Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

374. fundur 20. febrúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson bæjarstjóri tók þátt í fundinum í gegn um síma frá Reykjavík.

1.Fjármál 2017

201701003

Björn fór yfir umsókn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stuðning við unglingalandsmótið sem halda á um Verslunarmannahelgina í sumar og afgreiðslu á henni.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá afgreiðslu sem umsóknin fékk, en þar fékk sveitarfélagið 5 milljónir til landsmótshaldsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við UMFÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um þessa afgreiðslu.

Einnig kynnti bæjarstjóri drög að samkomulagi varðandi símabakvaktir vegna barnaverndarmála.

Bæjarstjóri kynnti einnig uppsagnarbréf frá Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra. Bæjarstjóra falið að auglýsa starfið.

2.Fundargerð 219. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201702085

Fundargerðin 219. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella lögð fram til kynningar.

Varðandi lið 2 b, bókun frá Samorku þar sem hvatt er til að neytendur fái skýrar upplýsingar um hvaða vörur mega eða mega ekki fara í fráveituna, hvetur bæjarráð stjórn HEF til að fylgja málinu eftir og koma þessum upplýsingunum enn betur á framfæri.

Farið yfir bókun undir lið 2 c, Samþykkt um fráveitur Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð leggur áherslu á að gegnið verði frá samþykktinni sem fyrst og óskar eftir að framkvæmdastjórar HEF og Heilbrigðiseftirlitsins komi á fund bæjarráðs þar sem unnið verði að lokaútgáfu samþykktarinnar.

3.Kjarasamningar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

201612049

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara lögð fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar því að samningar hafa náðst. Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna þeirrar hækkunar launaliða, sem þessi samningur kallar á.

4.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2017

201702076

Fram kemur í bréfi frá Lánasjóði sveitarfélaga að stefnt er að aðalfundi sjóðsins 24. mars nk. Jafnframt er óskað eftir tilnefningum til framboðs fulltrúa í stjórn Lánasjóðsins og ber að skila þeim fyrir kl. 12:00 mánudaginn 27. febrúar.

Lagt fram til kynningar.

5.Málþing um heilabilun

201702080

Lagt fram bréf frá Alzheimer samtökunum, þar sem óskað er eftir styrk vegna málþinga um heilabilun, sem halda á í öllum landshlutum á komandi vori.

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu og felur nefndinni að afla frekari upplýsinga um styrkbeiðnina áður en hún verður afgreidd.

6.Gróðrarstöðin Barri ehf.

201702096

Lagðar fram tölur úr uppgjöri Barra, 2014 og 2015, ásamt útkomuspá og áætlun næstu ára.
Jafnframt beiðni forsvarsmanna Barra um fund með fulltrúum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að setja heimsóknina á dagskrá á næsta bæjarráðsfundi, kl. 11:15.
Tveir fulltrúar frá Alcoa Fjarðaáli komu til fundar með bæjarráði klukkan 11:00.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?