Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

86. fundur 29. apríl 2019 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Matvælaframleiðsla á Héraði

201903028

Fyrir liggja minnispunktar vegna fundar um matvælaframleiðslu og fleiri gögn.

Málið í vinnslu.

2.Úttekt á framboði flugsæta til Austurlands

201903103

Fyrir liggur bréf sem sent hefur verið til Flugfélags Íslands með fyrirspurnum er varða flugþjónustu. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

3.-Súpufundir- atvinnu- og menningarnefndar

201812029

Fyrir liggur auglýsing um almennan fund sem haldinn verður 3. maí um Áfangastaðinn Austurland og úrbótagöngu.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur sem flesta til að sækja fundinn.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Hjaltalundur, ástand þaks

201904115

Fyrir liggur úttekt sem Böðvar Bjarnason hjá EFLU gerði 12. apríl 2019 á þaki félagsheimilisins Hjaltalundar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerð verði gróf kostnaðaráætlun vegan endurbyggingar á þaki Hjaltalundar. Starfsmanni falið að kalla eftir henni.

Samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá (ÍKH).

5.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2020

201903095

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir 2020 ásamt gögnum frá forstöðumönnum sem undir nefndina heyra.

Atvinnu- og meningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti meðfylgjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 og vísar henni til bæjarstjórnarnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Viðurkenning vegna menningarstarfs

201904079

Fyrir liggja reglur um Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að auglýsa eftir ábendingum um einstakling, stofnun eða samtök sem verðskulda viðukenningu fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skógardagurinn mikli 2019, styrkbeiðni

201904127

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 15. apríl 2019, frá Helga H. Bragasyni, fyrir hönd Félags skógarbænda á Austurlandi, með ósk um styrk vegna Skógardagsins mikla 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands, ársskýrsla og ársreikningur 2018.

201904141

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands sem fram fór 16. apríl 2019, ásamt ársskýrslu og ársreikningi fyrir 2018.

Lagt fram til kynningar.

9.Matsskýrsla Safnaráðs vegna Minjasafns Austurlands

201904142

Fyrir liggur til kynningar Matsskýrsla Safnaráðs vegna Minjasafns Austurlands, dagsett 24.8. 2018.

Lagt fram til kynningar.

10.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, starfsmannamál

201904143

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 9. apríl 2019, frá Kristínu Atladóttur, þar sem hún segir lausu starfi sínu sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá 1. október 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að auglýsa starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs laust til umsóknar.

Nefndin þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf fyrir menningarmiðstöðina undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundinn sat einnig Ásdís Helga Bjarnadóttir, varamaður B lista. Hún vék af fundi kl. 18.15.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?