Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

87. fundur 13. maí 2019 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

201809013

Fyrir liggja gögn er varða verkefni sem tengist Úthéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur tveggja fulltrúa atvinnu- og menningarnefndar og tveggja fulltrúa náttúruverndarnefndar, sem hafi það hlutverk að móta verkefnalýsingu m.a. á grunni fyrirliggjandi gagna ásamt því að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og tillögu að fjármögnun þess. Starfsmenn nefndanna vinni með hópnum. Í framhaldinu verði auglýst eftir aðila til að vinna verkefnið ásamt hópnum. Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Fulltrúar atvinnu- og menningarnefndar verði Aðalheiður Björt Unnarsdóttir og Aron Steinn Halldórsson.
Óskað er eftir að náttúruverndarnefnd tilnefni sína fulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Úttekt á framboði flugsæta til Austurlands

201903103

Fyrir liggur svarbréf frá Árna Gunnarssyni framkvæmdasjóra Air Iceland Connect dagsett 3. maí 2019, við fyrirspurn atvinnu- og menningarnefndar um framboð flugsæta milli Egilsstaða og Reykjavíkur.

Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga um sjúkrahús á Egilsstöðum

201905069

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf frá Benedikt V. Warén þar sem hvatt er til að kannaðir verði möguleikar á því að byggja sjúkrahús á Egilsstöðum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að vegna legu Egilsstaða og Egilsstaðaflugvallar verði lögð áhersla á að bæta aðstöðu til greiningar bráðveikra og slasaðra við HSA á Egilsstöðum. Jafnframt verði aðstaða fyrir móttöku sérfræðinga bætt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kornskálinn, möguleg afnot

201905070

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera tillögur að notkunarreglum fyrir Kornskálann við Sláturhúsið. Leitað verði álits viðkomandi eftirlitsstofnana við gerð reglnanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?