Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

223. fundur 16. september 2015 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Launaþróun á fræðslusviði

201403032

Í vinnslu.

1.2.Ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar 2014

201508056

Lagður fram til kynningar.

1.3.Aðalfundur SSA 2015

201503113

Tillögum sem fram komu hjá atvinnu- og menningarnefnd vísað til vinnu við undirbúning að ályktunum aðalfundar SSA 2015.

1.4.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sænautasel

201508057

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna Sænautasels, dagsett 11. ágúst 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til við umhverfis og framkvæmdanefnd að brugðist verði við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Eftirlitsskýrsla HAUST/Vatnsveita Hjaltalundi

201506145

Lagt fram til kynningar.

1.6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsheimilið Hjaltalundur

201506141

Lagt fram til kynningar.

1.7.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsheimili Barnaskólans á Eiðum

201508054

Lagt fram til kynningar.

1.8.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

201504105

Í vinnslu.

1.9.Ósk um styrk vegna Litlu ljóðahátíðarinnar 2015

201509020

Fyrir liggur styrkumsókn , dagsett 4. september 2015, undirrituð af Stefáni Boga Sveinssyni, vegna Litlu ljóðahátíðarinnar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (SBS)

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 31

1508017

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Guðmundur Kröyer, sem bar fram fyrirspurn vegna liðar 4.3. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurn vegna liða 4.3.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

201505058

Í vinnslu.

2.2.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

201507057

Fyrir liggja tillögur að útboðsgögnum og verklýsingu vegna sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

201501050

Fyrir liggja útboðsgögn vegna snjóhreinsunar á Fljótsdalshéraði 2015 til 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2015

201508088

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

3.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 220

1509003

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Fundargerðir stjórnarfunda hjá Héraðsskjalasafni í maí og júlí 2015

201507031

Lagðar fram til kynningar.

3.2.Eftirfylgni vegna könnunar á innleiðingu laga

201509012

Lagt fram til kynningar.

3.3.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

201407041

Í vinnslu.

3.4.Þjóðarsáttmáli um læsi

201508098

Í vinnslu.

3.5.Sameiginlegt verkefni leik- og grunnskóla á Austurlandi um bættan námsárangur

201501223

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að fram fari aukin samræða milli skólastiganna um verkefnið. Fræðslufulltrúa falið að boða til sameiginlegs fundar leik- og grunnskólastjóra og bjóða fulltrúum í fræðslunefnd þátttöku á slíkum fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Vinnumat í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

201506135

Á fundi fræðslunefndar var rætt um framkvæmd vinnumats í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að reynslan af framkvæmd vinnumatsins á fyrsta ári þess verði metin með markvissum hætti á síðara hluta skólaársins, til að læra af því sem vel tekst til og þess sem betur má fara við framkvæmd vinnumatsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Egilsstaðaskóli - nemendamál

201509016

Skólastjóri kynnti fræðslunefnd málið sem varðar aukna einstaklingsbundna stuðningsþörf. Um er að ræða þörf á 90% starfi stuðningsfulltrúa sem þegar hefur verið ráðið í til að bregðast við augljósum þörfum þeirra einstaklinga sem í hlut eiga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að aukin fjárþörf sem af þessu leiðir verði skoðuð með niðurstöðu á launalið stofnunarinnar 2015, sbr. bókun undir lið 1 í fundargerð fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2015

201508019

Lagt fram til kynningar.

3.9.Samningur vegna styrks úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015-2016

201508006

Lagt fram til kynningar.

3.10.Skólaþing sveitarfélaga 2015

201509017

Lagt fram til kynningar.

3.11.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Til kynningar.

4.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 55

1509007

Til máls tók: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

4.1.Landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015.

201507020

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vekur athygli á því, að samkv. ákvörðun bæjarráðs, verður landsþing jafnréttisnefnda haldið á Egilsstöðum 8. og 9. október nk. Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og hvetur kjörna fulltrúa og aðra sem vinna að jafnréttismálum innan sveitarfélagsins, til að mæta á þann hluta þingsins sem er öllum opinn, en það eru fyrirlestrar sem haldnir verða fyrir hádegi föstudaginn 9. okt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Starfið framundan.

