Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

470. fundur 13. maí 2019 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir nokkur mál og kynnti þau.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

201905074

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir vinnu nefnda og starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2020, en flestar nefndir eru nú búnar að skila inn fyrstu áætlunum sínum.
Að öðru leyti er áætlunin í vinnslu.

3.Fundagerð 257. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201905077

Lagt fram til kynningar.

4.Vegna áforma fjármálaráðherra að skerða tekjur jöfnunarsjóðs

201903099

Farið yfir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga vegna málsins. Bæjarráð tekur heilshugar undir umsögnina og þau áhersluatriði sem Sambandið setur fram.

5.Lausaganga búfjár á Fagradal

201903165

Farið yfir fundargerð frá fundi sem starfsmenn Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs héldu um málið 19. mars sl.

Bæjarráð áréttar að kjósi sveitarfélög að skilgreina fjárlaus svæði í sínu skipulagi, eins og Fjarðabyggð hefur gert í þessu tilfelli, þá er það á ábyrgð þess sveitarfélags að girða viðkomandi svæði af.
Kjósi Vegagerðin að girða af svæði til að halda búfé frá vegstæðum er henni það heimilt að höfðu samráði við landeigendur og þá sem eiga upprekstrarrétt á viðkomandi svæði. Mikilvægt er að slíkar framkvæmdir gangi ekki á rétt nýtingaraðila.
Bæjarráð leggur áherslu á það að þau landsvæði sem um er fjallað og eru innan Fljótsdalshéraðs, eru landbúnaðarsvæði samkvæmt skipulagi sveitarfélagsins og ekki gert ráð fyrir takmörkunum á landnotkun hvað umferð og beit búfjár á slíkum svæðum varðar.

Bæjarstjóra falið að koma niðurstöðu bæjarráðs á framfæri við aðila máls og hefur Fljótsdalshérað þar með lokið aðkomu sinni að viðræðum um þetta mál.

6.Innleiðing persónuverndarlöggjafar

201805015

Fjallað var um vinnuna við innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera viðauka við samning um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starf persónuverndarfulltrúa, sem gildir til loka árs 2019.

7.Samráðsgátt - Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

201905045

Boðað hefur verið til fundar þar sem fulltrúar sveitarfélaga á Austurlandi munu hitta fulltrúa úr starfshópi um stefnu ríkisins um málefni sveitarfélaga.
Fulltrúar úr bæjarráði munu sitja þann fund og kynna sér málið nánar og koma á framfæri upplýsingum eftir því sem þörf krefur.

Málinu að öðru leyti frestað til fundar bæjarráðs 3. júní.
Fulltrúar Orkusölunnar Magnús Kristjánsson, Þórhallur Halldórsson og Pálmi Sigurðsson komu á fundinn kl. 10 .
Farið var yfir hugmyndir að uppsetningu vindmylla á Út-Héraði, bæði í nánd við Lagarfoss og eins í landi Klúku. Einnig farið yfir rannsóknaleyfi fyrirtækisins á vatnsaflsvirkjunum innan sveitarfélagsins og væntanlega viðhaldsvinnu við núverandi virkjanir.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?