Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

308. fundur 01. september 2015 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði kaupsamningur við 701 hotels ehf. á grundvelli gagntilboðs sem dagsett er 26. ágúst 2015 og tekur til eftirtalinna eigna: Kennsluhúsnæði, heimavist, mötuneytisaðstaða, íþróttahús og sundlaug, auk eignarhluta Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps í tveimur íbúðum í skólahúsnæðinu, samtals 25% hlut í hvorri íbúð.
Tilboðsfjárhæðin nemur 105.000.000 kr. og greiðist hún með tveimur greiðslum. Við undirritun kaupsamnings kr. 31.000.000 og þann 1.10.2016 kr. 74.000.000.
Áætlaður afhendingardagur eignanna er 1. nóvember 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Einnig lögð fram til afgreiðslu fundargerð starfshóps um málefni Hallormsstaðaskóla dagsett 31.08. 2015.
Bæjarráð tekur undir tillögu hópsins um að Fljótsdalshérað leysi til sín hlut Fljótsdalshrepps í lausabúnaði skólans, þegar endanleg niðurstaða verðmats liggur fyrir. Fræðslunefnd falið að undirbúa frágang og ráðstöfun lausabúnaðar.

Ræddar framkomnar hugmyndir aðila varðandi slit á samstarfssamningi frá 01.01 2010 og uppgjör því tengdu.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og honum veitt umboð til að ganga frá drögum að samningum varðandi slit á samstarfssamningi og uppgjörs vegna lausabúnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?