Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

183. fundur 18. september 2013 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2014

201309035

Í vinnslu.

1.2.Húsaleigubætur

201209089

Afgreitt af félagsmálanefnd.

1.3.Fjárhagsaðstoð

201306104

Afgreitt af félagsmálanefnd.

1.4.Barnaverndarmál

1301119

Afgreitt af félagsmálanefnd.

1.5.Jafnréttisáætlun 2013

201306100

Í vinnslu.

2.Félagsmálanefnd - 120

1309008

Til máls tók: Sigrún Harðardóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

2.2.Ungt fólk og lýðræði 2013 - lokaskýrsla

201309038

Lagt fram til kynningar.

2.3.Upplýsingatækni í grunnskólum

201308069

Lagt fram til kynningar.

2.4.Fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum

201309037

Lagt fram til kynningar.

2.5.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2014

201309036

Í vinnslu.

2.6.Rafræn framlenging leigusamninga við Félagsstofnun stúdenta

201309018

Í vinnslu.

2.7.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2014

201309034

Í vinnslu.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 189

1309005

Fundargerðin staðfest.

3.1.Vinnubúðir, ósk um geymslulóð

201210083

Erindi í tölvupósti dags.10.9.2013 þar sem Þuríður Ingólfsdóttir f.h. Héraðsverks ehf. sækir um framlengingu á stöðuleyfi, sem veitt var á 83. fundi nefndarinnar 24.10.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda. Stöðuleyfið verður veitt til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Umsókn um rekstrarleyfi/hótel, veitingastofa

201309053

Erindi í tölvupósti dags.6.9.2013 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar fyrir Gistiheimilið Eyvindará kt.450307-1570, forsvarsmaður er Sigurbjörg Inga Flosadóttir kt.040353-3139.starfsstöð er Gistiheimilið Eyvindará.
Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Sú afgreiðsla var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. sept. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.3.Umsókn um rekstrarleyfi /Gistiheimili

201309059

Erindi í tölvupósti dags.8.8.2013 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Vínland hið góða ehf. kt.690513-0640. Forsvarsmaður er Brynjólfur Vignisson kt.180347-2409. Starfsstöð er Vínland.
Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Sú afgreiðsla var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. sept. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Umsókn um rekstrarleyfi/gistiskáli

201308072

Erindi í tölvupósti dags.20.8.2013. þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl.II. Umsækjandi er Sigfús Ingi Víkingsson kt.121174-3839. Starfsstöð er Skógargerði Fellum.
Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Sú afgreiðsla var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. sept. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Umsókn um rekstrarleyfi/endurnýjun

201309029

Erindi í tölvupósti dags.5.9.2013 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun á veitingaleyfi í fl. II. fyrir N1, kt.540206-2010 forsvarsmaður er Ómar Jóhannsson kt.200930-5059. Starfsstöð er Kaupvangur 4, Egilsstöðum.
Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Sú afgreiðsla var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. sept. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Umsókn um rekstrarleyfi/gisting

201309030

Erindi í tölvupósti dags.5.9.2013 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt.490169-5479, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar. Umsækjandi er Anna Fía Emilsdóttir kt.230551-3169 Bræðratungu 7, Kópavogi. Starfsstöð er Hamragerði 3, Egilsstöðum fastanúmer 228-9582. Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Sú afgreiðsla var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. sept. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis/sumarhús

201309031

Erindi í tölvupósti dags.5.9.2013 þar sem Sýslumaðurinn á Seyðisfirði kt. 490169-5479, óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um gistileyfi í fl. II. Umsækjandi er Friðjón K. Þórarinsson kt.120858-7699. Starfsstöð er Flúðir, 701 Egilsstaðir.
Með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Byggingarfulltrúi mælir með veitingu leyfisins.

Sú afgreiðsla var staðfest af skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs þann 11. sept. 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Umsókn um byggingarleyfi breytingar

201308111

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa staðfest.

3.9.Ormsteiti 2013

201308067

Lagt fram til kynningar.

3.10.Starfsskýrsla Skátafélagsins Héraðsbúar fyrir 2012

201309012

Lögð fram til kynningar.

