Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

180. fundur 19. júní 2013 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Helga Guðmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir

1.

1.1.Hróarstunguvegur, umsókn um framkvæmdaleyfi

201306041

Í vinnslu.

1.2.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging við sumarhús

201304114

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

1.3.Egilssel 6, breyttar teikningar

201306002

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

1.4.Umsókn um byggingarleyfi

201301187

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

1.5.Fundargerð 109. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201306004

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarstjórn tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar frá 29. maí s.l. er fjallar um öryggi barna á leiksvæðum og aðalskoðun leiktækja. Bæjarstjórn telur að markmiðum reglugerðar nr. 942/2002, um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim, verði betur náð með með innra eftirliti starfsfólks sveitarfélagsins og árlegu eftirliti með eftirfylgni að hálfu heilbrigðiseftirlits í stað árlegrar aðalskoðunar leiksvæða sem eingöngu ein skoðunarstöð framkvæmir. Bæjarstjórn skorar á Umhverfis- og auðlindaráðaneytið að hefja vinnu við endurskoðun reglugerðarinnar í samráði við Umhverfisstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

1.6.Lagarás 4/framkvæmdir sveitarfélagsins

201306010

Í vinnslu.

1.7.Fyrirhuguð bygging Fjallakála í Hraundal

201306018

Erindi dagsett 06.06.2013 þar sem Þórhallur Þorsteinsson, kt.240648-2379, kynniráform um byggingu fjallaskála í Hraundal, nálægt Kirkjutungum í landi Hjaltastaðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og bendir á að koma þarf þessum áformum um landnotkun inn á aðalskipulag Fljótsdalshéraðs samkvæmt lið 6.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Samkvæmt gjaldskrá er það framkvæmdaraðili sem greiðir fyrir skipulagsvinnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Lyngás 12,umsókn um stöðuleyfi

201305118

Erindi í tölvupósti dags. 02.06.2013 þar sem Guðmundur H. Albertsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóðinni Lyngás 12, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Jafnframt er sótt um leyfi til að setja niður tvær flaggstangir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skiplags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að veita umbeðið stöðuleyfi til eins árs. Auk þess er veitt leyfi til að setja niður tvær flaggstangir. Staðsetning skal vera í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Samningur við Loftmyndir ehf.

201306019

Fyrir liggur samningur á milli Fljótsdalshéraðs og Loftmynda ehf. um sérfræðiþjónustu vegna landfræðilegra upplýsinga. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Brunavarnaráætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017

201306031

Eftirfarandi tillaga lögð fram
Bæjarstjórn samþykkir að vísa Brunavarnaráætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017 til stjórnar Brunarvarna á Héraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.S og M, fjárfestingar og fjárhagsáætlun 2014

201304063

Lagt fram til kynningar.

1.12.Umsókn um framkvæmda- og lagnaleyfi

201306033

Erindi dags. 7.júní 2013 þar sem Guðmundur Davíðsson fyrir hönd Hitaveitu Egilsstaða- og Fella, sækir um framkvæmda- og lagnaleyfi fyrir eftirtöldum endurnýjunar- og nýframkvæmdum í hitaveitu og vatnslögnum:
1) Endurnýjun stofnlagnar hitaveitu, meðfram þjóðvegi 1 um 140 m og 175 m í átt að Menntaskólanum á Egilsstöðum.
2) Endurnýjun dreifikerfis hitaveitu og vatnsveitu að sumarhúsum og gistihúsum á Skipalæk og endurnýjun vatnsveitulagnar að Ekkjufelli ásamt nýlögn hitaveitu.
3) Endurnýjun stofnlagnar hitaveitu frá Smiðjuseli í Fellabæ að Lagarfljótsbrú.
Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna lagnaleiðirnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirhugaðar lagnaleiðir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreind verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.13.Egilssel 6, breyttar teikningar

201306002

Erindi dagsett 10.06.2013 þar sem Einar Ólafsson kt.160865-5719 f.h. lóðarhafa Egilsseli 6, óskar eftir leyfi fyrir að þaklitur á húsinu að Egilsseli 6 verði svartur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Umsókn um stöðuleyfi

