Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

171. fundur 20. febrúar 2013 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Katla Steinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Fjögur deiliskipulög endurauglýst

201212033

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.12.2012 að endurauglýsa tillögu að skipulagi fyrir Lagarás 2-12 Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 05.03.2008 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 12.12.2012 til 23.01.2013 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 23.01.2013.

Ein athugasemd, dags. 13.01.2013, barst frá eftirtöldum íbúum við Lagarás 2:
Sigríður Hrólfsdóttir kt.150227-2919.
Jóhannes Jóhannsson kt.071241-5869.
Helgi Hallgrímsson kt.110635-2309.
Helga Sigríður Gunnlaugsdóttir kt.160762-5359.
Ingileif Andrésdóttir kt.110138-4079.
Óskar Björgvinsson kt.040845-2679 fyrir hönd Margrétar Björgvinsdóttur.

1. Gerð er athugasemd við að eitt hús við götuna (Lagarás 4) fái hækkun, en ekki önnur.
2. Gerð er athugasemd við að ekki hafi verið sýnt fram á að lóðin leyfi þann bílastæðafjölda sem þarf.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, í umboði bæjarstjórnar, samþykkti þann 23.07.2008 deiliskipulag fyrir Lagarás 2-12, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki tilefni til þess að breyta fyrru samþykkt bæjarráðs, fellst bæjarstjórn ekki á framkomnar athugasemdir og staðfestir fyrri afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Beiðni um hálfsdags lokun leikskóla vegna námskeiðs starfsfólks

201302059

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 181

1302005

Fundargerðin staðfest.

2.1.Umsókn um byggingarleyfi

201302068

Erindi dags. 08.02.2013 þar sem Þráinn Lárusson, fyrir hönd Gráa hundsins ehf. kt.540605-1490, sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við Miðvang 2-4, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar samþykki eigenda Miðvangi 2-4, og önnur tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Iðavellir lóðamál

201301021

Fyrir liggja gögn um stöðu lóðamála að Iðavöllum, Fljótsdalshéraði.

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði leigusamningur við fulltrúa ríkisins um lóðina og felur bæjarstjóra að láta vinna drög að leigusamningi og leggja þau síðan fyrir bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Umsókn um byggingarleyfi, hjúkrunarheimili

201302041

Erindi dags. 08.02.2013 þar sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu hjúkrunarheimilis að Blómvangi 1, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir hjúkrunarheimili að Blómvangi 1, Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Þuríðarstaðir, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir brúargerð

201302040

Í vinnslu.

2.5.Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar

201301197

Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um lýsingu verkefnisins og matslýsingu. Lýsinguna og matslýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjörður.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við lýsinguna né matslýsinguna. Bæjarstjórn fagnar öllum áformum, sem stuðla að styttingu þjóðvegar 1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Svæði fyrir hreystibraut við Egilsstaðaskóla

201211125

Erindi dags. 27.11.2012 þar sem Aðalsteinn Þórhallsson kt.301068-2989, fyrir hönd Foreldrafélags Egilsstaðaskóla, óskar eftir svæði til afnota, á eða í allra næsta nágrenni við skólalóðina. Fyrir lá erindi dags. 08.01.2013 þar sem foreldrafélagið leggur fram hugmyndir að svæðum fyrir hreystibraut.
Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 12.12.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn svæði nr. 3 á meðfylgjandi teikningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Kröflulína III, aðalskipulagsbreyting

201301260

Lögð er fram lýsing á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu III. Áformað er að breyta aðalskipulaginu á þann veg, að fyrirhugaðri Kröflulínu III er bætt við skipulagið við hliðina á Kröflulínu II, sem þegar hefur verið byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðila og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (SHR)

2.8.Eyvindará 2,umsókn um byggingarleyfi

201210040

Erindi dags. 05.10.2012 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, f.h. Ófeigs Pálssonar kt.080850-2049, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Eyvindará 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en 1 var fjarverandi (SB)

2.9.Eyvindará 2, aðalskipulagsbreyting

201301254

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, ásamt rökstuðningi, samkvæmt 36.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Breytingin felst í því, að skilmáli fyrir verslunar-og þjónustusvæði að Eyvindará II merkt V26, sem hljóðar svo:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum. Hljóði þannig eftir breytingu:
V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn óverulega breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, eins og að ofan greinir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa breytinguna og senda hana Skipulagsstofnun til meðferðar samkvæmt 36. gr. skipulagslaga..

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Félagsmálanefnd - 113

1302007

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

201301248

Lagt fram til kynningar.

