Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

211. fundur 18. febrúar 2015 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Jónsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Ormahreinsun gæludýra

201501269

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

1.2.Yrkjusjóður/beiðni um fjárstuðning 2015

201502050

Í vinnslu.

1.3.Viðhaldsverkefni fasteigna 2015

201501259

Í vinnslu.

1.4.Einhleypingur uppástunga um breytt heiti á götunni.

201501231

Í vinnslu.

1.5.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

201410014

Í vinnslu.

1.6.Fyrrverandi neysluvatnstankur á Þverklettum.

201501152

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta málinu og óskar eftir að nefndin taki málið aftur upp þegar fyrir liggur tillaga að aðkomu að fyrirhugaðri lóð.
Jafnframt verði nefndinni falið að meta mögulegan kostnað við gerð aðkomuleiða að lóðinni og standsetningu hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Miðbæjarskipulag, hönnunarteymi

201409113

Fyrir liggja drög að verktakasamningi um hugmyndavinnu um ásýnd og umhverfi miðbæjarins á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð samningsdrög og felur bæjarstjóra að undirrita þau fh. Fljótdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

201501050

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að uppfærðum snjóhreinsunarkortum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Árhvammurinn, breyting nr. 1 á snjóhreinsunarkortinu, verði rauð. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni að setja nýtt snjóhreinsunarkort á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þessi breyting hefur verið gerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Mýnesnáma - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna takmarkaðrar efnistöku

201502043

Erindi dagsett 04.02. 2015 þar sem Þórhallur Pálsson f.h. Yls ehf. kt. 430497-2199 sækir um framkvæmdaleyfi til efnistöku í Mýnesnámu fyrir allt að 50.000 m3. fyrir liggur áætlun um efnistökuna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Veraldarvinir/sjálfboðaliðar 2015

201502051

Í vinnslu.

1.11.Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

201409032

Í vinnslu.

1.12.Beiðni um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

201502042

Erindi dagsett 03.02. 2015 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella sækir um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.13.Fossgerði/ beiðni um breytingu á aðalskipulagi

201502040

Erindi dagsett 31.01. 2015 þar sem Ásta Sigfúsdóttir kt. 030151-2599 og Kjartan Birgir Reynisson kt. 040452-4359 óska eftir, að skilgreiningu á landi þeirra í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 við Fossgerði verði breitt í svæði fyrir landbúnað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera viðeigandi breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Sumarblóm fyrir sveitarfélagið sumarið 2015

201502039

Erindi dagsett 31.01. 2015 þar sem Ásta Sigfúsdóttir kt. 030151-2599 og Kjartan Birgir Reynisson kt. 040452-4359 óska eftir að leita samninga við sveitarfélagið um kaup og ráðgjöf varðandi sumarblóm og umhirðu.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarstjórn jákvætt í erindið og felur starfsmanni að
auglýsa og kalla eftir hugmyndum áhugasamra aðila um verð, fyrirkomulag og vinnutilhögun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.15.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027

201405118

Erindi í tölvupósti dagsett 29.01. 2015 þar sem Valur Sveinsson skipulags- og byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar, leggur fram til kynningar, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 samkvæmt 2. mgr. 4.6.1. gr. Skipulagsreglugerðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.16.Söndun vega í Fellabæ

201502038

Í vinnslu.

1.17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

201502037

Í vinnslu.

1.18.Ljós til að lýsa upp stíga að gangbraut

201502027

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs dagsett 30.01. 2015, þar sem vakin er athygli á göngustígum sem þarfnast betri lýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis-og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sett verði aukalýsing við eftirfarandi gangbrautir/göngustíga:
Við Fagradalsbraut á gangbraut við gatnamót Tjarnarbrautar og við Seyðisfjarðarveg við gatnamót Selbrekku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.19.Beiðni um breytingu á bílskúr

201502052

Erindi í tölvupósti dagsett 06.02. 2015 þar sem Halldór B. Warén óskar eftir að breyta bílskúr að Eyvindará 4 í íbúðarherbergi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.20.Bæjarstjórnarbekkurinn 13.12.2014

201502045

Í vinnslu.