201306039

Erindi dags. 10.06.2013 þar sem Jón Þór Þorvaldsson kt.0021256-7579 óskar eftir fyrir hönd Mílu ehf. kt.460207-1690, stöðuleyfi fyrir 12 feta stálgámi, fyrir varaaflsstöð að Fagradalsbraut 9. Fyrir liggja teikningar af staðsetningu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gáminn til eins árs þegar samþykki meðeigenda liggur fyrir. Bæjarstjórn beinir því til umsækjanda að fundin verði varanleg lausn fyrir varaaflsstöð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Umsókn um byggingarleyfi/breytingar

201306038

Erindi dags. 10.06.2013 þar sem Jón Þór Þorvaldsson kt.021256-7579 óskar eftir leyfi til að saga niður núverandi glugga á vestuhlið hússins, að Þverklettum 3, og setja útihurð þar í staðinn. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir breytingunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Ferðaþjónustan Óseyri ehf. ósk um umsögn

201304139

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 187

1306003

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum, Gunnar Jónsson sem ræddi lið 3.1, Sigrún Harðardóttir sem ræddi lið 3.1 og bar fram fyrirspurn Gunnhildur Ingvarsdóttir sem ræddi lið 3.1 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

201305074

Í bókun fræðslunefndar kemur fram að nefndin leggur áherslu á að reynt verði að bregðast við og tryggja sem flestum þeirra barna sem sótt er um pláss fyrir, leikskólavist á næsta skólaári. Til að svo megi verða þurfa að koma til auknar fjárheimildir á þessu ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna óska fræðslunefndar um auknar fjárheimildir er erindinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Egilsstaðaskóli - mat á skólastarfi 2012-2013

201306023

Lagt fram til kynningar.

2.3.Kostnaður við þátttöku nemenda í skólum á Fljótsdalshéraði í keppnum/mótum utan sveitarfélagsins - s

201306024

Í vinnslu.

2.4.Beiðni um heimild til gagnaöflunar í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

201306025

Bókun fræðslunefndar staðfest.

2.5.Launaþróun á fræðslusviði 2013

201303032

Lagt fram til kynningar.

2.6.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs

201211107

Í vinnslu.

2.7.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram til kynningar.

3.Kosningar til eins árs 2013

201306052

A) Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Stefán Boga Sveinsson B, sem forseta bæjarstjórnar, Sigrúnu Harðardóttur Á, sem fyrsta varaforseta og Sigrúnu Blöndal L, sem annan varaforseta.
Tillaga um Stefán Boga Sveinsson sem forseta bæjarstjórnar samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Tillaga um Sigrúnu Harðardóttur sem fyrsta varaforseta og Sigúnu Blöndal sem annan varaforseta samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

B) Kosning skrifara (2 aðalmenn og 2 til vara).
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Eyrúnu Arnardóttur B og Ragnhildi Rós Indriðadóttur L, sem aðalmenn og Pál Sigvaldason B og Karl Lauritzson D, sem varamenn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

C) Kosning í Bæjarráð (3 aðalfulltrúar og 3 til vara og ).
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Gunnar Jónsson Á, Stefán Boga Sveinsson B og Sigrúnu Blöndal L sem aðalmenn í bæjarráði. Varamenn verði Sigrún Harðardóttir Á.Eyrún Arnardóttir B og Árni Kristinsson L. D listi hefur áður tilnefnt Körlu Steinsson sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráð og Karl Lauritzson til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

D) Kosning fulltrúa á aðalfund SSA 2013 (11 aðalfulltrúar og 11 til vara).
Aðalmenn:
Stefán Bogi Sveinsson B
Eyrún Arnardóttir B
Páll Sigvaldason B
Gunnar Jónsson Á
Sigrún Harðardóttir Á
Sigrún Blöndal L
Ragnhildur Rós Indriðadóttir L
Árni Kristinsson L
Katla Steinsson D
Bæjarstjóri
Fjármálastjóri

Varamenn:
Gunnhildur Ingvarsdóttir B
Jónas Guðmundsson B
Helga Þórarindsóttir B
Sigvaldi Ragnarsson Á
Sigríður Ragna Björgvinsdóttir Á
Árni Ólason L
Ruth Magnúsdóttir L
Skúli Björnsson L
Karl Lauritzson D
Skrifstofustjóri
Atvinnu-menningar- og íþróttafulltrúi

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kosning í nefndir og ráð.