201501006

Lagt fram.

5.Beiðni um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum

201509035

Til máls tók Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram bréf frá Ingunni Bylgju Einarsdóttur af L-lista, með beiðni um tímabundið leyfi frá störfum sem formaður jafnréttisnefndar og varabæjarfulltrúi frá 25. sept. 2015 til 1. febrúar 2016, með vísan til 1. mgr. 42. gr. Samþykktar um stjórn og fundasköp Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi og skipar jafnframt Kristínu Björnsdóttur sem formann jafnréttisnefndar í hennar stað umrætt tímabil.

Aðalsteinn Ásmundarson tekur sæti Ingunnar Bylgju sem varabæjarfulltrúi L-lista sama tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fyrir liggur beiðni frá Kristjönu Jónsdóttur (B-lista) um tímabundið leyfi frá störfum sem varabæjarfulltrúi, með vísan til 1. mgr. 23. gr. sbr. 26. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, og sem aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd, sbr. 1. mgr. 42. gr. samþykktanna, vegna mikilla anna við störf á næstu mánuðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi til og með 31. desember 2015. Alda Ósk Harðardóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í atvinnu- og menningarnefnd meðan á leyfinu stendur og Gunnhildur Ingvarsdóttir verði varafulltrúi í sömu nefnd í hennar stað.
Guðmundur Þorleifsson tekur sæti Kristjönu sem varabæjarfulltrúi umrætt tímabil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.1.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

201410144

Niðurstaða málsins var bókuð í trúnaðarmálabók.

5.2.Fjármál 2015

201501007

Lagt fram til kynningar.

5.3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 31. ágúst 2015

201509002

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.4.Fundargerðir Ársala bs. 2015

201501268

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.5.Fundargerðir stjórnar SSA.

201507008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.6.Fundargerðir Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 2015

201508097

Fundargerð Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs frá 27. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að boðað verði til sameiginlegs fundar, eins og til hefur staðið, með fulltrúum Landsvirkjunar og Orkusölunnar nú í október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

201503160

Lagðar fram verklagsreglur um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins, en þær voru unnar nú fyrr á árinu, í tengslum við endurskoðun á fyrri reglum og gjaldskrám.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur og mælist til að þeim verði komið á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.8.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015

201509004

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúum í bæjarráði, auk bæjarstjóra og fjármálastjóra, verði gefinn kostur á að sækja fjármálaráðstefnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.9.Almenningssamgöngur 2015

201501086

Í vinnslu.

5.10.Móttaka flóttafólks

201508099

Erindið er í vinnslu og skoðun, m.a. hjá félagsmálanefnd og bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest að öðru leyti.

5.11.Aðalfundur SSA 2015

201503113

Í vinnslu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 310

1509005

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna liðar 2.2. og var vanhæfi hans samþykkt.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fjármál 2015

201501007

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að boðað verði til forstöðumannafundar nú á haustdögum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016. Skrifstofustjóra falið að boða til fundarins í samráði við bæjarstjóra og fjármálastjóra. Gert er ráð fyrir því að bæjarráðsmenn hafi seturétt á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.2.Fundargerð 40. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201509021

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna liðar 1 í fundargerð Brunavarna Austurlands, samþykkir bæjarstjórn að tillögu bæjarráðs að samþykkt verði ný reikniregla þátttökugjalda sveitarfélaganna, þannig að auk brunabótamats mannvirkja og íbúafjölda sveitarfélaganna, verði líka tekinn inn í útreikninginn breytan, hlutfall launakostnaðar slökkviliðs hvers sveitarfélags. Framangreint er samþykkt með vísan í meðfylgjandi gögn frá stjórn Brunavarna Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (ÞMÞ)

6.3.Almenningssamgöngur 2015

201501086

Í vinnslu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 309

1509001

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Sveitarstjórnarstigið á 21.öldinni

201509046

Lagt fram til kynningar.

