði Alþingis

201510032

Lagt fram.

5.15.Úttekt slökkviliða 2015,Brunavarnir á Austurlandi.

201510033

Í vinnslu.

5.16.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

201510037

Ályktanirnar lagðar fram til kynningar.

5.17.Fjármál 2015

201501007

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri dóm hæstaréttar í máli Landsvirkjunar gegn Fljótsdalshéraði og Þjóðskrá Íslands sem kveðinn var upp 8. október sl. Þar er staðfest að meta ber vatnsréttindi til fasteignamats og þau séu þannig gjaldstofn til álagningar fasteignagjalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ljóst er að dómurinn hefur töluverða þýðingu fyrir mörg sveitarfélög sem munu nú í einhverjum tilfellum í fyrsta sinn geta innheimt opinber gjöld af orkuframleiðslu sem fram fer innan þeirra. Bæjarstjórn fagnar því að niðurstaðan er í samræmi við málflutning sveitarfélagsins frá upphafi.

Bæjarstjórn vill þó árétta að niðurstaðan tekur aðeins til hluta þeirra hagsmuna sem um ræðir og að áfram er rík nauðsyn á því að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu til að tryggja að eðlilegur arður af framleiðslunni skili sér til íbúa í nærsamfélögunum. Staðan er ennþá sú að engin fasteignagjöld eru innheimt af raforkumannvirkjum á borð við stíflur, fallgöng og línur.

Næstu skref í málinu eru að óska eftir því við Þjóðskrá að meta viðkomandi vatnsréttindi og leggja á þau fasteignagjöld. Bæjarstjórn leggur áherslu á að Þjóðskrá hraði þeirri vinnu sem kostur er, svo að réttmætar tekjur geti farið að skila sér til sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.18.Kynningarmál

201510040

Í vinnslu.

5.19.Þrep, ósk um heimreið

201510047

Erindi dagsett 04.10. 2015 þar sem Vilhjálmur Karl Jóhannsson kt.160957-7949 og Svanfríður Drífa Ólafsdóttir kt.071065-3919 óska eftir að lögð verði heimreið að íbúðarhúsi þeirra að Þrepi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lítur svo á að vegur að lögbýlinu Þrepi sé Héraðsvegur, samkvæmt skilgreiningu í 3. gr. reglugerðar um héraðsvegi nr. 774/2010. Þess vegna er bréfriturum bent á að sækja beri um veglagningu til Vegagerðarinnar skv. 5. gr. reglugerðarinnar.
Bæjarstjórn mælist til þess að erindið verði rætt á fyrirhugðum vinnufundi starfsmanna sveitarfélagsins með fulltrúum Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.20.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg. Sjá bókun í lið 3.3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Esther Kjartansdóttur og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í vinnuhóp um áfangastaði í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.21.Ásgeirsstaðir aðalskipulagsbreyting og lýsing skipulagsáforma.

201509086

Fyrir liggur tillaga um breytingu á Aðalskiplagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðar ferðaþjónustu á Ásgeirsstöðum.
Einnig er lögð fram Lýsing skipulagsáforma vegna deiliskipulags fyrir svæðið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu. Nefndin metur breytinguna óverulega skv. 36. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir einnig framlagða skipulagslýsingu og að hún verði kynnt skv.40. gr. Skipulagslaga þegar aðalskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.22.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sænautasel

201508057

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08. 2015.
Staður eftirlits er Sænautasel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni að láta kostnaðarmeta úrbætur, og að kostnaðaráætlunin verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.23.Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað - undirbúningur friðlýsingar.

201509096

Erindi dagsett 15.09.2015 þar sem Minjastofnun Íslands óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna undirbúnings að tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Umfang friðlýsingar:
Friðlýsingin tekur til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri "Höll", sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Bent er á að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hverfisverndaður. Sú vernd tekur til ásýndar skólahússins og næsta nágrennis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.24.Matslýsing vegna Kerfisáætlunar 2015-2024

201501014

Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33

1510004

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

6.1.Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum

201509073

Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá bréf, dagsett 12. júlí 2015, frá Öryrkjabandalagi Íslands um að tryggð séu aðgengileg salerni fyrir alla á viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og felur starfsmanni að kanna framboð á ferðasalernum í sveitarfélaginu, sem henta jafnt fötluðum sem ófötluðum.
Bæjarstjórn beinir því til þeirra sem standa fyrir hátíðum eða samkomum að tryggja að þessi mál séu ætíð í lagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 314

1510002

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 1.1 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.1 og 1.6.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

201510016

Í vinnslu.

7.2.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála atvinnu- og menningarnefnd og tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.

Bæjarstjórn tekur einnig undir tillögu atvinnu- og menningarnefndar um að skipaður verði vinnuhópur skipaður fulltrúum atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og Þjónustusamfélagsins á Héraði. Vinnuhópurinn hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Án þess að vilja draga úr því að sótt sé um styrki til uppbyggingar á þeim stöðum sem að framan eru nefndir, tel ég ástæðu til þess að þeir starfsmenn sveitarfélagsins sem um málið fjalla, auk kjörinna fulltrúa, gefi því gaum hvort ekki sé unnt að sækja um fjármuni í sjóðinn til frekari uppbyggingar í Sænautaseli.

7.3.Greinargerð um sameiningu verkefna á sviði skógræktar

201510036

Lagt fram til kynningar.

7.4.Þjónustusamfélagið á Héraði, samningur

201501021

Lagt fram.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 24

1510003

Til máls tóku: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.3. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1, 3.2 og 3.3 og kynnti bókun og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 3.1 og 3.3.

Fundargerðin lögð fram:

8.1.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015.

201510098

Lagt fram fundarboð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands sem haldinn verður á Borgarfirði föstudaginn 6. nóvember kl. 13:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Birni Ingimarssyni bæjarstjóra að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Úttekt slökkviliða 2015,Brunavarnir á Austurlandi.

201510033

Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir skýrslu Mannvirkjastofnunnar og yfirferð sína með starfsmanni stofnunarinnar yfir stöðu mála hjá Brunavörnum á Austurlandi fyrr á þessu ári. Á grundvelli þessarar yfirferðar og úttektar var síðan skýrsla Mannvirkjastofnunar gerð.
Einnig fór hann yfir svör sín og viðbrögð við skýrslunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði um mikilvægi þess að fulltrúar Mannvirkjastofnunar komi til fundar með stjórn Brunavarna á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

201502122

Í vinnslu.
Stefán Bogi Sveinsson tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?