Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

230. fundur 10. apríl 2013 kl. 16:00 - 21:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Katla Steinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerð 147. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201304016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Kjörskrá Alþingiskosninga 27.apríl 2013

201304028

Lögð fram til staðfestingar kjörskrá Fljótsdalshéraðs fyrir alþingiskosningarnar þann 27. apríl nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð hefur látið taka saman drög að kjörskrá, fyrir komandi alþingiskosningar á grundvelli kjörskrárstofns frá Þjóðskrá Íslands. Bæjarráð staðfestir drögin fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að kjörskrá verði samþykkt og bæjarstjóra falið að undirrita hana og leggja fram á fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir að drögin liggi frammi til kynningar frá og með morgundeginum.

Jafnframt verði bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram á kjördag vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

3.Fræðslumál og íbúaþróun

201304019

Ræddar horfur í íbúaþróun í dreifbýli og þéttbýli og ýmis mál því tengd.

4.Greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2013

201304014

Lagt fram til kynningar bréf frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 2. apríl 2013 með upplýsingum um greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga 2013.

5.Fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalda

201304010

Lagður fram tölvupóstur frá 2. apríl 2013, með fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Bæjarráð hafnar erindinu meðal annars með vísan til jafnræðissjónarmiða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tímabundin heimild fjármálastjóra til frestunar innheimtu hluta gatnagerðargjalda, samkv. samþykkt bæjarstjórnar frá 19. janúar 2011 sem gillti til 31.12.2012, verði framlengd og gildi til 31.12.2013.

6.Málefni Safnahúss

201211102

Lagt fram bréf frá Vopnafjarðarhreppi, en þar lýsir sveitarstjórn sig reiðubúna til að endurskoða resktur í safnahúsinu, enda verði þar horft bæði til fjárhagslegra- og faglegra þátta.

Þá hafa öll sveitarfélögin svarað fyrirspurn Fljótsdalshéraðs og öll með hliðstæðum hætti.

Bæjarráð óskar í framhaldi þessa eftir fundi fulltrúa sveitarfélagsins með fulltrúum stjórna allra safnanna í safnahúsinu til að ræða framhald málsins.

7.Hrjótur Hjaltastaðaþinghá

201302140

Erindinu var vísað frá 228.fundi bæjarráðs, til frekari skoðunar.

Bæjarráð telur að í stað þess að skoða áfram möguleika í tengslum við Hrjót, verði frekar unnið meira á grundvelli hugmynda sem áður hafa komið fram um jörðina Gröf.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að leggja til að skipaður veriði þriggja manna hópur til að kanna valkosti um að nýta jörðina Gröf að hluta sem friðland, að hluta sem skógræktarland og einnig til almennrar útivistar. Lagt er til að hópurinn verði skipaður einum fulltrúa bæjarráðs, einum fulltrúa frá umhverfis- og héraðsnefnd og einum fulltrúa frá bréfriturum. Óskað er eftir því að framangreindir aðilar taki afstöðu til hugmyndar bæjarráðs.

8.Skólaakstur - skipulag o.fl.

201211104

Málinu frestað til næsta fundar.

9.Deiliskipulag flugvallarsvæði

201012090

Lagðir fram punktar sem fram komu á fundi með bæjarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og fulltrúum áhugahóps um göngustíg umhverfis Egilsstaðaflugvöll, sem haldinn var 11. mars sl. Einnig lögð fram greinargerð með athugasemdum við deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið á Egilsstaðanesi, dags. 5. júní 2012.

Gunnar Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Minnisblaðið lagt fram til kynningar. Málefni þau sem tæpt er á í því eru til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd og er minnisblaðinu vísað þangað til að hafa til hliðsjónar við vinnslu málsins.

10.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra 2013

201303020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 2013

201304001

Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Ísl. verður haldinn þann 19. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

12.Fundur Byggingarnefndar um hjúkrunarheimili 10.apríl 2013

201304018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir SO 2013

201301244

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundur stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 21.mars 2012

201304008

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að gera breytingu á fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn verkefninins á þann veg að Freyr Ævarsson verkefnisstjóri umhverfismála taki sæti Björns Ingimarssonar þar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

15.Fjármál 2013

201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmsar samantektir sínar úr bókhaldi sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi með forsvarsmönnum Sláturfélags Austurlands.

Skrifstofustjóri kynnti frumdrög fjárhagsáætlunar 2014 fyrir málaflokk 21. Samþykkt að vísa þeim gögnum til gerðar rammaáætlunar fyrir árið 2014.

15.1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2013

201303018

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

16.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 13

1303004

Fundargerðin staðfest.

16.1.Atvinnumálasjóður 2013

201211032

Í vinnslu.

16.2.Fyrirkomulag kynningar- og auglýsingamála 2013

201304011

Bæjarráð staðfestir tillögu atvinnumálanefndar um að leggja kr. 400.000 í kynningarbækling um Héraðið. Fjármagnið verði tekið af lið 13-63.

Jafnframt að starfsmanni nefndarinnar verði falið að undirbúa gerð kynningarvefs; visitegilsstadir.is í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir. Fjármagn til verkefnisins, allt að kr. 1.200.000 verði tekið af lið 13-63.

16.3.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Tillögum atvinnumálanefndar vísað til vinnu við gerð rammaáætlunar.

16.4.Atvinnumálanefnd, uppgjör 2012

201303100

Lagt fram til kynningar.

16.5.Sóknaráætlun Austurlands 2013

201303073

Bæjarráð tekur undir með atvinnumálanefnd og fagnar því að áhersla er lögð á markaðssetningu svæðisins, m.a. varðandi Egilsstaðaflugvöll.

Hins vegar saknar bæjarráð þess að skógræktar er ekki getið sem eins af sóknarfærum svæðisins.

16.6.Atvinnuþróunarsjóður Austurlands 2013

201303092

Bæjarráð tekur undir þær tillögur sem fram komu í gögnum og leggur til að unnið verði samkvæmt þeim.

Bæjarráð gerir þó fyrirvara um það hlutfall sem gert er ráð fyrir að Austurbrú geti ráðstafað til eigin verkefna og telur mikilvægt að sveitarfélögin komist að samkomulagi um þennan þátt.

16.7.Aðalfundur Gróðrarstöðvar Barra ehf.v.2012

201303158

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að tilnefna Björn Ingimarsson sem aðalmann í stjórn Gróðrarstöðvar Barra ehf. og Gunnlaug Guðjónsson sem varafulltrúa. Tilnefining þessi er sameiginleg með Fljótsdalshreppi.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrarstöðvarinnar sem boðaður er þann 16. apríl nk.

16.8.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum, framkvæmdir og þjónusta á tjaldsvæðinu

201301022

Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.

17.Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs - 89

1304002

Fundargerðin staðfest.

18.Ársreikningur 2012

201303154

Tekinn fyrir til síðari umræðu í bæjarráði ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012, ásamt endurskoðunarskýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að vísa ársreikningum og endurskoðunarskýrslunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 21:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?