7.2.Matslýsing vegna Kerfisáætlunar 2015-2024

201501014

Í bæjarráði voru rædd drög að matslýsingu vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2015-2024, sem er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði Fljótsdalshéraðs og bendir á mikilvægi þess að styrkja flutningskerfi raforku innanlands og þá sérstaklega til og frá Austurlandi. Núverandi staða þar sem fyrirtæki á Austurlandi þurfa að sæta skerðingu á afhendingu raforku, er óásættanleg og uppbygging á því kerfi verður að vera forgangsverkefni.

Komi að því loknu til lagningar sæstrengs til Evrópu lítur bæjarstjórn svo á að öll rök séu fyrir því að tengja hann inn á Austurland og telur ýmsar þær röksemdir sem tilgreindar eru í drögum að kerfisáætlun varðandi tengingu sæstrengs ekki eiga rétt á sér.

Bæjarstjórn beinir því til atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar, að taka drög að kerfisáætlun Landsnets til skoðunar, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé runninn út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015

201509048

Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 23. sept. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson bæjarstjóri fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

201502122

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðtalstími í október verði í tengslum við lýðræðisvikuna 12. til 18. okt, samanber fyrri bókun bæjarráðs dagsetta 10. ágúst. Í það sinni verði allir þeir bæjarfulltrúar sem tök hafa á til viðtals og munu taka á móti erindum íbúa í kaffihorninu í Nettó á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

8.Atvinnu- og menningarnefnd - 22

1508009

Til máls tóku: Guðmundur Sv. Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem lýsti vanhæfi sínu vegna liðar 3.18 og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Einnig ræddi Stefán Bogi lið 3.6.

Fundargerðin lögð fram:

8.1.Umgengnisreglur og vinnureglur um vinnustofur í Sláturhúsinu

201508061

Fyrir liggja drög, frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, að umgengnisreglum og vinnureglum um vinnustofur í Sláturhúsinu.
Einnig liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Sláturhúsið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrá. Bæjarstjórn fagnar framsettum gildum, stefnu og reglum um úthlutun vinnustofa og umgengni í Sláturhúsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.2.Aðstaða Leikfélags Fljótsdalshéraðs

201501207

Fyrir liggja drög á samningi milli Fljótsdalshéraðs annars vegar og hins vegar Leikfélags Fljótsdalshéraðs og Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum um afnot af húsnæði fyrir leikfélögin að Smiðjuseli 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015

201508041

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.4.Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

201505154

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.5.Tilnefning til Menningarverðlauna SSA 2015

201508058

Lagt fram til kynningar.

8.6.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

201506108

Á fundi nefndarinnar var lagt fram erindi frá Hjörleifi Guttormssyni um hugmyndir hans að gera læknishúsið á Hjaltastað að menningar og fræðslusetri, þegar fram líða stundir. Málinu var vísað frá bæjarráði 22. júní 2015 til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu og menningarnefnd og finnst hugmyndin áhugaverð og fagnar frumkvæði sendanda erindisins. Bæjarstjórn bendir þó á að í gildi er leigusamningur um húsnæðið og ráðstöfun þess því tengd framvindu hans.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi gerði eftirfarandi grein fyrir atkvæði sínu:
Í ljósi þess að í gildi er leigusamningur um húsið tel ég ótímabært að taka afstöðu til hugmynda um aðra nýtingu á því. Því til viðbótar tel ég að nokkrar þær hugmyndir sem koma fram í erindi bréfritara þyrftu nánari skoðun áður en afstaða er tekin til þeirra.

8.7.Menningarvika í Runavík

201506105

Í vinnslu.

8.8.Heima er þar sem eyjahjartað slær

201506156

Lagt fram til kynningar.

8.9.Stefna Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands 2015-2017

201508050

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?