Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

169. fundur 16. janúar 2013 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Katla Steinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Fundargerð stjórnar Héraðskjalasafnsins 22.11.2012

201211129

Lagt fram til kynningar.

1.2.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar 2013

201301027

Í vinnslu.

1.3.Samstarfssamningur við Runavík

201210085

Lagt fram til kynningar.

1.4.Félagsheimilið Hjaltalundur

201211119

Lagt fram til kynningar.

1.5.Snorraverkefnið. Ósk eftir stuðningi við verkefnið árið 2013

201211051

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

1.6.Umsókn um styrk til íþróttaiðkunar

201211083

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

1.7.Æskulýðsnefnd Freyfaxa, ósk um styrk

201209138

Afgreiðsla menningar- og íþróttanefndar staðfest.

1.8.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

201212026

Lagt fram til kynningar.

1.9.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2011

201211079

Lagt fram til kynningar.

2.Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 43

1301002

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi liði 2.8, 2.9, 2.10 og 2.11. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.8 til 2.11. og Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem ræddi liði 2.8 til 2.11.

Fundargerðin staðfest.

2.1.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 18.desember 2012

201301007

Lagt fram til kynningar.

2.2.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 30.11.2012

201212001

Lagt fram til kynningar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 223

1212014

Til máls tók: Sigvaldi Ragnarsson sem ræddi lið 13 í fundargerð bæjarráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að taka þátt í fyrirhugaðri hlutafjáraukningu í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. með þátttöku í nýjum flokki hlutafjár, B-flokki, með greiðslu hlutafjár að nafnvirði kr. 158.145,-. Samþykkt að veita Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins, sem og að ganga frá skráningu sveitarfélagsins fyrir nýju hlutafé, á hluthafafundi félagsins sem haldinn verður mánudaginn 21. janúar 2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 222

1212012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 221

1212001

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Minjasafn/ Samstarfssamningur um byggðasamlag

201301106

Fram hafa komið ábendingar frá safnstjóra Minjasafns Austurlands um að rétt sé að endurskoða ákvæði stofnsamnings fyrir Minjasafnið í heild sinni, m.a. með vísan til nýrra safnalaga sem tóku gildi 1. janúar sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skipan í nefndir og ráð á vegum Fljótsdalshéraðs

201105263

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Þorbjörn Rúnarsson, L-lista, sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Ragnhildar Rósar Indriðadóttur og Ragnhildi Rós Indriðadóttur, L-lista, sem varamann í atvinnumálanefnd í stað Sigrúnar Blöndal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Leyfi bæjarfulltrúa

201204131

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að veita Sigrúnu Harðardóttur tímabundið leyfi frá setu í bæjarstjórn, eða frá og með 17. janúar 2013 og til og með 31. maí 2013. Einnig er samþykkt að veita Sigrúnu leyfi frá setu sem varafulltrúi í bæjaráði á sama tíma. Sigvaldi H. Ragnarsson tekur sæti Sigrúnar í bæjarstjórn, sem varafulltrúi í bæjarráði og sem fyrsti varaforseti bæjarstjórnar í leyfi hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.1.Iðavellir lóðamál

201301021

Í vinnslu.

8.2.Snjóhreinsun í dreifbýli

201301025

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar að vinna tillögu að breyttu verklagi við snjómokstur í dreifbýli og leggja málið fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.3.Fundargerð 106. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

201212060

Lögð fram tilkynningar.

8.4.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

201212026

Lögð fram til kynningar.

8.5.Beiðni um að einstefna verði afnumin af Bláskógum

201211031

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar leggst bæjarstjórn gegn því að Bláskógar verði gerðir að tvístefnuakstursgötu, en samþykkir að kalla eftir umsögn sýslumanns um að einstefna verði að suðurmörkum lóðarinnar Bláskógar 5

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.6.Klettasel, umsókn um frestun gatnagerðargjalda

201301015

Erindi í tölvupósti dags. 02.01.2013 þar sem Hrafnkell Elísson f.h. HT hús ehf kt.690708-0510, óskar eftir frekari frestun á greiðslu gatnagerðagjalda fyrir Klettasel 1, 3 og 5, sem var úthlutað 20.12.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fresta greiðslu gatnagerðargjaldanna til 01.07.2013, en þá verði gjöldin endurreiknuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.7.Lagabreytingar 19.12.2012

201301016

Lagt fram til kynningar.

