Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

226. fundur 27. febrúar 2013 kl. 16:00 - 20:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Katla Steinsson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Milli klukkan 15:00 og 16:00 sátu bæjarráðsmenn fund með fulltrúum Svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs, þeim Birni Ármanni Ólafssyni, Ruth Magnúsdóttur og Agnesi Brá Birgisdóttur starfsmanni þjóðgarðsins á Austurlandi. Farið var yfir ýmis mál sem varða Vatnajökulsþjóðgarð, stjórnun hans, stefnu og fl.
Fundurinn var hugsaður sem upplýsingafundur.

1.Fjarskipti á Hallormsstað

201302120

Lagt fram bréf, dagsett 13. febrúar 2013 frá Lofti Magnússyni, viðskiptastjóra Símans, svar við bréfi Fljótsdalshéraðs frá 10.janúar 2013 varðandi bætt fjarskipti á Hallormsstað.

Þar kemur fram að Hallormsstaður er ekki einn þeirra 53 byggðakjarna sem fær háhraðatengingu á þessu ári, samkvæmt áætlunum Símans.

Lagt fram til kynningar.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Lögð fram samantekt Árna Kristinssonar yfir þau erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi starfsmenn og/eða nefndir sveitarfélagsins.

3.Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

201212063

Bæjarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir verkefninu á næsta fundi atvinnumálanefndar.

4.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram erindi varðandi fjarskipti í dreifbýli tengt ljósleiðara HEF frá Egilsstöðum inn í Einarsstaði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá tilboð í gerð viðskiptaáætlunar fyrir verkefnið.

Jafnfram lögð fram skrifleg fyrirspurn hótelrekanda í Hótel Svartaskógi varðandi lélegt fjarskiptasamband við hótelið og dreifbýlið þar í kring.

Bæjarráð samþykkir að fela umsjónarmanni tölvumála að gera tillögur um mögulegar lausnir og kynna bréfriturum þær.

Ofangreint samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Almenningssamgöngur á Austurlandi

201212021

Lagður fram tölvupóstur til kynningar, umræðu og staðfestingar frá Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fulltrúa nýsköpunar og þróunarsviðs Austurbrúar, dags.21.febrúar 2013, þar sem hún kynnir úrslit úr hönnunarsamkeppni um nafn og merki fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi. Einnig eru lögð fram drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu merki almenningasamgangna. Jafnframt mælir bæjarráð með að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

6.Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537.mál

201302141

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara hjá nefndarsviði Alþingis, dags. 20.febrúar 2013, með ósk um umsögn við frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið á þessu stigi en felur Stefáni Boga Sveinssyni að og koma á framfæri við lögfræðing Sambands Ísl. sveitarfélaga ábendingum og athugasemdum sem fram komu hjá bæjarráðsmönnum.

Jafnframt lýsir bæjarráð áhuga sínum á að taka þátt í tilraunaverefni meðal sveitarfélaga um rafrænar sveitarstjórnarkosningar næst þegar þær fara fram, ef útfærsla og tæknibúnaður verður til staðar þá.

7.Votihvammur/erindi frá íbúum

201212016

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála og fór yfir þau atriði sem sveitarfélagið hefur komið að og beitt sér fyrir til lausnar þeirra.

Fram kom hjá honum að fyrirhugaður er fundur ÍAV með eigendum, íbúum og fulltrúum sveitarfélagsins þann 12. mars, varðandi stöðu mála og næstu skref.

8.Velferðarvaktin

201302139

Lagður er fram tölvupóstur með bréfi velferðarvaktarinnar, dags. 20. febrúar 2013 þar sem hvatt er til að sveitarfélögin setji sér fjölskyldustefnu og áætlun um framkvæmd hennar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að vísa málinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar.

9.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

201302140

Lagður fram tölvupóstur frá Hlyni Gauta Sigurðssyni, dags.19. febrúar 2013 annarsvegar með beiðni um að sveitarfélagið segi upp leigusamningi við ríkið á jörðinni Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá og hinsvegar beiðni um meðmæli um að Hlynur fái að kaupa jörðina.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óska eftir því við bréfritara að viðkomandi komi til fundar með bæjarráði til að fara yfir hugmyndir þeirra um málið.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf

201302131

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012. Fundurinn er boðaður á Grandhótel þann 15. mars. 2013. Einnig er auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fela bæjarstjóra umboð til að sitja fundinn f.h. Fljótsdalshéraðs.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að bjóða Björn Ingimarsson bæjarstjóra fram til setu í stjórn Lánasjóðsins.

11.Sala/kaup hlutabréfa í Ásgarði hf

201302011

Lagt fram til kynningar bréf frá Einari Rafni Haraldssyni f.h Stjórnar Ásgarðs, dagsett 15. febrúar varðandi sölu á hlutafé Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf. Þar kemur fram að hvorki félagið sjálft, eða aðrir hluthafar munu nýta forkaupsrétt sinn að hlutafé Fljótsdalshéraðs í Ásgarði.

