Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

463. fundur 18. mars 2019 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Starfshópurinn um norræna samstarfsverkefnið Betri bæi kemur á fundinn kl. 10

1.Fjármál 2019

201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.
Einnig farið yfir upplýsingar sem fram komu á fundinum.

2.Ársreikningur 2018

201903001

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótadalshéraðs 2018, ásamt fylgigögnum, til annarrar umræðu í bæjarstjórn.
Fyrir lá ábyrðar- og skuldbindingayfirlit Fljótsdalshéraðs í árslok 2018 sem bæjarráð staðfesti og einnig er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til að haldinn verði borgarafundur til kynningar á ársreikningum mánudaginn 25. mars kl. 19:30.

3.Fundargerð 253. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201903076

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Ársala bs 2019

201902140

Björn fór yfir umræður á fundinum og einnig hugmyndir um endurbyggingu húsnæðis Ársala við norður enda Lagaráss.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

5.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Á fundinn mættu Bylgja Borgþórsdóttir, Kjartan Róbertsson og Freyr Ævarsson fulltrúar starfshóps um norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018. Kynntu þau tillögur sínar að fyrirkomulagi starfsemi í Miðvangi 31 og sögðu frá kynnisferð fulltrúa Fljótadalshéraðs sem farin var nýlega í nokkra bæi í Danmörku og Svíþjóð.
Bæjarráð er jákvætt fyrir þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

Bæjarráð samþykkir að skipa þriggja manna húsráði fyrir Miðvang 31 og að í því sitji forseti bæjarstjórnar, skrifstofustjóri og fulltrúi frá starfshópnum. Fulltrúi starfshópsins sem verður Freyr Ævarsson kalli hópinn saman.

6.Beiðni um styrk vegna hreinsunar á orgeli Egilsstaðakirkju

201903046

Fyrir lá styrkbeiðni frá starfshópi sem undirbýr hreinsun og endurstillingu orgels Egilsstaðakirkju, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við það verkefni.

Starfsmönnum falið að skoða mögulega aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

7.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2019

201903071

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshérað leggur til við bæjarstjórn að því verði beint til aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella að HEF hefji rekstur gagnaveitu.
HEF muni þannig annast framkvæmd ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins samkvæmt því er fram kemur í tilboði Fjarskiptasjóðs til sveitarfélagsins og samþykkt var af hálfu sveitarfélagsins 7. mars sl. Sveitarfélagið mun leggja verkefninu til þá fjármuni er munu koma frá Fjarskiptasjóði sem og þá sem tilgreindir eru undir framlagi íbúa og sveitarfélags auk byggðastyrks. HEF mun sjá um fjármögnun þess hlutar er fellur undir framlag annarra sem og það sem út af stendur er önnur framangreind framlög hafa verið innt af hendi. Skal fjármögnun af hálfu HEF eiga sér stað ýmist með eigin fé eða lántökum byggt á mati stjórnar HEF hverju sinni. Fulltrúar sveitarfélagsins á aðalfundi HEF fái umboð til að leggja fyrir aðalfund tillögu þessa efnis sem og að veita henni stuðning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aðalmenn í bæjarstjórn fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum í því hlutfalli sem fjöldi þeirra á fundinum segir til um. Heimilt er varabæjarfulltrúa að mæta, ef aðalmaður forfallast og fara með atkvæði hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Verkefnisráð-samráðsvettvangur hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

201707013

Fram kom beiðni um skipan fulltrúa Fljótsdalshéraðs í samráðsvettvangi hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

Bæjarráð gerir það að tillögu sinni að formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar verði fulltrúi sveitarfélagsins, líkt og verið hefur.

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - 86. mál

201903026

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir þingsályktunartillögu þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjarvíkurflugvallar og er afstaða bæjarráðs í þá veru að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli vera áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns jafngóður eða betri kostur verði tilbúinn til notkunar.
Þá tekur bæjarráð undir greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu og fjölþættu hlutverki í samgöngum
íbúa landsbyggðarinnar, þá er tilgangur hluta ferðanna að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og tengist staðsetning flugvallarins þannig brýnum öryggishagsmunum almennings. Þá gegnir flugvöllurinn einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðanna við opinbera
grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt með tveimur atkv. en 1 sat hjá (SIÞ)

Steinar Ingi Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi L-listans í bæjarráði tekur undir margt í meðfylgjandi greinargerð með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er mjög mikilvægt að flugsamgöngur séu með sem skilvirkustum hætti á milli höfuðborgar og landsbyggðarinnar.
Það er hins vegar ekki hlutverk löggjafarvaldsins að hlutast til um skipulagsvald sveitarfélags með slíkum hætti eins og kveðið er á um í tillögunni.
Vísað er í því samhengi til umsagnar Samband íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurvelli, 361. mál. frá 4. júní 2015 en þar segir: Samband íslenskra sveitarfélaga hlýtur að vara eindregið við því að löggjafinn haldi áfram að feta sig í þá átt að skerða forræði sveitarfélaga á eigin málefnum.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Fulltrúa D, B og M lista líta svo á að ekki sé með tillögunni verið að vega að skipulagsrétti sveitarfélaga.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta - 639. mál.

201903064

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) - 90. mál.

201903065

Lagt fram til kynningar.

12.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.) - 647. mál.

201903072

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?