8.8.Fagradalsbraut 15,svar Vegagerðarinnar

201301018

Í vinnslu.

8.9.Örnefnakort Rotary klúbbsins

201301020

Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 87

1301003

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 1.11. og úrskurðaði forseti um vanhæfi hennar. Sigvaldi Ragnarsson sem ræddi lið 1.1, 1.12 og 1.13. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.16. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 1.1, 1.12 , 1.13 og 1.16. og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 1.1 og 1.16.

Fundargerðin staðfest.

9.1.Súrheysturn á Hjaltastað

201212055

Áður tekið fyrir í bæjarráði 9. janúar.

9.2.Eyvindará 2,umsókn um byggingarleyfi

201210040

Erindi dags. 05.10.2012 þar sem Björn Sveinsson kt.160265-4189, f.h. Ófeigs Pálssonar kt.080850-2049, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Eyvindará 2. Málið var áður á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar 24.10.2012. Fyrir liggja athugasemdir við grenndarkynninguna frá þremur aðilum sem eru:

1) Erla Vilhjálmsdóttir dags. 14.12.2012
2) Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson og Hrefna Frímann
3) Þórhallur Pálsson f.h. Eyvindarár ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi:

  • Gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og breyting á deiliskipulagi Eyvindarár II samkvæmt 43. gr. skipulagslaga, með tilliti til fyrirhugaðrar framkvæmdar.
  • Bílastæði verði öll innan lóðar með inn- og útakstur á einum stað.
  • Tekið er undir að fara þurfi í úrbætur á heimreið að Eyvindará 1, ásamt brú á heimreiðinni.
  • Ekki er tekin afstaða til ágangs gesta utan lóðar Eyvindarár II.

Bæjarstjórn felur skiplags- og byggingarfulltrúa að láta gera ofangreindar breytingar á aðal- og deiliskipulagi.

Samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum í handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SB.)

9.3.Umsókn um stofnun þjóðlendu/hluti Vatnajökuls

201212031

Erindi dags. 06.12.2012 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson f.h. Forsætisráðherra, sækja um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Meðfylgjandi er Landspildublað - Hluti Vatnajökuls, mál 2/2005 - Fljótsdalshérað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu meirihluta skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt með 7 atkvæðum, en 2 sátu hjá ( SHR og GJ) (samþ. með handauppréttingu)

9.4.Umsókn um stofnun þjóðlendu/landsvæði norðan Þjóðfells

201212029

Erindi dags. 06.12.2012 þar sem Páll Þórhallsson og Sigurður Örn Guðleifsson f.h. Forsætisráðherra, sækja um stofnun þjóðlendu, sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Meðfylgjandi er Landspildublað - Landsvæði Norðan Þjóðfells - Fljótsdalshérað dagsett 01.11.2012

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu meirihluta skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt með 7 atkvæðum, en 2 sátu hjá ( SHR og GJ) (samþ. með handauppréttingu)

9.5.Norðurtún, skemmdir á byggingum

201301029

Lagt fram til kynningar.

9.6.Umsókn um stofnun fasteignar - ný lóð

201301030

Erindi dagssett 18.12.2012 þar sem Baldur Einarsson kt. 260838-4909 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur uppdráttur af lóðinni dags. 16.11.2012.

Eftirfarandi tillaga lög fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.7.Laufás, umsókn um botnlangagötu

201209078

Lagður er fram undirskriftalisti íbúa við Laufás á Egilsstöðum, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn að götunni verði breytt í botnlangagötu, þ.e. að hún verði lokuð við þann enda er snýr að Skjólgarði. Málið var áður á dagskrá 26.09.2012. Fyrir liggur tillaga að snúningshaus í suðurenda götunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að snúningshaus í suðurenda Laufáss. Gert verður ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?