Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

102. fundur 06. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Ormsteiti til framtíðar

201811080

Fyrir liggja drög að samningi við Te og tré (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi samningsdrög verði samþykkt og starfsmanni falið að gagna frá samningnum til undirritunar

Samþykkt með nafnakalli.

2.Greinargerð um sérverkefni fyrir Fljótsdalshéraðs 2019

202003118

Fyrir liggur greingargerð um sérverkefni sem Héraðsskjalasafn Austfirðinga vann fyrir sveitarfélagið árið 2019. Jafnframt liggur fyrir beiðni um framlag vegna sérverkefna fyrir sveitarfélagið á árinu 2020.

Starfsmanni falið að gera drög að samningi við Héraðsskjalasafnið og leggja fyrir nefndina. Nefndin telur mikilvægt að unnið verði að því safna sem mest af gögnum fyrrverandi sveitarfélaga sem nú mynda Fljótsdalshérað.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.BRAS 2020

202003114

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir fulltrúa menningarmiðstöðva á Austurlandi og Austurbrúar vegna undirbúnings að Menningarhátíð barna og ungmenna á þessu ári.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um menningarstyrk

202003106

Fyrir liggur styrkumsókn frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga vegna verkefnisins Flugdrekabók - sýning á verkum Guy Stewart.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Hrein orka

202002090

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén um að ályktað verði um að ekki verði braskað með hreinleika orku.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 24. febrúar 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd skorar á bæjarstjórn að beita sér fyrir því að endurgjald vegna hreinleika orku renni til þeirra sveitarfélaga, sem sannanlega geta gefið út staðfestingu á því að orkan sé framleidd í því á vistvænan, endurnýjanlegan hátt.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs 2020

202004015

Fyrir liggur tillaga að auglýsingu eftir ábendingum til menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs árið 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að birta auglýsingu þar sem kallað er eftir ábendingum til menningarverðlauna Fljótsdalshéraðs árið 2020.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?