Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

351. fundur 15. ágúst 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Farið yfir samantekt frá Sambandi sveitarfélaga varðandi löggæslukostnað við bæjarhátíðir og viðburði vítt um land.
Bæjarráð telur eðlilegt að samræmis sé gætt varðandi löggæslukostnað um land allt í svona tilfellum, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða á minni stöðum út um landsbyggðina.

2.Fundargerð 211.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201608044

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Hvatning Velferðarvaktarinnar vegna kostnaðar skólabarna við ritfangakaup

201608041

Lagður fram tölvupóstur frá Velferðarráðuneytinu, dagsettur 9. ágúst 2016 með hvatningu til sveitarfélaga um að draga úr kostnaði grunnskólanema vegna ritfangakaupa.

Bæjarráð vísar í bókun fræðslunefndar frá 7. júní sl. þar sem sem skólar sveitarfélagsins eru hvattir til að gæta hófs við gerð innkaupalista.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Samningur og viljayfirlýsing Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþ

201508023

Málið var til umræðu á síðasta fundi bjarráðs og hefur nú verið rætt frekar innan framboðanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að fara í viðræður við íþróttafélagið Hött um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, út frá hugmyndum sem íþróttafélagið hefur lagt fram. Horft verði til valkosta sem gera ráð fyrir byggingu úr stálgrind, eða steypu og einnig verði miðað við þær upphæðir í framkvæmdakostnaði sem ræddar hafa verið í bæjarráði.
Drög að samningi og útfærslum verði síðan lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
B-listinn telur mikilvægt að í kjölfar bókunar bæjarráðs verði fyrirliggjandi áætlanir rýndar skilmerkilega, settar fram endanlegar tillögur um útfærslu viðbygginga og breytinga innanhúss, mótuð drög að samningum við íþróttafélagið og settar fram áætlanir um áhrif framkvæmdanna á rekstur sveitarfélagsins á komandi árum. Þó að B-listinn líti hugmyndir um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar jákvæðum augum áskilja fulltrúar listans sér allan rétt til að taka endanlega afstöðu til verkefnisins þegar öll framangreind gögn liggja fyrir, en ljóst er að ekki er ásættanlegt að framkvæmdir sem þessar gangi of nærri fjárhag sveitarfélagsins.

5.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar í fl. II/Sauðhagi 1, lóð 2, hús 3.

201607019

Lagt er fram til kynningar.

6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Vallnaholt 8

201607007

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Málið er að öðru leyti enn í afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.

7.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir gistingu/Eyjólfsstaðaskógur 28

201606142

Lagt er fram erindi Sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn með vísan í 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 á umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting í flokki II - sumarhús fyrir Eyjólfsstaðaskóg 28.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð bendir þó á að byggingarfulltrúi veitti neikvæða umsögn með vísan í byggingarstig húss.

8.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar/Vallanes

201606143

Lagt fram til kynningar.

9.Þátttaka í Útsvari veturinn 2016 - 2017

201608051

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í spurningakeppninni Útsvar á komandi vetri og freista þess að verja titilinn frá síðasta vetri.
Jafnframt er Stefáni Boga Sveinssyni og Stefáni Bragasyni falið að leita eftir þátttakendum til að skipa liðið.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?