Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

95. fundur 14. nóvember 2019 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Skúli Björnsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður að nýtt mál væri tekið á dagskrá fundarins.
Var það samþykkt samhljóða er það númer 11 á dagskrá.

1.Egilsstaðastofa

201910186

Til umræðu voru samningar um Þjónustusamfélagið á Héraði og Egilsstaðastofu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á næsta fund nefndarinnar verði boðaðir fulltrúar Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Stórurð til framtíðar. Ástandsúttekt og framtíðarsýn

201910190

Fyrir liggur skýrslan Stórurð til framtíðar, sem er ástandsúttekt og framtíðarsýn fyrir svæðið, unnin af landverðinum Hörn Halldórudóttur Heiðarsdóttur
29.10.2019. Einnig Víknaslóðir til framtíðar, skýrsla landvarða.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir ágæta greinargerð frá landvörðum. Málið að öðru leiti lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð valnefndar, skv. reglum um listaverk í eigu Fljótsdalshéraðs

201911008

Fyrir liggur fundargerð valnefndar, frá 1. nóvember 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd staðfestir niðurstöður valnefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni

201911016

Fyrir liggur 1. fundargerð starfshóps um Úthéraðsverkefni.

Lagt fram til kynningar.

5.Umskipunarhöfn í Loðmundafirði

201910179

Málinu vísað til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd frá bæjarráði 4. nóvember 2019.

Lagt fram til kynningar.

6.Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs, beiðni um styrk

201910173

Fyrir liggur bréf frá Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs, dagsett 29. október 2019, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið styrki sveitina árlega um ákveðna upphæð gegn því að lúðrasveitin komi fram við viðeigandi tilefni á árinu.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að útbúa drög að samningi og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Sveitir og jarðir í Múlaþingi

201910184

Fyrir liggur bréf frá Búnaðarsambandi Austurlands, dagsett 29. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga á Austurlandi við 3. útgáfu Sveita og jarða í Múlaþingi.
Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefndar 4. nóvember 2019 til umsagnar.

Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð gagnvart framtakinu og fagnar því enda um mikilvæga skráningu byggðasögu að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

8.Landsbyggðalínan. Samningur um flugsamgöngu- og lífsgæðasáttmála

201911042

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Warén um að þrýst verði á ríkisstjórn Íslands um að kynna sem fyrst hugmyndir um útfærslur á "skosku" leiðinni í flugsamgöngum.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur til þess að hugmyndir Benedikts verði kynntar fyrir Austurbrú, sem verið hefur að vinna að ýmsum flugtengdum málum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umhverfi Egilsstaðaflugvallar

201911043

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Warén þar sem varað er við hugmyndum um að þrengja að starfsemi Egilsstaðaflugvallar, sem rýra kunna möguleika á nýtingu flugvallarins og framtíðar uppbyggingu hans.

Atvinnu- og menningarnefnd bendir á mikilvægi þess að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði gætt að framtíðarmöguleikum flugvallarins á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fyrirspurn vegna atvinnumálaflulltrúa og vatnstanks á Þverklettum

201911045

Fyrir liggur fyrirspurn frá Benedikt V. Warén um hugmyndir annars vegar um ráðningu atvinnumálafulltrúa og hins vegar hugmyndir um notkun á vatnstank á Þverklettum.

Atvinnu og menningarnefnd vísar til bókunar nefndarinnnar frá 11.2.2019 þar sem fram kemur að hugmyndir um ráðningu atvinnumálafulltrúa verði teknar til skoðunar við undirbúning stofnunar nýs sveitarfélags.

Nefndin felur starfsmanni að afla upplýsinga um vatnstankinn og svara fyrirspurn Benedikts.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Rekstrarframlag til Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2020 og aðalfundur 29. nóvember 2019

201911048

Fyrir liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga, sem samþykkt var af stjórn safnsins 12. nóvember 2019. Áætlunin gerir ráð fyrir lægra framlagi sveitarfélagsins til safnsins en gert hefur verið ráð fyrir.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?