Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

90. fundur 26. ágúst 2019 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Hjaltalundur, ástand þaks

201904115

Fyrir liggur minnisblað frá fundi 2. júlí 2019 með fulltrúum Hollvinasamtaka Hjaltalundar, ásamt fleiri gögnum er varða Hjaltalund.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að ítarlega sé farið yfir nauðsyn þess að gera við þakið á Hjaltalundi, þar sem úttekt sýnir að það sé lélegt. Nefndin hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd til að taka hugmyndir Hollvinasamtaka Hjaltalundar um framkvæmd verksins til skoðunar

Nefndin vekur athygli á að nú er að fara af stað starfshópur sem hefur það hlutverk að greina tækifæri í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði. Einnig er vakin athygli á því að á síðasta ári skilaði starfshópur af sér greinargerð um Úthéraðið þar sem frm komu ýmsar hugmyndir um nýtingu hússins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Úttekt á framboði flugsæta til Austurlands

201903103

Fyrir liggja gögn sem Benedikt Warén hefur tekið saman um lægsta verð í flugvélum Air Iceland Connect / Flugfélags Íslands í júlí og ágúst og mjög takmarkað framboð á fargjöldum á lægsta verði á leiðinni milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Einnig kemur þar fram óeðlilega mikill verðmunur á fargjöldum í samanburði við leiðina Reykjavík Akureyri.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir því að framkvæmdastjóri flugfélagsins mæti til fundar við bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfshópur um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði

201908045

Fyrir liggur að tilnefna fulltrúa í stað Arons Steinars Halldórssonar sem hefur látið af nefndarstörfum vegna náms, í starfshóp um greiningu tækifæra í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Úthéraði. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 13. maí 2019 undir máli 201809013.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Ingibjörg Jónsdóttir verði fulltrúi í starfshópnum í stað Arons Steinars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skógargleði í Vallanesi, styrkumsókn

201908097

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 30. júlí 2019 frá Móður Jörð með beiðni um styrk vegna hátíðarinnar Skógargleði í Vallanesi 11. ágúst.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 25.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

201903095

Fyrir liggja gögn er varða gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að boða forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra að mæta á næsta fund nefndarinnar til að fylgja áætlunum sínum eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Menningarverðlaun SSA 2019

201908096

Afhending menningarverðlauna fer fram á haustþingi SSA þann 11.-12. október 2019. Meðfylgjandi er tölvupóstur varðandi tilnefningar til menningarverðlaunanna.

Atvinnu og menningarnefnd felur starfsmanni að senda SSA fyrirliggjandi tillögu til Menningarverðlauna SSA 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Dagar myrkurs 2019

201908098

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf dagsett 24. júní 2019 frá Austurbrú þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið vegna verkefnisins Dagar myrkurs.

Málinu frestað til næsta fundar.

8.Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi

201908099

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 19. ágúst 2019 frá Benedikt Warén með tillögu um að gerðar séu athugasemdir við Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs gagnrýnir knappan tíma fyrir ábendingar. Þá gagnrýnir nefndin að ekki hafi verið fulltrúar frá landsbyggðinni í starfshópnum.

Atvinnu- og menningarnefnd telur óheppilegt að að ekki skuli vera tekið á því brýna hagsmunamáli landsbyggðarinnar, að opna fleiri gáttir inn í landið.

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs fagnar framkomnum tillögum í Grænbókinni um að Egilsstaðaflugvöllur verði í fyrsta forgangi sem varaflugvöllur. Nefndin hvetur til þess að flugvöllurinn fái sem fyrst það viðhald sem kröfur eru um og farið verði í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tillaga um Atvinnulífssýningu 2020 í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

201908158

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 22. ágúst 2019 frá Benedikt Warén með tillögu um að haldin verði atvinnulífssýning árið 2020 í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Málinu frestað til næsta nefndar.

10.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Á fundinn undir þessum lið mætti Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson sem kynnti tillögur að deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?