Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

213. fundur 18. mars 2015 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Íbúðarhúsnæði til skammtímaútleigu

201501228

Til umræðu er skammtímaleiga á íbúðarhúsnæði þ.e. gisting í flokki I og II. Skráning þess rýmis sem leigt er út, umsóknarferli og afgreiðsla. Málið var áður á dagskrá 28.01.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að gera drög að auglýsingu, þar sem vakin er athygli á að gisting í íbúðarhúsum verði skráð í gjaldflokk C, sem er gjaldflokkur vegna atvinnuhúsnæðis. Drög að auglýsingu verði svo lögð fyrir fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.2.Frumvarp til laga um stjórn vatnamála

201502073

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

1.3.Ráðstefna um úrgangsmál.

201503028

Lagt fram til kynningar.

1.4.Tilkynning um nýræktun skóga

201503042

Erindi dagsett 20.02. 2015 þar sem Ólöf I.Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga, tilkynnir um tvo samninga við Guðmund Aðalsteinsson kt.300352-7669 um nytjaskógrækt á jörðinni Brekkusel á Fljótsdalshéraði.
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar hvort framkvæmdaleyfis sé krafist eins og heimilt er samkvæmt reglugerð nr. 772/2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki kröfu um framkvæmdaleyfi samanber bókun bæjarstjórnar 05.11. 2013.
Vakin er athygli á að með tilkomu framlagðra samninga eru áætlanir um ræktun nytjaskóga í landi Brekkusels orðnar alls 545 ha. að stærð í þremur samningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Snjóhreinsun innan Egilsstaða

201503033

Erindi í tölvupósti dagsett 22.02. 2015 þar sem Sigríður Auðna G. Hjarðar kt.120189-2479 gerir athugasemd við snjóhreinsun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar bréfritara ábendingarnar. Bæjarstjórn samþykkir að fela starfsmanni að láta gera verklagsreglur fyrir snjóhreinsun og hálkuvarnir á gangstéttum og göngustígum.
Tekið verði tillit til þessara verklagsreglna við gerð nýrra útboðsgagna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Umsókn um styrk úr styrkvegasjóði

201503035

Í vinnslu.

1.7.Beiðni um uppsetningu vegvísa vegna Egilsstaðastofu

201503036

Erindi dagsett 05.03.2015 þar sem Magnfríður Ólöf Pétursdóttir kt.241076-3429 f.h. Austurfarar ehf. óskar eftir að settir verði upp vegvísar á Egilsstöðum sem vísa á Egilsstaðastofu-upplýsingamiðstöð Fljótsdalshéraðs, bílastæði og almenningssalerni, sem staðsett eru í Kaupvangi 17.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur starfsmanni að koma upp vegvísum í samráði við umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.8.Samfélagsdagur 2015

201503040

Erindi í tölvupósti dagsett 05.03. 2015 þar sem Óðinn Gunnar vekur athygli á að á fundi hjá Þjónustusamfélaginu hafi verið spurt hvort ekki yrði samfélagsdagur í vor eins og undanfarið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að samfélagsdagurinn 2015 verði með svipuðu sniði og síðustu ár og felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman verkefni sem vinna á og leggja fyrir seinni fund nefndarinnar í apríl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

201503041

Erindi í tölvupósti dagsett 02.03.2015 þar sem Hörður Bjarnason hjá Mannvit vekur athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög taki umferðaröryggi föstum tökum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.
Bæjarstjórn samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.10.Uppsalir deiliskipulag 2015

201502061

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Uppsali Fljótsdalshéraði. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags.08.11.2014 og greinargerð dags. 12.11. 2014. Tillagan felur m.a. í sér skipulag fyrir 15 íbúðahúsalóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samhliða breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Vísað er til bókunar umhverfis- og framkvæmdanefndar 26.11. 2014 um að láta gera breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.Fjarvarmaveitan á Eiðum

200902083

Lagt er fram minnisblað frá Mannviti vegna ástandsskoðunar fjarvarmaveitunnar á Eiðum. Málið var áður á dagskrá 23.07.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn starfsmanni nefndarinnar að boða til fundar með notendum fjarvarmaveitunnar við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.12.Niðurfelling vega af vegaskrá

201502018

Bæjarstjórn vísar til fyrri bókana um þessi mál. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

1.13.Nýtum hreina íslenska vatnið

201503005

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, um að ýta enn frekar undir heilbrigðið og gera út á hreina, íslenska vatnið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með Umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að vísa málinu til Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem fer með rekstur vatnsveitunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.14.Fjósakambur 6 a, nýting forkaupsréttar

201503007

Í vinnslu.

1.15.Vöktun Náttúrustofu Austurlands 2014.

201503009

Lagt fram til kynningar.

1.16.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

201502026

Í vinnslu.

1.17.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

201502122

Nemendur í Tjarnarskógi lögðu fram hugmyndir að úrbótum á ýmsum sviðum í sveitarfélaginu.
Einnig kom fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa hugmynd um að eldri borgarar væru fengnir til að sjá um ýmiskonar umhirðu í þéttbýlinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sama sinnis og Umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna frekar úr þeim m.a. athuga hvort eldri borgarar eru reiðubúnir að taka að sér einstök verkefni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.18.Viðhaldsverkefni fasteigna 2015

201501259

Lagt fram til kynningar.