3.2.Hótel Hallormur, reyndarteikningar

201302021

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.3.Tjarnarlönd 21, reyndarteikningar

201302020

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.4.Umsókn um byggingarleyfi

201211114

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.5.Umsókn um byggingarleyfi/Breytingar

201301228

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.6.Umsókn um byggingarleyfi

201301223

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.7.Fjallaskáli í Fjallaskarði, ósk um endurupptöku máls

201009077

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.8.Umsókn um byggingarleyfi

201301224

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.9.Umsókn um byggingarleyfi

201301227

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.10.Umsókn um byggingarleyfi /Breytingar

201301108

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.11.Umsókn um byggingarleyfi

201301186

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.12.Bjartur 2013 - Rathlaup í Jökuldalsheiði. Kynning og ósk um stuðning

201302019

Í vinnslu.

4.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2013

201302124

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 15. febrúar, með fundarboði á aðalfund Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. sem haldinn verður á Hótel Héraði þriðjudaginn 26. febrúar 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að Gunnar Jónsson fari með umboð Fljótsdalshéraðs á fundinum til að leggja fram tillögur. Bæjarfulltrúum er falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Atkvæði skiptist jafnt milli þeirra fulltrúa sem á fundinum verða. Til vara verði varabæjarfulltrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Geðlæknis- og sálfræðiþjónusta fyrir börn á FSA

201302122

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn tekur undir bréf Skólaskrifstofu Austurlands til forstjóra FSA, Velferðarráðuneytisins, þingmanna Norðaustur kjördæmis.og fleiri aðila, og hvetur heilbrigðisyfirvöld til að forða því að bráðnauðsynleg þjónusta barna- og unglingageðdeildar FSA skerðist, heldur verði leitað leiða til að efla hana enn frekar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.1.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 23.janúar 2013

201302051

Lagt fram til kynningar.

5.2.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.janúar 2013

201302052

Lagt fram til kynningar.

5.3.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 06.02.2013

201302042

Lagt fram til kynningar.

5.4.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

201212026

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

5.5.Starfsemi félagsheimilanna

201201262

Í vinnslu.

5.6.Fundargerð samstarfsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 1.2. 2013

201302024

Lagt fram til kynningar.

5.7.Hvatning til sveitarfélaga frá UMFÍ

201301235

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 24. janúar 2013, þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að styðja við bakið á keppnisliðum ungmennafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Um leið eru önnur sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hvött til að leggja sitt af mörkum svo keppnislið fái gistingu á viðráðanlegu verði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefnd felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að kanna hvernig fyrirkomulagi er háttað varðandi gistinu íþróttahópa hjá stofnunum sveitarfélagsins. Jafnframt er tekið undir hvatningu UMFÍ til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að leggja líka sitt af mörkum í þessum efnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Fundargerð vallaráðs 16. janúar 2013

201301220

Í vinnslu.

5.9.List án landamæra, umsókn um styrk

201302028

Fyrir liggur bréf, dagsett 6. febrúar 2013, með beiðni um styrk til verkefnisins List án landamæra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 90.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 118

1301018

Fundargerðin staðfest.

6.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 44

1302003

Til máls tók: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann lið 6.7.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Starfsáætlun Félagsþjónustunnar 2013

201302114

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.2.Könnun á greiðslu húsaleigubóta 2012

201302118

Lagt fram til kynningar.

6.3.Breytingar á reglugerð um húsaleigubætur

201302093

Lagt fram til kynningar.

6.4.Reglur um sérstakar húsaleigubætur 2013

201302088

Drög að breyttum reglum félagsmálanefndar um sérstakar húsaleigubætur voru kynntar í félagsmálanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn reglurnar með þeim breytingum sem þar koma fram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna lánveitingar til leiguíbúða 2013

201302097

Lagt fram til kynningar.

6.6.Gjaldskrá heimaþjónustu 2013

201302102

Í vinnslu.

6.7.Ársyfirlit færni og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmis Austurlands

201302096

Lagt fram til kynningar.

6.8.Framkvæmdaáætlun í barnavernd 2013

201302089

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.9.Vinnum saman meira gaman

201302104

Lagt fram til kynningar.

6.10.Barnaverndarmál

200805112

Afgreitt af félagsmálanefnd.

6.11.Vaxtarsamningur Austurlands, umsóknir 2013

201301010

Lagt fram til kynningar.

6.12.Aðalfundur Reiðhallarinnar Iðavöllum ehf.

201301035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.13.Fundargerð 803.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201302037

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar Sambands Ísl. sveitarfélaga undir lið 3 í fundargerðinni, varðandi hlutdeild sveitarfélaga í skráningargjöldum nýrra fasteigna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.14.Fundargerðir SO 2013

201301244

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

6.15.Fundargerð 143. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201302045

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.16.Fundargerð 142. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201302001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.17.Fundargerð 141. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201301230

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.18.Fundargerð 140. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201301229

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.19.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 11.02.2013

201302033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.20.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 25.01.2013

201301218

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.21.Nordiske træbyer

201204102

Lagt fram til kynningar.

