Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

359. fundur 17. október 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstrinum.

Einnig farið yfir samkomulag um lífeyrismál,sem búið var að ná milli KÍ, BHM og BSRB og svo Fjármála- og efnahangsráðherra og Sambands sveitarfélaga hins vegar. Það samkomulag er hins vegar í uppnámi og því stefnir í verulegan útgjaldaauka á næsta ári fyrir sveitarfélögin, takist ekki að ljúka málinu.

Kynnt innkomin erindi vegna álagningar fasteignaskatts á húsnæði sem fengið hefur leyfi sýslumanns til útleigu gistingu fyrir ferðamenn. Málið er í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Farið yfir nýjustu tölur frá nefndum sveitarfélagsins og hvernig heildaráætlun kemur út miðað við það.
Fjárhagsáætlun áfram í vinnslu.

3.Brunavarnir á Héraði stjórnarfundargerð 10.10. 2016 og fjárhagsáætlun fyrir 2017

201610024

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Fundargerð aðalfundarins lögð fram til kynningar ásamt yfirliti yfir árgjöld sveitarfélaga til SSA 2017.
Bæjarráð samþykkir að senda fagnefndum sveitarfélagsins samþykktir aðalfundarins til kynningar og umfjöllunar.

5.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

201610022

Farið yfir upplýsingar í tengslum við nýleg lög um almennar íbúðir, en sérstök kynning á þeim fyrir sveitarstjórnarfulltrúa var haldin í tengslum við aðalfund SSA á Seyðisfirði.
Málið verður áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

6.Fundir með nágrannasveitarfélögum

201610027

Stefán Bogi Sveinsson fór yfir málið.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna stöðuna og undirbúa mögulega fundi.

7.Starfsmannamál 2016

201603119

Lagt fram til kynningar.


8.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

201103185

Lögð fram viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var í gær.
Um er að ræða uppbyggingu í sláturhúsinu og viðbyggingu við safnahúsið á Egilsstöðum.
Bæjarráð fagnar þessum áfanga, en unnið hefur verið að undirbúningi þessa um langt skeið og byggir á samþykkt ríkisvaldsins um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?