1.19.Ósk um afnot af Héraðsþreki fyrir afreksiðkendur Skíðafélagsins í Stafdal

201502134

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, formanni Skíðafélagsins í Stafdal, dagsettur 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að afreksiðkendur félagsins fái gjaldfrjáls afnot af Héraðsþreki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði sambærilegur samningur við skíðafélagið og gerður hefur verið við Hött og Þristinn.
Gert er ráð fyrir að verklagsreglur þær sem gerðar voru á síðasta ári vegna gjaldfrjálsra afnota afreksfólks að Héraðsþreki og sundlaug verði teknar til endurskoðunar á komandi hausti. Miðað verði við að nýjar reglur taki þá með sambærilegum hætti yfir fleiri íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.20.Forvarnadagur 2015

201502036

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu ungmennaráðs um að forvarnardagurinn á Fljótsdalshéraði verði haldinn 7. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

1.21.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar samráði starfshóps um menningarstefnu við ungmennaráðið og þátttöku ráðsins í að móta menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 45

1503005

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.1.

Fundargerðin lögð fram:

2.1.Forvarnadagur 2015

201502036

Í vinnslu.

2.2.Ungt fólk og lýðræði 2015

201412071

Afgreiðsla ungmennaráðs staðfest.

2.3.Komdu þínu á framfæri

201412054

Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 44

1502003

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Tour de Ormurinn 2015, ósk um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu

201503031

Fyrir liggur frá Undirbúningshópi um Tour de Ormurinn, undirrituð af Hildi Bergsdóttur og Söndru Maríu Ásgeirsdóttur, beiðni um áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að hjólreiðakeppninni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd starfsáætlun 2015

201502037

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

3.3.Austfjarðatröllið 2015

201502148

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni, dagsettur 23. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir styrk til að halda Austfjarðatröllið og Valkyrjur Íslands 2015.

Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Austfjarðatröllið verði styrkt um kr. 50.000 enda er þá gert ráð fyrir að hluti keppninnar fari fram í sveitarfélaginu. Fjármunirnir verði teknir af lið 06.89.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (PS)

3.4.Færsla á skrifstofu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar

201503027

Lagt fram til kynningar.

3.5.Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum opni kl. 6:00 virka daga.

201503004

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, um að íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum opni kl. 6.00 á morgnana.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd um að æskilegt geti verið að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar. Kostnaður við það að opna hana kl. 6.00 á morgnana í stað 6.30 er áætlaður 6-700.000 á ári. íþrótta- og æskulýðsnefnd hyggst taka málið upp í samstarfi við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar þegar líður á árið og frekar liggur fyrir með rekstrarstöðu miðstöðvarinnar. Málið verður jafnframt tekið upp í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

201312027

Í vinnslu.

3.7.Tómstunda- og forvarnamál

201503021

Lagt fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 9

1503004

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 6.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.7 og 6.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 6.7 og 6.3 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 6.5.

Fundargerðin lögð fram:

4.1.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

201503010

Lögð er fram hugmynd að breytingum við Egilsstaðaflugvöll.

Gunnar Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, til samræmis við hugmyndir Isavía.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ).

4.2.Sorphirða útboð 2015

201503034

Í vinnslu.

4.3.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

Á fundi bæjarráðs sagði bæjarstjóri frá fundum starfshóps um málið og fór yfir stöðu samninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá þjónustusamningum við Fljótsdalshrepp um leik- grunn- og tónlistarskóla, á þeim grunni sem kynnt var á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.4.GáF fundargerðir stjórnar

201412046

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn tillögu stjórnar Gáf um hlutafjáraukningu í félaginu og hækkun hlutafjár Fljótsdalshéraðs í GáF um kr. 1.000.000.
Jafnframt að Fljótsdalshérað sem hluthafi falli frá forkaupsrétti sínum að hlutafé í félaginu skv. 7. gr. samþykkta félagsins.
Framangreint er hluti af samkomulagi eigenda félagsins um uppgjör á skuldum þess og lok verkefnisins.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (ÁK)

4.5.Fundargerð 826. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201503029

Lagt fram til kynningar.

4.6.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 11.mars 2015

201503057

Fram kom að tímasetningu fyrirhugaðrar vígslu hjúkrunarheimilisins hefur verið breytt og verður vígslan laugardaginn 21. mars kl. 11:00.

4.7.Fundargerð 186. fundar stjórnar HEF

201503081

Gunnar Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Lagt fram til kynningar.

4.8.Fundargerð 185. fundar stjórnar HEF

201503037

Lagt fram til kynningar.

4.9.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2015

201502168

Lagt fram til kynningar.

