Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

227. fundur 18. nóvember 2015 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2016

201509051

Í vinnslu.

1.2.Laun fræðslunefndar 2016

201511045

Í vinnslu.

1.3.Breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla

201511028

Lagt fram til kynningar.

1.4.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2016

201509097

Í vinnslu.

1.5.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2016

201509098

Í vinnslu.

1.6.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2016

201509099

Í vinnslu.

1.7.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2016

201509053

Í vinnslu.

1.8.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2016

201509052

Í vinnslu.

1.9.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2016

201509054

Í vinnslu.

1.10.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

1.11.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2016

201509050

Í vinnslu.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 225

1511008

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Stóra-Sandfell deiliskipulag

201406091

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11. 2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Stóra- Sandfell III, IV og V á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 05.11. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga frá 12. febrúar til 26. mars 2015. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. mars 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna:
1) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 25.02. 2015, þar sem gerð er athugasemd við stærð rotþróa.
Svar: Brugðist hefur verið við þessari athugasemd með því að taka stærðirnar út úr texta deiliskipulagsins. Stærð rotþróa verði ákveðin við hönnun fráveitunnar.

2) Vegagerðin dagsett 05.03. 2015 þar sem bent er á að veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar er 60 m á stofnvegum, þ.e. 30 m frá miðlínu vegar.
Svar: Skipulagsmörk hafa verið færð út fyrir veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.

Til viðbótar hefur byggingarreitur 4 verið færður til og byggingarreit 9 bætt við skipulagstillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna með áorðnum breytingum og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.2.Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi

201504080

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 23. september 2015 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, samgöngumál

201511034

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendingarnar. Samgöngumál verða tekin upp við Vegagerðina á næsta fundi með þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Gangstétt sunnan Fénaðarklappar

201511033

Málið verður tekið til athugunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

2.5.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Kaupvangur 23 og Miðvangur 6

201511032

Málið er í vinnslu hjá nefndinni.

2.6.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

201503010

Lagt fram til kynningar.

2.7.Markmið og skipulag ungmennaráðs 2015-2016

201511024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu ungmennaráðs að sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar verði haldinn í janúar á næsta ári, í stað þess að halda hann á vortíma eins og oftast hefur verið gert.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs 2015-2016

201511023

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir kosningu ungmennaráðs á Aron Steini Halldórssyni sem formanni ráðsins og Söru Lind Magnúsdóttur sem varaformanni þess.
Jafnframt óskar bæjarstjórn formanni og varaformanni og ungmennaráðinu öllu velfarnaðar í störfum sínum á starfsárinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Kynning á hlutverki ungmennaráðs

201511021

Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 47

1511005

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Starfið framundan.

201501006

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa athugasemdum nefndarinnar um fjárhagsáætlun hennar fyrir árið 2016, til undirbúningsvinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, fyrir síðari umræðu hennar 2. des.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015

201508067

Lagt fram til kynningar.

3.3.Jafnréttisáætlun 2015

201510106

Á fundi jafnréttisnefndar var farið yfir gildandi jafnréttisáætlun og henni lítillega breytt til samræmis við núverandi fyrirkomulag jafnréttismála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu jafnréttisnefndar samþykkir bæjarstjórn jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs sem gildir til ársins 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 56

1510027

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Leiksvæði og göngustígur

201511031

Málið verður tekið til athugunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

4.2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015

201510168

Afgreiðsla náttúruverndarnefndar staðfest.

4.3.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

201510037

Á fundi náttúruverndarnefndar voru lagðar fram ályktanir aðalfundar SSA 2015, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd taka undir með SSA og hvetja ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.
Jafnframt ítrekar bæjarstjórn mikilvægi þess að umhverfismálum verði áfram helgaður sérstakur liður á aðalfundum SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Náttúruverndarnefnd - 4

1511006

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina, lagði fram drög að bókun og ræddi sérstaklega lið 7.1 Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 7.1 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Samningar við íþróttafélög

201511035

Í vinnslu.

5.2.Styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar

201509104

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Körfuknattleiksdeild Hattar, dagsett 24. september 2015, undirrituð af Hafsteini Jónassyni. Málið var áður á dagskrá íþrótta- og tómstundanefndar 28. október 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar því að körfuknattleiksdeild Hattar leiki nú í efstu deild. Umfjöllun um liðið og sveitarfélagið er af þessu tilefni töluverð í fjölmiðlum.
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að deildinni verði veittur auglýsingastyrkur að upphæð kr. 250.000 sem verði tekin af lið 0689. Starfsmanni nefndarinnar falið að gera samning við deildina um málið og leggja fyrir næsta fund hennar.
Málið verður tekið aftur til umfjöllunar í upphafi næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.3.Endurnýjun á gervigrasvöllum

201510135

Fyrir liggja ýmis gögn varðandi málefni gervigrasvalla og fyllingarefna í þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og vísa málinu til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 16

1511004

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Barna- og leikskólinn á Eiðum

201510167

Í vinnslu.

6.2.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015

201511039

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela Óðni Gunnari Óðinssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem boðaður hefur verið á Breiðdalsvík 24. nóv. kl. 14:00. Jafnframt samþykkt að Guðmundur Kröyer verði hans varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.3.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015.

201510098

Lagt fram til kynningar.

6.4.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

201510156

Í vinnslu.