1.21.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

201501002

Erindi dagsett 09.02. 2015 þar sem Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið óskar eftir umsög sveitarfélagsins vegna umsóknar Eflu ehf um undanþágu við gr.5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna uppbyggingar ylstrandar við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að veitt verði undanþága við gr. 5.3.2.14 Skipulagsreglugerðar hvað varðar fjarlægð mannvirkja frá vatninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 8

1502008

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.8 og 6.9 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi liði 6.8 og 6.2.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Íþróttamiðstöð Fljótsdalshéraðs

201501274

Lagt fram til kynningar.

2.2.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

201502026

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Bæjarstjórn leggur til við íþrótta- og tómstundanefnd að gerð verði kostnaðaráætlun í vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina, í samráði við umhverfis og framkvæmdanefnd. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.3.Lyfta fyrir fólk með hreyfihömlun við sundlaug

201502021

Fyrir liggur bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, undirritað af Báru Mjöll Jónsdóttur, þar sem fram kemur að klúbburinn býðst til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun til að nota við sundlaug og heitan pott.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og þiggur þessa góðu og mikilvægu gjöf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Afþreying fyrir ungt fólk

201501123

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum 13. desember 2014, þar sem fram kemur að stórlega vanti einhverja afþreyingu s.s. bíó, keilu, paintball og leisertag fyrir unga fólkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og vekur athygli á að fjölmargt er í boði fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu, s.s. félagsmiðstöðvastarf, fjölbreytt íþróttastarf, skáta- og björgunarsveitastarf og lista- og menningarstarf. Bæjarstjórn er hins vegar sammála því að gaman væri ef þessi afþreying væri til staðar til að auka fjölbreytnina enn frekar, en telur starfsemi sem þessa betur komna í höndum einkaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Fundargerð samráðsnefndar skíðasvæðisins í Stafdal frá 11. desember 2014

201502013

Lagt fram til kynningar.

2.6.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 29. janúar 2015

201502012

Lögð fram til kynningar.

2.7.Komdu þínu á framfæri

201412054

Æskulýðsvettvangurinn, sem er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, mun standa fyrir verkefninu Komdu þínu á framfæri á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. febrúar 2015. Markmiðið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu.
Viðburðurinn er opinn öllu ungu fólki (15 ára-30 ára) auk þess eru sveitastjórnarmenn og aðrir sem fara með málefni ungmenna eru boðaðir til ráðstefunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur til þess að fulltrúar frá öllum stofnunum sveitarfélagsins sem fara með málefni ungs fólk, sérstaklega þeirra sem koma að menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, svo og fulltrúar nefnda sveitarfélagsins, taki þátt í þessum umræðuvettvangi ungs fólks á Fljótsdalshéraði, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.8.Ósk um frían aðgang að Héraðsþreki

201502054

Fyrir liggur bréf, undirritað af Hildi Bergsdóttur og Frey Ævarssyni, þar sem þess er farið á leit að sonur þeirra, sem skráður er í UMF Þristinn, njóti sömu kjara og æfingafélagar hans hjá Hetti hvað varðar aðgang að Héraðsþreki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og leggur til að UMF Þristurinn óski eftir því við sveitarfélagið að gerður verði sambærilegur samningur um málið og gerður hefur verið við Hött.
Gert er ráð fyrir að verklagsreglur þær sem gerðar voru á síðasta ári vegna gjaldfrjálsra afnota meistaraflokka og afreksfólks Hattar að Héraðsþreki og sundlaug verði teknar til endurskoðunar á komandi hausti. Miðað verði við að nýjar reglur taki þá með sambærilegum hætti yfir fleiri íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.9.Ósk um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ

201411165

Fyrir liggur umsókn frá bogfimideild Skotfélags Austurlands þar sem óskað er eftir samningi við sveitarfélagið um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ fyrir starfsemi deildarinnar.
Jafnframt liggja fyrir drög að samningi milli sveitarfélagsins og skotfélagsins fyrir árið 2015.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 14. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi samning um afnot bogfimideildar Skotfélags Austurlands af íþróttahúsinu í Fellabæ. Fjármunir vegna hans verði teknir af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

201411043

Sjá lið 1 í þessari fundargerð.

