Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

317. fundur 02. nóvember 2015 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2016

201504075

Gögn lögð fram til kynningar.

2.Samningur um byggðasamlagið Ársalir bs.

201410131

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningi fyrir byggðasamlagið Ársali, eins og þau liggja frammi á fundinum.

3.Grafarland

201510166

Lagður fram til kynningar kaupsamningur um landspildu úr landi Grafar, sem nú hefur verið undirritaður.
Hann byggir á samþykkt bæjarstjórnar frá 5. júní 2014.

Rætt um framtíðarnýtingu Grafarlands og fyrri áform um að nýta það sem útivistarsvæði og þá jafnvel til frekari skógræktar. Bæjarráð beinir því til starfshóps um greiningu og uppbyggingu ferðamannastaða á Fljótsdalshéraði að taka til skoðunar framtíðarnýtingu Grafarlands.

4.Barna- og leikskólinn á Eiðum

201510167

Farið yfir umræður fundar sem haldinn var með íbúum í Eiðaþinghá, varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis baranaskólans og leikskólans á Eiðum.
Einnig lögð fram áskorun frá kvenfélagi Eiðaþinghár til bæjarstjórnar um áframhaldandi aðgengi nærsamfélagsins að húsnæði barnaskólans.
Bæjarráð samþykkir að málið verði áfram unnið í samræmi við verklagsreglur sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 20.06. 2012.
Að öðru leyti er málinu vísað til næsta bæjarráðsfundar.

5.Tjarnarland urðunarstaður.

201507040

Lögð fram drög að endurnýjun samnings um framkvæmd sorpurðunar á Tjarnarlandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

6.Tilnefning fulltrúa í samgöngunefnd SSA

201510140

Bæjarráð samþykkir að Anna Alexandersdóttir verði aðalmaður í samgöngunefnd SSA og Gunnar Jónsson verði hennar varamaður.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?