201208105

Þorbjörn Rúnarsson fulltrúi L-lista í fræðslunefnd hefur óskað eftir því að víkja úr fræðslunefnd vegna fyrirhugaðra flutninga úr sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Ragnhildur Rós Indriðadóttir verði aðalmaður í fræslunefnd frá deginum í dag í stað Þorbjarnar Rúnarssonar. Bæjarstjórn þakkar Þorbirni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sigrún Blöndal hefur óskað eftir því að fá að víkja sem varafulltrúi L-lista í byggingarnefnd um hjúkrunarheimili á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Þorkell Sigurbjörnsson verði frá deginum í dag varafulltrúi L-lista í byggingarnefnd hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum í stað Sigrúnar Blöndal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Siðareglur

201305150

Lögð fram drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs, en í drögum að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að slíkar siðarreglur séu til og samþykktar ef bæjarstjórn.

Til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi 6. gr í fyrirliggjandi drögum og lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á þeirri grein: Kjörnir fulltrúar skulu í störfum sínum aldrei falast eftir eða þiggja gjafir, hluti eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum, sem fela í sér veruleg fjárhagsleg verðmæti eða persónulegan ávinning. Aðeins skal heimilt að þiggja gjafir sé um að ræða tækifærisgjafir sem gefnar eru í tengslum við fundi eða aðra viðburði og að andvirði þeirra sé óverulegt. Upplýsa skal bæjarráð um viðtöku gjafa samkvæmt þessu. Boðsferðir af öllu tagi skulu lagðar fyrir bæjarráð til umfjöllunar og samþykktar fyrirfram með rökstuðningi.

Gunnar Jónsson sem ræddi reglurnar almennt og 6. gr. sérstaklega, Sigrún Blöndal, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Sigrún Harðardóttur sem ræddu 6. grein.

Breytingartillagan samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir siðarreglurnar svo breyttar og öðlast þær gildi frá og með deginum í dag. Skrifstofustjóra falið að koma reglunum á framfæri við þá aðila er lög gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samþykktir

201305149

Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs er bæjarráð samþykkti að vísa til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tók Stefán Bogi Sveinsson sem kynnti breytingartillögur við framlögð drög af samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs á grundvelli athugasemda frá lögfræðingum Sambands ísl. sveitarfélaga eftir yfirlestur á drögunum. Einnig tóku til máls: Sigrún Blöndal sem ræddi fyrirliggjandi drög, Gunnar Jónsson sem ræddi framlagða breytingartillögu og lagði fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn Gunnars Jónssonar.

Breytingartillögur sem kynntar voru samþykktar samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir með áorðnum breytingum og öðlast þær gildi er þær hafa hlotið staðfestingu þar til bærra aðila. Skrifstofustjóra falið að koma þeim á framfæri við þá aðila er lög gera ráð fyrir auk þess að leita eftir staðfestingu þeirra þar sem við á.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2013

201306062

Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. febrúar 2013 hefst sumarleyfi bæjarstjórnar að afloknum fundi þann 19. júní en fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 21. ágúst. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fundardagar bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verði sem hér segir: 26. júní, 10. júlí, 24. júlí og 14. ágúst. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimilid til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 5.mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.1.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

201302030

Í vinnslu.

7.2.Fjármál 2013

201301002

Lagt fram til kynningar.

7.3.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

7.4.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 29.maí 2013

201305199

Lagt fram til kynningar.

7.5.Fundur byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2.júní 2013

201306003

Lagt fram til kynningar.

7.6.Fundargerð stjórnar SSA nr.7 2012-2013

201305205

Lagt fram til kynningar.

7.7.Fundargerð 806.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201306026

Lagt fram til kynningar.

