Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

278. fundur 15. desember 2014 kl. 09:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 10.des.2014

201412045

Vegna ákvörðunar byggingarnefndar um að auglýsa eftir tillögum að nafni á nýja hjúkrunarheimilið, er bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að útbúa auglýsingu þar um og verði skilafrestur til 20. janúar 2015.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 210

1412004

Fundargerðin staðfest.

2.1.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

201411048

Lagt fram til kynningar.

2.2.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

201305087

Lagt fram til kynningar.

2.3.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

201211040

Lagt fram til kynningar.

2.4.Málefni Skólamötuneytis

201412027

Lagt fram til kynningar.

2.5.Beiðni um breytingu á framkvæmd skipulagsdaga

201412030

Í fræðslunefnd var kynnt erindi Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri Tjarnarskógar, sem varðar framkvæmd skipulagsdaga í Tjarnarskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti þá breytingu sem farið er fram á, enda er hún innan samþykkts fjárhagsramma stofnunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.6.Leikskólasamningur

201412021

Leikskólasamningurinn hefur verið uppfærður í ljósi breyttra aðstæðna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarráð leikskólasamninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.7.Leikskólavist - smitsjúkdómar

201412029

Lagt fram til kynningar.

2.8.Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

201412023

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd og hvetur skólastjórnendur til að sýna áfram sveigjanleika eins og unnt er til að mæta aðstæðum þeirra starfsmanna leikskólanna sem óska eftir að auka menntunarstig sitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.9.Beiðni um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014

201412012

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarráð að veita styrk að upphæð kr. 25.000 til Eldvarnaátaksins 2014. Styrkurinn er veittur af lið fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.10.Fræðslusvið - fjárhagsstaða desember 2014

201412022

Lagt fram til kynningar.

2.11.Skýrsla fræðslufulltrúa

201108127

Lagt fram til kynningar.

2.12.Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging við Valaskjálf

201411109

Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Valaskjálf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við þann hluta fyrirhugaðrar byggingar, sem er innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina. Lóðarhafa er bent á að hægt er að sækja um breytingu á deiliskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð 179. fundar stjórnar HEF

201412047

Jón Jónsson lögmaður mætti á fundinn undir þessum lið til að fara yfir mál HEF gegn Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns sem HEF tók hjá Lánasjóðnum 2007 og eins til að fara yfir sjálfskuldarábyrgð sem sveitarfélagið veitti á þessu láni, eins og öðrum lánum HEF.

Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að málinu sem stefnandi ásamt HEF. Aðild sveitarfélagsins byggir á áðurnefndri sjálfskuldarábyrgð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vegna liðar 2 í fundargerð HEF. samþykkir bæjarráð að veita bæjarstjóra umboð fh. sveitarfélagsins, til að undirrita lánaskjöl HEF er tengjast lánasamningum nr. 0351-35-358200158 og nr. 0351-35-21546.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

4.Fundargerðir Ársala 2014

201405024

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar stjórnar Ársala, frá 4. des. 2014.

5.GáF fundargerðir stjórnar

201412046

Lagðar fram til kynningar fundargerð stjórnar GáF frá 30. okt. og 12. des. 2014.

Bæjarstjóri kynnti frekar umræður á fundinum, en þar var samþykkt að hætta við verkefnið.
Væntanlegar eru tillögur að fjárhagslegu uppgjöri félagsins.

6.Fundur stofnaðila Austurbrúar

201411157

Bæjarráð samþykkir að koma að endurskipulagningu fjárhags Austurbrúar út frá þeim forsendum sem fram koma í tillögum að fjárhagsáætlun ársins 2015 og framkvæmdaáætlun, sem Austurbrú hefur mótað.
Í ljósi aukinnar aðkomu stofnaðila að fjármögnun Austurbrúar næstu ár óskar bæjarráð eftir því að vera með reglubundnum hætti upplýst um stöðu þeirra áætlana sem liggja til grundvallar endurskipulagningunni.
Ofangreint er skilyrt því að framlag allra sveitarfélaga liggi fyrir sem og annarra stofnaðila, ásamt framlagi ríkisins og stofnanna þess.
Einnig að fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2015 haldi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Sameiginlegar eignir Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað

201412036

Lögð fram bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá fundi 2. des. 2014 varðandi sameiginlegar eignir Fljótsdalshrepps og Fljótsdalshéraðs á Hallormsstað.

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð leggst ekki gegn hugmyndum Fljótsdalshrepps um sölu eigna og gerir að tillögu sinni að núverandi leigjendum verði gefinn kostur á að gera tilboð í umræddar íbúðir.

8.Miðvangur 6, Frágangur

201009047

Bjarni Björgvinsson lögmaður sat fundinn undir þessum lið og fór yfir málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela Bjarna Björgvinssyni lögmanni að ganga frá samkomulagi við Íslandsbanka og Nesnúp um greiðslu samkvæmt 4. tölulið 6. gr. kaupsamnings að fjárhæð kr. 10 milljónir, gegn því að uppfyllt verði skilyrði um framkvæmdir fram að lokaúttekt á húsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna)

201412009

Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. des. 2014, með beiðni um umsögn við frumvarpi til laga um húsaleigubætur (rétt námsmanna). Málinu var frestað á 277. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að gera ekki athugasemd við umrætt frumvarp.