12.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

201301023

Til fundarins mætti Karl S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Austurbrúar, til að ræða ýmis mál sem tengjast Upplýsingamiðstöðinni. Einnig sat Óðinn Gunnar Óðinsson fundinn undir þessum lið.

13.Þjónustukönnun október-nóvember 2012

201212026

Fyrir fundinum lágu bókanir nefnda sveitarfélagsins vegna niðurstöðu úr könnuninni, auk spurningalista í viðhorfskönnun og fl. sem nefndirnar hafa tekið saman í kjölfar yfirferðar yfir niðurstöðurnar.

Í kjölfar athugasemda sem fram komu var gerð könnun á heimasíðu sveitarfélagsins sem snéri að þjónustu umhverfissviðs. Einnig stendur lesendum heimasíðunnar til boða að taka þátt í könnun varðandi fyrirkomulag Ormsteitisins. Í framhaldinu verður ákveðið hvort gerðar verði fleiri slíkar kannanir til að draga fram sjónarmið íbúa.

Bæjarráð hvetur íbúa til að nýta sér slíkar kannanir, mánaðarlega viðtalstíma bæjarfulltrúa og opna borgarafundi um málefni sveitarfélagsins, til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Bæjarráð leggur til, í samræmi við ábendingar um opnunartíma bæjarskrifstofunnar, að afgreiðslan verði opin frá kl. 8 til kl. 15:45 virka daga. Símatími verði sá sami og opnunartíminn. Áfram verði opið í hádeginu eins og verið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ráðstefna um áhrif hlýnunar á norðurslóðum

201302119

Lagt fram erindi frá d. Grétari Þór Eyþórssyni, prófessor í stjórnmálafræði og aðferðafræði við Háskólann á Akureyri þar sem auglýst er eftir útdráttum fyrir ráðstefnuna Climate Change ín Northern Territories, sem verður haldin í Háskólanum á Akureyri 22.-23.ágúst 2013.

Lagt fram til kynningar.

15.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570.mál/Til umsagnar

201302108

Lagður fram tölvupóstur frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði á skrifstofu Alþingis dagsettur 13. febrúar, með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570. mál.

Þar sem umsagnarfrestur er þegar liðinn, mun bæjarráð ekki senda athugasemdir við frumvarpið.

16.Náttúruskoðunarferðir á Héraðssand

201302103

Lagt fram erindi frá Hafþóri Vali Guðjónssyni vegna fyrirhugaðra náttúruskoðunarferða með traktor og heyvagn út á Héraðssand.

Bæjarráð fagnar nýjum hugmyndum í afþreyingu fyrir ferðamenn á svæðinu. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umræddan akstur eftir tilgreindri slóð um land Hóls og Hólshjáleigu með eftirfarandi skilyrðum:

- Rekstraraðili geri nauðsynlegar ráðstafanir til að slóðin spillist ekki og hafi samráð við sveitarfélagið sem landeiganda um þær aðgerðir.

- Rekstraraðili afli allra nauðsynlegra leyfa frá viðeigandi yfirvöldum og uppfylli öll skilyrði náttúruverndarlaga og annarrar löggjafar sem um akstur sem þennan gilda.

- Rekstraraðili hafi samráð við aðra landeigendur og hagsmunaaðila, t.a.m. Landgræðslu ríkisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Starfsemi félagsheimilanna

201201262

Vísað frá 225.fundi bæjarráðs; tilnefningu þriggja manna starfshóps til að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundi á Arnhólsstöðum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að skipa Pál Sigvaldason, Óðinn Gunnar Óðinsson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í vinnuhópinn.

18.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013

201302121

Lagt fram erindi frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14.febrúar 2013, með upplýsingum og fundardrögum vegna 27.landsþings Sambandsins sem haldið verður 15.mars 2013.

16.06 2010 kaus bæjarstjórn Gunnar Jónsson, Stefán Boga Sveinsson og Sigrúnu Blöndal sem aðalfulltrúa á Landsþing sambandsins og Sigrúnu Harðardóttur, Eyrúnu Arnardóttur og Tjörva Hrafnkelsson sem varamenn.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Árni Kristinsson verði kjörinn sem varamaður, í stað Tjörva sem hefur beðist lausnar frá störfum.

Reiknað er með að aðalmenn mæti á landsþingið, auk bæjarstjóra sem á þar seturétt sem áheyrnarfulltrúi.

19.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 18.02.2013

201302134

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð 144. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201302092

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fjármál 2013

201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og uppgjör vegna ársins 2012, en nú er verið að vinna það.

Bæjarstjóri kynnti vinnu við fjármögnun á byggingu hjúkrunarheimilisins. Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að óskað verði eftir framkvæmdaláni frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna bygginguna á byggingartíma.

Fundi slitið - kl. 20:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?