6.22.Þjóðbraut norðan Vatnajökuls

201302030

Á fundi atvinnumálanefndar gerði formaður grein fyrir hugmyndum um veglagningu norðan Vatnajökuls með tengingu inn á Kárahnjúkaveg og í Svartárkot í Bárðardal.

Bæjarráð tók undir með atvinnumálanefnd og telur að slíkur vegur myndi stuðla að miklum tækifærum í ferðaþjónustu á Austur- og Norðurlandi ásamt því að stytta ferðatíma til höfuðborgarsvæðisins verulega.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að málinu verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að hafa samband við þau sveitarfélög sem land eiga að væntanlegum hálendisvegi og leita eftir afstöðu þeirra til verkefnisins og samráði varðandi skipulagsmál á umræddu svæði.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum, en 1 var á móti (RRI)

6.23.Starfshópur um stjórnfyrirkomulag Vatnajökulsþjóðgarðs

201301248

Í vinnslu.

6.24.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Í vinnslu.

6.25.Atvinnumálasjóður 2013

201211032

Í vinnslu.

6.26.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

201212026

Lagt fram til kynningar.

6.27.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

201301023

Í vinnslu.

6.28.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 87

1302002

Fundargerðin staðfest.

6.29.Hlutafjársöfnun til að halda áfram rekstri gróðrarstöðvar á Valgerðarstöðum

201301219

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn telur mikilvægt að sú uppbygging, sem átt hefur sér stað, ásamt þeirri þekkingu og reynslu sem myndast hefur með rekstri þessarar stöðvar, glatist ekki úr sveitarfélaginu.

Einnig er mikilvægt að verja þá nýsköpun og þróun sem áætlanir félagsins byggjast á. Bæjarstjórn samþykkir að Gróðrarstöðinni Barra ehf verði lagt til hlutafé allt að kr. 5.000.000, sem tekið verður úr atvinnumálasjóði. Skilyrði er að takist að safna lágmarks hlutafé.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.30.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

201301023

Lagt fram til kynningar.

6.31.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 86

1301017

Fundargerðin staðfest.

6.32.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarráðs um undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2014 og gerð áætlunar vegna stærri viðhalds- og fjárfestingaverkefna næstu ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.33.Fjármál 2013

201301002

Á fundi bæjarráðs lagði Björn Ingimarsson bæjarstjóri fram og kynnti undirritaðan samning við Ekkjufellssel vegna leigu á lóðum og byggingarlandi í Fellabæ.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fyrir fundi bæjarráðs lá erindi frá Eyjólfi Þorkelssyni varðandi ráðstefnu um héraðslækningar sem stendur til að halda á Austurlandi. Óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við ráðstefnuhaldið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Samkvæmt tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að semja um framkvæmdina. Fjármunir , allt að kr. 100.000 verði teknir af lið 21-50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 225

1301022

Til máls tóku Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Katla Steinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir liðum 2.4 og 2.7 og úrskurðaði forseti um vanhæfi hennar. Páll Sigvaldason, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir liðum 2.4 og 2.7 og úrskurðaði forseti um vanhæfi hans. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi liði 2.12. og 2.24. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.29. Katla Steinsson, sem ræddi lið 2.25. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.12. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.1 og 2.12, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, serm ræddi lið 2.12. Sigvaldi Ragnarsson, sem ræddi lið 2.12, Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.12 og 2.29. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi liði 2.12 og 2.35. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.1 og 2.12 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 2.35.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Frumvörp til laga um búfjárhald og velferð dýra /til umsagnar

201302032

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.2.Laufskógar 1, svalir kostnaðaráætlun

201302069

Lagt fram til kynningar.

7.3.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 89

1302004

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti lið 3.18. Sigvaldi Ragnarsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 3.18 og úrskurðaði forseti um vanhæfi hans.

Sigvaldi Ragnarsson, sem kynnti síðan fundargerðina, nema lið 3.18. og lagði fram drög að bókunum. Eyrún Arnardóttir, sem ræddi liði 3.19 og 3.22. Sigrún Blöndal sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.17 og úrskurðaði forseti um vanhæfi hennar og Árni Kristinsson, sem ræddi liði 3.15 og 3.19.

Fundargerðin staðfest.

