Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

364. fundur 28. nóvember 2016 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. nóv. sl. en þar eru lagðar til breytingar á viðmiðunarfjárhæðum í innkaupareglum Fljótsdalshéraðs. Þeim var síðast breytt í febrúar 2014.

Bæjarráð leggur til eftirfarandi breytingar.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna útboða.
Kaup á vörum og þjónustu 15.500.000
Kaup á verklegum framkvæmdum 49.000.000

Viðmiðunarfjárhæðir vegna verðfyrirspurna.
Kaup á vörum og þjónustu frá 5.500.000 til 15.500.000.
Kaup á verklegum framkvæmdum frá 15.500.000.til 49.000.000.

Jafnframt að breytt verði starfsheiti fulltrúa umhverfissviðs í ráðinu í: umsjónarmaður eignasjóðs.

Skrifstofustjóra falið að leggja drög að breyttum reglum fyrir bæjarstjórn.

2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

201601231

Fundargerð 27. fundar frá 10. nóvember lögð fram til kynningar.

3.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

201610022

Lögð fram drög að reglum fyrir Fljótsdalshérað um stofnframlög, skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt, eins og þau eru hér lögð fram.

4.Samstarfssamningur við Íþróttafélagið Hött

201611095

Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi við Íþróttafélagið Hött. Drögin eru jafnframt til skoðunar hjá stjórn Hattar.
Málið er áfram í vinnslu.

5.Kjarasamningur Félags grunnskólakennara

201606021

Lagður fram undirskriftalisti frá grunnskólakennurum á Fljótsdalshéraði, með kröfu um aðgerðir og stuðning við kjarabaráttu kennara.
Sigrún Blöndal vék af fundi við umfjöllun liðarins.

Bæjarráð leggur áherslu á bæði sveitarfélög og kennarar bera ábyrgð á því að farsæl niðurstaða náist. Því ítrekar bæjarráð mikilvægi þess að samninganefndir ljúki störfum sem fyrst þannig að samningar náist fyrir lok þessa árs.

Bæjarráð þakkar jafnframt boð kennara um að kjörnir fulltrúar heimsæki skólana á skólatíma og telur vel til fundið að þeir þiggi heimboð skólanna og mæti þangað í heimsókn til að fylgjast með skólastarfinu.

6.Orkustofnun vegna skilgreiningar þéttbýlis og dreifbýlis

201611099

Til kynningar.

7.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

201607001

Lögð fram drög að samningi Fljótsdalshérað við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands um mat á mögulegum verndarsvæðum í byggð á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau.

8.Jólaleyfi bæjarstjórnar og bæjarráðs 2016

201611100

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að jólaleyfi bæjarstjórnar verði að þessu sinni frá og með 8. desember 2016 og til og með 4. janúar 2017.
Jafnframt að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála á þeim tíma, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi. Bæjarráð verði kallað saman til funda á þessu tímabili ef þurfa þykir, en fastir fundir þess meðan jólaleyfi bæjarstjórnar varir, verða 12. og 19. des.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?