10.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

201211118

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar hjá fræðslunefnd.

11.Tjarnarland, urðunarstaður

201401127

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 8. des. 2014 með beiðni um umsögn varðandi breytingu á sorpurðun á Tjarnarlandi.

Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að veita umrædda umsögn fh. sveitarfélagsins.

12.Kynbundinn launamunur

201309028

Lögð fram lokaniðurstaða PWC vegna jafnlaunakönnunar (könnunar á kynbundnum launamun) sem fyrirtækið vann fyrir Fljótsdalshérað. Áður var búið að kynna frumskýrsluna, en síðan hefur PWC unnið að loka- frágangi og afstemmingum. Sú vinna leiddi þó ekki til neinna marktækra breytinga á niðurstöðum.

Samkvæmt niðurstöðu jafnlaunaúttektarinnar eru laun kvenna hjá Fljótsdalshéraði 1,5% hærri en grunnlaun karla, en heildarlaun karla eru 1,9% hærri en heildarlaun kvenna. Þessi launamunur er innan allra skekkjumarka að mati skýrsluhöfunda og sjaldgæft að svona lítill munur komi fram á launum strax við fyrstu úttekt.
Í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur PWC því veitt Fljótsdalshéraði gullmerki fyrirtækisins sem vott um mjög góðan árangur hvað varðar launajöfnuð kvenna og karla.
Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu og ítrekar þakkir sínar til þeirra sem unnu að undirbúningi og gerða jafnlaunaúttektarinnar.

13.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Lögð fram þau erindi sem fram komu á bæjarstjórnarbekknum á markaðsdegi Barra sl. laugardag, en þau voru 18 talsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari skoðunar og umfjöllunar.

13.1.Vinnuskólinn bílamál

201409112

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Atvinnu- og menningarnefnd - 10

1412003

Fundargerðin staðfest.

14.1.Byggingar og aðrar minjar á Fljótsdalshéraði

201411127

Lagt fram til kynningar.

14.2.Frumkvöðlasetur

201411028

Fyrir liggja drög að samkomulagi um frumkvöðlasetur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að samkomulagi með fyrirvara um að aðrir aðilar, sem um er getið í drögunum, komi einnig að því eins og þar er gert ráð fyrir.
Hlutdeild Fljótsdalshéraðs verði tekin af lið 13.81, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

14.3.Sameiginleg markaðssetning sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar

201411171

Fyrir liggja tillögur að sameiginlegri birtingaráætlun sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar, vegna auglýsinga um Austurland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi áætlun og að framlag Fljótsdalshéraðs verði allt að kr. 562.000, að því gefnu að önnur sveitarfélög og Austurbrú komi að verkefninu. Fjármagnið verði tekið af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.4.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

201411100

Í vinnslu.

14.5.Uppsögn leigusamnings um húsnæði á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

201412014

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2014, undirritaður af Stefaníu G. Kristinsdóttur, þar sem Hús handanna, sem annar samningsaðili, óskar eftir að vera leyst frá leigusamningi vegna húsnæðis á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum, frá og með 1. október 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og felur starfsmanni og formanni nefndarinnar að ganga frá slitum á núverandi samningi við samningsaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.6.Snorraverkefnið / beiðni um stuðning við verkefnið árið 2015

201411174

Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóði, dagsett 17. nóvember 2014, um stuðning við Snorraverkefnið 2015. En verkefnið lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.7.Beiðni um styrk/Dúkkulísur

201411118

Lagt fram erindi frá Bergsól ehf, dags. 14. nóvember 2014 með beiðni um styrk vegna gerðar heimildarmyndar um kvennahljómsveitina Dúkkulísurnar.
Erindinu var vísað frá bæjarráði til nefndarinnar 24. nóvember.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 05.89 undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.8.N4: Beiðni um stuðning við þáttagerð 2015

201411151

Lagt fram erindi sem barst í tölvupósti 25. nóvember 2014 frá Gísla Sigurgeirssyni, með beiðni um áframhaldandi stuðning við þáttagerð um málefni Austurlands á sjónvarpsstöðinni N4 árið 2015.
Bæjarráð vísaði málinu á fundi sínum 1. desember til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls.

Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 300.000 verði tekinn af lið 13.69, undir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkur að upphæð kr. 300.000 verði tekinn af liðnum kynningarmál í málafokki 21.
Þannig verður heildarupphæð styrksins á árinu 2015 kr. 600.000.

Samþykkt með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SBS)

14.9.Umsókn um styrk til að skrifa flugsögu Austurlands.

201411059

Fyrir liggur styrkumsókn, undirrituð af Benedikt V. Warén, vegna ritunar flugsögu Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og lýsir áhuga á verkefninu og samþykkir að það verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 05.89 í fjárhagsáætlun ársins 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13

1412008

Fundargerðin staðfest.