4.10.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti í bæjarráði tímabundna fjárþörf næstu vikna.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn heimild til fjármálastjóra til skammtímalántöku í samræmi við greiðsluáætlun hans, til að bregðast við tímabundinni fjárþörf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn í tengslum við lokauppgjör ársins 2014 aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 2.958.387 til Minjasafnsins, til að gera upp gamla viðskiptastöðu milli safnsins og Fljótsdalshéraðs. Bæjarstjórn mælist einnig til þess að hin aðildarsveitarfélög safnsins taki til skoðunar að jafna út sinn hlut með sambærilegum hætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 288

1503007

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 3.5. og 3.4 þar sem hann vakti athygli á vanhæfi sínu og úrskurðaði forseti hann vanhæfan. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.1 og 3.9 og Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 3.1 og 3.9.

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Auka aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015

201502118

Lagt fram til kynningar.

5.2.Leyfisveitingar vegna gistihúsarekstur.

201412018

Í vinnslu.

5.3.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Lagt fram til kynningar.

5.4.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

201501192

Lagt fram til kynningar.

5.5.Vinabæjarmót í Skara 5.-7. júní 2015

201503012

Vísað til liðar 3.10.

5.6.Nýr vefur Fljótsdalshéraðs, hönnun og uppsetning

201503018

Á fundi bæjarráðs var farið yfir hugmyndir um endurnýjun á vefnum fljotsdalsherad.is.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að heimila bæjarstjóra að láta vinna málið áfram á þeim forsendum sem ræddar voru og á grundvelli þess fjármagns sem áætlað var til verksins við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.7.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2014-2015

201501234

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.8.Fjármál 2015

201501007

Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fyrri bókun úr fundargerð Ársala bs. um lántöku byggðasamlagsins sem tekin var fyrir í bæjarstjórn 15. des. 2014, en óskað hefur verið eftir skýrari bókun frá sveitarfélaginu til staðfestingar á lántökunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn lántöku byggðasamlagsins Ársala hjá Arionbanka að fjárhæð kr. 175 milljónir.
Lánið er tryggt með veði í hluta eigna félagsins. Sveitarfélagið ber ábyrgð á skuldum byggðasamlagsins í samræmi við 8 mgr. 94. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 287

1503003

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Fyrirhuguð olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu

201208032

Lagt fram til kynningar.

6.2.Landsvirkjun staða mála

201503038

Í vinnslu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19

1503006

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 5.22 og var það samþykkt samhljóða. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 5.12 og bar fram fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.12 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Atvinnumálasjóður,umsóknir 2015

201503019

Í vinnslu.

7.2.Styrkumsókn vegna sembalhátíðar

201503022

Fyrir liggur styrkumsókn frá Suncönu Slamnig vegna sembalhátíðar í Vallaneskirkju í mars 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefnd samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.3.Styrktarsjóður EBÍ 2015

201502112

Í vinnslu.

7.4.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sláturhúsið-menningarmiðstöð

201502150

Lagt fram til kynningar.

7.5.Fyrirkomulag úthlutunar menningarstyrkja

201502147

Í vinnslu.

7.6.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

201408092

Fyrir liggur bréf, dagsett 20. febrúar 2015, frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að verkefnið "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar" hlaut fimm milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar styrkveitingunni og vonast til að með henni takist að koma framkvæmdum vel áleiðis á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

201501262

Árni Kristinsson formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2015.
Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið, eða báru fram spurningar voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, Guðmundur Kröyer og Þórður Mar Þorsteinsson. Að lokum svaraði Árni Kristinsson spurningum fundarmanna.

8.1.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

201410144

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og krefst þess að ríkisvaldið setji reglur um flutningsjöfnun á verði flugvéla eldsneytis, svo sem gildir um eldsneytisverð almennt, þannig að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama um allt land. Eins og staðan er nú er þar verulegur munur á og samkeppnishamlandi fyrir Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Atvinnu- og menningarnefnd - 15

1503002

Til máls tóku: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 4.1 og 4.2. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.1 og 4.2. Árni Kristinsson,sem ræddi liði 4.1 og 4.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.1, 4.3 og 4.7. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 4.1 og Björn Ingimarsson, sem ræddi liði 4.1 og 4.7.

Fundargerðin lögð fram:

9.1.Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

201503084

Í vinnslu.

9.2.Boðun varamanna á nefndarfundi og afgreiðsluheimildir nefnda

201503077

Í vinnslu.

9.3.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf. v.2014

201503043

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvar Barra ehf. fyrir rekstrarárið 2014, sem boðaður hefur verið á Valgerðarstöðum 26. mars kl. 20:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Sigrún Blöndal.
Bæjarfulltrúar eru jafnframt hvattir til að mæta á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.4.Ársfundur Menningarráðs Austurlands 2015

201503045

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir tillögu SSA um slit Menningarráðsins og samþykkir að fulltrúar í bæjarráði, eða varamenn í forföllum þeirra ásamt bæjarstjóra, fari með umboð og fjögur atkvæði Fljótsdalshéraðs á ársfundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.5.Vinabæjarmót í Skara 5.-7. júní 2015

201503012

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Sigrún Blöndal forseti bæjarstjórnar og Björn Ingimarsson bæjarstjóri verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á vinabæjamótinu, ásamt mökum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.6.Leyfisveitingar vegna gistihúsarekstur.

201412018

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?