Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

249. fundur 12. febrúar 2014 kl. 16:00 - 21:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundir samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 2014

201402058

Lögð fram til kynningar,fundargerð Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 28.jan. 2014.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að vel virðist hafa tekist að grafa út nýjan ós Lagarfljóts og Jöklu og hvetur Landsvirkjun til að fylgja því verkefni vel eftir, þannig að vatn renni ekki í flóðum yfir í Fögruhlíðará.
Jafnframt hvetur bæjarráð Landsvirkjun til að endurskoða áætlanir um rofvarnir, með aukna áherslu á slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir.

2.Starfshópur vegna Reiðhallar

201312017

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.
Bæjarráð samþykkir að málið verði unnið áfram á grundvelli tillagna starfshópsins.
Málið verður síðan tekið upp á næsta fundi bæjarráðs.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2014

201402075

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands með boði til sveitarfélagsins um að sækja um styrk vegna sérstakra framfaraverkefna 2014. Umsóknarfrestur er til loka apríl.
Málinu að öðru leyti vísað til atvinnu- menningar og íþróttafulltrúa til tillögugerðar fyrir bæjarráð.

4.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Lagt fram afrit af bréfi, dagsett 7. febrúar 2014 til eMax með fyrirspurnum varðandi endurbætur á dreifikerfi á Fljótsdalshéraði.
Einnig farið yfir vinnufundi um bætt netsamband í dreifbýli á Fljótsdalshéraði og ýmsar upplýsingar sem komið hafa fram um það.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

5.Beiðni um samstarf í innheimtu

201402063

Lagt fram erindi frá Inkasso ehf., dagsett 31. janúar 2014 með beiðni um samstarf við innheimtu. Einnig kynnt sambærilegt óformlegt erindi, sem ítrekað var símleiðis, frá Momentum. Fram kom einnig að Motus hefur óskað eftir að kynna drög að endurskoðuðum samstarfssamningi.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

6.Málefni björgunarsveita

201402047

Bæjarráð samþykkir að koma til móts við beiðni Björgunarsveitarinnar vegna niðurgreiðslu á tímum í þrek og sund fyrir virka félaga í sveitinni. Um verði að ræða tvo tíma á viku, líkt og hjá starfsmönnum sveitarfélagsins og mæting verði skráð á fyrirfram gerðan lista frá Björgunarsveitinni.
Kostnaður verði færður á lið 07-41 sem er kostnaður við almannavarnir.

7.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

201308104

Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands um drög að samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir að uppfæra drög að samþykktinni til samræmis við ábendingar HAUST og leggja síðan fyrir bæjarstjórn til annarrar umræðu.

8.Samgöngusamningur

201310057

Erindi frá Landssamtökum hjólreiðamanna, þar sem kynntar eru hjólreiðar, samgöngusamningar og fl.

Lagt fram til kynningar.

9.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

201401216

Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 27. janúar 2014 þar sem kynnt er tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar.

10.Endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið

201401210

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi, dagsett 24. janúar 2014, sem Samband íslenskra sveitarfélag sendi Hafnarfjarðarkaupstað, varðandi aðkomu sambandsins að endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið.

11.Afrit af bréfi Ríkisendurskoðunar varðandi Vísindagarðinn

201401203

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Ríkisendurskoðunar varðandi skil á ársreikningum Vísindagarðsins og einnig svör formanns stjórnar Vísindagarðsins við bréfinu.

12.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

201103185

Vinnufundur um málið var haldinn 30 jan. þar sem aðal- og varamenn í bæjarstjórn fóru yfir málið og þá valkosti sem aðallega hafa verið ræddir í stöðunni.

Bæjarráð samþykkir að setja af stað þarfagreiningarnefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði þar sem unnið verði með Sláturhúsið og safnahúsið. Kallað verði eftir fulltrúum frá ríkinu inn í nefndina, en skipan hennar að hálfu sveitarfélagsins verður afgreidd á næsta fundi bæjarráðs.

13.Samþykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi

201402053

Lögð fram drög að breytingum á samþykktum fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög, en hvetur aðra bæjarfulltrúa til að kynna sér þau og koma á framfæri athugasemdum ef einhverjar eru.

14.Fjármál 2014

201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál tengd fjármálum, bókhaldi og uppgjöri sveitarfélagsins.

Endurskoðun á innkaupareglum Fljótsdalshéraðs og viðmiðunartölum í þeim.
Að tillögu innkauparáðs leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að viðmiðunartölum verði breytt, ásamt nokkrum minniháttar breytingum á texta. Einnig að vísitölutenging fjárhæða taki mið af neysluverðsvísitölu í stað byggingarvísitölu, eins og nú er. Skrifstofustjóra falið að ganga frá breytingartillögunum í textaskjali og leggja fyrir bæjarstjórn.

Aðild að ríkiskaupasamningi.
Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað verði áfram aðili að ríkiskaupasamningi.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stjórnsýsluendurskoðun hjá Fljótsdalshéraði og mælist bæjarráð til þess að brugðist verði við þeim ábendingum sem þar koma fram.