7.8.Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 2013

201303092

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir bókun bæjaráðs og vísar til þess að á aðalfundi Atvinnuþróunarsjóðs sem haldinn var 10. júní sl. var samþykkt að leggja sjóðinn niður í núverandi mynd og ganga til samninga milli sveitarfélaga á Austurlandi, SSA og Austurbrúar um nýjan sjóð sem taki við hlutverki hans. Fljótsdalshérað lýsir yfir stuðningi við stofnun nýs sjóðs innan Austurbrúar og mun koma sínum sjónarmiðum á framfæri við þær samningaviðræður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.9.Fundargerðir SO 2013

201301244

Lagt fram til kynningar.

7.10.Stefnumörkun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

201305196

Bókun bæjarráðs staðfest.

7.11.Framtíðarþing um farsæla öldrun

201305176

Lagt fram til kynningar.

7.12.Hækkun hlutafjár í Gróðrarstöðinni Barra ehf.

201305206

Í vinnslu.

7.13.Húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök

201305191

Lagt fram erindi frá Ástu Hafberg, fyrir hönd Öldu - félags um sjálfbærni og lýðræði, þar sem sveitarfélög og önnur stjórnvöld eru hvött til að útvega grasrótarfélögum húsnæði og aðstöðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og vekur athygli á því að á vegum sveitarfélagsins er rekið húsnæði sem m.a. er ætlað grasrótar- og félagasamtökum til afnota. Um er að ræða nokkur félagsheimili í dreifbýli og þéttbýli, aðstöðu fyrir ungt fólk í þéttbýlinu, aðstöðu fyrir fatlaða einstaklinga og aðstöðu fyrir aldraða, auk fjögurra íþróttasala og Sláturhússins menningarmiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.14.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

201301023

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar bæjarráðs styður bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að verkefnið verði styrkt af atvinnumálasjóði með framlagi upp á kr. 1.5 milljón, að því gefnu að áætlanir forsvarsmanna fyrirtækisins um söfnun hlutafjár gangi eftir.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 samhljóða atkvæðum. 1 var fjarverandi (GI)

7.15.Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

201306007

Í vinnslu.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 234

1306001

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum, Gunnhildur Ingvarsdóttir sem lýsti yfir vanhæfi sínu undir lið 1.13. og úrskurðaði forseti hana vanhæfa.

Fundargerðin staðfest

8.1.Upplýsingamiðstöð Austurlands

201304092

Í vinnslu.

8.2.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

201304103

Í vinnslu.

8.3.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 3.6.2013

201306012

Í vinnslu.

8.4.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

201305081

Fyrir fundi bæjarráðs lágu tillögur frá sameiginlegum vinnuhópi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um framtíð Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þakkar tillögur vinnuhóps sem skipaður var af Fljótsdalshéraði og Fljótsdalshreppi um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað. Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði um að ekki sé raunhæft að þær komi til framkvæmda á komandi hausti en leggur fyrir starfshópinn að starfa áfram að því verkefni sem honum var falið og skila tillögum fyrir lok október til sveitarstjórna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps þar sem miðað verði við að mögulegar breytingar á skólastarfi geti orðið frá og með skólaárinu 2014 - 2015. Samráð verði haft við starfsmenn og foreldra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Iðavallasvæði,vatnsveita

201012043

Bókun bæjarráðs staðfest.

8.6.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Lagt fram til kynningar.

8.7.Siðareglur

201305150

Vísað til liðar 6 á dagskrá fundarins.

8.8.Samþykktir

201305149

Vísað til liðar 7 á dagskrá fundarins.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 97

1306004

Til máls tóku Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum, Björn Ingimarsson, bæjarstjóri sem ræddi lið 2.14, Árni Kristinsson sem ræddi liði 2.9 og 2.14, Gunnar Jónsson sem ræddi lið 2.9 og Björn Ingimarsson sem ræddi lið 2.14.

Fundargerðin staðfest.

9.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 120

1305019

Fundargerðin staðfest.

9.2.Umsókn um byggingarleyfi

201304126

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.3.Umsókn um byggingarleyfi, hjúkrunarheimili

201302041

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

9.4.Umsókn um byggingarleyfi/Bjálkahús

201305134

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?