3.11.Ársskýrsla AÍK Start 2013

201308119

Fyrir liggur starfsskýrsla Akstursíþróttaklúbbsins Start til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og óskar Ólafi Braga Jónssyni til hamingju með heimsmeistaratitilinn í torfæruakstri sem hann ávann sér í Noregi nýlega. Í tilefni af þessum titli veitir menningar- og íþróttanefnd Ólafi Braga 50.000 kr. styrk, sem viðurkenningarvott fyrir frábæran árangur. Styrkurinn verður tekinn af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Skýrsla Ungmennafélagsins Ásinn 2013

201308120

Lagt fram til kynningar.

3.13.Ársskýrsla Ungmennafélagsins Þristurinn 2013

201309001

Lagt fram til kynningar.

3.14.Hreyfivika 2013

201309021

Hreyfivika - Move week - er haldin í annað sinn á þessu ári en UMFÍ heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Hreyfivikan, sem fyrirhuguð er 7.-13. október, hefur það markmið að fá sem flesta til að hreyfa sig og hvetja til heilbrigðs lífsstíls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar hvetur bæjarstjórn starfsfólk stofnana sveitarfélagsins, íþróttafélög og aðra aðila til þátttöku í hreyfivikunni og felur starfsmanni Menningar- og íþróttanefndar að vinna að verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.15.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

201306110

Fyrir liggur tölvupóstur dags. 25. júní 2013 og greinargerð frá Hrafnkeli Lárussyni með hvatningu um að hugað verði að friðlýsingu og merkingu gamalla minja um veghleðslu á Breiðdalsheiði. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 15. júlí 2013 og vísað til nefndarinnar. Einnig hvatt til þess að haft verði samráð við Breiðdalshrepp um úrvinnslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og tekur vel í að unnið verði að merkingu veghleðslanna í samstarfi við Breiðdalshrepp og felur starfsmanni menningar- og íþróttanefndar að vinna málið áfram. Vegna aldurs síns þá eru hleðslurnar sjálfkrafa friðaðar samkvæmt Minjalögum með 15 metra friðhelgi umhverfis þær. Jafnframt leggur bæjarstjórn til að sveitarfélögin tvö óski eftir því að veghleðslurnar verði friðlýstar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.16.Útgáfa bókar, beiðni um styrk

201001094

Á fundi menningar- og íþróttanefndar 8.2. 2010 var tekið fyrir erindi frá Ingifinnu Jónsdóttur um styrk vegna útgáfu bókar með sögum og sögnum úr Skriðdal. Nefndin taldi sér ekki fært á þeim tíma að styrkja útgáfuna en samþykkti að kaupa eintök af bókinni þegar hún kæmi út. Skriðdæla - Byggðasaga, ábúendatal og ýmis fróðleikur, kom út nú í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að keypt verði 10 eintök af bókinni, að andvirði kr. 80.000, sem takist af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.17.Litla ljóðahátíðin - umsókn um styrk

201309009

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 2. september, frá Stefáni Boga Sveinssyni, þar sem sótt er um styrk til ljóðahátíðar sem fram fer á Egilsstöðum og Akureyri og er á vegum Litlu ljóða hámerinnar og Ljóðaklúbbsins Hása kisa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að ljóðahátíðin verði styrkt með 25.000 kr. framlagi, sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (SBS)

3.18.Umsókn um styrk vegna starfsemi stúlknakórsins Liljurnar

201305165

Fyrir liggur bréf dagsett 1. maí 2013, undirritað af Margréti Láru Þórarinsdóttur með beiðni um styrk til starfsemi stúlknakórsins Liljurnar. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar í maí en frestað þá og starfsmanni falið að afla upplýsinga um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að kórinn verði styrktur með 50.000 kr. framlagi sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.19.Rekstraráætlun Skíðafélagsins í Stafdal fyrir 2014

201308122

Lagt fram til kynningar.

3.20.Umsókn um byggingarleyfi endurbætur í Norðurtúni.

201309032

Afgreiðsla skipulags- og byggingarfulltrúa staðfest.