2.11.Undirbúningshópur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2017

201501024

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Hreinn Halldórsson og Auður Vala Gunnarsdóttir verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs í undirbúningshópi um aðstöðumál vegna unglingalandsmóts UMFÍ á Fljótsdalshéraði árið 2017.
Fyrir liggur samþykkt stjórnar UÍA um að Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson verði fulltrúar UÍA í hópnum. Undirbúningshópurinn skili tillögum til íþróttanefndar í síðasta lagi í ágúst á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.12.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að undirbúa íbúafund um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði, þegar gögn frá Tengi liggja fyrir. Þangað verði m.a. boðaðir fagaðilar auk aðila sem hafa sýnt áhuga á að koma að verkefninu.
Stefnt er að því að halda fundinn 12. mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 283

1502002

Til máls tóku. Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 2.9 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.9.

Fundargerðin staðfest.

3.1.Fjármál 2015

201501007

Lagt fram til kynningar.

3.2.Fundargerð 182. fundar stjórnar HEF

201502046

Lagt fram til kynningar.

3.3.Fundargerð 824. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201502049

Lagt fram til kynningar.

3.4.Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar

201502002

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að endurskoða núgildandi siðareglur, sem eru frá árinu 2013 og staðfestir áframhaldandi gildistíma þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn 2015

201502003

Lagður fram tölvupóstur frá Austurbrú, dags. 30. jan. 2015, með dagskrá námskeiðs sem ætlað er kjörnum fulltrúum sveitarstjórna á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs hvetur bæjarstjórn alla bæjarfulltrúa, aðal og varamenn, til að fara á umrætt námskeið og jafnframt formenn og varaformenn nefnda sveitarfélagsins. Einnig verði almennum nefndarmönnum gefinn kostur á að sækja námskeiðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Samningur við Austurbrú um framlengingu þjónustusamnings fyrir árið 2014

201502023

Bæjarstjórn staðfestir samninginn.

3.7.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og skipan í starfshóp um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

3.8.Aðalfundur Ársala bs.2015

201502033

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

3.9.Frumvarp til laga um húsaleigubætur

201502034

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 5. febr. 2015, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um húsaleigubætur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir sig fylgjandi efni frumvarpsins og telur það eðlilegt skref til að koma til móts við íbúa í landmiklum sveitarfélögum, þar sem byggð er dreifð. Með frumvarpinu er einnig jöfnuð aðstaða þeirra sem búa í svipaðri fjarlægð frá menntastofnunum, óháð sveitarfélagamörkum. Bæjarstjórn minnir þó á að útgjöld vegna frumvarpsins falla á sveitarfélögin og því ber að framkvæma kostnaðarmat á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 284

1502010

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig vakti hann athygli á vanhæfi sínu undir lið 3.3 og var það samþykkt samhljóða. Gunnar ræddi einnig lið 3.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.5 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 3.5.

Fundargerðin staðfest.

4.1.Fjármál 2015

201501007

Lagt fram til kynningar.

4.2.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 13.febrúar 2015

201502089

Fram kom að gert er ráð fyrir að byggingarverktaki skili hjúkrunarheimilinu af sér um mánaðarmótin febrúar og mars.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4.3.Fundargerð 183. fundar stjórnar HEF

201502098

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Gunnar Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

4.4.Starfsmannastefna Fljótsdalshéraðs

201502087

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir, samkv. tillögu bæjarráðs, að skipa eftirtalda aðila í starfshóp, sem endurskoða á núgildandi starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.
Fulltrúar kjörinna fulltrúa verði: Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson og Anna H. Bragadóttir og Árni Pálsson verði fulltrúar starfsmanna.
Skrifstofu- og starfsmannastjóri vinni með starfshópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

201501262

Til fundarins mættu Adda Birna Hjálmarsdóttir og Guðmundur Kröyer og kynntu starfsáætlanir atvinnu- og menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
Adda Birna fór fyrst í gegn um sína kynningu. Að því búnu var opnað fyrir fyrirspurnir.
Til máls tóku um kynningu hennar Stefán Bogi Sveinsson og Þórður Mar Þorsteinsson.

Að því búnu kynnti Guðmundur Kröyer starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar. Síðan var opnað fyrir fyrirspurnir.
Til máls tóku um kynningu Guðmundar: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Guðmundur Kröyer.