15.1.Snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

201405156

Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að halda óbreyttu þjónustustigi við snjómokstur árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fjármál 2014

201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar tölur úr rekstri sveitarfélagsins.

Kynntur lánasamningur vegna endurfjármögnunar á leigusamningi (lánum) Eignarhaldsfélagsins Fasteignar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að undirrita lánaskjölin, með fyrirvara um að liður 4.1 e. í samningnum falli niður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Drög að kaupsamningi byggt á kauptilboði HEF í Einhleyping 1, kynnt og tekið fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að kaupsamningi og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kynnt innheimtuyfirlit, vegna krafa sveitarfélagsins sem fara í milliinnheimtu. Þar kemur fram að þeir sem greiða þjónustugjöld til sveitarfélagsins eru með þeim skilvísustu á landsvísu miðað við þá aðila sem eru í viðskiptum við sama innheimtuaðila. Innheimtuhlutföll á árinu 2014, hafa enn batnað frá fyrri árum og hafa um 95% greiðenda Fljótsdalshéraðs nú greitt sínar kröfur áður en þær fara í milliinnheimtu. Bæjarráð fagnar þessari jákvæðu þróun í innheimtumálum.

Varðandi kostnaðarmat á ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins í sveitarfélaginu, samþykkir bæjarráð að heimila bæjarstjóra að semja við Tengi um gerð frumhönnunar og kostnaðaráætlunar vegna verksins.

16.1.Almenningssamgöngur endurnýjun á samningi

201412032

Í vinnslu.

16.2.Skýrsla/Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á grágæsir

201411105

Lagt fram til kynningar.

16.3.Snæfellshjörð - Áhrif náttúru og manna á líf Snæfellshjarðar

201411115

Lagt fram til kynningar.

16.4.Deiliskipulag (Miðás,Brúnás)breyting

201412031

Í vinnslu.

16.5.Hundasvæði á Egilsstöðum

201412015

Í vinnslu.

16.6.Beiðni um að rífa sæluhús á Fagradal

201410070

Erindi í tölvupósti dagsett 07.10. 2014 þar sem Steinunn Ingimarsdóttir f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, óskar eftir leyfi til að rífa Sæluhúsið á Fagradal. Málið var áður á dagskrá 26.11. 2014.
Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að Sæluhúsið á Fagradal verði rifið.
Óskað er eftir því að húsið verið fyrst teiknað upp og af því teknar myndir, eins og farið er fram á í umsögn Minjastofnunar frá 03.12. 2014.
Eins og fram kemur í umsögn Minjastofnunar, þá stóðu eldri hús úr torfi og grjóti á þeim stað sem sæluhúsið stendur. Þær mannvistaleifar eru friðaðar fornleifar og gæta verður að því að þeim verði ekki raskað við niðurrif hússins.

Tillagan samþykkt með 2 atkvæðum, en 1 var á móti (SBS)

16.7.Samþykktir um gæludýrahald

201412001

Lagt er fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 29.11. 2014 ásamt drögum að samþykktum, sem hafa farið til umsagnar hjá lögfræðingi og héraðsdýralækni. Annars vegar er um að ræða drög að samþykkt um hundahald og hinsvegar um kattahald og gæludýra annarra en hunda. Er sveitarfélaginu boðið að að meta hvort það vill gerast aðili að þessum samþykktum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að sveitarfélagið gerist aðili að framlögðum samþykktum. Bæjarráð bendir á að sérstaklega þarf að taka tillit til munar milli dreifbýlis og þéttbýlis í samþykktunum, td. varðandi fjölda dýra. Eins ber að athuga í Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda, að skv. núgildandi samþykkt er óheimilt að halda kött í húsnæði þar sem enginn er búsettur, en skv. drögunum er það fellt út.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögunum til annarrar umræðu, með framangreindum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.8.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

201411170

Erindi dagsett 24.11. 2014 þar sem Bjarni Stefánsson kt. 030742-2819 óskar eftir stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Sótt er um að lóðirnar Úlfsstaðaskógur 22 og 23 verði sameinaðar og að heiti nýrrar lóðar verði Úlfsstaðaskógur 22.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.9.Þuríðarstaðir efnistökunáma

201403059

Fyrir liggur fundargerð vegna opnunnar tilboða í verkið Efnistaka við Eyvindará-rekstur námu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hafna öllum framkomnum tilboðum í verkið, Efnistaka við Eyvindará-rekstur námu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.10.Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð

201411150

Erindi dagsett 08. 10. 2014 þar sem Gunnlaugur Jónasson f.h. Egilsstaðahússins kt. 700198-2869, sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.11.Skógarlönd 3C, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi.

201411159

Í vinnslu.
Kl. 12:00 var samþykkt að fresta fundi til kl. 16:00, þar sem fundarmenn höfðu ekki tök á að klára fundinn, án þess að taka hlé.
Fundi síðan fram haldið kl. 16:00. Páll Sigvaldason sat fundinn milli kl. 16:00 og 17:00 í forföllum Stefáns Boga.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?