Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

480. fundur 02. september 2019 kl. 08:15 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra rekstrarliði úr bókhaldi sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðuna.

Einnig fór Guðlaugur yfir starfsmannamál á fjármálasviði, en þar hafa orðið mannabreytingar og starfsmann óskað eftir breytingum á starfshlutfalli.

Bókun vegna framlags á árinu 2020 til Hattar byggingarfélags ehf.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs staðfestir yfirlýsingu bæjarstjóra og fjármálastjóra til Hattar byggingarfélags ehf kt. 521118-1440 þess efnis að framlag Fljótsdalshéraðs vegna byggingar fimleikahúss á árinu 2020 verði 100 millj. kr. Jafnframt staðfestir bæjarráð að framlagið rúmist innan fjárhagsramma þess árs og er í forsendum í samþykktri 3ja ára áætlun og verði greitt í byrjun árs 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundur bæjarráða Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs 26. ágúst 2019

201908189

Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar bæjarráða Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs sem haldinn var 26. ágúst.

Í framhaldi fundarins voru gerðar ályktanir annars vegar um Fjarðarheiðargöng og hins vegar um innanlandsflug og verða þær m.a. birtar á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

3.Fundargerðir 262-265. funda Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201908190

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 262. til 265. fundar stjórnar HEF.

4.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

201808087

Bæjarráð samþykkir að skipa Valdísi Dögg Rögnvaldsdóttur í starfshópinn í stað Sigurðar Ragnarssonar, sem beðist hefur lausnar.

5.Framtíðarþing um farsæla öldrun á Austurlandi

201908085

Bæjarráð samþykkir að veita 100.000 kr. styrk vegna þingsins og gert verði ráð fyrir að fjármagnið verði tekið af lið 02750.

6.Hjaltalundur, ástand þaks

201904115

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu, þar sem hann er í stjórn Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Var vanhæfi hans samþykkt og kom Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður hans inn á fundinn undir þessum lið.

Kristjana fór yfir umræður sem urðu um málið á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar og einnig var farið yfir fyrri umfjöllun um endurnýjun þaksins á Hjaltalundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð beinir því til umhverfis-og framkvæmdanefndar að taka á næsta fundi sínum samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtakanna um þá möguleika sem fyrir liggja varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundur með Hollvinasamtökum Hjaltalundar.

201907050

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu, þar sem hann er í stjórn Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Var vanhæfi hans samþykkt og kom Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður hans inn á fundinn undir þessum lið.

Vísað er til bókunar undir 6. lið í þessari fundargerð.

8.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

201902128

Farið yfir ýmsar hugmyndir sem fram hafa komið í gegn um árin, varðandi húsnæði fyrir tónlistarskóla á Egilsstöðum. Einnig lá fyrir niðurstaða starfshópsins frá 5. júlí 2019.
Bæjarstjóra falið að láta vinna áfram að fyrsta áfanga undirbúnings að framtíðarhúsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum í samræmi við niðurstöður starfshópsins sem gerði ráð fyrir viðbyggingu við grunnskólann.
Málið verður áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

9.Fyrirspurn varðandi Eiðar

201908200

Bæjarstjóri kynnti fyrirspurn sem borist hefur varðandi Eiðastað. Bæjarstjóra falið að svara henni í samræmi við upplýsingar sem fram komu á fundinum.

10.Samráðsgátt - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, S-206/2019

201908068

Bæjarráð hyggst gera umsögn um tillöguna og leggja hana fram á næsta fundi þess 9. september. Málið verður einnig tekið fyrir á aukalandsþingi Sambands Ísl. sveitarfélaga sem haldið verður nk. föstudag.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?