6.Atvinnu- og menningarnefnd - 13

1502007

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 4.3, 4.4 og 4.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.2, 4.3, 4.4, 4.5 og 4.6. og bar fram fyrirspurnir. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 4.5 og 4.6 og svaraði fyrirspurnum. Stefán Bogi Sveinsson, sem þakkaði góð svör og bar fram fleiri fyrirspurnir og Sigrún Blöndal, sem svaraði fyrirspurnum Stefáns Boga.

Fundargerðin staðfest.

6.1.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

201411100

Sjá lið 1 í þessari fundargerð.

6.2.Samningur við Austurbrú um framlengingu þjónustusamnings fyrir árið 2014

201502023

Sjá afgreiðslu í lið 1.6.

6.3.Styrkbeiðni vegna 160 ára ártíðar Sigfúsar Sigfússona þjóðsagnaritara

201502001

Fyrir liggur styrkbeiðni, undirrituð af Ússu Vilhjálmsdóttur, dagsett 29. janúar 2015, vegna skipulagningar á verkefnum sem tengjast Sigfúsi Sigfússyni, þjóðsagnaritara, og hafa m.a. það markmið að heiðra minningu hans og halda á lofti þeim menningararfi sem þjóðsögurnar eru.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem verði tekið af liðnum 05.89 (Aðrir styrkir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.4.Umsókn um styrk vegna "hreindýramessu"

201501127

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1. 2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 26. janúar 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrk um kr. 48.000 sem verði tekið af lið 05.74 (Aðrar hátíðir).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.5.Uppsögn starfsmanns

201410055

Fyrir liggur starfsuppsögn Halldórs Warén sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar Halldóri fyrir frábær störf á liðnum árum. Starfsmanni nefndarinnar falið að undirbúa auglýsingu á umræddu starfi ásamt endurskoðaðri starfslýsingu fyrir það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.6.Samningur um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

201502059

Lagt fram til kynningar.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16

1502004

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.3 og kynnti breytingartillögu. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.8. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.3, 5.10. 5.12, 5.20 og 5.22, lagði fram breytingatillögu og bar fram fyrirspurnir. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.3 og dró til baka sína breytingartillög. Einnig ræddi hann lið 5.22. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 5.3, 5.8, 5,20 og 5.22. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.12, 5.20 og 5.22 og bar fram breytingartillögu og fyrirspurn. Þórður Mar Þorsteinsson, sem svaraði fyrirspurn og dró til baka óformlega tillögu sína v. liðar 5.22. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.12. 5.20 og 5.22.

Fundargerðin staðfest.

7.1.Samþykktir um gæludýrahald

201412001

Í vinnslu.

7.2.Styrkumsókn vegna fjórðungsmóts hestamanna 2015

201410031

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að taka þetta verkefni með í undirbúningi fyrir vinnuskólann 2015, með fyrirvara um að nægjanlegt vinnuafl fáist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Niðurfelling vega af vegaskrá

201502018

Lagðar eru fram tilkynningar frá Vegagerðinni dag. 02.02. 2015 um niðurfellingu eftirtaldra vega af vegaskrá:
Bakkagerðisvegur nr. 9174-01, Eyjólfsstaðavegur nr. 9358-01, Grundarvegur nr. 9212-01, Hleinargarðsvegur nr. 9449-01, Hreiðarsstaðavegur nr. 9307-01, Grímsárvirkjunarvegur nr. 9384 og Hreimsstaðavegur nr. 9478-01.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á, að á Eyjólfsstöðum, Hreiðarstöðum og í Grímsárvirkjun, er rekin atvinnustarfsemi þótt ekki sé þar föst búseta og því óheimilt að fella þá vegi af vegaskrá sbr. c. lið 2. mgr. 8. gr. Vegalaga nr. 80/2007. Bæjarstjórn væntir þess að aðrir vegir sem tilgreindir eru verði aftur settir á vegaskrá þegar búseta breytist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

7.4.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsmiðstöðin Ný-ung

201502016

Staðfest afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar.

7.5.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsmiðstöðin Afrek

201502017

Staðfest afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar.

7.6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sláturhúsið-menningarmiðstöð

201501276

Staðfest afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar.

7.7.Íþróttamiðstöð, sundlaug/eftirlitsskýrsla

201501252

Staðfest afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?