- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Bæjarstjóri kynnti tilboð PWC um markaðslaunagreiningu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við PWC um verkefnið, enda verði kostnaður um 150 þúsund eins og áætlað er. Kostnaður færist á lið 21080.
Bæjarstjóri kynnti dóm hæstaréttar í máli Landsvirkjunar gegn Fljótsdalshéraði og Þjóðskrá Íslands sem kveðinn var upp 8. október. Þar er staðfest að meta ber vatnsréttindi til fasteignamats og þau séu þannig gjaldstofn til álagningar fasteignagjalda.
Ljóst er að dómurinn hefur töluverða þýðingu fyrir mörg sveitarfélög sem munu nú í einhverjum tilfellum í fyrsta sinn geta innheimt opinber gjöld af orkuframleiðslu sem fram fer innan þeirra. Bæjarráð fagnar því að niðurstaðan er í samræmi við málflutning sveitarfélagsins frá upphafi.
Bæjarráð vill þó árétta að niðurstaðan tekur aðeins til lítils hluta þeirra miklu hagsmuna sem um ræðir og að áfram er rík nauðsyn á því að endurskoða allt skattkerfi raforkuframleiðslu til að tryggja að eðlilegur arður af framleiðslunni skili sér til íbúa í nærsamfélögunum. Staðan er ennþá sú að engin fasteignagjöld eru innheimt af raforkumannvirkjum á borð við stíflur, fallgöng og línur.
Næstu skref í málinu eru að óska eftir því við Þjóðskrá að meta viðkomandi vatnsréttindi og leggja á þau fasteignagjöld. Bæjarráð leggur áherslu á að Þjóðskrá hraði þeirri vinnu sem kostur er, svo að réttmætar tekjur geti farið að skila sér til sveitarfélagsins.