3.21.Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs 2013-2018

201308098

Lagt fram til kynningar.

3.22.Áhöld fyrir íþróttahúsið á Hallormsstað

201309020

Í vinnslu.

3.23.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

4.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 49

1309003

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhfæi sínu vegna liðar 5.7 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Drög að fjárhagsáætlun ársins 2014.

201309071

Í vinnslu.

4.2.Launaáætlun fyrir tímabilið janúar til ágúst 2013 lögð fram til kynningar.

201309070

Lagt fram til kynningar.

4.3.Starfsmannamál

201309026

Lagt fram til kynningar.

4.4.Yfirlit yfir fjölda tíma og umfang félagslegrar heimaþjónustu.

201309069

Lagt fram til kynningar.

4.5.Viðbótarfjármagn v málefna fatlaðs fólks fyrir árið 2013.

201309068

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarráði að gera grein fyrir umræddri fjárveitingu hennar við gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2013. Málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Nordiske træbyer

201204102

Fyrir fundi atvinnumálanefndar lá tölvupóstur og gögn frá aðstandendum verkefnisins Nordiske træbyer, dagsett 4. september, með boði á ráðstefnu um verkefnið í Trondheim 19. september n.k.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og sér sér ekki fært að kosta fulltrúa á ráðstefnuna að þessu sinni, en mælir með að áfram verði skoðaðir möguleikar á að innleiða þá hugmyndafræði sem verkefnið byggir á, inn í framtíðarstefnu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Heimsókn SÁÁ til Fljótsdalshéraðs

201309022

Í vinnslu.

4.8.Samþykkt um alifuglahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

201308104

Í vinnslu.

4.9.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Í vinnslu.

4.10.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

201210107

Bæjarstjóri hefur unnið að því með aðstoð lögmanns sveitarfélagsins að taka saman athugasemdir vegna skoðunar Orkustofnunar á framkvæmd á skilmálum virkjanaleyfa við Kárahnjúka og Lagarfoss. Í því skyni hefur verið fundað með fulltrúum landeigenda við Lagarfljót og þeim fastanefndum sveitarfélagsins sem málið varðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá athugasemdunum og senda til Orkustofnunar fyrir lok tilskilins frests.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Evrópsk lýðræðisvika

201308107

Á fundi bæjarráðs kynnti bæjarstjóri hugmyndir að verkefnum sem tengjast málinu og hægt væri að koma af stað í tengslum við umrædda lýðræðisviku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að mæla með því að fulltrúar framboðanna í bæjarstjórn setji upp sérstakan bæjarstjórnarbekk á lýðræðisdaginn 15. okt. td. í Nettó og verði þar til viðræðu við gesti og gangandi. Yfirskriftin verði lýðræði og komandi sveitarstjórnarkosningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.12.Fundargerð 14. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

201309023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.13.Fundargerð 1.fundar stjórnar Brunavarna á Héraði 2013

201309015

Fundargerðin staðfest.

4.14.Fundargerð 154. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201309014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.15.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

201112020

Í vinnslu.

4.16.Fundargerð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands 20.ágúst 2013

201308085

Lagt fram til kynningar.

4.17.Starfsmannamál

201309026

Lagt fram til kynningar.

4.18.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

201304103

Í vinnslu.

4.19.FaroExpo

201205194

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnumálanefnd og bæjarráði og telur tækifæri geta falist í viðskiptum við Færeyjar, fyrir fyrirtæki í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn hvetur fyrirtæki á Fljótsdalshéraði til að kynna sér fyrirtækjastefnumótið Faroexpo sem haldið verður í Runavík í Færeyjum í október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnumálanefndar samþykkir bæjarstjórn að þau fyrirtæki sem áhuga hafa á þátttöku verði styrkt með því að aðstoða þau við skipulagningu og aðkomu að einum "bás" án endurgjalds. Kostnaður vegna þátttökugjalds á Faroexpo verði tekinn af lið 13.81

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.20.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Á fundi atvinnumálanefndar var rædd þjónusta tjaldsvæðisins á Egilsstöðum í sumar. Einnig var farið yfir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins þannig að það geti m.a. tekið á móti fleiri gestum.