Rædd málefni Reiðhallarinnar Iðavöllum ehf og bæjarstjóra falið að boða til aðalfundar, ganga frá ársuppgjöri og undirbúa nauðsynlegar samþykktarbreytingar fyrir aðalfundinn.

Lagt fram erindi frá Pálmari Hreinsyni og Lindu K. Guttormsdóttur. Samþykkt að óska eftir fundi með þeim til að fá frekari upplýsingar um málið.

Bæjarstjóri kynnti erindi frá Jósef Valgarð Þorvaldssyni varðandi möguleg kaup á hlut Fljótsdalshéraðs í félaginu Dýralífi.
Bæjarráð óskar eftir því við stjórn félagsins að lagðir verði fram ársreikningar félagsins 2013 þannig að hægt verði að taka afstöðu til erindisins.

15.Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 31. janúar. 2014

201402056

Farið yfir umræður og málefni frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði sem haldinn var 31. janúar sl. og nokkrir fulltrúar bæjarráðs, nefnda og starfsmanna Fljótsdalshéraðs sátu.

Bæjarráð leggur til að deiliskipulag efri Selbrekkuhverfis verið tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtenginga við Norðfjarðarveg. Jafnframt verið gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar um útskot og áningarstaði við vegi innan sveitarfélagsins.

Varðandi gerð göngustígs meðfram hitaveitulögn við þjóðveg 1 í Fellabæ að Lagarfljótsbrú, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra i samstarfi við hitaveitustjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar um 50% kostnaðarþátttöku í gerð hans, samkvæmt reglum þar um.

Bæjarráði er brugðið við þær upplýsingar að ástand Lagarfljótsbrúar sé svo lélegt að Vegagerðin treystir sér ekki til að framkvæma á henni lágmarks viðhald og að hún sé ekki talin bera breikkun göngustígs.
Með ólíkindum hlýtur því að teljast að gerð nýrrar Lagarfljótsbrúar hafi verið tekin út úr nýrri samgönguáætlun, en áður var áformað að framkvæmdum við hana væri lokið árið 2011.

16.Fundargerð 812. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201402052

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 2014

201402004

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Stýrihóps um sjálfbærniverkefni á Austurlandi, frá 11. nóvember 2013 og 13. janúar 2014.

18.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

201401046

Lögð fram til kynningar, fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis frá 5.febrúar 2014.

19.Fundargerð 163. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201401238

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.1.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að félagi hagsmunaaðila í verslun, ferðaþjónustu og þjónustu, sem fyrirhugað er að stofna síðar í mánuðinum, verði veittur styrkur að upphæð kr. 3.000.000 vegna verkefnisins Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað, til að sinna markaðsmálum og fleiri verkefnum. Fjármagnið verði tekið af lið 13.09, kr. 500.000 og lið 13.81, kr. 2.500.000.
Jafnframt leggur bæjarráð til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 og 2016 verði gert ráð fyrir fjárframlagi til verkefnisins sem mótframlag við framlag hagsmunaaðila.
Bæjarráð gerir það þó að skilyrði að gerður verði samningur um verkefnið sem gildi til eins árs til að byrja með, en verði framlengjanlegur til næstu tveggja ára. Í þeim samningi komi fram framlag sveitarfélagsins og mótframlag hagsmunaaðila.

19.2.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu atvinnumálanefndar um að auglýst verði eftir verktaka til að reka tjaldstæðið á Egilsstöðum sumarið 2014.
Bæjarstjóra í samráði við atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og atvinnumálanefnd falið að skilgreina hvaða rekstarþáttum viðkomandi eigi að sinna og undirbúa auglýsingu til samræmis við það.

19.3.Tour de Ormurinn, ósk um styrk vegna 2014

201402051

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og leggur til að verkefnið verði styrkt um 100.000 kr. sem tekið verði af lið 13-89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 96

1402004

Fundargerðin staðfest.

21.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014

201402048

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri lagði fram viðauka nr. 1 og 2 við fjárhagaáætlun ársins 2014, en þar er gert ráð fyrir lækkun tekna af sorpgjöldum, eins og bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum.

Viðaukinn 1 er sem hér segir:
08-01 Lækkun tekna v. sorpgjalda kr: 1.057.000
00-06 Hækkun tekna v. fasteignask. magnaukn. 1.057.000
08-21 Lækkun tekna af sorpplani kr. 720.000
00-21 Hækkun tekna v. fjölgunar lóða 720.000

Breyting nettó 0

Viðaukinn 2 er sem hér segir:
05-35 Lækkun framl. Minjasafns Al. v.safnah. 8.507.000
05-31 Lækkun framl. Héraðskjalas. v. safnah. 2.120.000

31-50 Hækkun rekstarkostn. Eignasj.v safnah. 3.025.000
31-50 Hækkun Eignasj. v. fasteignagj.safnah. 470.000
Hækkun fjárfestinga v. safnahúss 7.132.000

Breyting nettó 0

Ofangreindir viðaukar samþykktir samhljóða.

22.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 21:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?