Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

96. fundur 05. desember 2019 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs 2020

201911087

Fyrir liggja úthlutunarreglur og fleiri gögn er varða Avinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir styrkjum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til 31. janúar 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samningur milli Fljótsdalshéraðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um Úthéraðsverkefni

201911105

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um gerð tillagna og áætlunar um framkvæmd þess að gera Úthérað að áfangastað ferðamanna. Verkefni þetta er unnið
samhliða og í framhaldi af vinnu við verkefni byggðaáætlunar, C9 um tækifæri og áhrif friðlýstra svæða á nærsvæði þeirra.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög samhljóða en einn sat hjá (IH) og verði samningsupphæðin tekin af lið 1305.

3.Héraðsskjalasafn Austfirðinga, fundargerð 12. nóvember 2019

201911068

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 12. nóvember 2019.

4.Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Iðavelli

201911084

Fyrir liggja drög að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Iðavelli.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Iðavelli sem taki gildi frá og með 1. janúar 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Hjaltalund

201911083

Fyrir liggja drög að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Hjaltalund.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá fyrir félagsheimilið Hjaltalund sem taki gildi frá og með 1. janúar 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs, beiðni um styrk

201910173

Fyrir liggja drög að samningi um tónlistarflutning við Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 14.11. 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi við Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ósk um stuðning, Náttúruverndarsamtök Austurlands 50 ára

201911085

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands vegna 50 ára afmælis þeirra á næsta ári.
Bæjarráð vísaði málinu til atvinnu- og menningarnefndar, 25.11. 2019, til afgreiðslu.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur Náttúruverndarsamtök Austurlands til að sækja um menningarstyrk til sveitarfélagsins sbr. auglýsingu um slíka styrki sem er með umsóknarfrest til og með 16. desember 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Jólakötturinn 2019, beiðni um styrk

201911106

Fyrir liggur tölvupóstur frá undirbúningshópi um Jólaköttinn 2019 (markað), dagsettur 27.11. 2019, með beiðni um styrk vegna leigu á tjaldi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem takist af lið 1389.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Þorpið, söfnun upplýsinga um frumbyggja Egilsstaða

201912002

Fyrir liggur tillaga frá Benedikt Warén, um verkefnið Þorpið, söfnun upplýsinga um frumbyggja Egilsstaða.

Í vinnslu.

10.Fundur með forsvarsmönnum flugfélagsins Ernir

201912001

Fyrir liggur tillaga frá Benedikt Warén, þar sem lagt er til að fundað verði með forsvarsmönnum flugfélagsins Ernis um flugsamgöngur við Austurland.

Í framhaldi af fundi fulltrúa sveitarfélagsins með Air Iceland Connect í haust leggur atvinnu- og menningarnefnd til að fulltrúar Flugfélagsins Ernis verði boðaðir á fund með fulltrúum sveitarfélagins á nýju ári, um möguleika og tækifæri til að nýta Egilsstaðaflugvöll.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?