Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

501. fundur 17. febrúar 2020 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

202001001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og uppgjöri síðasta árs.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að framlengja ráðningarsamning verkefnisstjóra innleiðingar persónuverndarlöggjafar um einn mánuð, eða til 31. mars 2020.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

202002017

Björn fór yfir fundi almannavarnarnefndar undanfarið, en þar hefur undirbúningur undir mögulega komu Kórónavírusins til Íslands verið aðal umfjöllunarefnið. Vinnan hefur verið leidd af starfsmönnum HSA og lögreglustjóra og er næsti fundur nefndarinnar áformaður síðar í dag.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

3.Stjórn Vísindagarðsins ehf, fundargerðir 2020

202002074

Björn fór yfir fundargerðina og mál sem þar voru rædd og kynnti bæjarráði.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4.Stjórn SvAust, fundargerðir 2020

202002075

Lagt fram til kynningar.

5.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

201808087

Bæjarráð áréttar fyrri bókun bæjarráðs og bæjarstjórnar um að nýr leikskóli Hádegishöfða verði þriggja deilda leikskóli.

6.Frístund 2019-2020

201909022

Lögð fram skýrsla starfshóps um frístundastarf á Fljótsdalshéraði, ásamt fundargerð síðasta fundar.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir vandaða skýrslu og samþykkir að vísa henni til fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar.

7.Tesla hleðslustöðvar

202002070

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu m.a. í tengslum við miðbæjarskipulagið.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201806080

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fulltrúi Fljótsdalshéraðs í yfirkjörstjórn við kosningu til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi, verði Stefán Þór Eyjólfsson núverandi formaður yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál

202002067

Lagt fram til kynningar.

10.Eignarráð og nýting fasteigna, frumvarp í samráðsgátt

202002072

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar og munu athugasemdir nefndarinnar koma aftur til bæjarráðs til frekari skoðunar.

11.Samráðsgátt, reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns

202002076

Málinu frestað til næsta fundar.

12.Samráðsgátt, drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

202002079

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að umsögn um frumvarpið og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?