Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

513. fundur 11. maí 2020 kl. 08:15 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Fulltrúar Borgarfjarðarhrepps og Vegagerðar tengdust inn á fundinn kl. 10:00.

1.Fjármál 2020

202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri, sem sat fundinn undir þessum lið, fór yfir stöðu mála varðandi rekstur sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins og kynnti fyrir bæjarráði.
Einnig rýnt í atvinnuleysistölur bæði í fjórðungnum og á landsvísu.

2.Undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar

201911041

Lagt fram til kynningar.

3.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

202004128

Í vinnslu.

4.Ísland ljóstengt

201709008

Í vinnslu.

5.Borgarfjarðarvegur, Eiðar - Laufás

202004201

Inn á fundinn undir þessum lið komu Sveinn Sveinsson frá Vegagerðinni og Jakob Sigurðsson frá Borgarfjarðarhreppi, til að fara yfir stöðuna á þessari framkvæmd.
Sveinn fór yfir stöðuna á undirbúningi verksins og áætlun um framgang þess á næstu misserum. Þar er miðað við að haga undirbúning þannig að hægt verði að bjóða út framkvæmdir í síðasta lagi apríl - maí á næsta ári 2021. Einnig rætt um þau tímamörk sem fram koma í þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak og hvort fjármagnið verði mögulega tekið í önnur verk, takist ekki að ljúka hönnun, undirbúningi og útboði verksins fyrir þau tímamörk.
Fram kom að framkvæmdaáætlun verksins hefur legið fyrir um nokkra hríð og ekki verið gerð athugasemd við hana að hálfu yfirvalda.
Sveitarfélögin og Vegagerðin eru sammála um að halda áfram samskiptum varðandi framgang verksins.

6.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna, 715. mál.

202004200

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða frumvarpsdrögin og bera þau saman við þau gögn í málinu sem áður hefur verið veitt umsögn um.

7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

202005032

Bæjarráð samþykkir að óska eftir að fræðslustjóri og félagsmálastjóri fari yfir frumvarpsdrögin og geri athugasemdir ef þurfa þykir og skili þeim til bæjarráðs.

8.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

202005037

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skoða frumvarpsdrögin og bera þau saman við þau gögn í málinu sem áður hefur verið veitt umsögn um.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

202005063

Bæjarráð fagnar fram komnu frumvarpi sem er til þess fallið að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum og leggur áherslu á það að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst, svo hægt verði að vinna áfram að framgangi þeirra.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?