Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

321. fundur 07. desember 2015 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar upplýsingar tengdar rekstri sveitarfélagsins.
Einnig farið yfir ýmis önnur mál.

Kynnt kauptilboð í íbúð sveitarfélagsins að Miðgarði 15 b, sem barst í gegn um fasteignasöluna Inni. Bæjarráð samþykkir kauptilboðið fyrir sitt leyti.

Kynnt svarbréf eftirlitsnefndar sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefndin kallar ekki eftir frekari upplýsingum varðandi fjárfestingar á vegum Fljótsdalshéraðs árið 2014.

2.Fundargerð 197. stjórnarfundur HEF

201511092

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 198. stjórnarfundur HEF

201511105

Varðandi deiliskipulag á iðnaðarsvæðið í landi Ekkjufellssels í námunda við Haustak, mun bæjarráð taka málið fyrir að loknum fundi stjórnar HEF og fulltrúa umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 832. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201511106

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Loftslagsmál og endurheimt votlendis

201511088

Lagt fram svar Umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Á. Andersen um losun gróðurhúsalofttegunda.

Lagt fram til kynningar.

6.Að austan - Glettur 2016

201511095

Stefán Bogi Sveinsson, vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Lagt fram erindi N4 vegna áframhaldandi stuðnings við þáttagerð á Austurlandi sem fær nafnið "Að austan", en verður í anda þáttarins Glettur.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga frá samningi við N4, á þeim grunni sem kynntur var á fundinum og fjárheimildi í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins gera ráð fyrir.

7.Leiðbeiningar um störf almannavarnanefnda

201511103

Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 20. nóvember 2015.
Bæjarráð mælir með að minnisblaðið verði sent fulltrúum í almannavarnanefnd til kynningar.

8.Egilsstaðastofa, upplýsingamiðstöð

201501023

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við nýtt rekstarfélag, Austurför, um að taka við samningi um rekstur tjaldstæðis og Egilsstaðastofu.

9.Starfslok Hallormsstaðaskóla

201502133

Lögð fram drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um lok samstarfssamnings um Hallormsstaðaskóla.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og heimilar bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fh. Fljótsdalshéraðs.

10.Könnun Austurbrúar um afstöðu fólks til Austurlands sem ferðamannastaðar.

201511001

Lögð fram svör Austurbrúar vegna fyrirspurna Þráins Lárussonar þann 29.10.2015, varðandi könnun Austurbrúar um afstöðu fólks til Austurlands sem ferðamannastaðar.

Svörin lög fram til kynningar og verða send fyrirspyrjanda til upplýsinga.

11.Álagningarforsendur fasteignagjalda 2016

201512030

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 1.12. 2015 voru eftirfarandi álagningarhlutföll og gjaldskrár vegna fasteignagjalda árið 2016 samþykkt.

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Holræsagjald verði óbreytt, eða 0,32%

Vatnsgjald pr. fermetra húss verði 245 kr
Fastagjald vatns verði 8.250 kr
Vatnsgjald á sumarhús verði 24.900 kr

Sorpgjald á íbúð verði 24.859 kr.
Sumarhús eyðingargjald (30%) 7.458 kr.
Sumarhús með sumarsorphirðu 12.429 kr
Aukatunna grá verði 8.800 kr.
Aukatunnur grænar og brúnar verði 1.538 kr.

Bæjarráð staðfestir ofangreind álagningarhlutföll.

12.Virðisaukaskattur vegna fólksflutninga

201512031

Bæjarráð lýsir verulegum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á innheimtu virðisaukaskatts af almenningssamgöngum og öðrum akstri í almannaþágu. Bæjarráð leggur þunga áherslu á að breytingarnar leiði ekki til þess að kostnaður sveitarfélaga við slíkan akstur aukist frá því sem nú er.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?