Í bókun sinni leggur atvinnumálanefnd áherslu á mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldsvæðisins sé eins og samningar við rekstraraðila kveða á um.

Þá leggur nefndin áherslu á að í fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir 2014 verði gert ráð fyrir þeim verkefnum á tjaldsvæðinu sem grein er gerð fyrir í viðhalds- og fjárfestingaáætlun atvinnumálanefndarinnar fyrir næsta ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að þjónusta og umhirða tjaldstæðisins sé í góðu horfi.
Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.21.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

4.22.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Fyrir fundinum liggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem styðja eiga við eflingu ferðaþjónustu og verslunar á Héraði, sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hefur tekið saman í kjölfar samstarfsvinnu hagsmunaaðila og Fljótsdalshéraðs. Draga má tillögurnar í aðgerðaáætluninni saman í sex meginþætti sem allir hafa áhrif á það að gera Héraðið að enn áhugaverðari og betri áfangastað ferðamanna svo og íbúa og gesta Austurlands sem sækja verslun og þjónustu til Fljótsdalshéraðs. Þessi meginþættir eru:

Umhverfi og aðkomuleiðir að þéttbýlinu
Uppbygging og ásýnd miðbæjar
Merkingar og vegvísar
Áfangastaðir og uppbygging þeirra
Vörumerki og markaðssetning
Vöruþróun, þjónusta og samstarf hagsmunaaðila

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með drögin og leggur áherslu á að vinnu við verkefnið verði haldið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.23.Atvinnuráðstefna á Austurlandi 5.-8. nóvember

201309006

Lagt fram til kynningar.

4.24.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 92

1309002

Fundargerðin staðfest.

4.25.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

4.26.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

4.27.Fjármál 2013

201301002

Kynnt fundarboð vegna Fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga sem haldin verður 3. og 4. október nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð, ásamt áheyrnarfulltrúa, bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Í bæjarráði voru kynnt drög að samningi við N4 vegna þáttagerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að semja við N4 um að styrkja gerð þáttarins Glettur og að gert verði ráð fyrir kostnaði við samninginn við gerð fjárhagsáætlunar 2014. Samningurinn verði svo lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málefni Skíðafélagsins í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar erindi Skíðafélagsins í Stafdal til menningar- og íþróttanefndar til frekari vinnslu, en tekur að öðru leyti undir bókun bæjarráðs varðandi málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.

4.28.Umsókn um byggingarleyfi

201309048

Erindi í tölvupósti dags. 22.8.2013 þar sem Eyjólfur Jóhannsson f.h. Rafey ehf. kt.440789-5529, sækir um leyfi til að gera breytingar á húsinu að Miðási 11, verkstæði Rafeyjar, samkvæmt meðfylgjandi lýsingu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.29.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 123

1309004

Fundargerðin staðfest.

4.30.Lausar lóðir á Fljótsdalshéraði

201309047

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

4.31.Beiðni um lykiltölur úr aðalskipulagi.

201307005

Afgreiðsla skipulags- og mannvirkjanefndar staðfest.

4.32.Aðgengismál við Hlymsdali

201308105

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að bæta við einu bílastæði fyrir fatlaða og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta framkvæma verkið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.33.Umsókn um ljósastaur við Kóreksstaði

201306087

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Aðalbjörg Sigurðardóttir kt. 210151-2309 sækir um að fá útiljósastaur í hlaðið á Kóreksstöðum í Hjaltastaðarþinghá. Málið var áður á dagskrá 28.08.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli samþykktar um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli, sem staðfest var í bæjarstjórn 2.11.2011, og að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar, þá hafnar bæjarstjórn erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.34.Umsókn um skilti

201309051

Erindi í tölvupósti dags.15.8.2013 þar sem Jón Árni Ólafsson f.h. Skeljungs hf.kt.590269-1749, óskar eftir leyfi til að setja upp skilti á gatnamótum Fagradalsbrautar og Seyðisfjarðarvegar, samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem unnið er að heildstæðu skipulagi fyrir auglýsingaskilti í sveitarfélaginu, tekur bæjarstjórn undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd og sér sér ekki fært að samþykkja erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.35.Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

201309044

Lögð er fram tillaga að breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr.512/2010. Breytingin felst í tilfærslu á einstefnu í Bláskógum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar þann 9.1.2013 var erindi um afnám einstefnu um Bláskóga hafnað. Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og telur ekki ástæðu til að breyta þeirri ákvörðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.36.Göngustígur í Fellabæ

201309050

Í vinnslu.

