Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

434. fundur 13. ágúst 2018 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.

2.Boðun XXXII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

201807049

Lagt fram bréf Sambands ísl. sveitarfélaga vegna XXXII landsþings Sambandins sem haldið verður á Akureyri 26. - 28. september.

3.Aðalfundur SSA 2018

201806160

Farið yfir tillögur frá bæjarfulltrúum að umræðuefnum á aðalfundi SSA á komandi hausti.
Bæjarráð samþykkir að ganga endalega frá tillögum frá Fljótsdalshéraði á næsta fundi ráðsins.

4.Náms- og atvinnulífsýning Austurlands.

201807007

Farið yfir fyrirhugaða náms- og atvinnulífssýningu Að heiman og heim, sem samtökin Ungt Austurland hyggjast halda 1. september nk.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að til viðbótar við áður samþykktan styrk til sýningarinnar, leggi Fljótsdalshérað sýningunni til húsnæði íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum án endurgjalds.

Samþykkt samhljóða.

5.Grænbók sem skiptir máli fyrir sveitarfélög.

201807050

Farið yfir tillögur að grænbók fyrir málefnasvið ríkisins sem tengist m.a. sveitarfélögum. Grænbókin er í vinnslu og umsagnarferli.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

6.Brunabótafélag Íslands

201808011

Stjórn Brunabótafélagsins boðar til kynningarfundar um málefni félagsins á Egilsstöðum 24. ágúst fyrir forsvarsmenn aðildarsveitarfélaga EBÍ á Austurlandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði frá kl. 13:30 - 15:00.
Bæjarstóra falið að boða bæjarfulltrúa á fundinn.

7.Úthlutun ráðherra á styrkjum og framlögum úr byggðaáætlun

201808012

Lagt fram til kynningar.

8.Framlög til stjórnmálasamtaka

201808015

Umræddum upplýsingum hefur þegar verið komið til skila.

9.Blöndubakki

201808013

Lagt fram til kynningar.

10.Skíðasvæðið í Stafdal

201808010

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Skíðasvæðinins í Stafdal, þar sem bæjarfulltrúm og fulltrúum íþrótta- og tómstundanefndar, ásamt starfsmönnum er boðið í skoðunarferð um skíðasvæðið, fimmtudaginn 6. september kl. 17:30.
Bæjarstjóra falið að senda boða á viðkomandi aðila.

11.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Á fundinn mættu Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson, sem eru fulltrúar Fljótadalshérðs í Norræna verkefninu um betri bæi 2018. Kynntu þau m.a. hugmyndir hópsins um nýtingu lóðar og húsnæðis að Miðvangi 31.
Að lokinni kynningu var óskað eftir því að hópurinn láti útfæra betur á teikningu möguleika á nýtingu hússins og þær verði síðan skoðaðar betur á fundi bæjarráðs 27. ágúst. Á þann fundi verði einnig boðaðir fulltrúar skógarbænda til að kynna sínar hugmyndir og fara yfir möguleikana.

12.Þjóðgarðastofnun

201808014

Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og náttúruverndarnefnd. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?