Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

103. fundur 20. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Samningur við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um sérverkefni unnin á árinu 2020

202004117

Fyrir liggja drög að samningi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga vegna vinnu safnsins fyrir sveitarfélagið m.a. við söfnun, flokkun og skráningu skjala frá fyrrum sveitarfélögum sem nú mynda Fljótsdalshérað.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samningsdrög.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

2.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020

202002121

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 6. apríl 2020.

3.Markaðs- og kynningarmál

202004096

Starfsmaður nefndarinnar kynnti áherslur og áætlun í kynningarmálum sem unnið er að m.a. í samstarfi við Þjónustusamfélagið á Héraði fyrir sumarið 2020.

Einnig lá fyrir erindi frá Hringbraut þar sem sveitarfélaginu er boðin þátttaka í gerð sjónvarpsefnis.
Atvinnu- og menningarnefnd hefur ekki fjármuni til að kaupa efni af þessu tagi.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Atvinnuverkefni

202004115

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén með tillögum um mál til umræðu um möguleg verkefni á Héraði m.a. vegna Covid 19.

Í vinnslu.

5.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2021

202004095

Starfsmaður nefndar gerði grein fyrir að undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2021 væri að hefjast.
Málið verður á dagskrá næsta fundar nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?