Fara í efni

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

189. fundur 15. janúar 2014 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir aðalmaður
  • Sigrún Harðardóttir 1. varaforseti
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal 2. varaforseti
  • Árni Kristinsson aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 108

1401001

Til máls tóku: Páll Sigvaldason, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin staðfest.

1.1.Þjónustusamfélagið vinnuhópur - 2

1312014

Í vinnslu.

1.2.Eftirlitsskýrslur Heilbrigðiseftirlits 2013

201301099

Í vinnslu.

1.3.Snjómokstur og hálkuvarnir, staða mála

201211116

Lagt fram til kynningar.

1.4.Umsókn um leyfi fyrir rekstri gistihúss

201401005

Erindi dags. 17.12. 2013 þar sem Ívar Ingimarsson kt. 200877-5359 f.h. Óseyrar ehf. kt.430912-0540 sækir um leyfi til að reka gistiheimili að Tjarnarbraut 7, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs heimilar þessa starfsemi, þá samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda
samkvæmt tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.5.Kaldá deiliskipulag

201312056

Lögð er fram lýsing vegna áforma um deiliskipulag vegna ferðaþjónustu í landi Kaldár 1, Fljótsdalshéraði, samkvæmt 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða lýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt 40.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.6.Leyfisveiting vegna skógræktarframkvæmda

201310077

Erindi dagsett 18.10. 2013 þar sem Ólöf Sigurbjartsdóttir f.h. Héraðs- og Austurlandsskóga óska eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið krefjist umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarframkvæmda skv. ákv. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður á dagskrá 11.12.2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilkynna skuli öll áform um skógrækt til nefndarinnar, ásamt upplýsingum um staðsetningu og umfang. Við mat á því hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld skal stuðst við 2. og 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum og Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs.
Að öðru leyti er vísað í reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.7.Endurbætur á Eiðakirkjugarði.

201307044

Í vinnslu.

1.8.Umsókn um skilti

201401037

Erindi í tölvupósti 11.6.2013 þar sem Björgvin Kristjánsson f.h. Fellabaksturs ehf. óskar eftir leyfi til að setja upp leiðbeiningarmerki eins og lýst er í meðfylgjandi erindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að þessi leiðbeiningamerki verði sett upp, þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.9.Spurningalisti um landnotkun

201401013

Í vinnslu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 246

1312001

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála vegna jólaleyfis bæjarfulltrúa.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247

1312015

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála vegna jólaleyfis bæjarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna liðar 19 í fundargerðinni, Málefni Safnahúss, samþykkir bæjarstjórn að Sigrún Blöndal fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aukaaðalfundi Héraðsskjalasafns Austurlands sem boðaður hefur verið 30. janúar nk. Varamaður hennar verði Björn Ingimarsson bæjarstjóri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?