8.1.Uppbygging ljósnets á landsbyggðinni

201302084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn fagnar þessari jákvæðu þróun í fjarskiptamálum á landsbyggðinni, en bendir á hvað Fljótsdalshérað varðar, nauðsyn þess að hraðað verði uppbyggingu til annarra staða, svo sem þéttbýlisins á Hallormsstað sem og í dreifbýli sveitarfélagsins, þar sem netsamband er víða ófullnægjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Þjónusta vegna andláts,kistulagninga- og útfara í umdæmi HSA á Egilsstöðum

201302083

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur til að kannaðir verði möguleikar á því að finna líkgeymslu og kapellu stað í norðurenda núverandi byggingar HSA, í tengslum við aðkomu sjúkrabíla og nýbyggingu hjúkrunarheimilis. Bæjarstjóra er falið að ræða við fulltrúa HSA vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Tjarnarskógur - Skógarland - húsnæðismál

201302044

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn fagnar því að allar niðurstöður sem borist hafa úr rannsóknum á byggingu leikskólans Tjarnarskógar við Skógarland, benda til þess að ekki sé myglusvepp að finna í húsinu. Enn er beðið niðurstöðu úr greiningu rannsóknarstofu á sýnum sem tekin voru við skoðun á húsinu sem framkvæmd var í janúar, en engar vísbendingar komu fram við þá skoðun sem bentu til myglu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Búfjáreftirlit

201302035

Í vinnslu.

8.5.Laufás Hjaltastaðaþinghá /Kaup á jörð

201301153

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mælir með því að Guðmundur Karl Sigurðsson fái keypta ríkisjörðina Laufás í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði, auk Nýbýlalands 3. Hann hefur setið jörðina lengur en sjö ár og þar með öðlast kauprétt á henni. Guðmundur hefur verið með lögheimili sitt og fjölskyldu sinnar í Laufási frá því hann fékk jörðina leigða. Jörðin hefur verið vel setin þann tíma og var hún nýlega skoðuð af landskoðunarmönnum. Í Laufási er rekið blandað bú og eru ábúendur með fasta búsetu þar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Hóll í Hjaltastaðaþinghá, umleitan um leigu

201209134

Á fundi bæjarráðs voru kynnt drög að leigusamningi sem gerð hafa verið á grundvelli áður samþykktra útgangspunkta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.7.Skólaskrifstofa Austurlands

201205180

Skipan bæjarráðs á starfshópnum staðfest.

8.8.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

201212026

Í vinnslu.

9.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2013

201301257

Undir þessum lið mætti Ester Kjartansdóttir formaður umhverfis- og héraðsnefndar og kynnt starfsáætlun sinnar nefndar.

Til máls tóku undir þessum lið Sigrún Blöndal, sem bar fram fyrirspurn og Ester Kjartansdóttir sem svaraði fyrirspurn.

9.1.Tilkynning um nýjan eiganda á leiguhúsnæði/Skógarlönd 3b

201302027

Lagt fram til kynningar.

9.2.Vinabæjarmót í Sorö 14.-16. júní 2013

201208021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að tveir fulltrúar Fljótsdalshéraðs ásamt mökum, fari sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjarmót sem halda á í Sorö í Danmörku 14. - 16. júní nk.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt inntöku sveitarfélagsins Rassepori Kommune í Finnlandi í vinabæjarakeðjuna.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (EA)

9.3.Starfsemi félagsheimilanna

201201262

Í vinnslu.

9.4.Eignarhaldsfélagið Fasteign, tilkynning um breytingu á félagaformi

201302017

Lagt fram til kynningar.

9.5.Beiðni um lækkun á fasteignaskatti

201302016

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

9.6.Frumvarp til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174.mál /Til umsagnar

201302014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur þá hugmynd sem fram kemur í tillögunni allsendis ótímabæra og að skynsamlegra og hagkvæmara sé að nýta það fjármagn sem til staðar er til að byggja upp, styrkja og markaðssetja þá millilandaflugvelli sem þegar eru í landinu. Benda má tillöguflytjendum á að fleiri en ein aðkomuleið er að Vatnajökulsþjóðgarði og millilandaflugvelli er að finna bæði norðan hans og austan.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.7.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 204.mál /Til umsagnar

201302013

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

9.8.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga,449.mál. /Til umsagnar

201302010

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

9.9.Votihvammur/erindi frá íbúum

201212016

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

9.10.Atvinnustefna Vatnajökulsþjóðgarðs

201302015

Á fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur frá Birni Ármanni Ólafssyni, dags. 4. febrúar 2013 með drögum að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs og tillögum að breytingum á reglugerð um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir tillögu að reglugerðarbreytingu sem kynnt var á fundi bæjarráðs. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir að komið verði á fundi fulltrúa svæðisráðs og sveitarfélagsins til að ræða fyrirliggjandi drög að atvinnustefnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.11.Málefni Safnahúss

201211102

Á fundi bæjarráðs var kynntur fundur fulltrúa Fljótsdalshéraðs með stjórn Héraðsskjalasafnsins, en á honum kom fram sameiginlegur skilningur stjórnar og fulltrúa sveitarfélagsins á stöðu mála vegna hugmynda sem bæjarráð hefur reifað um skipulagsbreytingar

í rekstri safna í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að óska eftir afstöðu annarra aðildarsveitarfélaga til hugmynda er varða m.a. sameiginlega framkvæmdastjórn safna í húsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?