6.5.Fjármál 2015

201501007

Í bæjarráði var farið yfir reglur og viðmiðunartölur vegna heimildar sveitarfélaga til lækkunar fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega á íbúðarhúsnæði þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðmiðunartölur ársins 2016 verði sem hér segir:

Hámark afsláttar verði 63.500

Viðmiðunartala tekna hjá einstaklingi verði kr. 2.413.000 að lágmarki og að hámarki 3.167.000
Viðmiðunartala tekna hjá hjónum verði kr.3.395.000 að lágmarki og kr. 4.300.000 að hámarki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Erindi varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að greiða fundarsetuþóknun fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn Brunavarna á Héraði, fyrir fundi hennar á líðandi kjörtímabili, þar sem engar launagreiðslur eru á vegum byggðasamlagsins. Þóknunin fyrir fundi Brunavarna á Héraði verði eins og fyrir aðrar þriggja manna nefndir sveitarfélagsins. Kostnaður færist á lið 07-21, ( framlög til Brunavarna á Héraði )

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 319

1511010

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Fundargerðir Brunavarna á Héraði, 15.10.2015 og 18.10.2015

201510102

Lagt fram til kynningar.

7.2.Beiðni um stuðning vegna landsmóts bifhjólafólks 2016

201510062

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.3.Ályktun Kennarafélags Menntaskólans á Egilsstöðum

201511014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Kennarafélagi ME og lýsir áhyggjum yfir stefnu menntamálayfirvalda varðandi fjöldatakmarkanir nemenda í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem bitna sér í lagi á fjarnámi skólans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Grafarland

201510166

Á fundi bæjarráðs voru ræddar hugmyndir að framtíðarnýtingu svæðisins og virkjun vatnsbóls sem þar er. Bæjarráð mælist til að HEF taki málið með vatnsbólið til skoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vísar hugmyndum um framtíðarnýtingu Grafarlands til skoðunar í starfshópi um greiningu og uppbyggingu ferðamannastaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.5.Könnun Austurbrúar um afstöðu fólks til Austurlands sem ferðamannastaðar.

201511001

Í vinnslu.

7.6.Áfangastaðurinn Austurland

201409105

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

7.7.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

201501132

Lagt fram til kynningar.

7.8.Fundargerð 831. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

201511020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir stuðningi við þau sjónarmið stjórnar Sambandsins, að brýnt sé að ræða styrkingu og breikkun tekjustofna sveitarfélaga við fjármála- og efnahagsráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.9.Fundargerðir stjórnar SSA.

201507008

Lagt fram til kynningar.

7.10.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

201510156

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2016 verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.11.Fjármál 2015

201501007

Í vinnslu.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 318

1511001

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.Atvinnu- og menningarnefnd - 26

1511002

Til máls tók: Guðmundur S. Kröyer, sem kynnt fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.1.Greining á þróun atvinnulífsins

201504026

Í vinnslu.

9.2.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

201510016

Fyrir liggja drög að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.3.Áfangastaðurinn Austurland

201409105

Lagt fram til kynningar.

9.4.Kynningarmál

201510040

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar voru kynningarmál sveitarfélagsins til umræðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að endurútgefinn verði bæklingur á ensku um Fljótsdalshérað fyrir ferðamenn. Fjármunir verði teknir af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35

1511007

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem lýsti yfir vanhæfi sínu vegna liðar 4.6. og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Guðmundur Kröyer, sem ræddi lið 4.6. og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.6 og svaraði fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.6. Gunnar Sigbjörnsson, sem ræddi lið 4.6. og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.6. og svaraði fyrirspurn og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.4.

Fundargerðin lögð fram.

10.1.Aðalfundur HAUST 2015.

201510012

Lagt fram til kynningar.

10.2.Samgönguáætlun 2015-2026

201510154

Erindi í tölvupósti dagsett 23.10. 2015 þar sem vakin er athygli á að mat á umhverfisáhrifum samgönguáætlunar 2015-1026 sé nú til umsagnar skv. lögum um umhverfismat áætlana. Frestur til að koma með ábendingar eða athugasemdir er til og með 13. nóvember nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna, en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.3.Tjarnarland urðunarstaður.

201507040

Lagt fram til kynningar.

10.4.Umsókn um byggingarleyfi

201511002

Erindi dagsett 28. október 2015 þar sem Baldur Grétarsson kt. 250461-7479 og Katrín M. Karlsdóttir kt. 300761-2919 sækja um byggingarleyfi fyrir lítið hús á Skipalæk. Fyrir liggja teikningar af húsinu ásamt samþykki landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Ítrekuð er fyrri bókun varðandi kröfu um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.5.Viðhald og málun ljósastaura

201510142

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

10.6.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

201503010

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Gert er ráð fyrir að á aðalskipulagsuppdrætti verði reitur fyrir þjónustustofnanir með auðkenni A6/T8 stækkaður úr 15 ha. í 33 ha. til austurs inn á landbúnaðarland að Eyvindará og um leið verða vatnsverndarákvæði austan flugvallarins felld niður. Málið var áður á dagskrá 27.10. 2015.
Skipulagsáformin hafa verið kynnt landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. grein skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (GJ)

10.7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

201510042

Lagt fram til kynningar.

10.8.Íþróttamiðstöðin ómtímamæling

201511029

Málið er í vinnslu.

10.9.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, umferðarhraði á Selási

201511030

Málið verður tekið til athugunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?