4.37.Umsókn um byggingaráform

201309042

Erindi dags. 6.9.2013 þar sem Baldur Bragason kt.280672-3949, sækir um byggingaráform um byggingu bílageymslu að Árskógum 28 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn áform um byggingu bílskúrs að Árskógum 28 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.38.Umsókn um að skila lóð

201309049

Erindi í tölvupósti dags.4.9.2013 þar sem Hrafnkell Elísson f.h. H-gæða ehf. kt.670706-1330, óskar eftir að skila inn lóðunum 1-5 við Klettasel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afturkalla kröfu um gatnagerðargjöld af lóðunum í samræmi við reglur þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 240

1308014

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.6. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.6. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.6, 1.8, 1.18 og 1.19. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.18 og 1.19. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði. 1.6 1.8 og 1.18. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.6. 1.8 og 1.9 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.8

Fundargerðin staðfest.

5.1.Umsókn um uppsetningu á skiltum

201309046

Erindi í tölvupósti dags. 4.7.2013 þar sem Hallur Geir Heiðarsson, svæðisstjóri Norður- og Austurlands, fyrir hönd Samkaup hf. kt.571298-3769, sækir um leyfi fyrir uppsetningu skilta innan bæjarmarka Egilsstaða á tveimur stöðum, samkvæmt meðfylgjandi myndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem unnið er að heildstæðu skipulagi fyrir auglýsingaskilti í sveitarfélaginu, tekur bæjarstjórn undir með Skipulags- og mannvirkjanefnd og sér sér ekki fært að samþykkja erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.2.Opin leiksvæði 2013

201309024

Í vinnslu.

5.3.Miðvangur 18, frágangur á lóðamörkum

201309045

Erindi í tölvupósti dagsett 28.08.2013 þar sem Eggert Már Sigtryggsson óskar eftir að lokið verði við frágang á lóðinni Miðvangur 18 og gengið verði frá bráðabirgðarlokunum við lóðina Blómvangur 2. Einnig er vísað í erindi dags. 20.06.2012, sem tekið var fyrir í skipulags- og mannvirkjanefnd 11.07.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá bráðabirgðarlokun við lóðarmörk Blómvangs 2 og Miðvangs 18 í samráði við lóðarhafa.
Öðrum framkvæmdum á svæðinu er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.4.Leikskólinn Hádegishöfði,Vinnueftirlit/Skoðunarskýrsla

201309005

Lagt fram til kynningar.

5.5.Hækkun á aðflugsbúnaðar mastri (GP Antenna Mast)

201308121

Erindi í tölvupósti dagsett 27.08.2013 þar sem Jörundur Ragnarsson fyrir hönd Ísavía ohf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðflugsbúnaði þ.e. mastur,(GP Antenna Mast). Um er að ræða hækkun á núverandi mastri úr 10,2 metrum með tveim skermum í 15,0 metra með þrem skermum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.6.Afhending teikninga af húsnæði Arionbanka á Egilsstöðum.

201308008

Lagt fram til kynningar.

5.7.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201309043

Í vinnslu.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 101

1309007

Til máls tók: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Kynbundinn launamunur

201309028

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að óásættanlegt sé að kynbundinn launamunur finnist í samfélaginu og ekki síst hjá hinu opinbera. Bæjarstjórn samþykkir að fram fari athugun á stöðu mála hjá sveitarfélaginu hvað þetta varðar. Samþykkt er að leita samstarfs við BSRB um framkvæmd slíkrar athugunar. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?